Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 31
Bryiyólfur Jónsson frá Minna Núpi. Eftir áramótin birtist í Lesbók samantekt um frægustu söguheiju Brynjólfs: Sigurð Gottsvinsson, Kambránsmann. haft áhuga á heimspeki ritaði hann lítið um þvílík efni framan af. Sum kvæði hans mega þó kallast heimspekileg. En þegar hann var um sextugt tók hann að skrifa bók þá er hann nefndi Sögu hugsunar minnar um sjálfan mig og tilveruna. Þar rekur hann hugmyndir sínar um heimspeki- leg efni og hvernig þær þróuðust. Þetta uppátæki Brynjúlfs, að skrifa bók um sína eigin heimspeki, sýnir vel hve hann var óhræddur að fara sínar eigin leiðir. Hér á landi var engin hefð fyrir slíku. Eini fyrir- rennari hans sem ég man eftir er Björn Gunnlaugsson (1788—1876). En Björn setti sínar kenningar fram í kvæði og studdist þar við íslenska hefð, því menn höfðu bolla- lagt margt í bundnu máli. Saga hugsunar minnar er, eftir því sem ég best veit, fyrsta tilraun íslendings til þess að setja fram og rökstyðja sína eigin heimspeki í lausu máli og á íslensku. 2. Saga Hugsunar Minnar - Helstu Efnisatriði Saga hugsunar minnar segir frá því hvernig Brynjúlfur leitar uppi mótsagnir í heimsmynd sinni og trúarhugmyndum og breytir jafnóðum skoðunum sínum til að sneiða hjá þeim. Kenningar Brynjúlfs og pælingar í þess- ari bók eru allar á sviði frumspeki, einkum þó trúarheimspeki. Hann fjallar ekkert um aðrar greinar heimspekinnar, enda virðist heimspekiáhugi hans einkum hafa verið af trúarlegum toga. í fyrstu 9 köflum bókarinnar rifjar Brynj- úlfur upp þær hugmyndir sem hann gerði sér um lífið og tilveruna í bernsku og fram til 17 ára aldurs. Meðal annars segir hann frá því að þegar hann las fyrir ferminguna hafi hann efast um að lærdómurinn í kver- inu og Biblíunni væri allur sannur og áreið- anlegur. Jeg spurði sjálfan mig: Hvernig get jeg haft vissu fyrir því, að Guð sje til og að hann hafi opinberazt mönnum? Getur ekki verið að biblían sje tómur mannatilbúning- ur? Og ef svo skyldi vera, hvað er þá að marka kenningar þær, sem á henni eru byggðar?6 Svo virðist sem heimspeki Brynjúlfs sé fyrst og fremst tilraun til að sigrast á þess- um efasemdum. Hann var alla tíð að reyna að finna skynsamlegar ástæður til að trúa á Guð og allt sem gott er. í niðurlagi bókar- innar Iýsir hann þessari viðleitni sinni svo: Að öðru leyti vil jeg leiða hjá mjer að mæla fram með þessum ritlingi mínum. Hann er að eins eitt af ótal mörgum dæm- um uppá baráttu mannsandans, sem hefir, móti vilja sínum, liðið skipbrot á bamstrú sinni, verið næstum sokkinn í hyldýpi van- trúar, bjargast þó, með Guðs hjálp, að landi, — ekki samt að skoðunarlandi, heldur að hugsjónarlandi. Þar finnur hann loksins hvíld — með Guðs hjálp. Um þetta er saga mín. í 10. til 13. kafla greinir Brynjúlfur frá sjósókn sinni og nýjum efasemdum um krist- indóminn sem ásóttu hann fram til þess er hann missti heilsuna um þrítugt. Meðal þeirra vandamála sem hann velti fyrir sér voru tvö af helstu úrlausnarefnum allrar trúarheimspeki. Annað er bölsvandinn: Hvernig getur verið svo mikið af böli í heim- inum ef allt lýtur stjórn algóðs, alviturs og almáttugs guðs? Hitt vandamálið er hvemig samrýma megi forsjón og frívilja. 14. til 17. kafli spanna tímabilið frá þrít- ugu til fertugs og segja frá tilraunum Brynj- úlfs til að veija kristna trú gegn þessum efasemdum og öðrum háska. Meðal annars hugði Brynjúlfur, á þessum árum, að kristn- inni stæði mikil ógn af kenningum Magnús- ar Eiríkssonar guðfræðings. Frá fertugu til fimmtugs hugsaði Brynj- úlfur lítið um heimspekileg efni. Þess í stað orti hann og ritaði töluvert af blaðagreinum um landsmál. Frá þessu segir í 18. kafla. Fram að þessu er Saga hugsunar minnar eins konar æfísaga. En nú sleppir allri tíma- röð og 19. til 51. kafli fjalla um kenningu sem Brynjúlfur hóf að móta um fimmtugt og vann við að fága og rökstyðja allt til sjötugs. Þessa kenningu kallar Brynjúlfur einda- kenningu. Hún er æði hátimbruð smíð og á ekki einungis að leggja skynsamlegan grunn undir trúna á guð og það sem gott er heldur einnig að útskýra nánast allt milli himins og jarðar: Meira að segja tilurð sól- kerfanna, sem fjallað er um í 37. kafla. Eindakenning Brynjúlfs gerir ráð fyrir þvi að tilveran sé öll byggð úr frumeindum sem hafa í senn andlegt eðli og líkamlegt. Hluti, menn og dýr taldi hann vera klasa, eða samfélög einda, sem byggðir væru úr smærri samfélögum og þannig koll af kolli uns komið væri að hinum smæstu frumeind- um. Öll þessi eindasamfélög taldi Brynjúlfur lúta vilja guðlegrar elsku og umráðum guð- legrar speki, enda þótti honum sem gæska og viska guðs opinberaðist hvarvetna í allri tilverunni. í 52. kafla, sem er niðurlag bókarinnar, endursegir Brynjúlfur helstu atriði kenning- arinnar: 1. Alisheijartilveran hefir sinn „líkama og sína „sál“. 2. Líkami hennar er mergð ósegjanlega smárra einda, sem fyllir alrúmið og mynd- ar, með ótalbreyttum ijelagsskap, efni allrar einstaklingstilveru, „líkamlegrar" og „and- legrar“. 3. Sál allsheijartilverunnar er guðdómur- inn. Hann lifír sínu eigin, alfullkomna lífi, og um leið lifir hann lífi hverrar einustu eindar. 4. Hver eind nærist af elsku og speki guðdómsins. En það er eðli eindarinnar, að hún getur aldrei lengi í einu nærst jafnt af báðum þeim guðdómseiginleikum. Hún hefír jafnan meiri þörf fyrir næringu af öðrum þeirra, og skiftist það á þannig, að þá er hún hefir hæfilega lengi haft meiri næringu af elskunni, þá fer hún smámsam- an að taka á móti meiri næringu af spek- inni, og varir það hæfílega lengi. Svo fer hún aftur að nærast meira af elskunni, og þetta upp aftur og aftur óendanlega. Þetta hefi jeg kallað „eðlishringför" einda. Af þessu stafar öll margbreytni í tilverunni í smáu og stóru. 5. Elska og speki guðdómsins endurtaka sig í hveiju einasta eindaíjelagi, smærra sem stærra, — og þó á sinn hátt í hveiju þeirra. Þar við ákvarðast „form“ hvers einstaks í tilverunni. Því hefír hvað fyrir sig sín tilsvar- andi grundvallar-einkenni, þótt það sje hvað öðru meira og minna ólíkt. 6. Ófrávíkjanleg samkvæmni gengur gegnum alla tilveruna. Elskan starfar inná- við, en spekin útávið, en þó í fullkomnustu samvinnu. Þar við framleiðist öll einstakl- ingstilvera af eindafjelögum, eftir leyndar- dómsfullu allsheijar-lögmáli. Öðrum þræði virðist þessi kenning hálf- gert dulspekimoð enda var Brynjúlfur hneigður fyrir alis konar dulfræði og hreifst mjög bæði af spíritisma og guðspeki. Rök Brynjúlfs fyrir kenningunni og efnistök hans eru þó að verulegu leyti heimspekileg eins og ég mun gera grein fyrir síðar, en fyrst ætla ég að fara nokkrum orðum um tengsl Brynjúlfs við tíðarandann og kenn- ingar annarra. 3. Rit Og Hugmyndir Sem Höfðu áhrif á Heimspeki Brynjúlfs Brynjúlfur fer að mestu sínar eigin leiðir í heimspeki og er ekki að sjá að hann hafi tekið mikið upp eftir öðrum. Meðal helstu áhrifavalda á heimspeki hans eru kristin trú, eins og hún var kennd í íslenskum kirkj- um, og tíðarandinn á 19. öld. Brynjúlfur var undir áhrifum af framfara- trú 19. aldar og trúði, eins og Matthías Jochumsson (1835—1920), á „gróandi þjóð- líf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs- ríkis braut“. Hann ér líka undir áhrifum frá guðfræði síns tíma. En á 19. öld reyndu guðfræðingar meir en áður að fínna náttúru- legar skýringar á ýmsum trúaratriðum og fella kenningar kirkjunnar að einhvers kon- ar vísindalegum, eða e.t.v. heimspekilegum, hugsunarhætti. Þetta er vitaskuld ekki hægt nema hagræða kristindóminum svolít- ið og Brynjúlfur hikaði ekki við að gera það eftir því sem með þurfti. Sem dæmi um hvernig Brynjúlfur reynir að samræma kristna trú sínum heimspeki- lega hugsunarhætti má taka eftirfarandi: Um guðdóm Krists segir barnalærdómur- inn: „hann er undir eins bæði Guð og mað- ur, eða guðmaður." Samkvæmt hugmynd- inni [þ.e. kenningu Brynjúlfs] er líf hvers manns guðdómsgeisli, engir tveir þó jafnir og því einn fullkomnastur. /.../ Um upprisu Krists segir ritningin, að hann kæmi inn (í húsið) að luktum dyrum. Hugmyndin gerir ráð fyrir, að eigi séu til skörp takmörk milli andlegs og líkamlegs eðlis; hljóti því sá möguleiki að vera til, að undir vissum skilyrðum geti líkamleg skyn- færi orðið vör við það, sem tilheyrir andlegu eðli. Fleira mætti tína til úr hugmyndasögu 19. aldar sem hafði áhrif á hugsun Brynjú lfs. Til dæmis hafði hann nokkra nasasjón af tískuhugmyndum um sálnaflakk og anda trú sem og nýjustu kenningum í eðlis- og efnafræði. Þessa sér stað í Sögu hugsunar minnar t.d. þar sem hann minnist á „Rönt- gensgeislana“. En Röntgen (1845—1923) uppgötvaði geisla þá sem við hann eru kenndir árið 1895 og hlaut fyrir Nóbelsverð- laun í eðlisfræði fyrstur manna árið 1901. Einnig kynntist Brynjúlfur frumeindakenn ingum efnafræðinga í kringum aldamótin. Hann minnist á þær en orðalagið er of óljóst til að gott sé að átta sig á hvort hann var þá fyrst að frétta af frumeindakenningum efnafræðinga yfírleitt eða hvort hann þekkti kenningu Daltons (1766—1844) og var fyrst þarna að frétta um öreindakenningar þær sem fram komu í kring um aldamótin. Þá er jeg var 60 ára gamall, var hug- mynd mín komin á pappírinn. Og jeg ætl- aði þá, að hún mundi svo útfærð í hinu ein- staka, að jeg mundi ekki geta gert það betur. En nokkru seinna las jeg í „Kring- sjaa“ ýmsar greinir, er skýrðu frá nýjustu hugmyndum manna um hina smæstu efnis- hluta: mola („molekyl"), agnir („atomer") og kroplur („korpuskler"), og sá jeg þá, að nauðsyn bar til, að jeg gerði mjer grein fyrir afstöðu e/nda-hugmyndarinnar gagn- vart þessum smáhlutum. Frumeindakenning Daltons segir að allt efni sé gert af frumeindum og til séu jafn- margar gerðir frumeinda og frumefnin eru. En hún gerir ekki ráð fyrir að frumeindirn- ar séu byggðar úr öreindum eins og kenn- ingar þær um eðli efnisins sem fram komu eftir að rafeindir voru uppgötvaðar árið 1895. Hafi Brynjúlfur fyrst verið að kynnast frumeindakenningu Daltons á þessum árum þá hafa fregnir hans af þróun hinnar vís- indalegu heimsmyndar verið harla gloppótt- ar. Sennilega fáum við aldrei að vita með neinni vissu hvort frumeindakenningar raunvísindamanna höfðu teljandi áhrif á eindakenningu Brynjúlfs. Eftir því sem Brynjúlfur segir sjálfur frá eru kenningar hans að mestu sjálfsprottnar: Rekið hefí jeg mig á það, eftir á, að sum atriði hjá mjer líkjast meira eða minna ýmsu því, er aðrir hafa komið fram með áður, án þess jeg hefði lesið það í tæka tíð. Og það getur verið fleira, sem mjer er enn ekki kunnugt. Öllu þess konar, sem jeg hefi sjeð, mismunar þó meira eða minna frá minni hugsun, að því er jeg hefi best getað skilið. Hér á Brynjúlfur trúlega fyrst og fremst við eindakenningu þýska heimspekingsins Leibniz (1646—1716). En þegar hann hafði að mestu mótað kenningu sína las hann heimspekisögu á þýsku og sá „að ’monade’- kenning Leibniz heimspekings væri náskyld eindahugmynd minni, en öðru vísi útfærð". Sú bók sem líklega hefur haft mest áhrif á hugsun Brynjúlfs er Sapientia Angelica de Divino Amore et de Divina Sapientia eftir sænska dulspekinginn Emanuel Swed- enborg (1688—1772). Sú bók var þýdd á íslensku af Jóni A. Hjaltalín cand. theol. og gefín út í Kaupmannahöfn árið 1869 undir nafninu Vísdómur englanna. Nokkur efnisatriði í Sögu hugsunar minnar kunna að vera fengin að láni úr Vísdómi englanna. Má þar helst nefna hug- myndina um að allt sé knúið áfram af tveim guðdómlegum kröftum sem eru ást og speki. Einnig hefur Brynjúlfur það frá Swed- enborg að telja hvem hlut og hveija lífveru samsvara á einhvem hátt bæði alheiminum og Guði almáttugum. Það er harla erfítt, a.m.k. fyrir mig, að henda reiður á þessari „tilsvaranahugsjón“ sem Brynjúlfur kallar svo, enda er ekki öllum gefið að skilja Swed- enborg. Sumt dulspekilega þenkjandi fólk telur hann mikinn meistara. En þeir sem dansa eftir pípu vísindanna, og hafa kynnt sér rit Swedenborgs, telja hann flestir geð- sjúkan mgludall og bækur hans einkum áhugaverðar fyrir geðlækna og sálfræðinga. Aðrar bækur sem Brynjúlfur nefnir að hafi haft áhrif á heimspeki sína era Njóla Bjöms Gunnlaugssonar, sem hann las á þeim áram er hann sótti sjó, og Eulers bijef, sem hann las á dönsku í kringum þrítugt. Það var á fyrstu veikinda-árum mínum. Á þeim áram tók jeg líka að lesa dönsku. Á því máli las jeg meðal annars Eulers bijef, og ijekk af þeim hugmynd um ijetta rök- færslu. Þessi bók er trúlega dönsk þýðing á Let- tres une princesse d’AIIemagne eftir sviss- neska stærðfræðinginn Leonhard Euler (1707—1783). En sú bók var á sínum tíma vinsæl byijendabók í rökfræði. Þess er áður getið að þegar Brynjúlfur var á fertugsaldri fékk hann þá hugmynd að kristindóminum stæði mikil ógn af ritum Magnúsar Eiríkssonar. Frá þessu segir hann í Sögu hugsunar minnar: Næstu árin áður en hjer var komið hafði jeg heyrt margt og mikið talað um rit Magn- úsar Eiríkssonar. Ekkert af þeim hafði mjer þó borizt í hendur nema ein grein, er hann ritaði í Norðanfara. Þar á móti sá jeg og las ýmsar ritgjörðir, sem lögðu dóma á hann og rit hans, og auðvitað vora á móti honum. Af því sem jeg þannig óbeinlínis kynntist kenningu hans, Qekk jeg þá hugmynd, að hún hlyti að vera mjög hættuleg, nema hún væri hrakin með sannfærandi rökum. Ekki verður séð að Magnús Eiríksson hafi haft nein teljandi áhrif á Brynjúlf. En þessi ótti við kenningar hans varpar nokkru Ijósi á tíðarandann hér í þessu afturhaldss- ama útkjálkasamfélagi þar sem fæstir þorðu að hugsa nokkra ærlega hugsun til enda. Magnús Eiríksson (1806—1881) frá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.