Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 5
Dómkirkjnn á Hólum í Hjaltadal að innan árið 1836. Yfirhúsameistari konungs teiknaði kirkjuna, en kórgrindurnar eru ekki samkvæmt teikningunni, heldur gamalli, íslenzkri hefð. Það mun vera Gísli Þorláksson, biskup á Hólum á 17. öld, sem er á myndinni ásamt konu sinni. urland. Og Norðri var ekki á því að lina tök sín, þrátt fyrir komu þessara heiðursmanna, heldur blés sem ákafast, svo vetur lagðist snemma að. Upp úr Mikjálsmessu gerði svellalög og hagbönn. Eftir nýár harðnaði vetur mjög og frá miðgóu og fram á hunda- daga lá hafís fyrir öllu Norðurlandi. Snjó tók ekki upp fyrr en um krossmessu og vorið varð með afbrigðum kalt og umhleyp- ingasamt. Traustar heimildir herma svo frá, að af þessu hafi orðið mesti fellir fjár og hrossa. Er frá því greint, að fjöldi bænda hafi flosnað upp og jarðir lagst í eyði. Seg- ir m.a., að í Fljótaumboði einu saman hafi 20 af jörðum Hólastóls lagst í eyði. Má af þessu ráða, að fyrr hafi syrt í ál- inn fyrir íslenskri bændastétt, en við lok 20. aldar. Sem fyrr segir þá lést fólk hund- ruðum saman norðanlands af bjargarskorti og harðrétti, enda höfðu þá gengið sex harðindavetur í röð yfir Hólastifti. En það var fleira en árferðið, sem reynd- ist þessum nýskipuðu ráðamönnum höfuð- staðar Norðurlands til nokkurs ama. Húsa- kynni á biskupssetrinu, sem voru ætluð þeim biskupi og skólameistara, voru fjarri því að geta talist íbúðarhæf. Farast Gísla biskupi svo orð í bréfi til stjórnvalda í Kaup- mannahöfn, að þótt forverar hans í emb- ætti hafi getað gert sér þau að góðu, þá geti hann ekki sætt sig við þau dapurlegu hýbýli. Þau séu svo forn orðin og úr sér gengin, að sýnt sé, að þau muni ekki hanga öllu lengur uppi, enda frá upphafi illa byggð, auk þess bæði dimm og saggasöm. Þá var ásigkomulag skólans síst betra en húsa- kynna biskups. Vistarverur, sem ætlaðar voru kennurum og skólasveinum, voru með öllu óviðunandi og annar aðbúnaður eftir því. Að fjórum árum liðnum voru skipaðir skoðunarmenn til þess að meta ásigkomulag húsakynna. Komust þeir að þeirri niður- stöðu, að svo hrörleg séu hús biskups að fenni, blási og rigni inn í þau! Kirkja sú, er reist hafði verið á Hólum nær ævilokum Guðbrands biskups Þorlákssonar (1627) .og jafnan kennd við Halldóru dóttur hans, var þá úr sér gengin, enda lítt við haldið um langa hríð, og því var hafinn undirbúningur að byggingu þeirrar kirkju, sem nú stendur á Hólum. Þegar stjórnvöld í Kaupmanna- höfn höfðu fengið þá skoðunargjörð, sem fyrr getur, lögðu þau til, að það sem af- gangs yrði úr gömlu dómkirkjunni skyldi notað til viðgerða á skólanum og biskups- húsum. Þrátt fýrir þá „rausn“ var allt látið sitja við sama, enda timbur úr þeirri gömlu dómkirkju lítt eða ekki nothæft til húsbygg- inga. Reyndi biskup að koma stjórnarherrum í skilning um það, en allt kom fyrir ekki. Þegar hann leitaði á náðir hátignarinnar um að sjá um að húsin yrðu byggð upp, þá fékkst þetta svar (Bréf frá stiftamt- manni, 24. maí 1762) „Vár sjáum ekki ráð til að styrkja biskup til húsbóta, hvorki með peningum né byggingarefni, því fullerfitt veitir að afla fjár til dómkirkjubyggingarinn- ar, og endursendum því umsóknina!" Freistandi væri að rifja upp frásagnir af bágbornum kjörum þessara lærdómsmanna á Hólastað, sem eru næsta myndrænar og átakanlegar, en að því er ekki stefnt að þessu sinni. Með réttu hefur því verið haldið fram að 18. öldin hafi verið hnignunartími í sögu kristni og kirkju á íslandi, eins og varð í efnahagslífi þjóðarinnar, vegna þeirra þrenginga, sem þá gengu yfir hana og hér hefur verið vikið að. Telst svo tij, að farist hafi 41 þúsund manns í þeim sóttum, sem bárust til landsins og í hallærum sem yfir það gengu á 18. öld. En eigi að síður varð þessi myrka öld vakningar- og víðreisnartími fyrir íslenskt bókmenntalíf og raunar menn- ingarlíf hijáðrar þjóðar, og spáði að því leyti vel fyrir komandi tímum, eins og sagan hefur leitt í ljós. Höfundur Kristnisögu, dr. Jón biskup Helgason, kemst svo að orði um þá stöðu: „En um þá merkilegu staðreynd, að aðrir eins tímar gátu, þrátt fyrir allt þetta, orðið vakningar- og viðreisnartímar íslensku menningar- og vísindalífi, er það að segja, að hún sýnir betur en nokkuð annað hve óvenjúlegur efniviður hefur verið í þessari fámennu þjóð, að geta afborið önnur eins kjör og hún hefir átt við að búa, án þess algerlega að missa kjarkinn og trúna á landið sitt. Þótt þjóðin beygðist til jarðar sem strá í stormi, er ekki stormhviðan fyr liðin hjá, en hún rís aftur við og getur aftur gengið til verka sinna og viðfangsefna með nýjum hug og nýrri djörfung, í stað þess að leggja árar í bát og gefast vonleysinu á vald.“ Þessi hugleiðing í gömlu fræðiriti sýnist ekki úrelt á síðustu árum 20. aldar og mætti út af henni leggja jafnt í veraldlegum umræðum sem andlegum hugvekjum, þegar svartagallsraus og bölmóðsspár eru efst á baugi í umræðum manna á meðal. IV Þeir Gísli biskup og meistari Hálfdan létu hin bágu kjör ekki hneppa andlegt líf á Hólastað í fjötra. í fyrstu lagði Hálfdan áherslu á undirbúning kennslunnar. Varð hann því að setjast niður, þótt þiljur í kam- esi hans væru loðnar af hélu, og semja þar kennslukver og fyrirlestra. Dugði þá ekki að „skriftau“ hans stæðu frosin dögum sam- an, eins og konrektorinn í Skálholti kvart- aði um á þeim árum. Þá var lítið um prentað- ar kennslubækur, sérstaklega í þeim náms- greinum, sem megináhersla var lögð á í efra bekk skólanna á Hólum og í Skálholti. Hafa nokkrir af fyrirlestrum Hálfdanar varðveist í handritum. Var hann með af- brigðum samviskusamur kennari og endurs- amdi og umbætti þessa fyrirlestra, eftir því sem honum þótti þörf á. Þá varði hann ávallt nokkrum tíma til aðstoðar Gísla bisk- upi, en eigi að síður gafst honum jafnan nokkur tími, ekki sist er fram liðu stundir, sem hann varði til fræðirannsókna og rit- starfa. Á Hafnarárunum mun hann hafa viðað að sér margvíslegum fróðleik á söfnum þar og þá sérstaklega í Árnasafni. Með þeim hætti eignaðist hann allmikið safn gamalla íslenskra ljóða, bæði andlegs og veraldlegs efnis, sem aldrei höfðu verið prentuð. Hélt hann þessari ljóðaleit áfram eftir heimkomuna og varð úr því mikið safn og merkilegt. Beið hann færis að koma úrvali þessara ljóða á prent. Á þessum árum var lítið starfað við Hóla-prentverkið, því það var mjög úr sér gengið og þá var næsta erfitt að ná í pappír og annað það, sem til prentunar þurfti. Má og ætla að ekki hafi margir haft fé handa í milli til bókakaupa eins og högum þjóðarinnar var komið. Þó bjó Hálfdan til prentunar dálítið sýnishorn áður óprentaðra íslenskra ljóða, sem hann átti í fórum sínum. Nefndist kver þetta „Ein Litil Psalma og Vísna Bók“ og kom út árið 1757. Ekki verður fjallað um þetta fyrsta útgáfuverk meistara Hálfdanar, enda óviðkomandi Osýnilega félaginu, en vart fer á milli mála, að Hálfdan hefur haft fullan hug á að gefa út meira af gömlum íslensk- um kveðskap. V Svo sem fyrr er að vikið, þá varð sú vakn- ing ekki stöðvuð, sem stefndi að viðreisn bókmennta- og menningarlífs á þeirri erfiðu öld, sem hér er um fjallað. Hálfdan Einars- son var ekki reiðubúinn að leggja árar í bát, þótt gamla prentverkið þarna skammt neðan við Dómkirkjuna virtist um það bil að leggja upp laupana. Hann lét sér til hugar koma að stofna sérstakan félagsskap menntavina, sem ynnu saman að útgáfu vandaðra vísindarita. Hann var ungur mað- ur, þá innan við þrítugt, og því hvarflaði að honum, að svo nýstárlegt félag fengi lít- inn byr, ef hann kæmist sjálfur fram sem upphafsmaður þess og leiðtogi. Því hug- kvæmdist honum þegar í upphafi að fá málsmetandi menn, til þess að gerast for- göngumenn þess. Kom hann fyrst að máli við Gísla biskup og gerði honum grein fyrir hugmyndum sínum. Tók hann næsta vel í það, að gerast forgöngumaður þessarar fé- lagsstofnunar út á við og fékk brátt ýmsa mæta menrl' til þess að ganga í félagið. Þessi samtök voru nýlunda hér á landi, nefndust þau „Ósýnilega félagið" („Societas invisibilis"), og þótti vel við eiga að ýta ekki úr vör með neinu yfirlæti. Þá er næst fyrir að komast að því, hverj- ir það voru, sem gerðust félagar í upphafi. Um það munu fremur litlar heimildir. Hann- es Finnsson, síðar Skálholtsbiskup, nefnir í bréfi til Jóns Eiríkssonar konferenzráðs, auk Gísla biskups og Hálfdanar, þá Svein Sölva- son lögmann á Munkaþverá og Bjama Hall- dórsson á Þingeyrum, sýslumann í Húna- þingi. í Danmörku gerðust félagar þeir Jón Eiríksson og Gerhard Schönning prófessor í Sórey, svo og Hannes Finnsson. Ráða má af bréfi Gísla biskups til Rantzaus greifa og stiftamtmanns (stílað þann 23. septem- ber 1764), að biskup hefur sjálfur gerst formaður félagsins. Hann þakkar þar stift- amtmanni fyrir vernd og aðstoð, sem hann hafí látið „Osýnilega félaginu" í té, en það sé þannig til orðið, að biskup „hafi eftir nákvæma íhugun fengið í félag með sér nokkra skynsama menn“ til þess að vinna útgáfu íslenskra rita. Þetta gat biskup sagt með sanni, þótt hugmyndin væri upphaflega frá meistara Hálfdani komin. Þá skýrir bisk- up stiftamtmanni frá því, að félagið hafi í hyggju útgáfu Konungsskuggsjár, sem Hálfdan Einarsson hefí þegar snúið á latínu og dönsku og sé búin undir prentun frá hans hendi. Hafði hann snemma farið að viða að sér skinnhandritum og eftirritum skinnhandrita og náði alls í 10 eintök. Fjög- ur handritin reyndust heil, en hin öll meira og minna gölluð. Bar hann þau öll saman, til þess að fá sem fullkomnastan texta. En Hálfdani nægði ekki að senda frá sér til prentunar textann einan saman, heldur þótti honum sjálfsagt vegna vísindamanna út um heim, að láta latneska og danska þýðingu fylgja honum, svo þeir, sem ekki kynnu norræna tungu, gætu haft full not af ritinu. En hvers konar rit er Konungskuggsjá? Er ekki úr vegi að gera stuttlega grein fyr- ir því. „Speculum regale“ heitir það á lat- ínu. Orðið, speculum (spegill, skuggsjá), var notað i heitum margra fræðslurita á miðöld- um, sem kenndu rétta hegðan og góða siði. Menn skyldu sjá fyrirmyndina sem í skugg- sjá. Voru mörg slík rit samin til þess að ala upp konungasyni. Grundvallarhugmynd þeirra má rekja aftur til Augustinusar kirkjuföður, en elsta dæmi um þvílikt rit er Kyroupaideia Xenófóns, um uppeldi Kýr- osar hins unga. Áhrifa frá slíkum ritum gætir í sumum norrænum ritum, þýddum og frumsömdum. Merkast þeirra er Kon- ungsskuggsjá („Speculum regale“), samin í Noregi um miðja 13. öld, sennilega ætluð sonum Hákonar gamla. Ritið er siðalærdóm- ur handa kaupmönnum, hirðmönnum og konungi, að viðbættum fróðleik um landa- fræði, siglingar, hernað o.fl.; enda þótt það styðjist við erlendar fyrirmyndir er það að verulegu leyti sjálfstætt. VI Hálfdan Einarsson hefur að líkindum varið til þess mestum hluta frístunda sinna á árunum 1760 til 1764 að vinna þetta margþætta verk. Vafalaust hefur það rekið á eftir, að hann átti vísan fjárstuðning til útgáfunnar úr óvæntri átt. Danskur kaup- maður, Sören Pens, sem þá verslaði á Hofs- ósi, hafði boðist til að leggja fram fé til útgáfunnar. Mér er ekki kunnugt um, að sú gáta sé leyst, hvers vegna þessi lítt kunni útlendigur bauðst til þessa. Sú skoðun hefur verið nefnd, að hann hafí gjört það í gróða- skyni, en aðrir álíta, að hann hafi viljað styðja gott þjóðlegt fýrirtæki, þótt danskur væri. Hólamenn hafa kynnst honum vel þar sem þeir áttu jafnan viðskipti við kaupmenn á Hofsósi. Hafa biskup og skólameistari hlotið að eiga nokkur samskipti við þann ágæta mann og hann þá hrifist af frásögn- um Hálfdanar af merkilegu riti, sem sér- staklega höfðar til kaupmanna, hirðmanna og konungs. Er eins víst að hann hafi ekki einungis kynnst „Ósýnilega félaginu", held- ur gerst virkur félagsmaður, enda kemur á daginn, að Pens verður aðalumboðsmaður félagsins erlendis. Hann lagði sig fram um að standa vel að þessari fyrstu útgáfu Kon- ungsskuggsjár, því hún kom út í vönduðum búninig, bæði. að prentun og pappír. Hér er raunar lögð mest áhersla á það, að geta í stórum dráttum þess veigamesta verkefnis, sem Ósýnilega félagið á Hólastað sinnti á skömmum ferli. Hins vegar er ástæða til að geta þess, að þann 31. júlí 1765 sæmdi Kaupmannahafnarháskóli Hálfdan Einarsson meistarastigi (magister- ium philosophie). í bókum háskólans frá þeim árum sést hvergi minnst á þetta einu orði og þá ekki hver eða hveijir hafí átt frumkvæði að veitingu meistarastigsins. Það sýnist vera í fyllsta samræmi við þá hóg- værð, sem felst í nafni þessa fyrsta vísinda- félags á íslandi, sem meistari Hálfdan studdist við. Þvi er við að bæta, að hann átti eftir að vinna fleiri afrek á sviði hugvis- inda. Merkasta rit hans er yfirlit íslenskra bókmennta frá fornöld. Samdi hann það á latinu og nefndi „Sciagraphia historiæ litt- eriæ Islandicæ" og var útgefíð í Kaup- mannahöfn 1777. Fyrir það rit fékk Hálfdan þrjá gullpeninga í heiðursskyni. Af óprent- uðum ritum hans eru merkastar ævisögur presta í Hólastifi frá siðaskiptum (Prest- byterologia). Þá er rétt að geta þess að á dögum Gísla biskups og meistara Hálfdanar lagðist bókagerð á Hólum ekki niður. Gísli biskup lét endurbæta prentverkið á eigin kostnað, og þótt það yrði ekki mikið að vöxtum, sem hann lét prenta, og hann feng- ist þá mest við að endurprenta eldri guðs- orðabækur, þá sýndi það lofsverðan áhuga hans á erfiðum tímum að láta ekki prent- verkið ónotað og jafnframt að láta endur- bætur á því sitja fyrir ýmsu því, sem til hæginda gat orðið í daglegu lífi á staðnum. Um Gisla biskup hefur verið skráð, að hann hafí yfirleitt verið athafna- og atorkumað- ur, og fer ekki á milli mála, að hann hefði getað komið miklu til leiðar til eflingar kirkjulífi á hagfelldari timum. Naut hann almennrar hylli og virðingar í Hólastifi. Hann var bæði einbeittur skapgerðarmaður og fastur fyrir, þegar því var að skipta. Hann þótti hneigjast um of til drykkju á efri árum, en allt slíkt fyrirgafst honum vegna örlætis hans við bágstadda, hjálpfýsi hans við alla, sem til hans leituðu, gestrisni hans og höfðingsskapar. Hann þótti og góð- ur kennimaður, prýðilega máli farinn og hinn aðsópsmesti við öll embættisverk í kirkju, en á hinn bóginn viðkvæmur í lund og auðmjúkur af hjarta. Herra Gísli Magn- ússon andaðist 1779. VII Hér hefur verið stiklað á stóru við upprifj- un á athyglisverðri félagsstofnun á miðri 18. öld, sem tengist fyrst og fremst tveim mönnum, sem létu að sér kveða hér á Hóla- stað á erfiðri öld. Hún er eins og varða á langri og söguríkri leið, sem hlaðin var af vandvirkni og athyglisverðri bjartsýni, svo þeir, sem tóku af henni mið, stefndu hærra og leiddu þjóðina áfram til betri tíma, sem birtust í menningarlegri reisn og áhrifamik- illi sjálfstæðisbaráttu. Og nú við lok tuttug- ustu aldar, þegar dómkirkja herra Gísla Magnússonar hefur verið endurreist hér í Hólatúni, þá vinna menn jafnframt að vís- indalegum viðfangsefnum á Hólastað til heilla atvinnu- og menningarlífi á Islandi. Og þá kviknaði sú hugmynd á liðnum haust- dögum, að kalla menn aftur saman í nafni „Ósýnilega félagsins" til starfa í anda þeirra, sem hófu merki þess forðum. Starfið er hafíð í anda meistara Hálfdanar. Þannig hefur sagan tilhneigingu til þess að endur- taka sig. Höfundur er vígslubiskup á Hólum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.