Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 24
Heimsljósið í
íj arvíddar glugganum
ýski listfræðingurinn Erwin Panofsky heldur því
fram í ritgerð sinni Fjarvíddin sem táknrænt
form, frá árinu 1927, að uppgötvun hinnar
geometrísku fjarvíddarteikningar, þar sem allar
samsíða línur enda í einum punkti óendaleik-
í tilefni 500. ártíðar
ítalska málarans Piero
della Francesca, sem lézt
árið sem Kólumbus
uppgötvaði Ameríku,
1492, og er talinn einn
af upphafsmönnum
Qarvíddar í myndlist.
Um þetta fyrirbæri
skrifaði hann sérstakt rit,
en á efri árum varð hann
að hverfa frá myndlist
sökum blindu.
Eftir ÓLAF GÍSLASON
ans, hafi í raun markað fyrsta uppgjörið
við hina lokuðu heimsmynd Aristótelesar,
þar sem alheimurinn er sýndur sem sjö
kristalhvel er umlykja jörðina sem markar
miðju alheimsins. Með fjarvíddarteikning-
unni hafi óendanleikinn ekki lengnr verið
frumspekileg guðfræðileg hugmynd, heldur
hugtak er stutt var rökum reynslunnar.
Óendanleikinn, sem var óhugsandi fyrir
Aristótelesi og hafði einungis yfírskilvitlega
merkingu guðdómsins fyrir skólaspeking-
um miðalda, var ekki lengur yfírskilvitlegur
heldur var hægt að sýna fram á hann með
aðferðum flatarmálsfræðinnar og reynslu-
hyggjunnar. Og sá sem gerði það fyrstur
manna að talið er, var flórenski arkitektinn
Filippo Brunelleschi (1377-1446), höfund-
ur hvolfþaksins yfír dómkirkju Flórensborg-
ar, Santa Maria del Fiore.
Eitt fyrsta málverkið sem við þekkjum,
þar sem stuðst er við línulega fjarvíddar-
teikningu með samsíða línum er stefna á
óendanleikann, er frá miðri 14. öld (Boðun
Maríu eftir Ambrogio Lorenzetti frá Siena,
talið málað 1344), en fyrstu rituðu greinar-
gerðina fyrir forsendum fjarvíddarmál-
verksins er að fínna í ritverki arkitektsins
Leon Battista Alberti (1406-1472), Della
Pittura (Um málaralistina) frá 1435. Al-
berti er kunnastur fyrir fræðistörf sín, en
skildi einnig eftir sig byggingar er marka
tímamót í sögu evrópskrar byggingarlistar,
bæði í Flórens, Róm, Rimini og Mantovu.
í Rimini endurreisti hann Malatesta-hofið
árið 1450, og' átti þar meðal annars sam-
starf við listmálarann Piero della Francesca
(1420-1492), en þess er minnst á þessu
ári að 500 ár eru iiðin frá láti hans. Piero
skrifaði síðan sérstakt rit um fjarvídd, De
prospectiva pingendi (Að mála fjarvíddina),
er hann hafði lagt penslana á hilluna sakir
blindu er ásótti hann á efri árum. Hann lést
í fæðingarbæ sínum, Sansepolcro, 12. októ-
ber 1492, sama dag og Kristófer Kólumbus
steig á land í Nýja heiminum. Þau fáu
málverk sem varðveitt eru eftir Piero della
Francesca marka hápunkt fyrra skeiðs end-
urreisnar á Ítalíu og grundvöll hinnar klass-
ísku listsýnar, auk þess sem þau sýna okk-
ur betur en flest annað að myndlistin var
á þessum tíma umfram annað miðill þekk-
ingar, og gekk á undan hefðbundnum vís-
indum í því að ryðja braut þeirri heims-
mynd nýaldar á Vesturlöndum sem tók við
af hinni lokuðu heimsmynd miðaldakirkj-
unnar.
Piero della Francesca átti stærri þátt í
því en flestir aðrir að hefja myndlistina frá
því að vera handverk eða iðngrein eins og
hún var talin á miðöldum upp í það að
vera ein af þeim „artes liberales" sem
mynduðu meginstoðir vísinda og þekkingar.
2
Þekking á lögmálum fjarvíddarteikning-
arinnar varð til í Flórens áður en heimspek-
ingurinn og húmanistinn Marsilio Ficino
(1433-1499) opnaði heim grískrar heim-
speki á ný fyrir Vesturlöndum með latnesk-
um þýðingum sínum á verkum Platons
(1484) og Plótóiníusar (1492), en þær þýð-
ingar eru taldar mikilvæg forsenda fyrir
þróun hinnar vísindalegu heimsmyndar
nýaldar á Vesturlöndum. Orðið „fjarvídd“
er ófullkomin þýðing á latneska orðinu
„perspectiva", sem þýðir „að horfa í gegn-
um“, eins og þýski málarinn Albrecht Dur-
er skilgreindi það. Með réttri fjarvíddar-
teikningu er rýmið skoðað í gegnum eins
konar glugga, þar sem afstaða einstakra
fyrirbæra í rýminu er fyrirfram skilgreind
á rökrænan hátt út frá sjónarhorni sjáand-
ans. Þannig skapast fullkomlega rökrétt
mynd af rýminu og óendanleika þess, þar
sem stærð og afstaða hvers forms og fyrir-
bæris er fyrirfram skilgreind út frá sjónar-
horninu og hinn tvívíði myndflötur, sem
teikningin er felld á, verður eins og þver-
snið af sjónkeilunni sem endar í punkti
óendanleikans þar sem allar samsíða línur
mætast á endanum.
Þessi framsetning á rýminu, sem okkur
finnst núna af einskærum vana vera bæði
sjálfsögð og sjálfgefín, er það í raun alls
ekki, þvi hér er um fullkomlega tilbúna
abstraktsjón af veruleikanum að ræða.
3
í varðveittum málverkum frá síðhel-
lenskum og rómverskum tíma má víða
fmna ófullkomna fjarvíddarteikningu,
en ekkert dæmi er til frá þeim tíma um
rétta „miðjufjarvídd" með einum
fjarvíddarpunkti á sjóndeildarhringn-
um. Rómverjar gerðu sér þó grein fyrir
þessum vanda að einhverju leyti, því í
frægri tilvitnun í riti rómverska arki-
tektsins og fræðimannsins Vitruviusar
frá 1. öld f.Kr. er „scenografía“ eða
framsetning þrívíðs hlutar í tvívíðu plani
skilgreind út frá því að „omnium linea-
rum ad circini centrum responsus" eða
að allar línur „svari til hringamiðju".
Nákvæm merking þessarar tilvitnunar
er umdeild, en í fornrómverskri og hel-
lenskri myndlist virðist þó frekar byggt
á innsæi en fræðilegri rökhyggju við
framsetningu rýmisins, og um samfellda
rökræna og óendanlega heimsmynd var
ekki að ræða.
4
I þeirri myndlistarhefð sem ríkti á mið-
öldum í Evrópu, og kennd er við rómansk-
an stíl, voru allar tilraunir til þess að líkja
eftir rýminu lagðar af; línan var bara lína,
yfirborðið yfirborð og myndlistin hafði ekki
síst það hlutverk að vera omament eða
skraut og viðbót við byggingar og nytja-
hluti og undirstrika þaniiig merkingu
þeirra. Einnig gegndi myndlistin á þessum
tíma mikilvægu hlutverki við að útlista
fyrirfram gefín guðfræðileg sannindi. Af-
neitun rómönsku listarinnar á allri eftirlík-
ingu á rýminu fól í sér að fyrirbærin og
rýmið voru jöfnum höndum falin í sjálfum
myndfletinum, og þannig bundin óijúfan-
leguum böndum. Erwin Panofsky segir að
einmitt þessi róttæka afneitun rómönsku
listarinnar á eftirlíkingu rýmisins hafi verið
forsenda nútímalegs skilnings, því eftir að
rýmið og fyrirbærin höfðu verið sameinuð
í einum fleti var ekki hægt að útvíkka fyrir-
bærin á myndfletinum án þess að víkka
rýmið út að sama skapi.
5
Fyrstu meðvituðu tilraunimar til þess
’að túlka rýmið í gegnum glugga réttrar
miðjufjarvíddar felast í eftirlíkingu tígul-
gólfsins. í mynd Ambrogio Lorinzetti frá
Siena frá 1344 af boðun Maríu er tígulgólf-
ið rétt teiknað með samsíða línum er stefna
í óendanlega fjarlægð miðjunnar, en síðan
er rýminu lokað með hinum hefðbundna
gotneska bakgrunni úr gulli. María og eng-
illinn fá skilgreinda staðsetningu í þessu
tilbúna rými út frá gólffletinum, en hliðar
þessa rýmis eru óskilgreindar. Þama getum
við séð hvemig vísirinn að flatarmálsfræði
nútímavísinda varð til á vinnustofum lista-
manna á Ítalíu þegar á 14. öld, löngu áður
en henni var gefínn fræðilegur grundvöllur
af stærðfræðingum og stjörnuspekingum
16. og 17. aldar, sem mótuðu heimsmynd
nýaldar. Skólaspeki miðalda var smám
saman yfirunnin um leið og myndlistin
haslaði sér völl á nýjum vettvangi; í stað
þess að þjóna hlutverki hugleiðslu eða leið-
beiningar um fyrirframgefinn guðfræðileg-
an sannleika varð hún að hlutlægri rann-
sókn á náttúrunni, manninum og þeirri
sögu sem tengja mann og náttúm óijúfan-
legum böndum. Með því að skoða veröldina
í gegnum glugga réttrar miðjufjarvíddar
út frá sjónarhorni, sem jafnvel tilviljun gat
ráðið, var horfíð frá hinni aristótelísku
heimsmynd skólaspekinnar þar sem jörðin