Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 29
„Heldurðu að þú passir í þessa skó, Dóra mín’“, spurði konan. Teikning: Árni Elfar. föngin hjá Jakobsen í síðasta sinn fyrir jólin. Jú, og það var gefið eftir. Það var stundum látið eftir þeim. Þessar systur voru eins og litlar prinsessur. Þær hlupu frá fólkinu. Sú yngri varð á undan að glugganum þá sá hin sér leik á borði og faldi sig á bak við handvagn og stökk svo fram og öskraði ógurlega. Eins og við mann- inn mælt hjóðaði sú yngri upp og kall- aði á mömmu sína. „Látið ekki svona stelpur,“ kallaði mamma, „og drífið ykkur, það verður farið að hringja eftir stutta stund.“ Andartak horfðu systurn- ar á dýrðina í glugganum. Hvað af þess- um gersemum myndu þær fá? Ekki yrði það mágasleði því að hann fengu þær í fyrra. Þær komu hlaupandi þegar fjölskyld- an var komin á móts við nýja Lands- bankahúsið sem enn var í byggingu. Landsbankahúsið var talið vera vandað- asta hús sem fram að þeim tíma hafði verið byggt á íslandi og víst er að það var glæsilegt. Talandi um stórhug, þá reistu menn Ingólfslíkneski Einars Jóns- sonar á Arnarhóli í byijun desember. Þau gengu framhjá Austurvellinum þar sem líkneskja Thorvaldsens stóð innan girðingar og minnti menn á glæsilegan son þjóðarinnar sem fæddist í útlöndum og varð heimsfrægur listamaður. Fram- hjá vellinum þeim þar sem Jörundur gerði byltingu sína og Napóleon prins lét hljóðfæraflokk skemmta bæjarbúum, en það mun hafa verið í fyrsta sinn. En fjölskyldan var ekki með hugann við sögulegar staðreyndir. Fjölskyldan komst öll að kirkjutröpp- unum þegar byijað var að hringja inn jólin. Systurnar tóku 'hvor sína höndina á afa eins og alltaf þegar þær leiddu hann til kirkju. Á hveijum sunnudegi voru þær vanar að leiða hann í 11- messu. Þau settu öll upp sinn hátíðleg- asta svip og þá sérstaklega afinn, því að hann var mjög trúaður. Það mátti aldrei segja ljót orð í návist hans, enda gerði það enginn. Þannig var afínn, það stafaði af honum einhveijum myndug- leik og virðingu. Litla 10 ára dökkhærða stúlkan var vel klædd. Hún var í ljósgrænum taft- kjól undir nýju kápunni sinni. Kjóllinn var fagurlega skreyttur blúndum og með uppsettan fald sem myndaði fallega hangandi boga allan hringinn með litlum slaufum á milli. Hún var með þykkar lúffur á höndunum og eyrnaskjól úr skinni. Þar sem hún sat undir meSsunni varð henni hugsað til þess hvað biði hennar þegar heim kæmi. Fjölskyldan myndi setjast við stóra dökka borðstofuborðið og borða hangikjöt með uppstúfi og kartöflum. Allir hlutirnir í stofunni stíf- bónaðir og hreínir. Píanóið með gljáf- ægðum kertastjökunum. Grammifónn- inn yrði lokaður því að nú yrði ekki hlýtt á plötur með útlenskum stórsöngv- urum. Þá yrði snætt í rólegheitunum. Síðan settust þær á gólfið og fengju að opna pakkana sem voru undir jólat- rénu. Jólatréð hafði verið skreytt fallega með smákökum, sælgætispokum og eplum. Svo fengju þær að velja sér sælgætispoka efti að gengið hafði verið í kringum jólatréð. Já, það var fastur liður að ganga í kringum jólatréð. Þá yrði sungið; Gik jeg over se og land og Bro bro og brille klokken ringer elleve, því að flest jólalögin voru á dönsku en það voru líka sungin íslensk lög. Litla hnátan hlakkaði mikið til kvölds- ins. Eins og hún hlakkar enn til þessa kvölds. Stúlkan er núna 79 ára gömul og það er enn eins og hún sé 10 ára. Á aðfangadag árið 1922 kemur fjöl- skyldan hennar, börnin hennar, barna- börn og barnabarnaböm, saman á heim- ili hennar. Þar verður gengið í kringum jólatréð sem staðið hefur á þeim sama stað í meira en 40 ár. Húri leikur á píanóið af æskuheimili sínu og fjölskyld- an syngur jólalögin ekki á dönsku held- ur öll á íslensku. Gekk ég yfir sjó og land. Allt er leikið af fíngrum fram og stundum er stoppað því að nótumar eru ekki á sínum stað í kollinum. Hún kallar á Gunnu systur sína sem hún gat aldrei látið vera að stríða, þeg- ar þær voru litlar og biður hana að taka við. „Æ, ég gat stundum verið svo kvikindisleg við hana þegar við vomm litlar,“ segir hún stundum í dag. Gunna kallar til hennar: „Þú getur þetta, Sigga mín, þetta er g.“ „Já, já.“ Hún heldur áfram. Þessi stúlka er föðuramma mín og heitir Sigríður Beinteinsdóttir. Stúlkan í fyrri sögunni, Halldóra Jónsdóttir, er móðuramma mín og lést 4. september 1976. Þegar jólin nálgast hugsa ég til jól- anna þeirra og hversu ólíkur uppvöxtur þeirra var. Þá er komið að þriðju sög- unni, en hún er styttri en hinar tvær. Því að minningarnar um þessar ömmur mínar og þessar sögur sem þær gáfu mér tengjast jólunum mínum óijúfan- legum böndum. Heimildir: Frásögn Halldóru Jónsdóttur sem er mér I barnsminni. Frásögn Sigríðar Beinteinsdóttur í desember 1991. Vestri, Isafirði 1903. Morgunblaðið í desember 1923. Gamla Reykjavik, Árni Óla, Ísafoldarprentsmiðja 1969. Öldin okkar, Minnisverð tfðindi 1901-1930. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Æfingaskóla Kennaraháskólæíslands. PETUR ÞORSTEINSSON Einnar- messu- madurinn Sumir fara í messu á aðfanga- dagskvöld, en aðeins þá. Þegar þeir yfirgefa kirkjuna, þá getur þú hérumbil heyrt þá segja: „Nú hefi ég gert gott Guð“, og fara síðan heim. Þeir hafa gefið Guði töluvert — eina klukkustund á ári. Allir aðrir dagar eru þeirra. Þeir þurfa að njóta skemmtunar fyrir komandi viku. Þeir verða því vart í messu á_ sunnudaginn kemur. Á páskum skíðaferð og um hvítasunnuna tiltekt í garðin- um. Guð hlýtur að skilja það, að vinnan krefst síns tíma og fjölskyldan jafnframt. Einnig þurfa þeir að komast yfir flest það, sem Mammon getur gefið, áður en þeir deyja. Þangað til ætla þeir aðeins að fara í messu á aðfangadags- kvöíd. Bless á meðan Guð fram að næsta aðfangadags- kvöldi. Vonandi, að heimsóknir, vont veð- ur, steikarát eða jólabókalesning hamli ekki messuferð þá. Biskupsmessan í gláperíinu myndi bara bjarga því, ef svo yrði. Höfundur er litlu meir en einnarmessumaður. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR \ Týndar perlur Hver var það er gekk um garðinn minn í nótt? Hann gekk svo undurhljótt ég starði út í nóttina hún var svo hversdagsleg en skrefin voru svo hrein svo djúp. Var það kannsk'i Kristur að vitja mín að nýju, eftir hin dökku ár. Ég hef týnt og glatað perlum mínum á langri leið en samt stuttri. Höfundur er nuddkona í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.