Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 18
Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, er ekki aðeins með allra þekktustu mönnum í viðskiþtalífinu
heldur í þjóðlífinu. Ahugi almennings á hlutabréfaviðskiþtum er orðinn svo mikill að á mannamót-
um eru gengi hlutabréfa, fyrirtœki og stjórnendur fyrirtœkja helsta umræðuefnið.
ar fjárfesti í skuldabréfum, með 5,5% ávöxtun á ári að jafnaði, en
hinn í hlutabréfum, með 8% ávöxtun á ári að jafnaði. I þessu
dæmi átti skuldabréfamaðurinn rúmlega 19 milljónir við starfs-
lok en hlutabréfamaðurinn rúmlega 26 milljónir - og gat lifað á
rentunni á eftirlaunaaldrinum og rúmlega það þvi höfuðstóllinn
hélt áfram að vaxa. Agætt dæmi.
Lán til hlutabréfakaupa Borið hefur á auknum lántökum fólks
til kaupa á hlutabréfum; til að vera með í leiknum á hlutabréfa-
markaðnum. Hugsunin á bak við það er að láta hlutabréfamark-
aðinn tvö- til þrelalda eignina á tiltölulega skömmum tíma, Ld.
þessu ári hækkaði úrvalsvísitala
Verðbréfaþings um 48%. Það segir þó
ekki nema hálfa söguna. Gengi
hlutabréfa hækkaði mjög mismikið
eftir fyrirtækjum og atvinnugrein-
um. Til dæmis hækkaði gengi bréfa í
fyrirtækjum í upplýsingatækni um
93% að jalhaði, um 73% í olíufélögun-
um og um 66% í tjármálafyrirtækjum.
Það er því engan veginn sama í
hvaða atvinnugrein er fjárfest. Ný-
lega komu tram upplýsingar um að
tvær atvinnugreinar standi upp úr
þegar rauntölur um afkomu að und-
anförnu eru settar í samhengi við
væntingar. Þessar greinar eru upp-
lýsingatækni og fjármálafyrirtæki.
Fyrirtæki í upplýsingatækni skiluðu
11% meiri hagnaði en gert hafði ver-
ið ráð fyrir og fjármálafyrirtæki um
2% meiri hagnaði.
Verðbréfahíngið hefur gert marga for-
ríka Verðbréfaþingið og hlutabréfmarkaðurinn hefur gert
marga forríka á undanförnum árum. Urvalsvísitalan var um 323
stig í byi'jun ársins ‘93. Hún er núna rúmum sjö árum síðar um
1.715 stig. Þetta er meira en fimmföldun! Sá, sem átti 1 milljón
í byrjun ársins ‘93, á núna um 5 milljónir. Sá, sem átti 5 milljón-
ir, á núna 25 milljónir. Sá, sem átti 1 milljarð á núna 5 milljarða.
Svona væri áfram hægt að halda. En svo koma sveiflurnar inn-
an tímabila - og það eru þær sem valda usla og óróa. Taki menn
eftir því að um tveggja ára skeið á þessu sjö ára tímabili, eða frá
vori '97 til hausts '99, stóð úrvalsvísitalan í stað og lækkaði
raunar nokkuð innan þessa tímabils. Þetta minnir menn ræki-
Um 49 þúsund íslendingar hlutabréfaeigendur
Eigendum hlutabréfa hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Samkvæmt tölum frá
ríkisskattstjóra voru 49 þúsund íslendingar eigendur að hlutabréfum árið 1999 borið
saman við um 35 þúsund einstaklinga árið 1996.
þremur árum - og greiða lánin síðan upp í einu lagi. Þar með
væri viðkomandi kominn með hreina hlutabréfaeign sem hann
léti ávaxta sig. Áhættan er hins vegar sú að ef hlutabréfaverðið
lækkar mikið þá snýst draumurinn upp í andhverfu sina. Því er
mikilvægt að hafa stóran hluta af hlutabréfúnum, sem tekin eru
lán fyrir, í tiltölulega öruggum bréfum - ef svo má að orði kom-
ast Lántökur til hlutabréfakaupa eru ekki séríslenskt fyrirbæri.
Bankastjórar um allan heim hafa bent fólki á þessa áhættu og að
íhuga frekar að spara og kaupa minni skammta í einu. Því má
svo bæta við að nokkuð hefur verið í umræðunni að undanförnu
að fólk taki hærri lán hjá íbúðalánasjóði en það í raun þurfi til að
verða sér í leiðinni úti um fé til hlutabréfakaupa. Þá kvað það fær-
ast í aukana að fólk á miðjum aldri minnki núna fyrr við sig í hús-
næði og noti mismuninn til að Ijárfesta í hlutabréfúm.
Gengi bréfa í mörgum fyrirtækjum á Verðbréfaþingi Islands
hefur hækkað mikið. Frá 6. mars á síðasta ári til 6. mars á
lega á að hlutabréf eru langtímafjárfesting!
Svitadropar falla í hita gullæðisins undanfarnar vikur heíúr
margur svitadropinn fallið. Islenski hlutabréfamarkaðurinn hef-
ur á síðustu vikum gengið í gegnum meiri verðsveiílur á stutt-
um tíma en áður hafa sést. Það tók á taugarnar hjá ijárfestum
að sjá úrvalsvísitöluna fara nánast lóðrétt upp á fyrstu tveimur
vikunum í febrúar og ná hæstu hæðum, 1.889 stigum, um miðj-
an mánuðinn og falla síðan niður fyrir 1.700 stig. Þetta var rúm-
lega 10% sveifla. Svitadroparnir stafa af þvi að allur hagnaðurinn
sem fólk reiknaði sér í byijun febrúar var á nokkrum dögum
fokinn út í veður og vind. Og hugsanlega höfðu einhveijir tekið
sér lán á þessu tímabili og keypt bréf þegar úrvalsvísitalan var
að ná hæstu hæðum. Þetta sýnir enn og aftur hve slæmar mikl-
ar breytingar - sveiflur - eru. Fyrst kemur ofsagleði yfir snar-
hækkandi gengi og síðan grípur um sig örvænting, jafnvel böl-
'f
t
i
i
i
j
(
18