Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 33
ii Með lambúshettu til vamar sól og moskítóflugum bjá Bromo-fjalli á Jövu. Lífið í Jember á Jövu Við sátum sextán í gula rúgbrauðinu. Eins þétt saman og hugsanlegt var. Ókum með 80 til 100 km hraða á klukkustund eftir mjóum þjóðveginum. Að réttu lagi hefðum við ekki átt að vera fleiri en átta. Við hlið mér sat „Það kostar ekkert að hlæja, þess vegna hlæjum við oft,“ sagði þetta vingjamlega fólk. Áður en ég kvaddi, þáði ég heimboð. Var það mikil lífsreynsla. í húsinu var lítið borð og fjórir garðstólar. Breitt heimagert rúmstæði. Að öðm leyti ekkert. Ekkert á veggjum. Engin dýna eða sængurföt. Bert steingólf. í loftinu var ein neonljósapera; það var eina ljósið, engar rafmagnsinnstungur. En fjölskyldan var glöð að eiga húsaskjól, klæði og mat.“ grannvaxin, eldri kona, í pokahomi hennar voru þijár hænur. Lifandi. Þær gögguðu kurteislega annað veifíð. Andspænis mér sátu þrjár ungar konur með slæður strang- trúaðra Múhameðstrúarkvenna yfír hárinu en tölvubækur í fanginu. Þeim kom vel sam- an. Pískruðu og flissuðu. Lágvaxnir karlar með svartar húfur brostu. Á gólfínu skröltu pokar með ávöxtum og grænmeti. Mér hafði tekist að skorða annan fótinn í miðju hjól- barða sem lá á þröngum ganginum milli bekkjanna. Ungi pilturinn sem tók við fargjaldinu hafði ekkert sæti lengur. Sætið hans var örmjór trékollur innan við dymar sem ævin- legar vora opnar. Þar sátu tvær konur. Ég vonaði að þær dyttu ekki út. Nú stóð piltur- inn í dyrunum. í hvert sinn er hann sá hugsanlega farþega við veginn hrópaði hann: „A bis, a bis.“ Jafnvel núna þegar ekki hefði verið hægt að troða einu hænsni inn hvað þá meira. Bflstjórinn þeytti flaut- una eins og hún væri aðaltækniundur ver- aidar. Slíkt er landlægur siður. Við fóram fram úr hestvögnum, uxarkerr- um, þriggja hjóla hjólhestavögnum, hjól- reiðamönnum og bifhjólum. Ókum gjaman eftir miðjum veginum, hvíta strikið virtist ekki til trafala, er eiginlega ætlað útlending- um og sérvitringum. Þeir einu sem fóra hraðar en við, vora áætlunarvagnar sem virtust alltof stórir fyrir þennan mjóa veg og geystust fram úr með ógnarhraða. Mér fannst líf mitt og annarra farþega hanga á bláþræði. Sú til- fínning loddi við mig meðan ég dvaldi í borginni Jember á Jövu í hvert sinn er ég tók gulan strætisvagn þriggja til fjögurra km leið inn í borgina. Eftir SÓLVEIGU KR. EINARSDÓTTUR Greinar- höfundur ásamt aldr- aðri, indó- nesískri konu. Þegar ég sigli Einhvem tíma seinna, þegar alltaf verður friður og allir hafa nóg, þá ætla ég að sigla til Súmötru og Jövu og setjast út í skóg. Þar ætla ég að hlusta á fagurbláa fugla í fagurgrænum trjám og yrkja síðan ljóð eitt um litla brúna stúlku sem læðist þar á tám Þannig orti Jóhannes úr Kötlum fyrir um það bil tuttugu áram. Þó ekki væri friður og þótt fæstir hefðu nóg, þá var ég nú komin til Jövu. Beðið Eftir Englum Ferðinni er heitið til Austur-Jövu, en þar og á eynni Madura búa 29,2 milljónir manna á 47.922 fkm svæði. Höfuðborg Austur- Jövu er Surabaya, önnur mikilvægasta borg Indónesíu og búa þar rúmlega 2 milljónir manna. Þar er góð verslunarhöfn og aðsetur flotans. Surabaya er borg í örum vexti. Nýjar verslunarmiðstöðvar, glæsilegir bank- ar og byggingaframkvæmdir blasa við. Þó þarf ekki að ganga lengi um borgina til þess að sjá botnlausa fátækt. Eftir borgaránni rekur sápulöður. Tók dálitla stund að átta sig á að íbúarnir nota ána til allra sinna þarfa. Svo var hvarvetna þar sem leiðin lá. Þar sem var rennandi vatn, lækir, ár eða áveituskurðir, var það notað til þvotta á fötum og fólki, til veiða og einnig til þess að sinna nauðþurftum lík- amans. „Hvers vegna sitja ailir þessir ungu menn á brúarhandriðinu síðdegis?“ Þannig var spurt einn daginn. „Þeir era að bíða eftir englunum." „Hvað þá?“ „Jú sjáðu til. Innan skamms koma ungu stúlkumar til þess að baða sig í ánni.“ Sannarlega eitthvað fyrir augað. Grannvaxnar, fíngerðar með bik- svart hár. Súkkulaðibrúnar á hörand og hreyfingamar nánast yfimáttúralegar. En ferðinni er heitið úr alfaraleið til borg- arinnar Jember á suðausturhomi Jövu. Risa- vaxins „sveitaþorps" þangað sem ferðamenn leggja ekki leið sína að öðra jöfnu. I Jember er ríkisháskóli. Alþjóðleg þróun- araðstoð Ástralíu sendir þangað stundum kennara eða tæknimenn, enda era Ástralir næstu nágrannar Indónesíu. Við hjónin erum sótt til Surabaya af full- trúa háskólans í einhvers konar jeppa og leggjum upp í Qögurra tíma ferð til Jemb- er. Ég er fylgifiskur eiginmannsins, sem hyggst kenna kennuram landbúnaðardeildar háskólans kynbótarækt á plöntum 6-8 tíma daglega. Mun ég því nokkum veginn fara mínar eigin leiðir eins og kötturinn. Gamlir Draugar Óneitanlega er mikið andlegt áfall að koma til Asíulands. Líkt og að hverfa aftur í tímann um hálfa öld. Þama er undarlegt sambland af löngu liðnum tíma og svo splunkunýrri tækni sem skýtur upp kollinum þegar maður á síst von á. Við ökum eftir steinsteyptum þjóðvegin- um úr einu þorpinu í annað, raunar virðist eins og um eina samfellda byggð sé að ræða. Alls staðar er fólk á ferli og að starfí. Karlar og konur klædd hefðbundnum sar- ong, ferhymdum dúk oftast í skæram litum. Konurnar í aðskomum jökkum en karlarnir í bómullarbol eða skyrtu utan yfír. Grænar hrísgijóna-, sykur, kaffi- eða gúmmíekrur og hitabeltisgróður breiða úr sér til beggja handa. Kindur era tjóðraðar ein og ein á grasbölum (engar kýr). Hvar- vetna er þvottur breiddur til þerris; yfír girð- ingar, græna ranna eða gras og stöku sinn- um á snúram (þótt klemmur séu augsýni- lega ekki nauðsynlegar). Söluborð eru hlaðin ávöxtum; banönum af öllum stærðum og gerðum, melónum, ananas, indónesískum appelsínum (sem eru sætari og minni en þær sem við eigum að venjast), papaya, jackfrait (bragðið svipar til ananas) o.fl. blasir við. Tóbaksauglýsing- ar skera í augun. Hrörlegar sölubúðir bjóða margs konar nauðsynjar til sölu auk svala- drykkja og smárétta.. Hestvagnar og uxarkerrar, fullar af fólki eða varningi, reiðhjól, einkabflar og rútur bruna fram og aftur. Fáeinir grindhoraðir kettir skjótast í skjól í þessari undarlegu hringiðu. Að lokum nemur farartækið staðar við Hótel Bandung Permai, fjögurra hæða byggingu, stolt Jembers. Þar halda ríkir feður brúðkaup dætra sinna og foreldrar veislu til þess að fagna umskurði sona sinna. Þar sjást há fjöllin aðeins eldsnemma morg- uns vegna mikillar mengunar frá farartækj- um og rasli (í bænum er ekkert sorpeyðing- arkerfi, hver brennir sitt rasl). Þar birtast gamlir draugar eins og Bonanza eða bama- stjarnan Shirley Temple annað veifið á LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.