Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.02.2000, Qupperneq 23
STJÓRNIVIflL Röggsamur ráðherra Verkefnin eru spennandi og kreljandi því að starfsemin gengur mikið út á framkvæmd- ir auk þess sem byggðamál eru nýr málaflokkur í ráðuneytinu. Ekki er launungarmál að ég hef mikinn áhuga á þeim málaflokki. Það vantar fiölbreyttara atvinnulíf á landsbyggð- inni,“ segir Valgerður Sverrisdóttir en núna eru um sjötíu dagar síðan hún tók óvænt við sem viðskipta- og iðnaðarráðherra af Finni Ingólfssyni sem settist í stól seðlabankastjóra. - Sameining banka hefur verið mik- ið í umræðunni. Hver er þín skoðun á þeim málum? „Eg hef látið í ljós þá skoðun að hagræðing í bankakerfinu sé nauðsyn. Við þurfum að minnka vaxtamun og draga úr kostnaði á íslenskum ijármagnsmarkaði. Samanburður við erlenda banka er íslenskum bönkum enn að flestu leyti óhagstæður þó að reyndar hafi mikið áunnist á síð- ustu árum. Þessari hagræðingu er hægt að ná með sameiningu banka. Henni væri þó að hluta hægt að ná fram með aðgerðum innan hvers banka. Sameining banka væri æskileg í því skyni að draga úr kostn- aði í bankakerfinu en að sjálfsögðu verður einnig að gæta þess að samkeppni minnki ekki um of á markaðnum," segir Valgerð- ur Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Bankamálin ekki í forganyi Þegar gengið er á Valgerði um sameiningu Landsbanka og íslandsbanka segist hún taka skýrt fram að þó að þessi sameiningarkostur sé mest í umræðunni þá hafi hvorki hún né íyrrverandi viðskiptaráðherra gefið það út að þessi sameining sé til skoðunar umfram aðrar. „Eg hef haldið fundi með forsvarsmönnum ýmissa Ijármála- íyrirtækja á síðustu vikum til að átta mig betur á viðhorfum markaðarins til hagræðingar. Ég hef í hyggju að leita leiða til að ná fram hagræðingu í íslenskri fjármálaþjónustu," segir hún. - Eru einhverjar þreifingar í gangi varðandi sameiningu eða einkavæðingu, annað hvort innan bankakerfisins eða hins opin- bera? „Ekki af okkar hálfu, en á markaðnum geta ýmsar vangavelt- ur verið í gangi. Af hálfu stjórnvalda hafa ekki verið lagðar lín- ur í þeim efnum. Ég er ekki tilbúin til að tjá mig um frekari sölu eða hugsanlega sameiningu. Þessi mál eru ekki efst á forgangs- lista hjá mér núna.“ Valgerður Sverrisdóttir er fædd á Lómatjörn í Grýtubakka- hreppi 23. mars 1950. Eiginmaður hennar er Arvid Kro loðdýra- ráðunautur og eiga þau þrjár dætur. Valgerður hefur starfað sem ritari og stundað kennslu auk þess að vera bóndi á Lómatjörn. Hún var kosin á þing árið 1987 og tók við embætti sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra um síðustu ára- mót. Hún hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum og var meðal annars for- maður þingflokks Framsókn- arflokksins frá 1995 til 1999. Það er vel við hæfi að ræða hinn gríðarlega hagvöxt sem íslendingar hafa notið á undanförnum árum við nýjan við- skiptaráðherra og fá hana til að spá um þróunina í næstu framtíð. „Ef ekki verður farið út í frekari framkvæmdir, til dæmis á sviði stór- iðju, þá gæti hagvöxtur farið mjög minnkandi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það gangi eftir með ál- ver á Reyðarfirði og virkjun í Fljóts- dal og þar með komi þær fram- kvæmdir inn á mjög heppilegum tíma þannig að hagvöxturinn haldist um það bil eins og hann hefur verið.“ - Forveri þinn í embætti var mikill virkjunar- og álverssinni. Hvaða afstöðu hefur þú í þeim málum? ,ÁI er léttmálmur sem talið er að eigi mikla framtíð fyrir sér samkvæmt öllum spám. Ef við hugsum hnattrænt þá getum við velt fyrir okkur hvar sé æskilegast að framleiða ál. Er það hér eða í Suður-Afriku? Þar er sleppt út sjö sinnum meiri gróður- húsalofttegundum við framleiðslu áls en hér og þvi má segja að álframleiðsla á Islandi sé umhverfisvæn. Þar að auki erum við heimsmeistarar í notkun á áli þannig að við hljótum að hafa það líka í huga,“ svarar hún. Fjarvinnsla og iðnaður „Hagkerfið bókstaflega kallar á fram- kvæmdir. Álframleiðsla er líka stórkostlegt byggðamál, það stærsta sem við höfum fjallað um til fjölda ára. Álver er hag- kvæm framkvæmd. Sú gagnrýnisrödd hefur heyrst að það sé verið að fara út í óarðbæra framkvæmd en auðvitað verður það ekki gert. Ekki er búið að semja um orkuverð en miðað við það sem menn gefa sér í þeim efnum þá er framkvæmdin arðbær fyrir íslenskt samfélag." - Finnst þér það vænleg framtíðarsýn fyrir ungt fólk á lands- byggðinni að fara inn í álver og starfa þar alla ævi? „I Noregi vinna Islendingar meðal annars í álverum Norsk Hydro. Þetta fólk unir vel sínum hag í þessum hálaunastörfum og það eru einmitt hálaunastörf sem við þurfum úti á lands- byggðinni." - Eru einhver sérstök verkefiii sem gætu aukið fiölbreytni í at- vinnulífi úti á landi fyrir utan álver? „Ég nefni fjarvinnslu og á sviði iðnaðar eru ýmsir möguleik- ar. Ymis fyrirtæki kunna betur að meta það en áður að starfa á landsbyggðinni því að starfskraftur er stöðugri og það er verð- Um sjötíu dagar eru frá því aö Valgerður Sverrisdóttir varð viðskipta- og iðnaðar- ráðherra. Hún brást við afmikilli rögg- semi er viðskipti starfsmanna ríkisbank- anna með hlutabréfí óskráðum félögum urðu Ijós og boðaði forráðamenn bank- anna umsvifalaust á fund. Valgerður er hér í viðtali um sameiningu banka, stór- iðju, evruna og ráðningu stjórnmála- manna í embættisstörfl EfUr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.