Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 82

Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 82
Kristín Egilsdóttir er deildarstjóri hagdeildar innanlands hjá Eimskiþ. Hún er viðskiþtafrœðingur að mennt og á að baki sex ára feril hjá Eim- skiþ. FV-mynd: Geir Olafsson. Kristín Egilsdóttir, Eimskip Eftir ísak Örn Sigurðsson Kristín Egilsdóttir hefur gegnt starfi deildar- stjóra hagdeildar inn- anlands hjá Eimskip frá síð- astliðnu sumri en á að baki sex ára feril hjá fyrirtækinu. Hagdeild innanlandssviðs hjá Eimskip ber ábyrgð á upplýsingamálum, gæða- málum og fjármálaupplýs- ingum sviðsins. „Starf mitt felst einkum í að sjá um mánaðarleg uppgjör og áætl- anagerð, hafa umsjá með dótturfélögum, byggja upp og þróa innra eftirlitskerfi auk ýmiss konar sérverk- efna,“ segir Kristín. „Þá starfa upplýsinga- stjóri og gæðastjóri sviðsins mjög sjálfstætt undir minni stjórn, hvor á sínu sviði. Starfið er mjög spennandi og skemmtilegt og býður upp á mikil samskipti við annað starfsfólk auk þess sem ég fæ góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í fyrir- tækinu.“ Kristín er fædd á Selfossi og alin upp til níu ára aldurs í Dalbæ, Gaulverjabæjar- hreppi. „Að loknum æskuár- unum í Arnessýslunni flutti ég með fjölskyldunni í smá- íbúðahverfið í Reykjavík og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1988. Ég hafði töluverða útþrá á menntaskólaárunum og tvö sumur starfaði ég er- lendis. Sumarið 1986 var ég au-pair í London og sumarið 1998 starfaði ég hjá Nokia- símafyrirtækinu í norður- Finnlandi. Að því loknu hóf ég nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands eftir að hafa unnið við reikningshald hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík í eitt ár. Ég hóf störf hjá Eimskip að loknu námi vorið 1994. Fyrsta hlutverk mitt hjá fýrir- tækinu var við afleysingar í fjárreiðudeild en síðan flutt- ist ég yfir í farmskrárdeild út- flutningsdeildar og tók við deildarstjórastarfi þar í árs- byrjun 1996. I skipulags- breytingum sem gerðar voru hjá Eimskip 1997 var mér falið að byggja upp nýja deild, farmskjala- og reikn- ingavinnslu, sem sér um alla farmskjala - og reikninga- vinnslu fyrirtækisins hér- lendis. I ágúst síðastliðnum tók ég svo við starfi deildar- stjóra hagdeildar innanlands- sviðs.“ Kristín er gift Hauki Guð- mundssyni, lögfræðingi hjá dómsmálaráðuneytinu, og eiga þau hjónin tvö börn saman, tveggja og hálfs árs gamlan dreng og tíu mán- aða gamla stúlku. „Undan- farin ár hefur lítill tími gefist til að sinna tómstundum. Fjölskyldulífið og vinnan hafa fyllt nokkurn veginn upp í stundatöfluna hjá mér og lítill tími gefist til annars. Við hjónin höfum meðal annars eytt miklum tíma í að innrétta gamla íbúð sem við keyptum okkur og höfum unnið mikið í henni sjálf. Ég fór á smíðanámskeið í því skyni og afrekaði meðal annars að smíða gólflista í gömlum stíl þar sem þeir reyndust ekki fáanlegir. Annars hef ég mikinn áhuga á útivist og ferðalögum, bæði innanlands og utan," segir Kristín. S5 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.