Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 46
Frjáls verslun hefur áður fiallað um fjárdrátiinn hjá Nathan & Olsen, bæði í leiðara og í fréttaskýringu. Eftir dóm Hœstaréttar er stóra spurningin sú hvortframkvœmdastjóri og stjórnarmenn eigi aðgreiða fyrirtœkinu 21 milljón vegna þjófnaðar gjaldkerans. neskra þjóða, undir lok áttunda áratugarins lögðu margir end- urskoðendur áherslu á að ábyrgð þeirra gagnvart efiii reikn- ingsskila væri svo mikil að ekki væri á þá bætandi að rannsaka reikningsskil með tilliti til fjársvika. Það væri sjálfstæð rann- sóknarvinna sem markaðurinn yrði að kalia eftír sérstaklega en hún gæti ekki falist í venjulegri endurskoðun. Þrátt fyrir þetta var stöðlum breytt í þá veru að einhver viðurkenning væri á fjársvikum, enda væru þau veruleg og hefðu mjög truflandi áhrif á efni reikningsskila, þ.e. rangfærðu þau svo að ekki mættí byggja ákvarðanir um fjármál á þeim. Þannig standa þessi mál í dag erlendis, og skal þá farið nokkrum orðum um þróun þess- ara mála hér á landi, sem hefur að mörgu leyti verið svipuð, en kannski ekki að öllu leytí. Eiga þeir að fyrirbyggja misferli? í fyrstu lögum um endur- skoðendur hér á landi voru engin ákvæði um tilgang endur- skoðunar fyrr en með lögum sem samþykkt voru á árinu 1976. I þeim segir í 1. gr. laganna að tilgangur með lögunum sé að tryggja að til sé í landinu stétt manna sem getur gefið hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum tíl notkunar í viðskiptum. í lögunum er hvergi vikið að því hlutverki að endurskoðendum sé ætlað að fyrirbyggja og uppgötva misferli. Þá skiptír ekki síð- ur máli í þessu sambandi hver hafa í raun verið verkefni endur- skoðenda hér á landi, en því er þannig farið, þrátt fyrir starfs- heitið, að vinna þeirra hefur aðallega verið á sviði uppgjörs- og skattamála. Það skýrist af því að kunnátta í þeim efnum hefur al- mennt ekki verið nægilega mikil hjá starfsmönnum fyrirtækja, hver svo sem skýringin á því kann að vera. Hitt er svo annað mál, að á síðustu árum hefur orðið talsverð breyting í því efni hér á landi eftír því sem hæfara fólk og betur menntað er ráðið til að sinna upplýsingamiðlun innan fyrirtækja. Verkefni endurskoðenda hafa þó á síðustu þremur áratugum eða svo tekið hægfara breytingum í þá veru að endurskoðun er orðin umfangsmeiri hluti afveittri þjónustu endurskoðenda, en enn er það þó þannig að gerð reikningsskila og skattskila eru helstu verkefni endurskoðenda hér á landi. í þessu sambandi er tvennt sem veldur mestu um þessa þróun. Annað er að í löggjöf er nú í síauknum mæli kallað eftir endurskoðun faglærðra manna á reikningsskilum fyrir tílteknar atvinnugreinar og þá hefur Ijármagnsmarkaðurinn einnig kallað eftír þessari þjón- ustu í meira mæli en áður. Af þessu er ljóst að í grófum dráttum er samhljómur með þróun í verkefnum endurskoðenda hér á landi og með nálægum þjóðum. Ábyrgð Sljórna fyrírtækja? Fyrir nokkrum árum gerðu end- urskoðendur nokkrar breytingar á formi áritunar á reiknings- skil fyrirtækja. Það var gert vegna áhrifa frá alþjóðasamtökum endurskoðenda. Þær voru í þá veru að gera ítarlegri grein fyr- ir hvernig endurskoðun sé unnin og hvað felist í henni. Þá var sérstaklega tekið fram að ábyrgð á reikningsskilum hvíldi hjá stjórn og að ábyrgð endurskoðenda takmarkaðist við innihald áritunarinnar. Það vaktí athygli margra endurskoðenda hér á landi hversu illa margir stjórnarmenn voru upplýstír um skyldur sínar samkvæmt lögum, því þessi nýja áritun fékk miður góða umsögn hjá mörgum stjórnarmönnum sem greinilega höfðu talið að aðalábyrgðin á reikningsskilum, bók- haldi og innra eftirlit væri hjá endurskoðendum. Þetta kom nokkuð á óvart því fyrirmæli laga eru og hafa verið skýr um þetta efni, eða, eins og segir í lögum um hlutafélög, þá „skal félagsstjórn annast að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félags“. Athyglisvert er í þessu sam- bandi að nú á síðustu misserum hafa verið gerðar auknar kröf- ur til eftirlits stjórnar með fjárreiðum og innra eftirliti fyrir- tækja í Bretlandi. Það eftirlit hefur lengst af verið hálfgerð sýndarmennska, eins og reyndar hér á landi, en nú er svo komið að stjórnarmenn þar verða að gera sjálfstæðar athugan- ir og gera skriflega grein fyrir þeim. Þetta hefur leitt til þess að betur hefur þurft að huga að því en áður hverjir séu færir um að gegna stjórnarstöðum hjá fyrirtækjum. Og þetta sýnist raunar vera gagnleg ábending tíl þeirra sem skipa í stjórnir ís- lenskra fyrirtækja. Að lokum skal tekið fram að hvergi er í lögum að finna fyrir- mæli í þá veru að endurskoðendur skuli fyrirbyggja og upp- götva fjársvik. Þeirra hlutverk er að votta um áreiðanleika reikn- ingsskila en í þeirri vinnu getur komið í ljós að fjársvik hafi átt sér stað, hvort sem sú iðja hefur verið stunduð af starfsmönn- um eða forráðamönnum fyrirtækis. Hafi menn aðrar væntingar til starfs endurskoðenda ber að tílkynna þeim það og raunar stendur einnig upp á endurskoðendur að gera betur grein fyrir störfum sínum en þeir hafa gert. Vilji forráðamenn fyrirtækja og aðrir að verkefni endurskoðenda taki til rannsókna á því hvort misfarið hafi verið með fé, þá verða þeir að gera sér grein fyrir því, að slík vinna er miklu ítarlegri en sú rannsókn á efni reikningsskila sem felst í venjulegri endurskoðun. Erlendis hafa sumar endurskoðunarstofur sérhæft sig í þess konar rann- sóknum og er sú vinna kennd við réttarendurskoðun (e. for- ensic auditing). Dómurinn í Nathan & Olsen málinu En vikjum þá að dómi Hæstaréttar í fyrrgreindu máli. Niðurstaða réttarins var að end- urskoðandinn bæri að hluta tíl ábyrgð á tjóni fyrirtækisins. Hún skýrðist af því að endurskoðandi lét undir höfuð leggjast að til- kynna stjórn félagsins bréflega um það að tilteknir annmarkar væru á innra eftírliti fyrirtækisins. Hann hafði þó ítrekað gert framkvæmdastjóra og Jjármálastjóra grein fyrir þessum ann- mörkum, án þess að þeir hefðu séð ástæðu tíl sérstakra að- gerða, enda var starfsmanninum treyst. Þessi annmarki laut að þvt að sami starfsmaður gegndi starfi þókhaldara og gjaldkera. Um það hlýtur stjórn fyrirtækisins einnig að hafa vitað eins lengi og sú verkaskipting hafði staðið yfir. Raunar má segja að stjórn fyrirtækisins hafi ekki sinnt eftírlitsskyldum sínum hafi henni verið ókunnugt um þessa skipan. Spurningin er því, hvaða tilgangi þjónaði að skýra stjórninni bréflega frá þessum annmarka þegar hann mátti vera henni ljós? 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.