Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 37
á verkkunnáttu og listfengi Kelta hinna fomu, jafnframt því, sem hægt hefur verið að lesa úr öllum þessum gripum mikla vitn- eskju um lifnaðarhætti þeirra og menningu. Keltar í Evrópu fyrir tímatal okkar stofn- uðu aldrei sameinað ríki sem spannaði allt hið víðáttumikla svæði sem þeir byggðu. Þeir skiptu sér í ættflokka, sem réðu yfír stórum landsvæðum, sem stjórnað var af prinsum, sem stóðu efst í riddarastéttinni og höfðu hin veraldlegu völd með höndum. Hið trúarlega og siðareglur allar svo og dómsvald voru í höndum prestanna, drúíd- anna. Við fornleifarannsóknir og frá þeim rituðu heimildum, sem finnast frá Rómveij- um og Grikkjum má ráða að Keltar hafí haft yfír að ráða mikilii verkkunnáttu. Þeir voru miklir hagleiksmenn á tré og hvers konar málma. Skartgripir þeirra bera vott um sérstætt og sjálfstætt listfengi og hag- leik. Þeir áttu eigin byggingarhefð í bústöð- um og virkjum en byggingarefni þeirra var nær eingöngu timbur, sem þeir gátu sótt í hina endalausu skóga, sem þá þöktu Mið- og Norður-Evrópu. Engin slík mannvirki hafa því varðveist til þessa dags. Þeir stunduðu námagröft, unnu jám og gull úr jörðu, starfræktu miklar saltnámurí Mið-Evrópu og stunduðu mikla verslun með salt, sem krafðist skipulags og starfsemi í flutningum. Keltar innleiddu fyrstir stafa- tunnuna, keraldið. Sennilega hafa Keltar í Evrópu allir talað sama mál eða a.m.k. getað gert sig skiljan- lega hvorir við aðra á þessu víðlenda land- svæði sem þeir byggðu. Keltar höfðu dá- læti á skarti, hljóðfæraslætti, söng og skáld- skap, þeir virðast hafa haft mikið dálæti á Furðuskepna að hætti Kelta. Skáldlegt ímyndunarafl vant■ aði þá ekki. Drifínn hjálmur úr gulli, mikil listasmíð og augfjóslega til marks um tign fremur en til að bera í orrustu. Teikning af keltneskri gröf þar sem einhver konungleg persóna hefur verið lögð til hinstu hvílu og líkt og hjá Forn-Egyptum hefur þótt ráðlegt, að hinn látni hefðimeð sérkerru á fjórum hjólum. Gröfin fannst í Hoemasperg íBaden-Wiirem- berg, Þýzkalandi og er hún frá 6. öld f.Kr. Greinarhöfundurinn fyrir utan sýning■ arhöUina í Feneyjum, þar sem Keltasýn■ ingin fór fram. gleðiveislum, þar sem öl (mjöður) og seinna vín frá hinum suðlægari löndum var óspart haft um hönd. Við nánari samskipti þeirra við Rómveija og Grikki — virðast þeir hafa verið mjög forvitnir og opinir fyrir nýjungum sem þeir voru fljótir að tileinka sér en aðlög- uðu um leið að eigin háttum og í handverki sínu og smíði skartgripa héldu þeir eigin sérkennum. Menningarsögu Kelta hefur af fræði- mönnum verið skipt niður í nokkur tímabil og eru þar merkust Hallstatt- og La Téne- menningarskeiðin. Að þessum tímabilum verður nú stuttlega vikið. HALLSTATT-TÍMABILIÐ Tímabil þetta nær yfir sjöundu og sjöttu öld fyrir Krist. Þetta menningarsögulega tímabil í sögu Kelta er kennt við bæinn Hallstatt í Austurríki. Um miðja 19. öld fannst þar grafreitur sem hafði að geyma yfír 1.000 grafir og við uppgröft komu í ljós ótrúlega miklar upplýsingar um hið keltneska samfélag frá þessu tímabili. Sam- félag þetta hafði byggst í kringum miklar saltnámur á þessu svæði sem voru í 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Saltið var ein aðalverslunarvara Kelta og mjög þýðingar- mikið til geymslu á matvælum eins og það hefur alltaf verið. Það hefur þurft meirihátt- ar starfsemi til að starfrækja slíkar námur í fjöllum í þessari hæð, ekki aðeins við vinnsluna sjálfa heldur og flutninga á salt- inu á markaði víðs vegar um Evrópu. Þama varð að koma til margs konar verktækni og handverksmenn við smíði og viðhald á margskonar tækjum. í gröfum höfðingja, sem fundist hafa frá þessu tímabili og ekki höfðu verið rændar. fundist margir merkilegir og dýrmætir grip- Keltneskt listfengi birtist í Gundestrup- iír drifnu silfri. ir. Ein slík gröf fannst 1978 í Eberdingen- Hochdorf í Þýskalandi. Lík prinsins lá á sófa úr málmi, bronsi. Sófínn (sjá mynd) gefur til kynna glæsilega hönnun og hand- verk sem minnir á Etruska. í gröfinni (sjá teikningu) má einnig sjá fjórhjóla skrautvagn, sem lík höfðingjans hefur verið flutt á til grafar. Þá hanga drykkjarhorn á einum veggnum, sem prins- inn og riddarar hans hafa notað á hátíðum og við helgiathafnir. Þetta þurfti prinsinn að hafa með sér yfir í aðra tilvem til þess ■skálinni, sem fannst í Danmörku og er að geta sinnt hefðbundnum skyldum sínum. Hallstatt-tímabilið einkennist af mikilli sókn í verklegri menningu sem að einhveiju leyti skapast af vaxandi tengslum við Miðjarðar- hafslöndin. LATÉNE-TÍMABILIÐ Menningarskeið það sem tekur við af Hallstatt-tímabilinu er kennt við La Téne í Sviss og einkennist þetta tímabil sérstaklega af margskonar framleiðslu á listrænu hand- verki, skrautmunum og skarti. Vopnin taka breytingum, sverðin verða lengri til marks um vaxandi sókn og útþenslu Kelta á þessu tímabili. Herklæði höfðingja verða mikil- fenglegri, hjálmar og skildir tilkomumeiri. Greinilegt er að á La Téne-tímabilinu gætir vaxandi áhrifa frá auknum samskiptum Kelta við Miðjarðarhafslöndin. Þetta leiddi þó ekki til slæmra eða góðra eftirlíkinga í listrænni sköpun, Keltar héldu frumlegum sérkennum sínum í listrænu handverki. Á þessu tímabili hófu Keltar að reisa virk- isborgir á klettahæðum við þýðingarmiklar samgönguleiðir þar sem gott var til varnar. Þar munu prinsarnir sem réðu fyrir hveijum ættbálki hafa haft aðsetur. Þessar miðstöðv- ar voru eins og aðrar byggingar Kelta reist- ar úr timbri. Virkisborgir þessar þróðuðust seinna í að verða verslunar- og markaðsstað- ir. Þetta var upphafið að mörgum elstu borgum Evrópu eins og París, Praha, Milanó, London og fleiri. Rómeijar yfírtóku svo síðar þessar virkisborgir Kelta og endur- byggðu. Lögum hefur verið talið að Róm- veijar hafí stofnsett þessar borgir en þær voru upphaflega keltneskar miðstöðvar, sem Rómveijar kölluðu einu nafni „Oppidum". Trúarbrögð Kelta Eins og áður er sagt bannaði hin valda- mikla prestastétt Kelta, drúídar, að nokkuð væri skráð varðandi trúarbrögð þeirra, þar sem viðhafðir hafa verið margbrotnir trúar- siðir eftir flóknu rituali, sem prestastéttin ein varðaveitti. Frá Rómveijum höfum við hins vegar óljósa vitneskju um þessi flóknu trúarbrögð, þar sem Rómveijar blönduðu þeim guðum Kelta sem þeir vissu deili á saman við sína eigin guði. Þannig telja þeir Teutates æðst- an guða meðal Kelta i Gallíu og jafna hlut- verki hans saman við sinn eiginn guð, Merk- úr. Einnig nefna þeir guðina Esus og Taran- is, sem þeir heimfæra einnig upp á sína eigin guði, Aþpolo og Mars. Eitt athyglis- verðasta í trúarbrögðum Kelta var trú þeirra á undirheimaguðinn Cernumos, sem Róm- veijar kölluðu Dispater eða Auðföður. í riti Ciceros, Natura-Decorum, er nokkuð fjallað um þennan guð og sagt að Keltar helgi honum allan kraft og eðli jarðar. Auðfaðir var guðinn kallaður af því að eign hans voru undirheimar og iður jarðar með málm- um og öllum verðmætum, sem jörðin hefur að geyma. Guðinn átti einnig samkvæmt trú Kelta öll nytjagrös og skóga, sem á jörð- inni uxu, veiðidýr sem í skógunum lifðu, sæ og vötn og físka sem þar þrifust. Sjálfir töldu Keltar sig alla sonu og dætur Auðföð- ur og því réttboma eigendur að þeim land- svæðum, sem þeir byggðu. Þar sem Auðfað- ir var undirheimaguð miðuðu þeir tímatal sitt við nætur og tungl en ekki daga, þar sem dagur kemur á eftir nóttu. Þessi háttur á tímatali mun einnig hafa verið ráðandi hjá germönskum þjóðum og á Norðurlönd- um. í Eddu er ritað að dagur sé sonur nætur. Þá töldu Keltar að ýmis skógardýr tengdust ákveðnum guðum. Á einstökum dýrum höfðu þeir meiri átrúnað en öðrum og var skógargölturinn þar æðstur. Mann- fómir munu hafa verið viðhafðar meðal LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 21. DESEMBER 1992 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.