Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 82

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 82
Kristín Egilsdóttir er deildarstjóri hagdeildar innanlands hjá Eimskiþ. Hún er viðskiþtafrœðingur að mennt og á að baki sex ára feril hjá Eim- skiþ. FV-mynd: Geir Olafsson. Kristín Egilsdóttir, Eimskip Eftir ísak Örn Sigurðsson Kristín Egilsdóttir hefur gegnt starfi deildar- stjóra hagdeildar inn- anlands hjá Eimskip frá síð- astliðnu sumri en á að baki sex ára feril hjá fyrirtækinu. Hagdeild innanlandssviðs hjá Eimskip ber ábyrgð á upplýsingamálum, gæða- málum og fjármálaupplýs- ingum sviðsins. „Starf mitt felst einkum í að sjá um mánaðarleg uppgjör og áætl- anagerð, hafa umsjá með dótturfélögum, byggja upp og þróa innra eftirlitskerfi auk ýmiss konar sérverk- efna,“ segir Kristín. „Þá starfa upplýsinga- stjóri og gæðastjóri sviðsins mjög sjálfstætt undir minni stjórn, hvor á sínu sviði. Starfið er mjög spennandi og skemmtilegt og býður upp á mikil samskipti við annað starfsfólk auk þess sem ég fæ góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í fyrir- tækinu.“ Kristín er fædd á Selfossi og alin upp til níu ára aldurs í Dalbæ, Gaulverjabæjar- hreppi. „Að loknum æskuár- unum í Arnessýslunni flutti ég með fjölskyldunni í smá- íbúðahverfið í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1988. Ég hafði töluverða útþrá á menntaskólaárunum og tvö sumur starfaði ég er- lendis. Sumarið 1986 var ég au-pair í London og sumarið 1998 starfaði ég hjá Nokia- símafyrirtækinu í norður- Finnlandi. Að því loknu hóf ég nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands eftir að hafa unnið við reikningshald hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík í eitt ár. Ég hóf störf hjá Eimskip að loknu námi vorið 1994. Fyrsta hlutverk mitt hjá fýrir- tækinu var við afleysingar í fjárreiðudeild en síðan flutt- ist ég yfir í farmskrárdeild út- flutningsdeildar og tók við deildarstjórastarfi þar í árs- byrjun 1996. I skipulags- breytingum sem gerðar voru hjá Eimskip 1997 var mér falið að byggja upp nýja deild, farmskjala- og reikn- ingavinnslu, sem sér um alla farmskjala - og reikninga- vinnslu fyrirtækisins hér- lendis. I ágúst síðastliðnum tók ég svo við starfi deildar- stjóra hagdeildar innanlands- sviðs.“ Kristín er gift Hauki Guð- mundssyni, lögfræðingi hjá dómsmálaráðuneytinu, og eiga þau hjónin tvö börn saman, tveggja og hálfs árs gamlan dreng og tíu mán- aða gamla stúlku. „Undan- farin ár hefur lítill tími gefist til að sinna tómstundum. Fjölskyldulífið og vinnan hafa fyllt nokkurn veginn upp í stundatöfluna hjá mér og lítill tími gefist til annars. Við hjónin höfum meðal annars eytt miklum tíma í að innrétta gamla íbúð sem við keyptum okkur og höfum unnið mikið í henni sjálf. Ég fór á smíðanámskeið í því skyni og afrekaði meðal annars að smíða gólflista í gömlum stíl þar sem þeir reyndust ekki fáanlegir. Annars hef ég mikinn áhuga á útivist og ferðalögum, bæði innanlands og utan," segir Kristín. S5 82

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.