Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 34
cd ■ ii■ o iicnoi nni Ríkisskattstjóri Námskeið um skattskil þeirra sem hefja rekstur Hrefna Einarsdóttir erfrœðslustjóri skattafræðslu ríkisskattstjóra. Frá því um áramótin hefur embætti ríkisskattstjóra boðið upp á nýja tegund námskeiða sem ætluð eru þeim sem eru að hefja atvinnurekstur, einnig einyrkjum og verktökum. Aðsókn hefur verið mikil og sýnir það glöggt að þörf hefur ver- ið fyrir þá fræðslu sem þarna er í boði, að sögn Hrefnu Einars- dóttur, fræðslustjóra hjá ríkisskattstjóra. Ákveðið hefur verið að halda þessi námskeið ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig úti á landi, til dæmis á ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum. Markmiðið með námskeiðunum er að kynna mönnum helstu undir- stöðuatriði almennra skattskila þeirra sem hafa með höndum sjálf- stæða starfsemi. Allt frá því virðisaukaskattur var tekinn upp í stað söluskatts fyrir einum tíu árum hefur ríkisskattstjóri efnt nokkuð reglu- lega til námskeiða fyrir þá sem eru með virðisaukaskattskylda veltu en þau námskeið hafa einungis snúist um virðisaukaskatt og það sem að honum lýtur. Ýmsir rekstraraðilar hafa hins vegar óskað eftir námskeið- um um almenn skattskil og var því orðið Ijóst að mikil þörf væri á fræðslu um þetta efni og er nú verið að koma til móts við þá þörf. Tvískipt námskeið Námskeiðunum er skipt í tvo hluta og leiðbeinendur eru starfsmenn ríkisskattstjóraembættisins. Fyrri hlutinn fjallar um almenn skattskil rekstraraðila en sá síðari um virðisaukaskatt. í fyrri hlutanum er farið yfir það hverjir teljast hafa með höndum at- vinnurekstur í skilningi skattalaga, rætt er um launagreiðendaskrá, reiknað endurgjald, staðgreiðslu, tryggingagjald, lífeyrissjóðsiðgjöld, skattframtal og rekstrarkostnað. Þá er farið yfir tekjuskráningu og tekjuskráningargögn, fjallað um sjóðvélar, bókhaldsskyldu og bók- haldsgögn. Síðari hluti námskeiðsins lýtur að virðisaukaskatti og fjallað er um hann almennt; um útskatt og innskatt, skattskyldu, skráningarskyldu, undanþágur, skattverð og loks um leiðréttingarskyldu, uppgjör og skil. Erfitt að ná til nýrra verktaka Hrefna segir að oft hafi verið erfitt að ná til þeirra sem eru að hefja at- vinnurekstur eða fara út í verktakavinnu því þeir viti jafnvel ekki sjálfir að þeim ber að skrá sig sérstaklega á launagreiðendaskrá. Um leið og það hefur verið gert fá þeir ýmsa þjónustu sem ríkisskattstjóraembætt- ið býður upp á, fá til dæmis sendar orðsendingar með nauðsynlegum upplýsingum sem og auðvitað gíróseðla fyrir uppgjör staðgreiðslu og tryggingargjalds. Vegna þess hve erfitt hefur reynst að ná til nýrra að- ila í atvinnurekstri var ákveðið að auglýsa áðurnefnd námskeið um síð- ustu áramót og urðu viðbrögð geysimikil. Reiknað hafði verið með að halda eitt námskeið í mánuði en augljóst er að það mun engan veginn nægja nú í byrjun. Reyndar eru margir sem sóst hafa eftir námskeiðun- um ekki algjörir nýgræðingar f atvinnurekstri en telja sig engu að síður hafa mikið gagn af þessum námskeiðum. Þegar frá líður má þó reikna Ríkisskattstjóri er til húsa að Laugavegi 166 ogþar fara námskeiðin fram. 34 ERnm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.