Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 70
AUGLÝSINGAHERFERÐ Leifur heppni og Auglýsing Flugleiða á CNN er stutt en eftirtektarverð. Rúrik Haraldsson les úr Hávamálum og vakin er at- hygli á því að íslendingurinn Leifur Eiríks- son hafi fundið Ameríku fyrstur og eru áhorfendur hvattir til að treysta þeim sem firndu Ameríku - og fljúga með þeim yfir Atlantshafið. Grafíkin er sterk í auglýsing- unni og blái liturinn mjög afgerandi en myndskeiðin stutt og skipt ört á milli. Markhópurinn er ungt fólk á uppleið. Fólk sem ekki hefur tíma til að bíða lengi eftir flugi eða þolin- mæði til að bíða á flugvöllum eftir tengiflugi. Fólk sem hefur nægt fé handa á milli og þarf að ferðast á milli Evrópu og Amer- íku á sem stystum tíma. Ungt og framsækið „Markhópurinn var skilgreindur eftir tals- verða umhugsun og á þeim forsendum að eldra fólk í áhrifastöð- um væri væntanlega búið að mynda sér skoðun og ákveða sitt uppáhaldsflugfélag og skapa viðskiptavild innan þess. Unga fólk- ið er hins vegar ennþá að mynda sér skoðun og á því byggjum við okkar markaðssókn. Við höfðum til þess að félagið sé ungt, framsækið og öðruvísi og svo ekki síst að það sé með stysta flug- tíma á milli fjölmargra áfangastaða í Evrópu og Ameríku," segir Þórir Hrafrisson hjá íslensku auglýsinga- stofunni sem sá um gerð auglýsingarinn- ar ásamt þeim Halldóri Birni Halldórssyni á Islensku auglýsingastofunni, Lárusi Halldórssyni og Lárusi Jónssyni hjá Saga Film. Hann segir ýmis mál hafa komið upp við gerð hennar og að hún hafi átt sér langan aðdraganda, eða um þrjá mánuði. „Þarna er verið að keppa við fyrirtæki sem telja 40 milljóna króna auglýsingu bara nokkuð ódýra á meðan auglýsing sem fer eitthvað yfir 2 milljónir hér á landi er talin dýr. Þessi auglýsing þurfti því að líta út fýrir að vera miklu meira og dýrari en hún raunverulega var. Við þurftum að koma Flugleiðum á kortið sem flugfélagi því það er ekki sjálfgert að fólk úfi í hinum stóra heimi viti af þeim. Sem dæmi má nefiia að þegar hitabylgja gengur yfir Bandaríkin leit- ar fólk gjarnan í símaskránni og finnur Icelandair og hringir. Ekki til að panta flugferð til kaldari staða heldur til að leita upp- lýsinga um loffkælingakerfi! Nafnið Icelandair segir nefnilega ekki endilega til um hvers konar fyrirtæki sé um að ræða og því er mikilvægt að koma því að sem flugfélagi fyrst og fremst, stað- setja það á sama svæði og önnur stærri flugfélög. Það tekst að vissu leyti með því að vera með auglýsingaherferð á CNN því þannig verður félagið eins og sagt er „larger than life“ - virðist stærra en það í raun og veru er. Þegar svo búið er að staðsetja félagið á réttri tröppu er næsta skref að búa til karakter félagsins, ákveða sérstöðu þess á tröpp- unni. Auglýsingin höfðar mjög til ungs fólks á uppleið en vekur um leið athygli á því að félagið flýgur á milli Evrópu og Ameríku. Það skiptir miklu meira máli fyrir þennan viðskiptavinahóp að komast hratt á milli staða en hvað flugsætið kostar og því er ver- ið að höfða til stöndugra farþega fyrst og fremst því þarna eru miklir peningar í húfi.“ Hávamálin með karakter Þórir segir að við gerð auglýsingar- innar hafi verið lögð áhersla á Skandinavíutengslin þvi viða í heiminum séu ákveðin samasemmerki á milli Skandinavíu og gæða. Hann nefnir sem dæmi Volvo, sem er mikið stöðutákn í Ameríku, og segir að sú kvikmynd hafi enn ekki verið framleidd í Ameríku þar sem skúrkurinn aki á Volvo, ímynd bílsins leyfi það einfaldlega ekki. Lestur Hávamála setur ákveðinn blæ á aug- lýsinguna, sérstaklega af þvi að Rúrik Haraldsson les þau með skandinaviskum hreim en ekki á amerískri ensku sem hefði ekki sama karakter. Leifur Eiríksson er einnig notaður sem áherslupunktur, hann var fyrstur til að finna Ameríku og frægð hans er notuð til að vekja athygli. Slagorðið er grípandi, enda segir Þórir hálfan slaginn unninn Þórir Hrafnsson hjá íslensku auglýsingastofunni. Hann sá um gerð aug- lýsingarinnar ásamt þeim Halldóri Birni Halldórssyni á lslensku aug- lýsingastofunni, Lárusi Halldórssyni og Lárusi Jónssyni hjá Saga Film. Herferð Flugleiða á CNN er stœrsta auglýsingaherferð íslensks fyrirtækis erlendis. Markhópur- inn er ungt og stöndugt fólk sem flýgur á viðskiþtafarrými. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Gcir Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.