Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 32

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 32
Skinnalóni á Melrakkasléttu var um sína daga í hópi merkustu guðfræðinga á Norð- urlöndum. Hann bjó lengst af í Kaup- mannahöfn og starfaði við kennslu og rann- sóknir í guðfræði. Hann vék nokkuð frá þeim stranga lúterska rétttrúnaði sem kirkjan boðaði um miðja 19. öld og var eins konar andsvar hennar við rómantík og rasjónalisma og öðrum stefnum sem þóttu nýstárlegar. Fyrir vikið bakaði Magn- ús sér óvild nokkurra íhaldsamra klerka og hér á landi voru höfð uppi ýmis ^gífur- yrði um hann og kenningar hans. í Islend- ingi IV, 12 birtist t.d. grein eftir ónefndan klerk þar sem Magnús er nefndur „anti- kristur“ og sagður vera djöfulóður, vegna þess að hann taldi frásögn Jóhannesarguð- spjalls stangast nokkuð á við hin guðspjöll- in þijú. Jón Thoroddsen (1818—1868) skáld og sýslumaður, einn af útgefendum Islendings, gekk jafnvel svo langt að hvetja stjórnvöld í Danmörku til að varpa Magn- úsi í fangelsi. Af þessum og þvílíkum skrifum hefur Brynjúlfur fengið þá hugmynd að Magnús Eiríksson væri afar hættulegur maður. Má af þessu ráða að umræða um guðfræði og þvílík efni hafi ekki verið á háu plani hér á landi. Er þess meira undrunarefni að bók eins og Saga hugsunar minnar skuli hafa orðið til. Þeir sem þekktu Magnús Eiríksson lýsa honum ekki sem neinum antikristi. Matthí- as Jochumson skáld kynntist honum og segir svo frá í sjálfsæfísögu sinni: Ég komst í mikinn og góðan kunnings- skap við Magnús Eiríksson. hann var gæð- in tóm og guðræknin og sem helgur maður í dularklæðum innan um veraldargosana, át og drakk þó með þeim, eins og meistar- inn forðum, ef nokkuð var til, og var síglað- ur, að sama skapi skemmtilegur sem hann var lærður og fróður.7 Þeim sem vilja kynna sér kenningar Magnúsar Eiríkssonar skal bent á doktors- ritgerð Eiríks Albertssonar: Magnús Ei- ríksson, guðfræði hans og trúarlíf, Reykja- vík 1938. 4. HEIMSPEKI Eða Heila- KÖST Eins og fyrr er getið minnir eindakenn- ing Brynjúlfs um sumt á dulspeki, enda var hann undir áhrifum frá Swedenborg, og auk þess „mjög gefínn fyrir kynjar" svo notað sé orðalag Valdimars Briem. Samt skipa aðferðir Brynjúlfs og hugsunarháttur honum fremur á bekk meðal heimspekinga og fræðimanna en dulspekinga og grillu- fangara, þótt hann hefði sjálfsagt unað sér hið besta í hópi þeirra síðamefndu. Eitt af því sem greinir heimspeking eins og Brynjúlf frá grilluföngurum, eins og til dæmis Helga Pjeturss (1872—1949) og Emanuel Swedenborg, er að þeir eru upp- fullir af kokhraustri vissu, en Brynjúlfur lítur á kenningu sína sem tilgátu og gerir sér fulla grein fyrir að honum hefur engan veginn tekist að sanna hana. Viðhorf Brynjúlfs til eindakenningar sinnar era til marks um heimspekilega hugsun. Hann komst að því ungur að hug- myndir hans um lífíð og tilverana væra sjálfum sér ósamkvæmar. Einkum fann hann mótsagnir i þeim trúarlærdómum sem honum höfðu verið innrættir. Þar sem mótsagnir era í skoðunum manna geta þær ekki verið sannar. Þetta gerði Brynjúlfur sér ljóst og reyndi, með eindakenningunni, að smíða sér heimsmynd sem væri laus við mótsagnir og gæti því að minnsta kosti verið sönn. Þetta er það sem heimspekingar hafa verið að fást við alla tíð frá dögum Sókr- atesar (um 470—399 f. Kr.), ef ekki leng- ur. Þeir leita uppi mótsagnir í skoðunum sínum og reyna að laga þær til þannig að þær verði sjálfum sér samkvæmar. Mótsagnir og flækjur leynast trúlega í skoðunum flestra. Til dæmis trúa því marg- ir að til sé algóður, alvitur og almáttugur guð en samt sé veröldin full af böli. Þetta er mótsögn, meira segja ein af frægustu mótsögnum heimspekisögunnar. En hvers vegna er þetta mótsögn? Það er vegna þess að þessar tvær skoðanir geta alls ekki báðar verið sannar. Það getur ekki hvort tveggja verið að til sé algóður, alvitur og almáttugur guð og að veröldin sé full af böli, því sá sem er algóður hlýtur að vilja losa heiminn við allt böl og sé guð að auki almáttugur og alvitur þá hlýtur hann að koma því í verk sem hann vill. Hvemig á heimspekingur sem telur að margt mætti betur fara í veröldinni en trú- ir líka á algóðan, almáttugan og alvitran guð að bregðast við þessari mótsögn? Hann verður að endurskoða hugmyndir sínar. Hann getur til dæmis hafnað trúnni á guð eða reynt að sýna fram á að í raun og vera sé ekkert böl til heldur sé það sem við teljum slæmt í raun og vera gott. Hann getur líka reynt að smíða kenningu sem útskýrir hvemig tilvist guðs getur sam- rýmst bölinu í heiminum. Þetta hafa marg- ir reynt að gera og þóst þannig sýna fram á að hér sé ekki um raunverulega mótsögn að ræða. Sú skoðun að bölið í heiminum sé á endanum til góðs, því það þroski fólk og geri líf þess innihaldsríkara, er dæmi um kenningu sem á að útrýma þessari mót- sögn. Þessi kenning er auðvitað fáránleg enda er hún aðeins tekin sem dæmi. Ef einhver heldur í alvöra að hungursneyð og styijaldir þroski fólk og geri líf þess inni- haldsríkara þá ætti hann að biðja guð að hjálpa sér. Sé kenningu ætlað að útrýma mörgum mótsögnum og grandvalla um leið sjálfri sér samkvæma heimsmynd er hún gjama kölluð heimspekikerfí. Á 17. öld urðu heim- spekingar eins og Descartes (1591—1650), Spinoza (1632—1677) og Leibniz (1646— 1716) frægir fyrir að smíða slík heimspeki- kerfí. Nú til dags er það ekki í tísku held- ur aðhyllast flestir heimspekingar hina svokölluðu vísindalegu heimsmynd og glíma við einstakar mótsagnir og flækjur í stað þess að höggva í einu lagi á alla hnúta. Kenning Brynjúlfs er dæmi um heim- spekikerfí. Hún er tilgáta sem virðist að minnsta kosti vera sjálfri sér samkvæm og leysa helstu mótsagnir sem Brynjúlfur fann í hugmyndum sínum og skoðunum. Sé kenningin í raun og vera sjálfri sér samkvæm, og stangist hún ekki á við neitt það sem vitað er þá er í það minnsta von til að hún sé sönn og á engan hátt víta- vert að aðhyllast hana. Við skulum nú að lokum líta á dæmi þess hvemig Brynjúlfur fínnur mótsögn í skoðunum sínum og reynir að losna við hana: Hugsjónin um guðlega forsjón gerir /... / ráð fyrir því, að guðleg afskifti af manninum eigi sjer stað jafnóðum ogþeirra þarf við og um þau er beðið. Og þessi guðlegu afskifti þóttist jeg sjálfur hafa reynt jafnóðum og jeg þurfti þeirra við eða bað um þau. En jeg hafði oft heyrt menn segja, að þetta gæti ekki verið nema hugar- burður, þar eð guð vissi allt „fyrirfram“ og breytti því aldrei „ráðsályktunum" sín- um. Þessi mótsögn hefur þvælst fyrir mörg- um trúarheimspekingum. Lausn Brynjúlfs er svipuð ýmsu því sem aðrir hafa látið sér detta í hug. Hún er í stuttu máli í því fólgin að gera ráð fyrir að guð hafí allt frá upphafí vitað hvers hann mundi biðja og því tekið tillit til þess þegar er hann skapaði heiminn. Brynjúlfur gerir grein fyrir þessari lausn vandans í Sögu hugsun- ar minnar. Eitt kvæða hans fjallar líka um þetta efni. Það heitir „Bænin“ og er þetta erindi í: Og „fyrirhugað" raskast ráð ei neitt, þó ráðir þú úr vanda mínum gjama, því „fyr“ og „síðar“ fyrir þjer er eitt, en „fyrirfram" er hugmynd tímans bama. Hjá þjer er ei- lífð öll sem örstutt „nú“, þú ert hinn sami, — mínir tímar breytast. Jeg bið í dag; — fyri’ aldir alvís þú mitt andvarp heyrir, segir: „Það skal veitast". Heimspeki Brynjúlfs Jónssonar er tilraun til að taka veröldina skynsamlegum tökum. En hún er líka sprottin frá hjartanu. Hjá Brynjúlfi virðist hafa verið fullkomið sam- ræmi milli hugsunar og tilfínninga, kenn- ingar og breytni. Þetta kallast vfst að vera heill og sannur. Brynjúlfur trúði því að öll veröldin lúti vilja guðlegrar elsku og umráðum guðlegr- ar speki og almættið taki tillit til sín og allra annarra. Þessi skoðun kom fyllilega heim við reynslu hans og tilfínningar því Brynjúlfí þótti ævinlega allt fara á besta veg. Honum þótti meira að segja alltaf gott veður. Höfundur er heimspekingur og kennari á Akureyri. AFTANMÁLSGEEINAR: ' Valdimar Briem: „Æfi- saga Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi“ í Arbúk Hins íslenzka fornleifafélags 1915, bls. 8. ‘ Guðni Jónsson: „Formáli" í: Iírynjúlfur Jónsson: Sagan af Þuriði formanni og KambsránsmSnnum, Reykjavík 1975, bls. VIII. ' Bryiy'úlfur Jónsson: „Æfisaga mín“ í Skírni 1914, bls. 405-6. 1 Brynjúlfur Jónsson: Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna, Reykjavík 1912, bls. 27-8. * Bls. 7. * Allar tilvitnanir frá og með þessari eru úr Sðgu Hugsunar minnar, nema annað sé tekið fram. ' Matthías Jochumsson: Sögukafiar af sjálfum mér, Ileykjavík 1959, bls. 109. * Bryiyúlfur Jónsson: Kvæði, Reykjavfk 1889, bls. 13. MANNLÍFSPISTILL Þegar Haukur söng í Klúbbnum eir era búnir að rífa Klúbbinn. Maður kemur akandi eftir Kringlumýrarbrautinni og tekur fagmannlega beygju inn í Borgartún. Sólin skín og maður er í góðu skapi, þar til manni verður litið til vinstri. Það liggur við árekstri. Skelfingu lostinn starir maður ofan í hyldýpið — opna gröf, þar sem áður stóð þetta hús sem geymdi svo margar minningar. Maður veit ekki sitt ijúkandi ráð. í andsvaralausri vímu ekur maður áfram, varúðarlaust, svo hinir og þessir bílstjórar hafa nóg að gera við að agnú- ast út í mann — flauta á mann hótandi öllu illu með bendingum og fasi. í huganum hrannast gamlar minn- ingar upp, líkt og glitský á vesturhimn- inum um heitan sumaraftan. Eitt sinn var maður glaðbeittur sjó- ari með brillantín í hárinu. Maður greiddi „í píku“ og fasið ásamt orðfær- inu gaf til kynna að maður léti sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Kærastan var komung stúlka í Reykjavík, sem dáði mann, (eða það taldi maður að mirinsta kosti. Og hún var svo mjó um mittið að við lá að maður gæti spannað það með þessum heljar kramlum, sem vora tákn alls þess sem maður vildi sýnast: óttalausrar karlmennsku og þreks sem er aðall íslenskra sævíkinga um aldir. Þá var Elvis Presley „á toppnum" með „Low my tender“ og skómir vora svo támjóir að ein og hálf tomma stóð fram af fótunum á manni. Þessa framleng- ingu á fótunum var maður stöðugt að reka í, af því heilinn hafði ekki þá skoð- JÓN VALUR JENSSON Á heiðinni Ó þú heiðalandið mitt í faðmi fjallanna baðað geislum sólar sem signir mig þreyttan ferðalang og spóann sem vellur í lyngmóanum. Vakur á fæti tiplar hann um í breiðunni unz hann hættir að hljóða og skimar angurvær í átt til mín sem hef gerzt of nærgöngull við hústað hans. Af brjóstgæðum einum saman stíg ég úr fleti mínu það er fánýtt að yrkja Ijóð sem kosta vini manns lífið. Ég heid minn veg í átt til vatnsins upp á sólríkt leiti þakið grámosa og gulmöðru grænum víði sem bærist í andvaranum og stöku sóleyjum sem lyfta sér feimnislega upp úr mosanum og teygja milda ásjónu móti lífgjafa sínum. Spóarnir fylgja mér og fjölgar óðum nú slæst heiðlóan í hópinn og vappar kvíðin í kringum mig með kvakið sitt blíða og stríða unz augu mín lykjast aftur og allt er hljótt á ný nema einn spói sem gætir landsins af grænni fuglaþúfu og vekur mig af værum blundi með hneggi sínu. En skal haldið í átt til vatna. Höfundur er guöfræðingur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem ber heitið „Sumarljóð 1991 “ og er fyrsta Ijóðabók hans. un að lappimar á manni væru að svona stórar, nóg var nú samt. Og í Klúbbnum stóð Haukur heitinn Morthens uppi á sviði, kvöld eftir kvöld, og söng. Hann söng „Til era fræ“ með þeim hætti að maður vatnaði músum niður á öxl kærastunnar í vangadansin- um — nokkuð sem maður hélt alltaf að hún yrði aldrei vör — ekki mátti slíkt spyijast um sjálfa sjóhetjuna. Allra síst mátti kærastan vita það. Ekki kom í ljós fyrr en eftir aldarfjórðung og fímm bamaböm að allan tímann hafði hún vitað um þessa viðkvæmu strengi. Haukur söng einnig „Blátt lítið blóm eitt er“ svo maður bókstaflega varð að taka undir þannig að bergmálaði í hús- inu, enda búinn að fá sér einn eða jafn- vel tvo „gráa“. Og svo tók hann „Simbi sjómaður" svo maður fann virkilega til þess að maður var líka sjómaður og nefndur „hetja hafsins“ í hátíðarræðum á sjómannadaginn. Reyndar bar nú minna á þessu hetjutali við samninga- borðið, þegar deilt var um kaup og kjör. En það er önnur saga. Og þegar Haukur semsagt söng um þennan Simba, sem var sjómaður eins og maður sjálfur, þá átti maður nú skilið að skreppa eina ferð á barinn. Þá vora rökin svo sterk að kærastan gat ekki með nokkru móti andmælt. Og nú era þeir semsagt búnir að rífa Klúbbinn. Það er líka kominn kvóti á allar fisk- veiðar. Ég held að það sé ekkert gaman leng- ur að vera sjómaður. Grétar Kristjónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.