Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 81

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 81
Inga Jóna Fríðgeirsdóttir, markaðsstjóri Netverks, er rekstrarfrœðingur að mennt. „FoneStar gerír fólki kleift að senda tölvupóst með viðhengi úrfartölvu ígegnum GSM-kerfið með mun meiri hraða og öryggi en áður.“ FV-mynd: Geir Ólafsson Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Netverki Eftir Isak Örn Sigurðsson Inga Jóna Friðgeirsdóttir er markaðsstjóri Net- verks. Netverk var stofn- að árið 1993 og framleiðir hugbúnað fyrir gagnaflutn- inga um þráðlaus íjarskipta- kerfi með takmarkaða flutn- ingsgetu. „Við erum með hugbúnað sem heitir Fone- Star en hann gerir fólki kleift að senda tölvupóst með við- hengi úr fartölvu í gegnum GSM-kerfið með mun meiri hraða og öryggi en áður hef- ur þekkst. Með FoneStar getur notandinn meira en sexfaldað hraðann," segir Inga Jóna. „Þegar ég byrjaði fyrir tveimur árum vorum við ein- göngu með MarStar sem er hugbúnaður fyrir gagna- flutninga milli skips og lands í gegnum gervihnattakerfi á borð við Inmarsat. Sam- skipti í gegnum gervihnött eru mjög dýr en með MarStar má stytta sending- artímann allt að fimmfalt og þannig lækka kostnað. Ný- lega kynntum við nýja vöru sem heitir WapStar, sem gerir notandanum mögulegt að vinna með tölvupóstinn á WAP-símanum á mjög auð- veldan og öruggan hátt, hvar sem er og hvenær sem er. Notandinn getur tengst öllum þeim pósthólfum sem hann notar í dag sem er mjög þægilegt fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Verk- efnin í markaðsdeildinni eru af ýmsum toga, við vinnum ýmsa greiningarvinnu, áætl- anir og kynningarefni. í rauninni kemur mark- aðsvinnan fram á öllum þrepum vöruþróunarferlis- ins, allt frá skilgreiningu á þörfum markaðarins og eig- inleikum vörunnar, mark- aðssetningu, sölu og svo áfram í stuðningi við endur- seljendur vörunnar. Auk þess að markaðssetja fyrir- tækið gagnvart væntanleg- um kaupendum þurfum við að markaðssetja okkur gagnvart fjárfestum og í það hefur farið mikið af okkar tíma í markaðsdeildinni. Internetið er notað mjög mikið við ýmsa rannsóknar- og greiningarvinnu. Einnig höfum við töluvert leitað til erlendra sérfræðinga varð- andi markaðsathuganir fyrir okkur. Það eru gífurlega örar breytingar á þessum markaði og fer mikill tími í að fylgjast með því sem er að gerast og miðla upplýsing- um. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf hjá fyrir- tæki í örum vexti. Starfs- mannaíjöldinn hefur rúm- lega þrefaldast síðan ég byrj- aði fyrir tveimur árum og nú vinna um 60 manns hjá Net- verki. Netverk er með skrif- stofur í Bretlandi, Hong Kong og svo hér í Reykjavík þar sem öll þróunarvinnan fer fram.“ Inga Jóna er fædd á Eski- firði og vann þar ýmis störf, var m.a til sjós. „Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Akraness og útskrifaðist sem rekstrarfræðingur af markaðssviði frá Tækniskól- anum 1991. Síðan vann ég hjá heildverslun Karls K. Karlssonar við markaðs- og sölustjórnun ásamt innkaup- um í sex ár. Þá langaði mig að breyta til og bæta við menntun mína og fór aftur í Tækniskólann og lauk þaðan B.Sc. gráðu í útflutnings- markaðsfræði árið 1998. Eft- ir það fór ég að vinna í mark- aðsdeild Netverks." Inga Jóna er gift Óskari B. Haukssyni, forstöðu- manni upplýsingavinnslu Eimskips, og eiga þau fimm ára son. „Þegar tómstundir gefast fer mestur tími í að sinna fjölskyldunni. Við höf- um gaman af því að ferðast, bæði innanlands og utan. Einnig hef ég gaman af því að spila golf og reyni að komast í það nokkrum sinn- um á sumrin,“ segir Inga Jóna. HQ 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.