Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 9
Peder Hqsselaa, Kjeld Elfelt, Jorgen BukdaP- og Hans Brix. Um þá þagnarkenningu sem gengur út á það að Gunnars sé ekki getið frekar í danskri bókmenntasögu sökum stuðnings við nasis- mann hef ég það að segja, að ég hef hvergi í skrifum Gunnars Gunnarssonar séð stafkrók vikið að slíku. En hitt er svo önnur saga að Gunnar lét málefni Þýskalands til sín taka, bækur hans seldust í risaupplögum í Þýska- landi og hann hlaut þar bæði verðlaun og viðurkenningu, m.a. var hann gerður heiðurs- doktor háskólans í Heidelberg. Það kann að vera að hann hafi ekki verið skyggn á allt sem var að gerast í Þýskalandi í lok flórða áratugarins, hann trúði á skynsamlega og friðsama lausn mála, alveg eins og Cham- berlain! Nú átti Danmörk landamæri að Þýskalandi og einmitt það skapaði ákveðna viðsjá í Danmörku. Þess vegna var félagið Ungir landamæraverðir stofnað, en það hafði að meginmarkmiði að varðveita frið á landa- mærunum án þess að beita vopnavaldi. Á fundi félagsins í Kaupmannahöfn vorið 1938 hélt Gunnar Gunnarsson ræðu það sem hann krafðist þess að þáverandi landamæri skyldu virt af öllum aðilum og að allir Norður- landabúar ættu að standa saman um það og vinna að því að friður héldist á landamærum Danmerkur og Þýskalands líkt og á landa- mærum Norðurlandanna. Þetta mæltist nú ekki allt of vel fyrir alls staðar og þýsk blöð gerðu nokkuð harðorða hríð að Gunnari. En norrænafélagið í Þýskalandi, Nordische Ges- ellschaft, tók málstað hans og gaf út yfirlýs- ingu um að viðhorf Gunnars Gunnarssonar hafi ekki breyst. Það er ekki svo auðvelt að grafa fram hvert það viðhorf í raun og veru var, en í vitali sem Holger Jerild hefur við Gunnar Gunnarsson í Gads danske Magasin 1838 er í inngangi vikið að einhveijum um- mælum einhverra aðila, ég hef ekki fundið hverra, en þar stendur (bls. 452 og áfram) að hann hafi, eins og Knut Hamsun, verið mætt með spotti og spéi er hann tók málstað Þriðja ríkisins, þannig hafi Gunnar Gunnars- son mætt kulda og reiði er hann gerðist málsvari góðs sambands við Þýskaland, og honum hafi verið legið á hálsi að hann væri eingöngu að gæta útgáfuhagsmuna sinna. Síðar í viðtalinu víkur svo viðmælandinn, Holger Jerild, beint að viðhorfi Gunnars til Þýskalands (bls. 455) og Gunnar svarar: „Ég er ekki stjórnmálamaður, en minn stuðningur við Þýskaland varð til á þann hátt, að mér fannst að það væri vansæmandi að með- höndla mikilhæfa þjóð eins og Þjóðverja á þann hátt sem gert varí Versailles og Genéve. Ég hef verið nálægur og horft á Þjóðverja í þeirra ýtrustu neyð, þar sem allur fjöldi fólks- ins hálfsvalt og hafði varla klæði til að hylja með nekt sína. Og ég hef séð Þjóðverja rísa upp undir hinni nýju forystu með aðdáunar- verðum krafti og öðlast frelsi, það frelsi sem við Norðurlandabúar vorum fyrstir til að syngja lof. Auðvitað eru þættir þróunarinn- ar, sem ég hefði óskað öðruvísi, en — það er svo auðvelt að dæma og fordæma [.. .] Við Norðurlandabúar teljuni okkur skylt að framfylgja réttlætinu, en það verður að vera hlutlaust. Við hefðum t.d. ekki átt að taka sæti í Alþjóðasambandinu sem fullgildir aðil- ar, meðan hinn stóri nágranni okkar í suðri átti einungis rétt á helmingsþátttöku, menn- ingarþjóð sem hefurgefið okkur svo mikilvæg andleg verðmæti í tímanna rás [...] Ég trúi í raun og veru á friðarvilja Þjóðverja ..." Meira hef ég ekki getað fundið markvert um samskipti Gunnars við Þriðja ríkið á árun- um sem hann bjó í Danmörku. Ég hef ekki heldur getað fundið þau bituryrði sem Hakon Stangerup víkur að í afmælisræðu sinni. En nú skal því ekki gleymt, að um það bil sem Gunnar fór að hugsa til heimferðar voru erfiðir tímar og það þurfti lítið að segja svo að ekki dygði til pólitískra hártogana. Þau einu beinu afskipti Gunnars af stjómmál- um sem ég hef orðið var við em skrif hans og ræður varðandi sameiningu Norðurlanda í eitt ríki, en eins og fyrr sagði var hann ákafur stuðningsmaður þess. Kannski hefur honum sámað hve fálega þeim hugmyndum var tekið, kannski sökum þess að vera eignað- ar skoðanir sem ekki vom hans eigin. Og kannski hefur það einmitt ýtt undir nasista- orðróminn að Gunnar þáði heimboð til Þýska- lands í byijun síðari heimsstyrjaldar. Það var í ársbyijun 1940. í Soro Amtstidende frá 18. janúar það ár er smáfrétt sem segir: „Gunn- ar Gunnarsson er nú í Þýskalandi í boði Nordische Gesellschaft oghefurlesið úr verk- um sínum í 40 borgum og bæjum." Á heimleið frá Þýskalandi kom Gunnar við í Kaupmannahöfn og þar hafði Berl- ingske tidende við hann viðtal. Gunnar fer undan þegar spyijandi spyr beinna pólitískra spurninga, en segir þó frá fundi sínum við þáverandi ríkiskanslara Þýskalands, Adolf Hitler: „Já, ég ræddi persónulega við ríkis- kanslarann. Hitler ræðir mjög blátt áfram og eðlilega við gesti sína, rétt eins og þar röbbuðu saman góðir kunningjar. Og um- ræðuefnið eru sömu hlutir og atburðir og kringumstæður sem koma okkur öllum~við. Hann minntist á hinar miklu byggingarfram- kvæmdir um allt ríkið sem nú lágu niðri vegna stríðsins, og hann sagði, að auðvitað hefði hann aldrei óskað stríðs sem mundi raska hinni miklu ráðgerð hans um uppbygg- ingu Þýskalands.“ Sjálfur var Gunnar að byggja upp sitt austfirska ríki með Skriðuklaustur að höfuð- stað þegar hann lét þessi orð falla og má vera að hann hafi hrifist að drift og mikil- virkni hinnar.þýsku áróðurs- og stríðsvélar. Þó fæ ég hvergi séð staðfestingu þess að hann hafi verið baðberi _ nasjónalsósíalist- ískrar hugmyndafræði. Árið 1942 sendi Gunnar Gyldendal til útgáfu handrit sitt af Brandur paa Bjarget, með handritinu skrif- aði hann bréf til útgefanda sinna, sem nú er á Konunglega bókasafninu. Þar biður hann Guð að gæta Danmerkur og danskrar þjóðar á þessum erfiðu tímum, og honum er grein- leg þungt um hjartað. Og víst er það að „Verkalýðsforlagið Fremad" sá ekki nasisma í bókum Gunnars Gunnarssonar eftir stríðs- lokin, ekki heldur sá gamli stórkommúnisti og aðdáandi Gunnars Gunnarssonar, Otto Gelsted, sem hélt áfram að skrifa um hann, m.a. ritdóm um Brimhendu eða Sonate ved Havet í Land og Folk árið 1955. Tíminn er merkilegur, hafa nokkrir spek- ingar sagt, og víst er um það að í hans rás hljóðnar oft um þá sem voru áður á hvers manns vörum. Mér er nær að halda að Gunn- ar Gunnarsson sé ekki mikið lesinn af yngri dönskum lesendum, og ég hef engan ritdóm fundið í dönskum blöðum um neitt sem hann hefur skrifað eftir 1955. Danskir bókaverðir segja mér að Gunnar Gunnarsson sé enn talsvert lesinn á útlánabókasöfnum, en les- endur hans séu nær eingöngu fólk yfír sex- tugt. 18. maí 1939 varð Gunnar Gunnarsson fimmtugur og ég hef fundið margar afmæl- isgreinar um hann í dönskum dagblöðum þann dag. Áratug síðar, þegar Gunnar varð sextugur, hef ég einungis fundið eina afmæl- isgrein, og enga frá 18. maí 1959 þegar hann varð sjötugur. 17. maí 1969, daginn fyrir áttræðisafmæli hans kom ein grein í dönsku dagblaði og það er íslendingurinn Matthías Johannessen sem heldur þar uppi minningu hans. Aftur á móti gátu fjölmörg dönsk dagblöð láts hans í nóvember 1975. Og þurfi nokkur að velkjast í vafa um það hverrar þjóðar Danir telja Gunnar Gunnarsson, þá stendur í öllum bíaðagreinunum sem ég hef séð, þ.e. Jyllandsposten, Information, Aktuelt, Land og Folk, Kristelig dagblad, Politiken, Fred- riksborg Amtstidende og Aarhus Stifttidende að nú sé hinn mikli, íslenski rithöfundur, Gunnar Gunnarsson, látinn. Og sú þjóðernisgreining er að mínu mati fremur en nokkuð annað ástæðan fyrir því hve fáorð dönsk bókmenntasaga er um hann. Danir telja hann alíslenskan og vilja ekki móðga íslendinga, minnugir þess hvað Norð- menn tóku það illa upp að Ibsen og Bjömson voru eitt sinn taldir meðal danskra rithöf- unda. Og auðvitað gleymir yngra fólk hon- um, þrátt fýrir háværar fyrri yfirlýsingar um að hann verði ávallt órofa hluti af dönskum bókmenntum, Stangerup o.fl. — en íslending- ar taka hann meir og meir að hjarta sínu. ★ Útlínum þeirrar myndar sem ég hef feng- ið af stöðu Gunnars Gunnarsonar í danskri bókmenntasögu, eða af rithöfundarferli hans í Danmörku, mætti að lokum ef til vill lýsa í stuttri samantekt á þennan hátt: Hann náði óvenju fljótt undraverðum vinsældum almennings, og hrifning gagnrýnenda óx mjög er á leið, sérstaklega við útkomu Fjall- kirkjunnar og bókum eftir hana. Hann nær með ámnum undraverðum tökum á dönsku, en Danir vita þó aldrei almennilega hvort þeir eiga að telja hann danskan rithöfund eðalslenskan; eftir að hann flytur til íslands virðist þó það viðhorf brátt verða ofan á að hann sé íslenskur rithöfundur. Hann fær litl- ar undirtektir við stjórnmálabaráttu sína um sameiginlegt ríki Norðurlanda og sætir ein- hveijum árásum í lok 4. áratugarins sökum þess að hann hefur tekið málstað þýsku þjóð- arinnar „undir hinni nýju forystu". Þær ásak- anir virðast þó ekki hafa verið alvarlegri en svo að hann er mikið lesinn bæði af borgara- legum og róttækum lesendum á hinum við- kvæmu eftirstríðsárum. En hvort sem heldur er um að kenna áhugaleysi þeirra sem sjá um dreifingu og endurútgáfu á ritverkum Gunnars Gunnarssonar eða gjörbreyttum tíð- aranda, þá virðist hann í dag höfða fyrst og fremst til þeirrar kynslóðar danskra lesenda sem hefur náð eftirlaunaaldri, — eða eigum við að segja, sem náð hefur þeim aldurs- þroska að dugi til þess að njóta næðis með góðum bókmenntum. Höfundur er rithöfundur og býr í Danmörku. 1 Hér er talað um „ljóðræna snilli“ og „svo sannfærandi tækni að maður stendur sjálfan sig að þvi að segja: Það er hinn þungi veru- leiki lífsins, sem ég er að lesa um“. Þegar drengur ég var varði mig oft einhver guða fyrir öskrum og ólarhöggum mannanna. Þá lék ég mér að hlómum í lundi, kvfðalaus og góður, og við mig léku sér Ijúfvindar himins. Og eins og þú gleður hjörtu grasa vallarins er lyfta þau viðkvæmum örmum í áttina til þín, svo gladdir þú hjarta mitt, Helíos faðir! og sem Endymíon var ég, heilaga Luna! Ijúflingur þinn. Ó allir þið vinföstu og vinhlýju guðir! ef vissuð þið, hve ykkur elskað hefur sál mín!. Eigi þá, raunar, ákallaði ég ykkur með nafni, né heldur nefnduð þið nafn mitt, eins og mennimir sem nefna hver annan, líkt og þekktust þeir. Enga þekkti ég samt betur en ykkur nokkru sinni. Ég skildi kyrrð upphimins, aldrei skildi ég tal mannanna. Blíður laufþytur í lundi fóstraði mig, og af blómum lærðist mér að elska. Undir hendi guðanna hófst ég á legg. Friedrich Hölderlin: F. 1770 í smábænum Lauffen við Neckarfljót, d. 1843 í háskólaborginni ' Tubingen. Eitt mesta skáld sem Þjóðverjar hafa átt. Hann starfaði lítið eftir 1806 vegna geðsýki. Ljóðið sem hér er þýtt orti Hölderlin árið 1798, og nefna sumir ritskýrendur að hann hafi ef til vill í fyrstu ætlað sér að fella það inn í hina lýrísku og persónulegu skáldsögu sína i sendi- bréfsformi, Hyperíon. Nöfn úr goðafræði: Helíos: grískur sólarguð; Luna: mánagyðja í átrúnaði Rómverja, svarar að öllu til Selene meðal Forn-Grikkja; Endymíon: konungssonur í Elis á Grikklandi. Sagnir hermdu að hann svæfi eilífum svefni, Ijómandi af æskuþokka, í helli nokkrum á skógi vöxnu Latmosfjalli. Mánagyðjan batt við hann svo mikla elsku, að hún sveif til hans um nætur í því skyni að kyssa hann spfandi og dást að fegurð hans. HEINRICH HEINE Álfareiðin Die Þýðing Ólafur Tryggvason g |f0p f0||tG Út úr skógi áðan sá ég álfa í mánaskini ríða, bjölluklið og hornahljóma heyrði ég um geiminn líða. Hvítu smáu hrossin þeirra hjartarkrónur gullnar báru, var sem flygju fjallasvanir, fráum vængjum loftið skáru. Dureh den Wald im Mondenscheine sah ich jungst die Elfen reuten, ihre Hörner hörte ich klingen, ihre Glöcklein hörte ich leuten. Ihre weiEen RöSIein tmgen giild’nes Hirschgeweih und flogen rasch dahin wie wilde Schwáne, kam es durch die Luft gezogen. J Drottning höfuð hneigði og brosti, Láchelnd nickte mir die Kön’gin, hjá er þeysti álfalýður, láchelnd im Vorúberreuten. var þar ást mín ung að vakna, Galt das meiner néuen Liebe, eða dauðinn sem mín bíður? oder soll es Tod bedeuten? Heinrich Heine, 1797-1856, var þýzkt skáld sem bjó í París frá 1831. Þetta kunna kvæði hans hafa íslendingar löngum sungið í þýðingu sem næstum allir kunna. Hér er er kvæðið þýtt með upprunalegum bragar- hætti. Þýðandinn er læknir. FRIEDRICH HÖLDERLIN Þegar drengur ég var Hannes Pétursson þýddi Friedrich Hölderlin LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. ÐESEMBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.