Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 36
land), sem Júlíus Cesar gerði að rómversku skattlandi á sigurgöngu sinni, Bretoni, sem byggðu Bretland, sem einnig urðu að lúta í lægra haldi fyrir Cesar og hinu rómverska valdi, og Celtiberi, sem byggðu Spán og Portúgal, sem tóku þátt í herför Hannibals til Ítalíu. Grikkir nefndu þá Keltoi (Kelta). Þeir voru Galatar í Litlu-Asíu sem Páll postuli sendi Galatabréfín sem fínna má í Biblíunni. Fyrir Rómveijum og Grikkjum voru þeir þó fyrst og fremst barbararnir úr norðri, sem þeim og menningu þeirra stóð af stöð- ug ógn. Orðið barbari mun í fyrstu ekki hafa haft beina neikvæða merkingu heldur þýtt „sá sem er öðruvísi" en við innrásir Kelta inn á Ítalíu og Grikkland þegar þeir með báli og brandi lögðu Róm og Delfi í rústir varð hugtakið barbari samnefni um Kelta og aðra þjóðflokka hinna norðlægu landa, sem hinum suðrænu menningarþjóð- um Evrópu, Rómverjum og Grikkjum, stóð stöðug ógn af í gegnum hundruð ára. Að Keltneskar mannamyndir eru gerólík- ar þeim rómversku frá sama tíma. Hér er stytta af stríðsmanni frá 1. öld f.Kr, sem fannst í Frakklandi. Efnið er brons og gler sett i augun. viðskiptum þeirra og Kelta verður vikið að síðar í þessari grein. Frá þeim öldum, sem Keltar byggðu meginhluta Evrópu finnast svo til engar rit- aðar heimildir frá þeim sjálfum. Þetta staf- aði af því að hin valdamikla prestastétt þeirra, drúídar, lagði blátt bann við að skrá- setja heimildir eða reglur sem giltu í samfé- lagi þeirra, í helgihaldi þeirra eða trúarsið- um. Slíkar reglur og formúlur voru allar geymdar munnlega kynslóð fram að kynslóð meðal drúídanna sjálfra. Þess vegna eru allar fornar ritaðar heimildir um Kelta frá öðrum samtíða þjóðum komnar, fyrst og fremst frá fjandmönnum þeirra, Rómveijum og Grikkjum, svo hætt er vð að Keltar njóti ekki alltaf sannmælis í lýsingum rómver- skra og grískra sagnaritara. Á síðustu tveimur öldum og fram á þenn- an dag hafa verið grafnir upp fomir bústað- ir Kelta, en þó einkanlega forn grafhýsi þeirra, sem voru vandlega varin að ofan með þykkum jarðvegi, torfí og gijóti þannig að þau virtust sem eðlilegar misfellur eða hólar í landslaginu. í þessum gröfum, sem venjulega voru fyrir líkamsleifar höfðingja Kelta, prinsanna, sem æðstir voru í valda- stiganum ásamt prestunum, drúídunum, hafa fundist um alla Mið- og Vestur-Evrópu hinir fjölbreyttustu nytjahlutir og skraut- munir, margir af gulli og öðrum eðalmálm- um. Þessir munir hafa gefið nýja staðfestingu Keltnesk húsgagnahönnun: Sófi úr bronsi frá 6. öld f.Kr og fannst í gröf konunglegrar persónu í Baden Wilrtemberg. Galatamaðurinn deyjandi. Fom-grísk stytta. Galatea varþar sem núer Tyrkland og eitt sinn varþað landsvæði byggt Keltum. Keltar fyrstu Evrópumennimir llt síðastliðið ár 1991 stóð yfir í Grassi-höllinni í Feneyjum (Palazzo Grassi) mesta og merki- legasta sýning á sögu og menningu Kelta, sem haldin hefur verið. Um ein milljón manna munu hafa heimssótt sýningu þessa. Grassi- Samantekt í tilefni stórrar sýningar á munum og minjum, sögu og menningu Kelta, sem koma fram úr hinni forsögulegu þoku á 7. öld f.Kr. og byggja stærstan hluta Evrópu allt fram til 2. og 1. aldar f.Kr. Þeir mynduðu aldrei þjóðríki og náðu illa tökum á skipulagi, en voru þeim mun listfengari í höndunum og enduðu á útmörkum álfunnar. Eftir BJÖRN JAKOBSSON höllin er í eigu menningarstofnunar sem rekin er og kostuð af ítölsku Fiat-fyrirtækja- samstæðunni og er þetta sjöunda árið sem menningarsögulegar sýningar eru þar skipulagðar. Fyrir þremur árum var þar haldin mikil sýning um sögu og menningu Fönikíumanna sem sýndi hið mikla braut- ryðjandastarf hinnar fornu Fönikíu í upp- hafí siglinga, verslunar og viðskipta sem áttu svo stóran þátt í þróun og menningu Miðj arðarhafslandanna. Forráðamenn sýningarinnar um Kelta fóru ekki dult með það að sú sýning væri áframhald af Fönikíusýningunni og væri meðal annars ætluð til að vekja athygli Evrópumanna á miklum tímamótum — þeg- ar þjóðir Evrópu væru að sameinast í eina viðskipta- og stjómmálasamsteypu. Jafn- framt því að sýna sem best hin mikla sam- eiginlega menningararf sem frá Keltum er upprunninn, þegar þeir frá sjöundu öld fyr- ir Krist til fyrstu og annarrar aldar fyrir Krist byggðu alla Evrópu frá Atlantshafs- ströndum Spánar og Portúgals, frá írlandi og Bretlandi yfir Frakkland, Belgíu og Hol- land, alla Mið-Evrópu, hluta af Ítalíu og Balkanskaga yfir til Litlu-Asiu. En þessi lönd sem byggð voru Keltum í árdögum Evrópu eru í dag uppistaða í hinni nýju sameiningu Evrópu. Það var þess vegna ekkert öfugmæli að forráðamenn sýningarinnar töluðu um Kelta sem fyrstu Evrópumennina og menningu þeirra, sem hina upprunalegu Evrópu „Prima Europa". Það væri þess vegna mikil- vægt að Evrópa nútímans fengi að kynnast svo sem frekast væri hægt þeim menningar- arfi' sem saga Kelta hefur að geyma, saga, sem svo lengi hefur verið hjúpuð í gleymsku og dulmóðu tímans. Ekkert var til sparað til að gera sýningu þessa sem aðgengilegasta úr garði. Til að auðvelda gestum að nýta sér sýninguna var komið fyrir í sérstökum sal mörgum tölvu- skjám, þar sem gestir gátu stillt inn á ein- stök atriði og inn á einstök tímabil í sögu Kelta. Einnig var hægt að stilla inn á fjög- ur megintungumál Vestur-Evrópu til ná- kvæmari upplýsinga. Tvö þúsund og fímm- hundruð safngripum frá tvö hundruð söfn- um í tuttugu og fjórum löndum var þama safnað saman á einn stáð og sögu- og sýn- ingarskrá í stóru broti upp á átta hundruð blaðsíður með hundruð litprentaðra mynda var gefin út á tveimur tungumálum, ítölsku og ensku. í rit þetta skrifuðu fremstir núlif- andi sagnfræðingar og fomleifafræðingar um sögu og menningu Kelta, þetta mikla rit er nú aðgengilegt á ensku á Háskóla- bókasafni íslands fyrir þá, sem áhuga hefðu. í eftirfarandi grein mun ég reyna að gefa stutt yfírlit yfír sögu og menningu hinnar keltnesku þjóða, sem þessi sýning opinber- aði.. HVERJIR VORU KELTAR? Uppruni þeirra hverfur í forsögulega þoku tímans. Þeir töluðu indóevrópskt mál sem enn finnst á írlandi, í Wales og á Bretagne- skaganum í Frakklandi. Rómveijar nefndu þá Gauls (galla) er byggðu Gallíu (Frakk- - ■K. vf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.