Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 32
UPPLÝSINGATÆKM Með því að raða eðli starjseminnar inn á þessa mynd má fá vísbend- ingu um hvaða tœkni sé best að beita hvetju sinni í rafrœnum við- skiþtum. Fjölbreytni Viðskíptafærslna: Því meiri fjölbreytileiki því erf- iðara er að gera ráð fyrir öllum möguleikum í hönnun raf- rænna viðskiptalausna og því dýrari verður Oárfestingin. Endurnýjun víðskiptavína: Því meiri sem endurnýjun við- skiptavina er því minni má kostnaður við uppsetningu vera fyrir hvern einstakan viðskiptavin en öfugt ef viðskiptasam- bönd eru til langs tíma. Uppsetning einstakra Veftenginga er ódýr en uppsetning EDI -tenginga hefur reynst dýr. Hreyfanleiki viðskiptavina: Ef viðskiptavinir eru mikið á hreyfmgu þegar þeir þurfa á upplýsingum að halda þá hent- ar tæki sem auðvelt er að bera á sér. Þar er GSM síminn í óumdeilanlegu forystuhlutverki og hafa einmitt fréttafyrir- tæki eins og Morgunblaðið riðið á vaðið og boðið fréttir með notkun WAP-tækninnar. Þörf fyrir áframhaldandí úrvinnslu gagnanna: Ef viðskipta- vinurinn hefur þörf fyrir að vinna áfram með upplýsingarnar þarf að nota tækni sem býður upp á þann möguleika á sem sjálfvirkastan hátt. EDI hefur þar verið í fararbroddi en vefur- inn hefur ekki reynst vel á þessu sviði þó svo það gæti breyst með tilkomu XML-tækninnar. Hvaða tækni hentar hverju sinni? Fyrst eftír að búið er að greina hvar helst sé hægt að ná árangri með rafrænum við- skiptum og eðli viðkomandi þátta starfseminnar hefur verið metið, er tímabært að líta á tæknilegu möguleikana. A með- fylgjandi mynd má sjá hinum mismunandi tæknimöguleikum raðað lauslega eftir ofangreindum eðlisþáttum. Með því að raða eðlisþáttum starfseminnar inn á þessa sömu mynd má fá vísbendingu um hvaða tækni sé best að beita í rafrænum við- skiptum. Sem dæmi má nefna auglýsingastofur. Þau gögn sem auglýsingastofur þurfa að láta frá sér eru mjög fjölbreytt og Ijöldi gagnasendinga er lítill. Þær byggja viðskipti sín að mestu á föstum viðskiptasamböndum. Raunin er því sú að auglýsinga- stofur hafa lagt lítið upp úr gerð vefsíðna fyrir sjálfar sig en nota hins vegar mikið skráarflutning, ýmist með ISDN eða viðhengi í tölvupósti. Bóksala hefur á hinn bóginn þá eiginleika að fyöl- breytni vörunnar er mikil, endurnýjun viðskiptavina mikil og fyöldi hreyfinga mikill enda hefur bóksala á Netinu náð miklum árangri, eins og sjá má af árangri Amazon.com. 33 Byrjað á öfugum enda Hvers vegna er árangur fyrirtækja af notkun rafrænna viðskiptalausna svona mis- jafn? Skýringin er að oft er byrjað á öfugum enda. Byrjað er á tækninni og hún not- uð óspart. Réttara væri að skoða reksturinn, meta hvaða þættir í starfseminni valda kostnaði og/eða hafa mest áhrif á gæði, skoða eðli þessara starfsþátta og síðan velja tæknina eftir því sem best á við. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.