Frjáls verslun - 01.02.2000, Blaðsíða 71
Flugleiðir
ef kraftur náist í slagorðið. „Við hefðum jú getað sagt eitthvað eins og „kraftur,
þekking og þjónusta“ en það segir svo litið og allir geta notað slik slagorð og miklu
betra er að nota grípandi slagorð sem um leið segir allt.“
Endurstaðsetning á markaði „Síðustu árin höfum við verið að endurstaðsetja Flug-
leiðir sem fyrirtæki í heild þar sem við skilgreinum markaðinn sem ferðaþjónustu
og Flugleiðir sem ferðaþjónustufyrirtæki fyrir utan að vera flugfélag,“ segir Steinn
Logi Björnsson, markaðsstjóri Flugleiða.
Um er að ræða þrjá höfuðmarkaði Flugleiða: Markaðinn til Islands, markaðinn
frá íslandi og loks markaðinn um Island, sem er það sem þessi stóra auglýsinga-
herferð snýst í raun og veru um, þvi þar er verið að keppa við önnur flugfélög á
sama grunni: Að fólk velji Flugleiðir ef það þarf á annað borð að fara á milli Evr-
ópu og Ameríku og velji þá Island sem millilendingastað.
„Fram til þessa höfum við eytt alveg geysilegum peningum í að markaðssetja
Island sem áfangastað fremur en að markaðssetja Flugleiðir sem flugfélag. Nú er
komið að því að við notfærum okkur þessa kynningu til að markaðssetja einnig
Flugleiðir sem flugfélag."
Stystu flugleiðirnar Steinn segir félagið hafa um margra ára skeið unnið að því
að byggja upp leiðakerfi sem bjóði upp á að fólk geti flogið á fleiri áfangastaði með
meiri tíðni og á styttri tíma en með öðrum flugfélögum. Þessar leiðir séu gjarnan
leiðir sem séu ekki það stórar að það borgi sig fyrir önnur félög að fljúga án við-
komu milli viðkomandi borga og að stysta flugleið liggi yfir Island. Að Island sé í
leið en ekki úr leið. Steinn nefiiir sem dæmi að tiltölulega lítið sé flogið í beinu flugi
til borga eins og Minneapolis og Halifax frá Evrópu. Einnig er ekki mikið úrval af
beinu flugi milli Norðurlandanna og Norður Ameríku og nefriir Steinn sem sönn-
un að frá Reykjavík bjóðist fleiri áfangastaðir í Norður-Ameríku og meiri tíðni í
beinu flugi en frá nokkurri annari borg á Norðurlöndum. Þannig bjóðist bestu
tengingarnar frá t.d. Osló, Stokkhólmi og Kaupmannaliöfn í Keflavík þegar flogið
sé til, eða til nágrennis, ákvörðunarstaða Flugleiða vestanhafs.
Markviss uppbygging „Við getum sinnt þess-
um markaði vegna þess að við höfum minni
vélar og það er ódýrara fyrir okkur að fljúga
þessar leiðir en fyrir stóru flugfélögin. Far-
þegarnir sem við höfðum fyrst og fremst til
og erum að leita eftir eru það sem kallað er
betur borgandi farþegar, fólk sem verður að
fara í viðskiptaferðir, á erindi á milli heimshluta
og vill vera fljótt í förum. Þarna er eftír töluverðu
að slægjast, en forsendan fyrir því að við get-
urn þjónað þessum markaði betur eða jafn vel
og aðrir er markviss uppbygging leiða-
kerfisins á síðustu árum. Kynningar-
herferðin nú er eðlilegt framhald
af því til að koma þessum
góða valkosli á framfæri
við markhópinn." 33
Steinn Logi Björnsson, framkvœmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða, kynnir auglýsinga-
herferðina.
Auglýsing Flugleiða á CNN er stutt en eftirtektar-
verð. Ahorfendur eru hvattir til að treysta þeim
sem fundu Ameríku - og fljúga með þeim yfir Atl-
antshafið. Grafikin er sterk í auglýsingunni og
blái liturinn mjög afgerandi.
71