Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.02.2000, Qupperneq 17
HLUTflBREFflMflRKflÐURlNN Á 11 sv BtLiCi hugi almennings á hlutabréfaviðskiptum er orðinn [ svo mikill að líkja má við gullæði. Það er ekki bara að margir ætli að verða ríkir á mettíma heldur er svo komið að á mannamótum eru gengi hlutabréfa, fyr- irtæki og stjórnendur fyrirtækja helsta umræðuefnið. Sumir hafa lýst þessu gullæði, þessari vakningu, á þá leið að hlutabréfaviðskipti séu orðin nýjasti lottóleikur landsmanna. Það þarf enginn að undrast þennan stór- aukna áhuga á hlutabréfum: A aðeins nokkrum árum hefur hlutabréfamarkaðurinn ekki aðeins gert marga ís- lendinga ríka heldur forríka! Sömleiðis hefur hækkun úrvalsvisitölunnar síðustu sex mánuði verið ævintýraleg og tendrað áhuga margra. Gullæðið, hinn byltingar- kenndi áhugi á hlutabréfaviðskiptum almennings, er hér sett fram með jákvæðum formerkjum. Fólk horíir til framtíðarinnar og vill láta peningana vinna fyrir sig til eft- irlaunaáranna. En það eru nokkur víti að varast þegar gengið er um hinar gylltu dyr á hlutabréfamarkaðnum; hluta- bréf eru áhættufjárfesting og þau eru langtímatjárfesting. Þau eru fjárfesting sem útheimtír þolinmæði. Yarast skyldi að gera sér of háar hugmyndir um margfaldan hagnað á mettíma. Það er hins vegar góður bónus ef það gerist. Reynslan erlendis frá sýnir að þeir sem hella sér út í svonefnd dagviðskiptí með hluta- bréf, hreina spákaupmennsku, eru misjaihlega heppnir og lang- flestir þeirra eru sagðir tapa á viðskiptunum þegar upp er stað- ið vegna herkostnaðar af röngum ijárfestingum og þeirrar þóknunar sem fylgir tíðum viðskiptum á degi hverjum. Fréttir um skyndígróða Það eru fyrst og fremst fréttír um snar- hækkandi gengi hlutabréfa og skyndigróða sem kitla fólk og ýta undir gullæðið. Hvers vegna ekki að taka þátt í leiknum þegar sumir breytast úr milljónamæringum í milljarðamæringa á skömmum tíma? En þess má geta að minna fer jafnan fyrir um- ræðu um þá sem eru að tapa. Nýjasta dæmið um skyndigróða hlutabréfaeigenda, sem almenningur hnaut um, var hækkun bréfa í Össuri í síðustu viku, 7. mars sl, þegar bréfin hækkuðu á einum degi um 33% í kjölfar þess að tílkynnt var um kaup Öss- urar á bandaríska stoðtækjafyrirtækinu Flex-Foot Inc. á um 5,3 milljarða. Frábær Ijárfestíng hjá Össuri og sýnir mikinn sóknar- hug hjá þessu þekkingarfyrirtæki. Auðvitað snart það líka fólk þegar gengi bréfa í deCode genetícs Inc., móðurfélagi íslenskr- ar erfðagreiningar, færðist úr 20 dollurum í 53 dollara bréfið á nokkrum vikum. Eða þegar Orcan S A keypti hlut í Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins sl. haust fyrir rúma 5 milljarða á genginu 2,80 en að nokkrum mánuðum liðnum var það komið upp í 4,60, og örskömmu síðar yfir 5,0 þannig að reiknaður hagnaður af kaupunum var þar með kominn í nær fjóra milljarða. Gengi bréfa í FBA er núna um 4,40 en þess má geta að bankinn greiddi yfir 1,2 milljarða í arðgreiðslur á síðasta aðalfundi og því kemur það vart á óvart að gengið skyldi hafa lækkað í kjölfarið. Taki menn eftirþví að á rámlega tveggja ára tímabili.frá vori ‘97 til liausts '99 stóð úrvalsvísitalan í stað og lœkkaði raunar innan þessa tímabils. Þetta sýnir best að hlutabréferu langtímafjárfesting. 30 milljónir Við 65 ára aldurinn Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA sagði í fréttum nýlega að hann spáði því að innan fimm ára myndu um 3 þúsund íjölskyldur á Islandi eiga yfir 60 milljónir í hlutabréfum og öðrum eignum. Sumum kann að þykja þetta sláandi. Engu að síður endurspegla þessi orð Bjarna hinn nýja hugsunarhátt sem tengist sparnaði og hlutabréfaviðskiptum. Hann er sá að fólk er í ríkara mæli farið að gera framtíðaráætl- anir, eins og hvenær það ætli á eftirlaun, og stilla upp dæmum um hversu mikla hlutabréfaeign það ætli að eiga þegar það fer á eftirlaunaaldurinn, td. 10 milljónir, 20 milljónir, 30 milljónir króna eða þaðan af meira. Sigurður B. Stefánsson, hagfræðing- ur og framkvæmdastjóri VIB, stillti nýlega upp dæmi í Morgun- blaðinu af tveimur fimmtugum mönnum sem báðir ætluðu sér að hætta að vinna 65 ára og ráðgerðu að eiga ákveðna upphæð við þann aldur. Báðir byrjuðu með 5 milljónir og lögðu 25 þús- und fyrir á mánuði í fimmtán ár - og báðir ætluðu að geta haft 150 þúsund krónur á mánuði af sparnaði sínum í eftirlaun. Ann- Gullœði hefurgripið um sig og margirstefna að pví að verða rikir á mettíma. A mannamótum er svo komið að gengi hlutabréfa, fyrirtæki og stjórnendur jyrirtækja eru helsta umrœðuefnið. / Astæðan ersú að hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki aðeins gert marga rika á undanfórnum árum heldur forrika. Eftir Jón G. Hauksson Myndin Geir Olafsson 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.