Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1966, Blaðsíða 21
Þórður tyllir sér á úlfalda fyrir framau gröf Lazarusar í Betaniu. 1® ára, og svaf hún fiar á gauðrifnum og grútskítugum pokaræflL Annars hefur verið unnið stórt átak I bygginígarmálum fólksins með bygg- ingu hinna nýju verkamannabústaða- Ihverfa. Sá er einn hængur þar á, að ifóikið virðist ekki kunna að meta það. Sá maður það á svölum húsanna, að þangað hafði fóikið tekið með sér sóða- ekapinn af götunum, eins og það gæti ©kki án hans verið. Laugardaginn 15. október risum við érla úr rekkju, og eftir morgunverð fór- «m við í skoðunarferð um borgina. Mér er minnisstæð koma okkar í eitt fræg- asta forngripasafn í heimi, þar sem hin- ar dýrmætu fornmenjar þessa gamla og fornfræga menningarlands eru geymdar. í einum stórum sai voru geymdir þeir gripir, sem fundust í þeirri einu gröf, sem fannst órænd í Dauðadaln- «m, þar sem konungagrafirnar voru. — 1 iNútímamaðurinn getur alls ekki gert eér í hugarlund, hvílík geysileg auðæfi eru þarna saman komin. Sá konungur, sem átti þessa gröf, liafði verið 19 ára piltur og ekki ráðið i xíkjum í meira en 7 ár. Sagt hefur ver- h£ð, að verðgildi þess, sem í gröfinni ' ifannst, reiknað á nútímamælikvarða, Eiyndi duga til þess að heyja stórstyrj- ©ld í 4 ár á nútímavisu. 6 kistur hafa verið settar utan um blessaðan Faróinn. Sú innsta, sem næst Var líkamanum, var úr skíra gulli og í vó 110 kíló, og mun kílóið af gullinu Bettlega reiknað jafnvirði S5.000 króna I felenzkra. Oig höfuðgríman var öll úr | gulIL Næsta kista er úr sedrusviði, *pónlögð með gulli, og er miklu dýrari en fyrsta kistan. Hvíteiunkar bera krossinn eftir Via Dolorosa. Kisturnar sex fara svo allar stækk- tmdi, og sú síðasta er á stærð við stærð- ar bílskúr. Allt er þetta lagt með spóna- gulli utan og innan. Það virðist hafa verið hugsað fyrir 611u, sem unglingurinn, kóngurinn þurfti að hafa með sér yfir í annað iíf, og allt lagt í gröf með honum, svo að hann þyrfti þar enga neyð að þola eða skorta þægindi. ÍÞarna voru hermenn og þrælar, hest- ®r og úlfaldar, — og yfirleitt allir hlut- ir, sem nauðsynlegir eru til lífsviður- Væris hérna megin grafar. Gaman var að sjá öll fegurðarlyfin, sem lögð voru í gröfina. Þarna var and- litsfarði, eins og ungar stúlkur nota 1 dag, Umvötn, naglasköfur, púður, hára- litur, varalitur, augnalitur- og augn- Ihára. AUt var þetta notað fyrir 6500 ár- «m, og allt or það notað enn í dag. Bkki miklar breytingar á þessu sviði i heim- inum, og svo erum við að stæra okkur af nýjustu tizku, O, svei! Einnig voru lagðar 1 gröfina 16 teg- ondir af alls kyns fræjum, ef ekkert Bkyldi vera tU af þeim hinumegin. Og þessi fræ eru enn í fullu gUdi og spíra, eí þau ná í jarðveg eftir öil þessi ár, ,, ViS höldum út í eyðimörkina. 1 Eftir að hafa þrammað um saU þarna á safnimu, var haldið út í eyðimörkina, allt að pýramídunum frægu og Sfinx- inum, ljóninu með mannsandlitið, sem ■tarir fram fyrir sig í ómældri og órofa þögn aldanna. Við riðum svolítinn spotta yfir eyði- Biörkima á úlföldum. Þeir eru svolítið V. j 24. desemiber 196S. -. ■ ■■ hastir, greyin, en máski er það ekki vel að marka, því að við riðum í hnakk, en venjan er að sitja í söðli, áþekkum ísienzka króksöðlinum. Þetta eru þæg og vitur dýr, en ég held, að engin okk- ar hafi viljað skipta á þeim og íslenzka hestinum. Pýramídarnir eru stórkostleg mannvirki. Þeir voru flóðlýstir, þegar kvölda tók. Sfinxinn er örlítið brotinn, en mikilúðlegt minnismerki aUt að einu um horfna menninigu. Á þessum slóðum dimmir um 8-leyt- ið, og þar er ekkert rökkur, heldur snöggdimmir, og á skammri stundu er komið svartamyrkur. Við héldum svo næst enn lengra út í eyðimörkina og í litlum eyðimei'kur- bæ, komum við inn í veitingaihús, sem nefndist Sahara, þar sem dökkhærðar og þeldökkar arabastúlkur skemmtu og gengu um beina. Fallegustu hnátur, og snS sjá á einni myndinni, hvar ein þeirra reynir að faðma mig, blómakóng úr Kópavogi. Sennilega haldið, að ég væri einhverskonar „sheik“ í heima- landi mínu, sem ætti stórt kvennabúr. Mánudagurinn 17. október var notað- ur til að skoða Aswansstífluna nafn- frægu og Hofdalinn, þar sem verið er að reyna að bjarga hinum fetóækostlegu fornmenjum frá því að fara í kaf við stíflugerðina. Við flugum fyrst frá Kairó til Luxor og komum þangað rétt um 10 leytið um morguninn. Við fórum þar í bátum yfir Níl. Skoðuðum Dauðadalinn og Þebu, þar sem konungagrafirnar, grafir Faró- anna eru. — Sú sjón, sem þar mætti manni, er nærri ólýsanleg. Maður er lengi að jafna sig eftir þau undur og stórmerki. Síðan flugurn við til Aswan og kom- um á hið fræga hótel, þar sem Nasser og Krushev ræddust við. Einstaklega ■gott hótel og góður matur. Sváfum þar af nóttina. Aswanstíflan er stórkostlegt mann- virki. Við ók'um þangað í bílum. Þarna vinna um 30.000 manns, þar af aðeins 300 Rússar, en hitt allt Egyptar. Reyndist þarna hinn mesti munur á klæðaburði fólks. Verkfræðingarnir voru snyrtilega klæddir í blá föt og hvítar skyrtur, — en verkalýðurinn sjálfur var illa klæddur í buxnaræflum, berfættir með helbláar lappir. Næsta dag ókum við meðfram Súez- skurðinum. — Þar voru akrar og rækt- un í góðu lagi. Alveg var það furðu- legt að sjá skipin sigla þarna inni í miðri eyðimörkinni, rétt eins og þau sigldu á þurru. Við fórum tvisvar alveg að skurðinum og steinsnar frá okkur sigldu þessir miklu risax hafsins, ýmist tóm eða velfermd. Við busluðum í Rauðahafinu í þrjár kiukkustundir. Það var dásamlegt busl í sól og hita. Yfirleitt undrast. maður all-t það stóra og mikla, sem manns- höndin hefur framkvæmt á þessum eyðisöndum. Eyðimörkin stóra var áð- ur vön að gleypa margan manninn, ea í dag sigla skip í gegnum hana, bílar þjóta eftir henni, glæsilegir veitinga- staðir hvarvetna, þar sem kældur svala- drykkur bíður manns, coca-cola virðist fást um heim allan. Að synda í Rauðahafinu var ógleym- anlegt. Hlaupa upp á sandinn, velta sér í sólbökuðum sandinum og 9vo út í aft- ur til að skola sig. Þetta var næstum því of gott til að vera satt. 8. korn. Leiðin liggur til landsins helga. „Ó, Jerúsalem, npp til þin andi minn sífellt þráir, en heimtufrekjan hefnir sín, hógyjberðin góðu spáir. Mikii er syndasektin mín, satt er, þó viti fáir. Þó nóg sé um þitt náðarvín, nægja mér súrar áfir.“ Og þá komum við til hinnar himn- esku borgar, Jerúsalem, á föstudegi 2L október. Eftir að hafa þvegið af okkur ferðarykið, hvílt okkur og borðað góðan mat. fórum við um nónbil að skoða gömlu Jerúsalem. Það fer um mann undarleg tilfinning við að ganga um söguslóðir Biblíunnar. — Liggur við, að menn finni sig td knúða að draga skó af fótum sér, því að hér er heilög jörð. Sögurnar um Jesú Krist og allt hana lif, verða ljóslifandi fyrir okkur. Rétt um það bil og við komum að leið Krists til Golgata — Via Dolorosa — vegi píslarinnar — eru Hvítmunk- ar að leggja af stað í helgigöngu með kross eftir þessum heilaga vegi. Það er siðvenja í þessari borg á föstudögum, og við erum svo lánsöm að vera þá þarna stödd. * Við hefjum ferðina á Gabbata — Steinhlaði, — þar sem Pílatus dæmdi Jesúm til dauða. Via Dolorosa hefúr verið skipt í 14 áfanga, sem allir minna á ákveðna atburði, sem píslarsagan segir, að hafi gerzt á þessari leið. Afskaplegur mannfjöldi gekk í fót- spor Hvítmunkanna, og fannst mér þetta óskaplegur viðburður. Að standa á Golgata, — Hausaskelja- stað, — er atburður, sem snertir hjcirta hvers kristins manns. Gröf Krists, þar sem engillin sagði þessi eftirminnilegu orð: „Hann er upprisinn!" — Allt þetta grópast í hug manns og vill ekki víkja þaðan. Föstudagurinn langi stendur okkur Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum eftir. Næsta dag er gengið um Getsemane- garðinn, haldið til Betaníu, og var þar skoðuð gröf Lazarusar, farið yfir Judeu- eiði, stanzað, þar sem miskunnsami Samverjinn gerði líknarverk sitt. Kom- ið til Jeríkó, fjölmennustu borgar I Jórdaníu. Borgin sjálf liggur um 300 metra undir yfirborði sjávar, en Dauða- hafið, þar nærri, liggur þó 50 metrum neðar. Fólkið í Jeríkó virtist okkur gott og fullt af lífi. Þar er mikil banana- ræktun, því að þar eru vatnsuppsprett- ur. Við böðuðum okkur í Dauðahafinu, sem er saltasta vatn heimsins. Dálitið vax skrýtið að koma út í það. Það var þungt að vaða í þvi, og ómögulegt að sökkva. Maður flaut eins og korktappi, eu við vorum vöruð við að láta sjó- inn fara í augun á okkur. Það kom nú samt fyrir mig, og fannst mér það ekk- erf átakanlega vont. Mig sveið svolitla stund, en það jafnaði sig. Sagt hefur það verið, að fólk, sem dottið hefur fram yfir sig í Dauðahafið, hefði drukknað, vegna þess, hve erfit* er að snúa sér við í því vegna seltunnar. Faðir vor á íslenzku. Á sunnudaginn fórum við í Allra þjóða kirkju. Þar hefur Faðir vorinu verið komið fyrir á töflum á 36 tungumálum. Við fundum þar danska útgáfu, en hvergi komum við auga á íslenzka þýð- ingu. Til að bæta úr þessu, fór Guðni fararstjóri með það upphátt þarna á íslenzkiu. Var það tilkomumikil stund, þvf a3 hann var þar. sannarlega í essinu sínu, alveg eins og prestur með sinn myndar- lega hökutopp. Um nóttina gefek mikið á í JerúsaÞ em, þrumnr og eldirtgar og hellirigning. Þrumurnar voru svo miklar, að hótel- ið skalf og nötraði í stærstu hrinunum. Og þá er ekkert annað eftir en að segja, að heim komumst við með hjáip Faxanna hjá Ftlugfélagi fslands og læt ég svo þessari reisubók lokið, með þá einlægu vissu í buga, að heima er bezt að vera, já, heima er ailra bezt.“ Arabastúlkan var þeldökk og dökkhærð og vel frísk og einhvernveginn finnst manni, eins og Þórði líki ekki allskostar, hverju sem veldur. Þetta er á veit- ingastað í eyðimörkiiwi, nærri Pýramidunum. ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.