Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 69
STJORNUN spurningin: Er ekki hægt að finna einhveija lausn sem virkar? Því miður, þarna er eng- in ein lausn og hvað á þá að gera? Jú, það þarf að læra að lifa með þessum vanda, með þessum andstæðu pólum, og gera sér grein fyrir því að hægt er að vera sterkur án þess að vera sífellt að leita að einni lausn. Annað vandamál sem sífellt skýtur upp kollinum er fjölskyldan og vinnan. Vinnan tekur mikinn tíma og maður sinnir fjöl- skyldunni illa. Hvað er til ráða? Augljóst svar er að minnka vinnuna en það er ekki endilega rétta svarið. Vandinn liggur í þvi að fjölskyldunni er illa sinnt og það er þar sem taka þarf á og það gerist ekki sjálfkrafa með því að vinna minna. Hvernig kennir maður næmni? Algengt er að stjórnendur skorti næmni. En hvernig er hægt að kenna næmni? Er það ekki eitt- hvað sem er meðfætt? „Nei,“ segir Ketill. „Það er hægt að kenna næmni á ýmsa vegu. Til dæmis með þvi að láta fólk lesa sér til um efnið og kynna sér það. En ókostur þess er sá að það er ekki sjálfgefið að fólk notfæri sér þekkingu sína og þvi er oft ár- angursríkara að þjálfa fólk í að gera sér grein fyrir aðstæðum annarra, að gefa því færi á að setja sig í þess spor. Við erum oft full af fordómum og ástæða þeirra er fyrst og fremst vanþekking. Ef við fáum tæki- færi til að setja okkur inn í aðstæður ann- arra verðum við næmari á líðan þeirra." Tígullinn er fyrst og fremst ætlaður sfiórnendahóp fyrirtækja, en Ketill segir það vera framtíðarmarkmið að gefa almenningi kost á honum. Nokkur fyrirtæki hér á landi hafa nýlega notfært sér Tígulinn, þ.ám. Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og eftirspurnin er mikil. Hins vegar er módelið svo fjölbreytt að ekkert er því til fyr- irstöðu að fólk sem ekki er í stjórnunarstöðu, heldur vill bara læra betur að þekkja sjálft sig og styrkja sig, notfæri sér það. Nánari upplýsingar um Tígulinn er að finna á vefsíðu Skrefs fyrir skref: www.skreffyrirskref.is H3 Vandamál Lausnir Freyja Sigurðardóttir er aðstoðarforstjóri í meðalstóru fyrirtæki í Reykjavik, Landsiðnaði hf. (LI), sem á í margvíslegum erlendum viðskiþtum. Sem stjórnandi stendur hún frammi fyrir margs konar vandamálum sem hún tekst á við með tækjum og aðferðum STEPS þjálfunarinnar. 1. Landsiðnaður stendur frammi fyrir því að gera mikilvæga viðskiptasamninga við erlenda stórfyrirtækið Design Prod- ucts (DP). Freyja þarf að leiða málið til lykta og funda m.a. með hinum erlendu samstarfsaðilum yfir helgi. Vandamál Freyju er að að Stella, dóttir hennar, ákvað fyrir ári síðan að gifta sig þessa sömu helgi og samningar eiga að takast. 2. Freyja þarf að ákveða hvort hefja eigi formlegt samstarf með langtímasamningi við DP sem líkur eru á að muni auka framleiðslugetu LI en felur einnig i sér áhættu þess, tap og úti- lokun samstarfs við önnur erlend fyrirtæki. 3. Freyja þarf að takast á við mismunandi viðhorf og skoð- anir innan LI hvað varðar ákvörðunina um að undirrita samn- ing við DR Hún þarf að verja ákvörðun sína á mörgum víg- stöðvum innan LI. 4. Nokkrir stjórnendur og starfsfólk LI fá vitneskju um um- talsverða gengishækkun á næstunni á hlutabréfum fyrirtækis- ins í kjölfar samninga við DP. Sumir þeirra kaupa hlutabréf stuttu fyrir aðalfund LI. Vandamálið er að fjölmiðlar fá ábend- ingu og hringja í Freyju vegna orðróms um innherjaviðskipti og vilja ummæli vegna fréttaflutnings af málinu. 5. LI er í harðri samkeppni við annað innlent fyrirtæki. Margt bendir til þess að samkeppnin muni harðna. Á stjórnar- fundi bendir forstjóri LI á mikilvægi nýsköpunar til að halda stöðu LI á markaði. Freyju er falið að þróa nýjar hugmyndir og koma með tillögur. DÆMIUM AÐFERÐIR ÚR STEPS TIL LAUSNAR: Freyja beitir „spennukorti" Leiðtogatígulsins. Skilgreinir andstæða póla, vinnur kostina úr báðum og forgangsraðar með „bæði/og“ aðferðinni í stað „annað hvort/eða“. DÆMI UM ADFERÐIR ÚR STEPS TIL LAUSNAR: Nýtir sér tengslanet úr STEPS, upplýsingaleikni og beitir streitustjórnun. Metur sig út frá persónulegri greiningu úr Leiðtogatíglinum. DÆMIUM AÐFERÐIR ÚR STEPS TIL LAUSNAR: Freyja nýtir sér greiningardæmin úr STEPS, aðferðir úr hlutverkaleikjum og gripur til „siðferðisvogarinnar" og sjálfs- skoðunarkorts úr Leiðtogatíglinum. Breytir kvíða í jákvæða orku með „afstöðuaðferðinni" og með þekkingu á vaxtarferlum. DÆMI UM ADFERÐIR ÚR STEPS TIL LAUSNAR: Nýtir þjálfun úr STEPS til að takast á við hið óvænta og tengslanet. Virkjar þjálfun í fiölmiðlaframkomu. Beitir streitu- stjórnun og notar „siðferðisvogina". DÆMI UM AÐFERÐIR ÚR STEPS TIL LAUSNAR: Nýtir erlent tengslanet úr STEPS og beitir hliðskipaðri hugsun við þróun verkefna og De Bono aðferðafræði. Notast við eigin leiðtogaþjálfun úr Leiðtogatíglinum i framsýni og djörfung. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.