Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 45
Ull þurrkuð í Stanley.
Kirkjan í Stan-
ley. Framan
við hana er
minnismerki
úr hvalbeini.
.iV
Aðalgatan í Stanley. Landrover er vinsælasti bíllinn, en kemur að takmörkuðum
notum, því engir vegir eru um eyjamar.
Sæþ'ón sem öskraði hátt þegar greinar-
höfundurinn kom of nærri.
Mótekja á Falklandseyjum. Mórinn þar er veruleg náttúru-
auðlind, sem gengur þó um síðir til þurrðar.
Á liestbaki í Port Howard. Á hnakknum er alltaf haft gæru-
skinn.
báta. Þegar við ætluðum til annarra eyja
varð nokkur töf á því að við kæmumst
af stað vegna þess að vélin var í sjúkra-
flugi — kona hafði dottið og axlarbrotnað
og sjúkrabíll beið eftir henni á flugvellin-
um.
Úr flugvélinni sáum við gijótruðninga
eða gijótskriður sem báru vitni skriðjöklum
á ísöld. Bergið er að mestu úr kvarsi, sand-
steini og setlögum, sennilega er það hluti
af Gondwana-meginlandinu sem klofnaði
í Afríku á sínum tíma. Steingervingar
bera því vitni.
Lent var á grasflöt skammt frá Port
Howard. Þar blöstu við hvít hús með græn-
um skreytingum í notalegu dalverpi, hvít
ijara og við rúningsskýlið er svolítil
bryggja. Þama búa 39 manneskjur. Robin
Leeds og bróðir hans eiga hér 200.000
ekrur lands, þriðju stærstu landareign á
eyjunum, og hafa þarna 42.000 fjár af
Corriedale-kyni. Robin Leeds er maður á
fimmtugsaldri, meðalmaður á hæð og
dökkt hár, róíegur í tali en þó ákveðinn
og hefur nægan tíma til að sinna gestunum
— hefur skipulagt tíma sinn vel.
Húsið er stórt og í því mörg herbergi,
en setustofan er lítil og notaleg með gló-
andi mó á arni. Robin sýndi okkur hvemig
mór er stunginn upp og hvernig hann er
skorinn í mátulega köggla og látinn þorna
áður en honum er hlaðið í hrauka. Um
allt leikur ilmur af brenndum mó. Móeldur
er ólíkur viðareldi að því leyti að hann
brennur hljóðlaust en skilur eftir sig mikla
ösku sem verður að hreinsa burt nokkmm
sinnum á dag. Það verður að hita upp að
sumrinu vegna þess hve hráslagalegt er.
Þarna vom fleiri gestir, meðal annars
maður frá Chile sem var að kynna sér
möguleika á viðskiptum. Hann sagði Falk-
lendinga skorta nánast allt.
Hér væm mikil not fyrir íslenska hesta
og þeir mundu þrífast vel, en of seint er
um það að tala. Robin smalar fé sínu á
mótorhjóli. Rýja verður hverja kind, því
blotni ullin tvisvar verður hún svo þung
að kindurnar geta ekki borið hana vegna
þess hve þær hafa veika fætur. Hestar em
einungis til skemmtunar og veðreiða í
Stanley. Eyjaskeggjar leggja mikið upp
úr hrossarækt líkt og Bandaríkjamenn og
Englendingar.
Robin ók með okkur þangað sem tvær
argentískar flugvélar höfðu hrapað til jarð-
ar í stríðinu. Flökin em friðuð með lögum
vegna þess að Falklendingar vilja eiga þau
til minja. í báðum tilvikum sluppu flug-
mennimir. Þeir svifu til jarðar í fallhlífum
og gengu burt. Önnur vélin var amerísk
Skyhawk-vél sem seld hafði verið til ísra-
el en Argentínumenn keyptu hana þaðan.
Það skín í Davíðsstjömuna þar sem máln-
ingin er farin að veðrast. Robin sagði að
þetta hefði verið undarlegt stríð. Þögnin
var mest áberandi, en síðan heyrðust
skotdmnur, og svo aftur þögn. Um skeið
vom í grennd við hann 1.000 hermenn frá
Argentínu. Þeir vom margir komungir,
sumir ekki nema 15 ára, en þeir trúðu því
að þeir væm að frelsa íbúana og höfðu
meðferðis borða sem á var letrað: Viva la
Patria. Herinn var illa skipulagður og út-
býttu mat svo klaufalega að jafnvel Arg-
entínumenn á eyjunum sögðu að Bretarnir
hefðu gert betur. Þeir sem fyrstir gengu
á land af Argentínumönnum grófu jarð-
sprengjur í fjömnni og þær sem næstir
komu gerði hið sama og fórast þá magir
þeirra. Enginn virtist hafa kort yfir jarð-
sprengjusvæðin.
Við flugum til Carcass-eyju í norðvestri
og fómm í jeppum niður að ströndinni til
að skoða sæfíla og svartkrýnda nætur-
hegra. Á eftir var boðið upp á te hjá Rob
McGill og Agnesi frænku hans. Þetta var
í timburhúsi í hvammi við sjóinn. Þarna
var ótrúlegur íjöldi tijáa og blóma í skjóli
fyrir veðri, en þau höfðu verið snyrt svo
hægt var að ganga milli þeirra. Farið var
úr skónum áður en gengið var inn í húsið
sem var stórt og bjart. Við fengum okkur
sæti á tréstólufn í eldhúsinu og fengum
te, kökur og skonsur. Rob hafði lagt hart
að sér, sent börnin á skóla í Englandi og
greitt upp veðskuldimar. Hann var nú að
hugsa um að fækka fénu, en hann átti
l.ÖOO kindur. „Of mikil að gera,“ sagði
hann. Hann og hans fólk hafði að mestu
þann mat sem þurfti, grænmeti, kartöflur,
kjöt og mjólk úr kúnum. Hveiti og sykur
varð að kaupa.
Á Pepple-eyju sáum við hóp mörgæsa
á bjargbrún. Þær verpa í þyrpingu til þess
að veijast kjóanum. Eitt parið eðlaði sig
meðan við voram þarna og á eftir sneri
kvenfuglinn sér að okkur — og geti mör-
gæsir brosað þá gerði hún það, en karlinn
stóð niðurlútur — alveg útkeyrður með
lafandi vængi. Undir bjarginu var íjara
og þangað komu mörgæsirnar af hafí þar
sem þær ná sér í fæðu. Þær geta synt á
allt að 10 km hraða á klukkustund. Þær
fara langt til hafs á degi hveijum til að ná
í físk sem þær bera heim og æla ofan í
ungana. Það er ótrúleg sjón að sjá þær
koma í hópum og tylla fæti á snasirnar
áður en næsta alda ríður yfir. Þær hvílast
og láta sig þoma áður en þær feta sig upp
á bjargið í hreiðrin.
Síðasta eyjan sem við komum til var
Sæljónaeyja í suðri. Við vissum hvenær
átti að fljúga til baka" vegna þess að til-
kynnt er í útvarpinu um allt flug og hvaða
farþegar eigi að fara með og allir hlusta
á þessa líflínu til umheimsins. Sums staðar
er að vísu sími.
Á ejunni bjó dugmikill náungi frá Eng-
landi með konu sinni. Þau höfðu ákveðið
að lifa betra lífi á Falklandseyjum og heim-
ili þeirra var næstum því of glæsilegt.
Dave Grey vökvaði jurtimar í innganginum
og þama var líka gróðurhús eins og ann-
ars staðar á eyjunum, þar sem ræktað var
grænmeti.
Ég var tvo daga að skoða hjarðir af
karlsæljónum sem mmdu í vatnsborðinu
og biðu þess að kvendýrin kæmu. Nokkrir
selir af tegundinni Caracas komu alveg
upp í fjöra og sníktu mat. Veðrið lék við
okkur, það var hlýtt, örlítil gola og sólin
skein. Það er stormasamara á sumrin en
á vetmm á Falklandseyjum. Þar frýs sjald-
an á vetrum og oft er þá blæjalogn. Úr-
koman er um 30 cm á ári og gufar upp
að mestu. Hitinn var um 12 gráður á
Celcíus að deginum þegar við voram þar,
en fór niður í 5 gráður á nóttunni. Með
öðrum orðum, sumrin em svipuð og á ís-
landi en veturnir mildari.
Síðasta minning mín frá Falklandseyj-
um er heitt sólskin, glitrandi blátt haf,
þrír háhyrningar rétt við ströndina, hvítur
sandur og ógrynni fugla og sela.
Höfundur er kennari.
í- -c;
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 45