Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 42
inni,“ útskýrði ég fyrir lögregluvarðstjóran-
um.
Hann skrifaði niður ákæruatriðin og
málavexti, nafn drengsins er þekkt frá fyrri
tíð. Hann játar að hann sé hinn seki, sönnun-
in liggur á borðinu fyrir framan okkur.
Þetta er allt ljóst. Sem við stöndum þama
við skrifborðið kemur inn óhreinleg og illa
til fara sjö ára berfætt stúlka. Hún hefuj
með sér flát með kálsúpu í.
Lögregluþjónn gengur hratt inn ganginn,
framhjá mörgum dyrum, og það hringlar í
lyklakippunni, ein af járndyrunum opnast,
og ég lít við. Niðuriútur drengur kemur út
úr klefanum, hann fylgir lögreglunni, systir-
in gengur hljótt til bróður síns með súpuna.
Þessi drengur er einnig um það bil fjór-
tán ára; systkinin sitja samanhnipruð úti í
homi á herberginu, og líta hrædd til okkar
hinna.
Hann sötrar í sig súpuna, og það er eins
og hann eigi erfítt með að kyngja henni,
örugglega langsvangur. Einn af þessum sem
gripinn er fyrir þjófnað, hugsaði ég. Emb-
ættismaðurinn kinkar kolli. „Hvað gerið þið
við drengina?" spyr ég.
„Ó, þeir fá fáein vandarhögg, og sitja svo
inni í nokkra daga.“
„En batna þeir við það að vera slegnir
og sitja inni, hætta þeir að stela af ótta við
nýja_ refsingu?"
„Ó, nei,“ svarar lögregluþjónninn von-
leysislega. „Þeir ganga hér út og inn þar
til þeir fremja stórt afbrot, þá em þeir settir
í stærra fangelsi."
Og ég horfí á drenginn sem ég-hef látið
bóka. Ungi þjófurinn stendur þama fullur
þvermóðsku, hann virðist harðger.
Fangelsisvist og ný vandarhögg munu
Tanzaníudrengur, svipaður þeim sem
frá er sagt í greininni.
óhjákvæmilega gera hann enn harðari.
Hann slær flugunum frá vitum sér.
„En hvað getum við gert fyrir þennan
dreng?“
„Það er ekkert hægt að gera fyrir þenn-
an dreng," svarar lögregluþjónninn. „Þú
hefur gert upp hug þinn, þjófurinn hefur
viðurkennt afbrotið og sönnunin liggur á
borðinu." Hann færir verkfærapokann Iítið
eitt til hliðar.
Mér finnst þetta slæmt mál. „En er alls
ekkert hægt að gera fyrir drenginn? Hann
verður jú aðeins forhertari við barsmíðar
og fangelsun.“
Maðurinn í einkennisbúningnum er undr-
andi á því að ég sé með áhyggjur af þessum
dreng.
„Við getum ekki gert neitt meira fyrir
þennan dreng; hann á að fá réttláta hegn-
ingu.“ En embættismaðurinn hikar aðeins
eitt andartak. „Það eina sem þú getur gert
er að draga ákæruna til baka.“
„Hvað gerist þá?“ spyr ég snöggt.
„Ja, þá verð ég að rífa ákæruna um af-
brot drengsins."
„Þá getur hann farið án þess að fá vand-
arhöggin og fangelsisvistunina."
Ég lít á litla og granna þjófínn sem stend-
ur mér við hlið. Hann er með samanbitnar
varir, en hann tók ekki eftir því hvað lög-
regluþjónninn sagði. Hann reiknar með að
fá vandarhöggin og vistunina í fangelsinu.
Drengurinn hefur ekki hlotið mikið af
umhyggju eða skilningi í uppvextinum,
hvorki frá móður eða föður, og hann á eng-
an að sem gæti tekið hann til sín.
„Rífðu kæruna!"
„Ég vil ekki að honum verði refsað fyrir
þetta." Maðurinn í einkennisbúningnum lít-
ur undrandi á þennan furðulega Evrópu-
mann, en rífur ákæruna, og fleygir henni
í ruslafötuna.
Drengurinn starir út í tómið, með sama
harða svipmótinu. Hann hefur ekki uppgötv-
að enn hvað hefur gerst, að hann er frjáls,
og verður ekki refsað.
Ég legg vinstri hönd mína á öxl hans,
hann lítur hörkulega og undrandi til mín.
„Ég hef fyrirgefíð þér,“ útskýri ég. „Lög-
reglumaðurinn hefur rifíð skýrsluna. Þú ert
fíjáls. í staðinn fyrir refsingu skalt þú koma
með mér heim. Ég er með litla gjöf til þín.“
Allt í einu er sem fátæki drengurinn skilji
hvað fram hefur farið. Tárin stréyma frá
stóru brúnu augunum. Þjófurinn hágrætur,
ég tek um herðar honum og fer með hann
að bílnum. Ég get heldur ekkert sagt, augu
mín tárast einnig.
Beinaberar herðamar undir rifínni skyrt-
unni hristast af ekka og gráti.
Ég opna bíldymar, og býð honum að
setjast inn, grátur hans sefast ekki, ég ek
áfram inn á lóðina okkar heima. Börnin
mín koma hlaupandi til okkar, þau líta
hrædd á stóra grátandi drenginn.
„Hvers vegna er hann að gráta, pabbi?“
Atta hrædd ljósblá bamsaugu og tvö
undrandi konuaugu horfa til skiptis á mig
og drenginn.
„Hann stal verkfærapokanum okkar og
laug því svo að hann hefði ekki gert það,
því fór ég með hann til lögreglunnar, en
þar fá börn vandarhögg og em sett í fang-
elsi fyrir afbrot af þessu tagi; þess vegna
fyrirgaf ég drengnum. En þegar hann upp-
götvaði að hann væri frjáls, byijaði hann
að gráta."
Augu barnanna minna verða ennþá
stærri, ég legg hönd á öxl hans. „Gráttu
ekki meira, vinur minn, þú færð enga refs-
ingu. Ég er með litla gjöf til þín inni á
skrifstofu." Ég geng inn og næ í litla bók.
Sé farið út af alfaraleiðum í Tanzaníu,
má búast við því að mæta sjálfum kon-
ungi dýranna.
„Því svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf...“
„Bókina skalt þú fá, en kannt þú að lesa?“
Drengurinn stafar sig fram úr nafni bókar-
innar.
„Hvað var það sem Guð gaf?“ spyr dreng-
urinn undrandi.
„Hann gaf okkur einkason sinn, Jesú!
Jesús tók mína refsingu, annars hefði ég
fengið endalausa refsingu fyrir syndir mín-
ar. Þess vegna er ég fagnandi og þakklátur
fyrir Jesú. Hann ávann mér frelsi, og af
þeirri ástæðu hafði ég einnig löngun til
þess að þú yrðir fijáls.
Jesús hefur einnig fyrirgefið þér! Hefur
þú ekki löngun til þess að þakka honum
og fylgja honum?"
Óhreinindin voru þvegin af brúnu andlit-
inu, við fundum notaðar gallabuxur og
skyrtu á drenginn.
Brosið og þakklætið streymdu ennþá frá
skýru brúnu augunum þegar við sáum hann
síðast á sunnudegi við kristniboðsstöðina.
Mathias Mjölhus er norskur kristniboöi. Þýð.
Þórir Sigurösson sjálfboðaliði í KFUM.
Mynd: Jóel K. Ríkarðsson.
HRAFN HARÐARSON
London
Þjóðveijum tókst ekki
nema að nokkru leyti
að leggja London í rúst —
en nú liggur við
að
byggingarlistin
hafi eyðilagt sjálft City
með skrímslum
sem kljúfa jafnvel
skýin.
IMew York
Aimannagjá er
aðeins smá rispa
í hrauni
miðað við gljúfrín dimm
sem skilja að
fólkið
í himin háum
húsum.
San Antonio
Vin í eyðimörk
eldspúandi
olíuturna —
þar sem áin rennur
græn í grænu
lygn
og löggan
minning um villt vestur
vaggar undan
þunga Coltsins.
Aþena
Dalalæðan
af mannavöldum
sagan rotnar
í útblæstri bíla
ó hvar er þín
fomaldar frægð
feiga borg?
Palma
Utan við dyr
dómkirkjunnar
með reifað barn í fangi
og bæn í augum
fátæk Mallorca móðir
aðeins fjær skínandi
Lhamborgini
umkringdur ferðamönnum
með Canon vélar um háls
og fíkn í augum
Höfundur er bókavörður í Kópavogi.