Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 12
GJÖFIN
Smásaga
að var eins og dauðinn hefði læðst aftanað hon-
um vopnaður skammbyssu, rekið kalt hlaupið
milli rifja og hrópað byrstri röddu:
- Upp með hendur!
Líkið fómaði höndum þar sem það lá upp
Gunnar hafði rétt lokið
við að klæða sig uppá og
var í þann veginn að fara
niðrí hótelmóttöku að
panta leigubíl útá flugvöll
til þess að taka á móti
Leonor þegar veggsíminn
í eldhúskróknum glumdi.
Hann hrökk í kút við
illskulegt urrið og hjarta
hans tók enn meiri kipp
þegar hann heyrði rödd
hennar á símalínunni,
línu sem virtist liggja
nokkra áratugi aftrí
tímann ...
í loft á stofugólfi íbúðar 505 á Hotel Mar
Mediterráneo, með stirðnaða undrunarang-
ist í starandi augum og frosið óp á vörum,
eins og stytta í vaxmyndasafni.
Hjartað, úrskurðaði læknirinn og veitti
hinum látna nábjargimar.
Og það var einmitt þessi bankaránsstell-
ing sem olli hótelstjóranum, næturverðinum
og lækninum mestum vandræðum þegar
þeir reyndu að koma líkinu inní þrönga lyft-
una þessa hlýju ágústnótt á Majorku, fyllta
sísuði kvöldkrybbna og fjarlægri bartónlist
baðstrandarbæjarins. Næturvörðurinn hafði
sótt tvíhjóla handkerru niðrí vörugeymslu
og í sameiningu hafði þeim tekist að bisa
þungum líkamanum á kerruna og reisa hana
við þannig að hann stóð uppá endann á
járnþrepi hennar, útskeifur í nýburstuðum
ljósbrúnum sumarskóm, kremlitum sport-
jakkafötum, hvítri skyrtu, með rautt háls-
bindi, og upphafnar hendur eins og prédik-
ari að blessa söfnuð sinn.
Hótelstjórinn þreif lak útúr skáp í svefn-
herberginu og breiddi yfir líkið. Eftir að
hafa gengið úr skugga um að enginn sæi
til þeirra lögðu þeir af stað með þennan
farm eftir ganginum áleiðis að lyftunni. Það
ískraði ögn í kerruhjólunum undan þunga
násins þar sem hann sveif eins og vofa með
lakið yfír sér og sumarskóna útundan faldi
þess. Lyftan beið opin og skein skjannhvítu
flóðljósi út á hálfrökkvan ganginn; glóandi
gröf sem hinn framliðni vildi auðsæilega
ekki hverfa inní því að hann lagði stjarfa
lófa á dyrastafinn og streittist á móti þegar
þeir ætluðu að renna honum inn. Eftir
nokkrar tiiraunir, svitaperlur og vangaveltur
tókst þeim þó að mutra hvorutveggju, vagni
og vofu, á ská inní lyftuna. Næturvörður
og nár sukku með hvin í gólfíð þegar lyftan
leið niður líkt og lóðrétt líkkista. Hótelstjóri
og læknir gengu stigann og heyrðu ekki
betur en að konan á 504 snökti enn í íbúð
sinni þótt læknirinn hefði gefíð henni róandi.
Niðri, á hótelhlaðinu, beið sjúkrabifreið
með slökkt ljós og hvítklæddan bílstjóra við
gapandi afturdyr.
Læknir fylgdi líki á spítala.
Næturvörðurinn hafði hringt heimtil hót-
elstjóra uppúr ellefu um kvöldið, æstur og
flaumósa.
- Don Ricardo, það er einn dauður!
- Dauður? Hver er dauður?
- íslendingurinn á 505! Herra Jónsson!
- Ha? Hvernig . . . hvernig atvikaðist það?
- Ja, ég veit ekki. Við fundum hann bara
örendann í íbúðinni.
- Hvert þó í logandi! Vita gestir um þetta?
- Nei, ekki nema frúin frá Madrid, Leo-
nor ég-man-ekki-hvað, sem skráði sig á 504
í kvöld. Þau þekktust víst eitthvað. Hann
svaraði ekki dyrabjölluhringingum hennar.
Hún kom niður í öngum sínum. Ég fór
upp...
- Já, já, gott og vel. Heyrðu, reyndu að
róa hana og læstu íbúðinni. Og ekki orð við
nokkum mann! Ég hringi í doctor Pons.
Við sjáum svo til hvort við getum ekki fjar-
lægt hann í sjúkrabíl án þess að aðrir gest-
ir verði varir við, í nótt þegar hægist um,
og fengið lækninn til að votta að hann hafi
sálast á leiðinni á spítala. Það fylgir því
soddan fargan að fara að kalla til lögreglu
og dómara til þess að lögiyfta líki og kemur
bara óorði á gott hótel.
eftir KRISTIN R.
ÓLAFSSON
Bréfíð kom Gunnari Jónssyni á óvart.
Þótt hann yrði sextugur þennan föstudag
átti hann ekki von á neinni afmæliskveðju
og því síður bréfí frá Spáni eftir öll þessi
ár. Hann kannaðist heldur ekki í fyrstu við
nafn sendanda eða heimilisfang á bakhlið
umslagsins: L.G., viuda de Buenavida. Calle
José Ortega y Gassei 14, Madrid, Espana.
Hver gat verið að skrifa honum frá Madríd?
Hann átti enga vini þar lengur. L.G., ekkja
eftir Buenavida? Hann reif umslagið upp í
flýti og leitaði fyrst að undirskriftinni: Leo-
nor?
Leonor! Og stúlka um tvítugt stendur
honum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og
hann stelst til að kyssa hana í skjóli myrk-
urs í kvikmyndahúsi í Madríd, kannski
Palacio de la Música, og þau leiðast um
mannhafið á La Gran Vía, La Puerta del
Sol...: hún hnarreist, stolt, mittismjó, í
þröngu pilsi niðrá miðja kálfa, saumsokkum
. og háhælaskóm, með sítt kastaníubrúnt hár
bundið í tagl, rauðar varir og þessi nátt-
svörtu augu, þessi márísku augu. Hafði
hann ekki kallað þau márísk augu - ojos
moros! Var það ekki?
Gunnar hafði komið heim úr bankanum
á fyrra fallinu. Það var einhver slensía í
honum, og hafði verið um tíma, svo að hann
bað um frí uppúr hádegi þótt lumbran í dag
væri kannski bara eftirstöðvar alls kampa-
vínsins sem Guðmundur útibússtjóri hafði
dregið upp handa starfsmönnum að skála í
fyrir afmælisbarninu. Já, Gvendur góðglaði
var höfðingi og sleppti aldrei neinu tæki-
færi til að lyfta glasi á sfvíliseraðan hátt,
síst á föstudegi. Skrýtið hvað karlinn hélt
þetta út, kominn á sjötugsaldurinn: einsog
hann sjálfur, rann upp fyrir Gunnari.
Slydduflygsur komu fljúgandi í fangið á
honum þegar hann sté út úr bankahúsinu
og óð snjóslabbið heim á leið. Hann átti
ekki langa ferð fyrir höndum en sóttist hún
seint þennan dimma desemberdag í Reykja-
vík og fannst gott að komast í hús þótt
enginn væri þar fyrir til að taka á móti
honum. Gunnar hafði aldrei kvænst og bjó
einn í foreldrahúsum við Óðinsgötu síðan
móðir hans lést fyrir nokkrum árum.
Hann settist á stól í eldhúsinu og hóf
lesturinn en ætlaði aldrei að geta stautað
sig framúr bréfinu, hafði ryðgað í spænsk-
unni sem hann hafði lært í Madríd veturinn
góða og átti þar að auki erfítt með að ein-
beita sér að orðunum á örkunum tveimur.
Ekkja eftir Alberto Buenavida, þriggja
bama móðir, sex bama amma, maðurinn
iátinn fyrir ári, hún verið að henda gömlu
dóti, fundið kort frá honum og dottið í hug
að vita hvort hann væri ofar moldu og skrif-
að af rælni á gamla heimilisfangið hans.
Gunnar leit uppúr bréfinu, yfír lesgler-
augun á nefbroddi sér, útum eldhús-
gluggann á slydduna fyrir utan þar sem
sundurlausar minningaflygsur hrúguðust
upp í grámanum einsog myndbrot óleystrar
raðþrautar.
Voru það ekki þessi márísku augu sem
fyrst höfðu dregið hann að henni? Þau höfðu
verið kynnt hvort fyrir öðru á Café Comerc-
ial. Hún hafði komið. með tveimur stelpum
sem Carlos, kunningi hans af gistiheimilinu
EI Lazarillo, þekkti úr háskólanum. Þær
voru allar í lagadeild einsog hann. Heyrðu,
já, vel á minnst, þetta var örugglega daginn
eftir að Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin ...
og það var í ... í desember 1955. Já, þeir
Carlos höfðu lesið fréttina í Arriba meðan
þeir sötruðu svart kaffí við fastaborðið sitt
á Café Comercial. Og Carlos hafði síðan
kynnt hann sem samlanda hins nýbakaða
Nóbelsskálds þegar stúlkumar komu inn og
settust við næsta borð. Þær höfðu litið hann
enn áhugasamari augum en ella - það vakti
alltaf athygli spænsku kvenþjóðarinnar að
vera nokkurnveginn ljóshærður og bláeygur
og svosem hálfum metra hærri en allur alm-
úgi - sérstaklega sú með márísku augun,
fannst honum. Eða var það hann sem hafði
starað svo djúpt í þau?
- Blessaður, það þýðir lítið fyrir þig að
reyna að bera víumar í hana, sagði Carlos
þegar þeir gengu til baka á gistiheimilið
eftir kaffíhússetu og Gunnar lét nokkur
aðdáunarorð falla um stúlkuna.
- Faðir Leonorar er hæstaréttardómari
og fjölskyldan er fyrir löngu samasembúin
að trúlofa hana syni eins af fremstu lög-
mönnum borgarinnar og góðvinar föður
hennar. Þau hafa verið hálfopinbert kær-
ustupar frá því í æsku. Og þeir feðgar bera
sannarlega ættamafn með rentu; heita Bu-
enavida - gott líf - og lifa eftir því enda
er karlinn forríkur. Strákurinn, Álbe'rto, er
með mér á þriðja ári í lögfræði og er reynd-
ar búinn að vera þar strandaglópur nokkur
ár, hálfgerður galgopi og gleijabrúsi, greyið.
Carlos hugsaði sig um og glotti:
- 0g þó, það er aldrei að vita nema hún
yrði tilkippileg. Ekki það að hún sé einhver
gæs og laus á kvakinu en ég hef grun um
að hún sé ekki allskostar ánægð með hjú-
skaparáform foreldranna.
Og Leonor er komin í fang Gunnari þar
sem þau rekur hægt í miðju manrihafínu á
dansgólfínu meðan hljómsveitin flytur róleg-
an bolero, og angan hennar leggur fyrir vit
honum, æsandi kvenmannsþef, blöndu ilm-
vatns og veikrar svitalyktar. Taugar hans
strekkjast og einhver lostafullur fíðringur
hleypur frammí fíngurgómana undan snert-
ingu og nálægð þessa fíngerða líkama sem
þrýstist öðruhveiju uppað honum, heitur og
mjúkur í mannþrönginni. Æsingur hans vex
með hveiju dansspori og hann dirfíst að
vanga hana; eða má til með vanga hana,
beygja sig niðrað henni svo að hún, og
kannski mannhafið allt, reki ekki augun,
eða einhvern annan líkamshluta, í hin ljós-
legu merki þess hversu uppnám hans er
harðla mikið.
Carlos hafði stungið uppá því að þeir
færu saman á jóladansleik laganema þá um
kvöldið eftir rauðvínsrabb á Bar Lago,
skammt frá gistiheimilinu.
- Kannski þú fáir þá augum barið hina
fögru Leonor - la bella Leonor - sem virð-
ist liggja þér svo þungt á hjarta og megir
hana örmum spenna, sagði Carlos stríðinn
og orðinn skrúðmálgari en ella af rauðvín-
inu.
Og það var líklega rauðvíninu að þakka
að Gunnar hafði þorað að bjóða Leonor upp.
Þetta sama kvöld kysstust þau fyrsta
kossinum, við jarðlestarstöðina á San Bern-
ardo, stuttum kossi á lokaðan munn, grun-
laus um heita lokakossa og kaldar kveðjur
daginn áður en hann hélt aftur til íslands,
alfarinn.
Það var í maí, sólríkt maísíðdegi, og þau
höfðu mælt sér mót á Bar Lago einsog svo
oft áður um veturinn og vorið. Hún vildi
aldrei eiga stefnumót við hann á Café Com-
ercial en kaus fremur þennan fátæklega
verkamannabar þar sem þau voru bæði jafn-
miklar boðflennur, hún stássmærin, hann
útlendingurinn. Þótt öldurrækinn barsöfn-
uðurinn væri hættur að líta þau hornauga.
- Æ, ég nenni ekki að láta stelpumar
vera með nefíð niðrí mínum málum.
Gunnar grunaði að það væri vegna kær-
astans þótt hann þegði. Látum Kormák
kyrrari liggja!
- Ég er með gjöf handa þér, kveðjugjöf
til minningar um mig, sagði hún allt í einu
eftir að þau höfðu setið að turtildúfnakurri
yfir tveimur kaffíbollum við lítið borð innst.
Hún varð alvarleg á svip og Ieit fast í augu
honum. Gunnari fannst hann sjá glampa í
hinu máríska myrkri.
- En ég vil ekki gefa þér hana hér. Ég
vil gefa þér hana í herberginu þínu. Þarað-
auki hefurðu aldrei boðið mér upptil þín.
Mig langar til að sjá hvemig þú hefur búið
í vetur.
Honu hafði satt að segja flogið í hug að
bjóða henni uppí herbergi oftar en einu-
sinni, sérstaklega eftir ferðir þeirra í ein-
hvern almenningsgarð borgarinnar þar sem
honum hafði stundum tekist að kyssa hana
löngum og djúpum kossi á bekk i skjóli Iauf-
skrúðs, með annað augað lokað í innlifun
en hitt skimandi eftir garðverði eða lög-
regluþjóni enda lágu sektir við slíku óhæfi
á almannafæri. En af einhveijum ástæðum
hafði hann aldrei getað mjálmað í sig móð-
inn að ýja að slíku við hana, ef til vill talið
það boma von að hún jánkaði því.
- Mín er ánægjan!
Frú Carmen gistiheimilisstýran var hvergi
sjáanleg á E1 Lazarillo og þeim tókst að
skjótast inní vængdyrða lyftuna án vitundar
hennar. Allar heimsóknir voru illa séðar.
- Og maður talar nú ekki um að vist-
menn fari að draga einhveijar gálur inn í
tíma og ótíma, hafði frú Carmen gert honum
ljóst þegar hún leigði honum herbergið í
byijun september.
- Þetta er sómasamlegt gistiheimili fyrir
námsmenn en ekki eitthvert annars flokks
pútnahús.
Eða svo mikið þóttist hann skilja á hróp'-
um og handapati frú Carmenar, nýskráður
í málaskólann La Lengua del Imperio -
Tungu heimsveldisins - og allsendis ómellu-
fær í spænsku.
Lyftan veinaði þegar hún pijámaðist með
titrandi erfíðismunum uppá fjórðu hæð en
Gunnar veitti því enga eftirtekt. Leonor var
byijuð að gefa honum gjöfina sína.
Og þau eru lögst undir fölblátt yfírlakið
í rúminu; hann ber að ofan, beltið laust í
buxunum og harður kýll í klofinu; hún í
silkiundirkjól með hvít bijóst í fráhnepptum
haldara, og er brennandi heit í svölum rúm-
fötunum þegar hann hverfur til hennar og
kyssir hana logandi kossum ...
En svo stendur hún þarna við rúmið,
kastaníubrúnt hárið í einum flóka, tár og
eldur í márísku augunum svörtu, og smeyg-
ir sér í reiðilegum flýti aftur í blússu og
pils. Orðin fossa með iðufjöllum úr munni
hennar svo að hann skilur ekki nema eitt
og eitt á stangli þar sem hann liggur í kút
í rúminu.
- A morgun ... kannski aldrei aftur ...
gifta mig í sumar ... idiota...!
Og hún er komin í skóna, hefur þrifíð
veskið sitt, skellt hurðinni á eftir sér, farin.
Hann er steini lostinn um stund en fykur
síðan uppúr rúminu, grípur kuðlaða skyrt-
una, flýgur í skó og veitir henni eftirför
meðan hann gyrðir sig. Hann hleypur að
lyftunni og heyrir Leonor opna ískrandi dyr
hennar niðri og loka þeim síðan með hvellum