Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 15
gekk undir nafninu „The Rembrandt Reser-
arch Project" og hin síðari ár hafa niðurstöð-
ur rannsókna hans verið að birtast. Niður-
stöður, sem hafa hrist upp í listheiminum,
því á hveiju ári uppgötvaðist, að áður nafn-
kennd verk reyndust ekki frá hendi meistar-
ans, heldur komu úr myndverkasmiðju hans
eða voru hreinlega eftirmyndir (kópíur).
Safnstjórar hinna stóru safna um allan heim,
ekki síður en hinna minni, skulfu í hnjáliðun-
um, er hver fyrrum Rembrandts-perlan
reyndist vera óekta, eins og t.d. „Maðurinn
með gullna hjálminn“ í Kaiser - Friedrich
safninu í Berlín Dalhem, „Pólski riddarinn"
í Frich-safninu í New York, „Davíð og Sál“
á listasafninu í den Haag.
Vinnuhópurinn „The Rembrandt Reser-
arch Projekt" varð smám saman að ófreslqu
í augum safnstjóranna, sem óttuðust hann
í þeim mæli að líkja má við rannsóknarrétt-
inn á miðöldum.
Árið 1906, er 300 ár voru frá fæðingu
Rembrants álitu menn að frá hendi hans
hefðu komið nær 1.000 málverk eða nánar
tiltekið 988. En síðan hefur talan stöðugt
minnkað og eins og hér kemur fram einkum
síðustu tvo áratugi.
Það er til frásagnar að Rembrandt var
ekki enduruppgötvaður fyrr en um miðbik
síðustu aldar, en þá rann upp fyrir Hollend-
ingum hvílíkur meistari hafði legið í
gleymsku í heilar tvær aldir. í 200 ár höfðu
ítölsku málaramir verið hærra metnir en
hann í kauphöllum og þegar Hollendingar
reistu honum loks styttu í Amsterdam var
það að vissu marki í samkeppni við Antwerp-
en, sem hafði látið gera styttu af Rubens.
En um leið og viðurkenningin kom reis
hann upp í öllu sínu veldi og með tímanum
hefur hann orðið að þjóðargersemi, þjóð-
hetju og píslarvotti, eins og raunar fleiri
miklir hollenzkir málarar, m.a. nefndur van
Gogh.
Þannig hefur á nokkrum ámm tala
mynda, sem hann átti sannanlega að hafa
málað, hrapað fyrst úr nær 1.000 í 600 og
síðan niður fyrir 300, og er trúlega enn að
minnka, því að menn eru enn að rannsaka
málverkin og einkum síðustu verk hans.
Stoltasta eign margra safna hefur einmitt
verið Rembrandt van Rijn og þannig átti
Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn átta mál-
verk meistarans áður en vinnuhópurinn kom
saman, en á nú núll, og Ríkislistasafnið í
Osló átti tvö málverk en á nú jafn margar
og þeir í Kaupmannhöfn. Það var gráthljóð
í þeim í Höfn, en í Osló tóku menn hlutun-
um með jafnaðargeði, enda efuðust þeir
alltaf um að málverkin væru ekta, sem ég
skil vel, enda efaðist ég líka, er ég sá þær
fyrst fyrir nákvæmlega 40 árum.
En hafi einhverjir gert ráð fyrir, að sjálf-
ur meistarinn yrði knésettur í þessari rann-
sókn hefur sá hinn sami orðið fyrir dijúgum
vonbrigðum, því þvert á móti hefur hann
vaxið í augum aðdáenda sinna.
Það kom nefnilega í ljós, þrátt fyrir að
allri handbærri tækni sem heimurinn býr
yfir væri beitt, — tækni sem er orðin svo
fullkomin, að hægt er að greina eitt lítið
mannshár og leggja fram sem fullgilt sönn-
unargagn, líkt og skýrasta fingrafar. Og
þótt menn gætu aldurs- og sundurgreint
liti, léreft, olíur, og rannsökuðu gaumgæfi-
lega pensilstrokur, efnasamsetningar og
hvað eina sem málverki tilheyrir, gátu þeir
með engu móti komist að því hvernig hann
bar sig að því, að mála þessi málverk. Þeir
töldu meira að segja árhringana í umgerð
myndanna til að tímasetja þær, og rannsök-
uðu þræðina í dúkunum sem Rembrandt
keypti tilbúna í listaverslun nokkurri. Mynd
Sjálfsmynd 1629. Den Haag.
eftir mynd var gegnumlýst með hinum
ýmsu aðferðum, t.d. með hjálp mikró og
röngtenljósmynda, últra og infraljósa, lita-
rannsókna og'neutron-geisla í kjamakljúfi.
sem skilur agnir frá hveiti, svo og ekta
verk frá nemendavinnu. En hvemig sem
menn rannsökuðu og rýndu stóðu þeir uppi
gjörsamlega ráðþrota og jafnvel getspeki
kom hér að engum notum, því það var eins
og að myndimar hefðu einfaldlega orðið
til. Eins og van Gogh hafði sagt hundrað
ámm áður var líkast því sem þær væm
afkvæmi náttúrulögmála, sem engin manns-
hönd hafði komið nærri.
En þeim tókst þó að komast að því, að
hin gullna slikja yfir ljósi og skuggum var
einungis gulnuð fernisolía, sem menn hafa
nú þvegið í burtu og í ljós komu kaldir litir
eins og grátt og hvítt, svart og mosa-
grænt. Þannig kom einnig margt óvænt í
ljós þegar málverkin höfðu verið hreinsuð
af sóti og skít. En þrátt fyrir allt misstu
málverkin ekkert af þeim meistaratökum
er einkenndu vinnulag Rembrandts, einung-
is yfirborðið tók breytingum.
En þó er umdeilanlegt hvort alltaf sé
rétt að hreinsa gömul málverk, einkum með
hliðsjón af því, að málarar hugsa ósjaldan
fram í tímann og taka mið af breytingum
sem óhjákvæmilega verða á yfírborði mál-
verkanna, og verða raunar að gera það.
Og hví skyldi ekki Rembrandt hafa gert
það, sem var vel menntaður og fróðleiksfús
og fylgdist grannt með list samtímans og
fram kemur að hann hefur lært sitthvað
af ítalanum Caravaggio hvað samspil ljóss
og skugga áhrærði. Sagt var að hann hafi
vitað allt og kunnað allt.
Lífshlaup myndlistarmanna virðist oft háð
hinum merkilegustu dúttlungum, sem eng-
inn hendir reiður á, og eitt hið dularfyllsta
er einmitt ferill Rembrandts. Þannig fá
menn hvorki svarað því, hvernig þessi mikli
meistari, sem vann sig upp til mestu met-
orða í málaralist samtíðarinnar, en missti
svo allar eigur sínar, skyldi deyja öreigi,
og kvistast niður undir kirkjugólf við hlið
þurfalinga, né enn síður hvernig hann fór
að því að mála myndir sínar!
Ris Rembrandts hafði verið mikið, en
fall hans varð enn meira.. Ungur giftist
haiin Saskiu van Uylenburgh, sem var af
velefnuðu fólki. Hún fæddi honum fjögur
börn en aðeins eitt , sonurinn Titus, lifði
og hann dó úr tæringu 1668, ári á undan
Gyðingabrúðurin (ca. 1668) Ríkislista-
safnið Amsterdam.
Rembrandts (1629/30) Ríkislistasafnið
í Salzburg.
föður sínum. Rembrandt lifði hátt og stofn-
aði til mikilla skulda og í því liggur vafalít-
ið ógæfa hans. Þegar hann dó hafði hann
misst allt sem honum var kært, Saskíu,
bústýruna sína og ástkonu Hendrickje Stof-
fels, Titus son sinn og svo svarf að honum
fátæktin, að hann varð að selja gröf Saskíu
konu sinnar til að geta borgað útför
Hendrijcke.
Rembrandt hefur verið gagnrýndur fyrir
líferni sitt, en hann lifði á tímum mikillar
siðavendni er klæðnaður fólks var einhæfur
og einlitur. Ldkast til hefur hann verið ósköp
venjulegur maður með kröftugar þrár til
lífsins og hafði hugrekki til að láta eftir
þeim, þrátt fyrir hættumar sem því fylgdu.
Hann klæddi fyrirsætur sínar og fyrirsáta
í dýrlega búninga, á stundum í pell og purp-
ura, og gaf sig svo á allan á vald þeirri
innblásnu veröld sem hann minntist við í
dúkum sínum.
Rembrandt hefur einnig gert það, sem
enginn málari annar hefur gert, sem er að
mála furðulega sjálfsmynd, þar sem hann
sjálfur svarar e.t.v. að nokkru hinni brenn-
andi spumingu um tilorðningu málverka
sinna. Og samt er málverkið „Málarinn í
vinnustofu sinni“ frá fyrstu starfsámm
málarans. Listamaðurinn skoðar úr nokk-
urri fjarlægð málverk í vinnslu á trönum
hans og segja vísindamenn að það sé engum
vafa undirorpið, að hér sé um ekta
Rembrandt að ræða og að maðurinn á mynd-
inni sé hann sjálfur.
Og þrátt fyrir þekkingu sérfræðinganna
og allar uppljóstranir þeirra finnst mörgum,
sem upp hafi komið óleysanlegar gátur og
meðal þeirra sé þetta vinnustofumálverk.
Er það kannski heimspekileg lýsing 3. list-
kölluninni? Listamaður gat eftir kenningum
tímanna höndlað og formað innri vitrun,
hann gat málað í innblæstri augnabliksins
eða skapað samkvæmt áunninni leikni.
Er Rembrandt hér að sýna, að hann til-
heyri þeim, sem af íhygli hlutgeri innri ver-
öld?
Sjálfum finnst mér eins og að hinn ungi
málari sé að leggja drög að lífsverki sínu
og afhjúpi hér aðferð sína, sem þá hefur
verið fersk uppgötvun, að mála hvorki með
penslinum né verkfærunum á milli hand-
anna, heldur öllum líkamanum og sálinni
um leið.
Og þetta línurit listamannsins, lifandi
hold hans og funheitir líkamsvessar, er
kaldri nútímatækninni framandi. Sýningin
„REMBRANDT, meistarinn og og verk-
stæði hans“ hófst í Gamla safninu ( Altes
Museum) á safnaeyjunni í Berlín hinn 12.
september 1991 og stóð yfir til 10. nóvem-
ber, þarnæst var hún opnuð í Ríkislistasafn-
inu í Amsterdam 4. desember og stóð yfir
til 1. marz 1992, en síðasti áfanginn var
Þjóðlistasafnið í London (Sainsbury Wing)
og þa_r stóð hún yfir frá 26. marz til 24
maí. Ég veit að 320.000 borgandi gestir
sáu sýninguna í Berlín, en hef ekki tölurnar
frá hinum stöðunum, en geri ráð fyrir að
vel yfir ein milljón hafí skoðað sýningarnar
til samans. Þetta var fyrir margt söguleg
sýning, því að burtséð frá sýningunni sjálfri,
þá markaði hún tímamót í nýrri sögu Berlín-
ar, sem stefnir að því að verða aftur ein
af háborgum Jista í Evrópu, og á að fara
létt með það. Á hinni fornu safnaeyju (Muse-
umsinsel) í fyrrum Austur-Berlín fer nú
fram mikil uppbygging og var hún undir-
strikuð með þessari sýningu.
Þá var sýningin uppstokkun á öllu lífs-
verki hins mikla meistara og jafnfram síð-
asta samantekt á verkum hans, sem mönn-
um gafst að líta um ófyrirsjáanlega fram-
tíð, í öllu falli á þessari öld.
Á öllum stöðunum var einnig sýning á
teikningum meistarans og lærisveina hans,
en þær fylgdu í kjölfarið á aðalsýningunni
á fyrstu tveim stöðunum, en voru samtímis
sýningunni í London, en á British Museum
og voru beinar ferðir á milli safnanna allan
daginn.
Því hefur verið haldið fram, að allar borg-
ir í veröldinni réttlæti heimsókn, ef menn
séu komnir til að skoða þó ekki væri nema
eina mynd eftir Rembrandt. Hér gæti mað-
ur bætt nokkrum við svo sem Vermeer,
Velasques, Goya, Leonardo, Tizian, Rubens
og raunar marga fleiri, enda væsir ekki leng-
ur um þessa menn þar sem fólk heimsækir
söfn í vaxandi mæli til að sjá og upplifa
verk þeirra. Fyrrum nærri tóm söfnin eru
nú líkust aðaljárnbrautarstöðvum stórborga
og fólk gefur sér ýfírleitt góðan tíma til að
skoða þau.
Að sjálfsögðu fylgdist ég úr fjarlægð
grannt með Rembrandt-sýningunni, en
komst svo ekki til að skoða hana fyrr en
nokkrum dögum áður en dymar féllu að
stöfum í London og hin mikla listaveizla
þar með úti.
En þó, og vel að merkja, framlengja
menn sem betur fer stundum góðum fagn-
aði og þannig var opnuð Rembrandt-sýning
á Þjóðlistasafninu í Stokkhólmi 1. október
sl., en það er allt önnur sýning og í engum
eða litlum tengslum við hinar. Engu að síð-
ur er það merkileg sýning er hefur hlotið
mikla athygli.
Sýningu þýska málarans, Otto Dix, á
Tate-listasafninu skoðaði ég einnig og var
það á síðasta degi, mannfjöldinn rosalegur
og listamaðurinn mun stórbrotnari, en ég
hafði gert mér í hugarlund.
Þetta er einfaldlega hlutskipti okkar, sem
skrifum um listir á Islandi, því það er nokk-
ur skilsmunur á því að þurfa að fljúga yfir
Atlantsála og kaupa sér einfaldlega lestar-
miða á meginlandinu eða ódýran pakkamiða
flug/hótel.
Fólki var hleypt inn á Rembrandt-sýning-
una í smáhópum á tveggja klukkutíma
fresti, en þrátt fyrir það var jafnan troðfullt
í sýningarsölunum, því fólkið var síst að
flýta sér og sumir fóru margar yfirferðir.
Að sjálfsögðu var sýningin mikilfengleg
og samanburðurinn við lærisveinana þeim
óhagstæður, en það hefur ekki þurft neina
hálærða vísindamenn til að láta mann efast
í gegnum tíðina, að hinar og þessar myndir
eignaðar meistaranum á söfnum víða um
heim væru ekta rembrandtar, því er fjarri,
auk þess að í sumum tilfellum skynjaði
maður að það væri alveg útilokað. Hins
vegar eru þær margar mjög vel málaðar
og svo var einnig um ýmsar myndir læri-
sveinanna, sem til sýnis voru í London, eink-
um þær sem eru eftir Carel Fabritius (1622-
1654), yngri bróður hans Barent Fabritius
(1624-1673), Samuel van Hoogstraten
(1627-1678), Isack Jouderville (ca. 1612-
1548, Govert Flinck (1615-1660) ogFerdin-
and Bol (1816-1680). Myndir þeirra sumar
hveijar hafa sterk einkenni meistarans, en
minna ber á þessum einkennum hjá hinum
sem voru Jan Lievens, Gerrit Dou, Jan Vict-
ors, Gebrand van den Eeckhout, Nicolas
Maes og Willem Drost. I mörgum tilvikum
er manni það óskiljanlegt, að þær sumar
hveijar skyldu nokkum tímann vera kennd-
ar við Rembrandt, því þær skortir dýptina
og hinn sérstaka og sanna tón. Og í öðrum
tilvikum hefði verið ávinningur fyrir þær
að vera rétt feðraðar.
Teikningarnar á British Museum voru
frábærar svo sem vænta mátti, því
Rembrandt er einhver slyngasti teiknari,
sem uppi hefur verið. Þó að þetta virðist
oft vera hraðteikningar er vitað að hann
var mjög nákvæmur og aldrei bera þessi
riss hans vott um vanavinnubrögð áhrifa-
meistarans, heldur er hvert myndefni lifun
út af fyrir sig, en í því liggur einmitt snilldin.
Það verður að bíða að segja frá þeirri
hlið listamannsins, sem er efni í nýja og
sjálfstæða ritsmíð.
Hvað sem öðm líður, allri athafnasemi
og niðurstöðum vinnuhópsins „The
Rembrandt Reserarch Projekt“ þá stendur
meistarinn eftir sem áður sterkur og keik-
ur, sem hinn eini og sanni Rembrandt Harm-
enszoon van Rijn sem fæddist í Leiden 1606
og dó í Amsterdam 1669.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 15