Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 20
JOSH
Örsaga
hér er átt við 2. umferð: Þ.E.) Aðrir kepp-
endur voru: 4 Svíár; 2 Tékkar; 4 Hollending-
ar; 1 Rússi, 1 Þjóðveiji; 1 Ungveiji; 1 Tyrki
og 4 Bretar." Allt voru þetta þekktir fang-
bragðamenn innan Evrópu og þjóða sinna,
að aldri 20-26 ára og líkamsþungi 65-73
kg. Sumir höfðu 9 ára reynslu í íþróttinni.
Reynsla Jóhannesar var U/2 ár. Hann var
25 ára og líkamsþungi 73 kg.
„í miðþyngdarflokknum var 21 kepp-
andi. J. Belmer (Holland) sýndi best lag
ásamt Tyfa (Tékkóslóvakía) og J. Jósefsson
(ísland) var einnig athyglisverður fyrir
virkni. Hann var vissulega öflugasti fang-
bragðamaðurinn af þeim sem kepptu í fyrstu
og annarri umferð. í þriðju umferð var Jó-
sefsson sigraður af M. Andersson (Svíþjóð),
en að henni lokinni kom í ljós að laskast
hefði annar handleggur hans alvarlega."
„BROTINN HANDLEGGUR“
„Undanúrslit í miðþungaflokki í grísk-
rómversku fangi voru eingöngu milli útlend-
inga (blaðið var enskt; nafn þes_s þekki ég
ekki). Áhugi flestra beindist að íslendingn-
um Jósefssyni. Hann var samt sem áður
ekki nógu góður fyrir M. Andersson (Sví-
þjóð), sem náði honum niður með líkams-
þunga og hálstaki, en það gerðist á 10
mín. framlengingu dómaranna.
Það spurðist að Jósefsson var í viðureign-
inni þjáður af broti á handlegg.
A. Andersen (Danmörk) hlaut bronsverð-
launin, þar sem Jósefsson gat eigi sökum
meiðslanna fengist við hann. M. Andersson
(Svíþjóð) átti sama dag og hann fékkst við
Jósefsson að keppa um gullið við landa sinn,
F. Mártensson, sem vegna smámeiðsla fékk
að fresta viðureigninni til næsta dags.“
(Lauslega þýtt af Þ.E.)
I skýrslu ólympíunefndar Londonleikanna
1908 er þannig skýrt frá úrslitum í milli-
þyngd (73 kg) grísk-rómverska fangsins:
MIDDLE WEIGHT
I.
F.M. Martenson (Sweden).
II.
M. Andersson (Sweden).
III.
A. Andersen (Denmark).
Special Merit:
J. Josefsson (Iceland).
Sérstakt heiðursskjal J. Jósefsson (ísland)
(sjá mynd af heiðursskjali).
Umsögn sérfræðings í skýrslu ÓL-nefnd-
ar Bretlands um miðþyngdarflokkinn var
að eigi hefðu sést betri viðureignir á alþjóð-
legu móti. Dómgæsla góð; engar þrætur.
Lagt til að lotulengd verði færð úr 20 mín.
í 30 mínútur.
Síðasta dag þessa aðalhluta leikanna, 25.
júlí, sýndu glímumennirnir á leikvanginum
í annað sinn. íslendingamir, sem rituðu um
förina, geta ekki þessarar sýningar nema
Jóhannes nefnir hana og segir að blöðin
hafí gert henni góð skil en þessa fínnst
ekki staður. Efalaust hefur sýningin verið
góð; Jóhannes gengið með sveitinni í litklæð-
um með hönd í fetli. Einhver annar borið
Hvítbláinn, en Jóhannes staðið undir honum
meðan sýnt var. Blaðamenn hafa haft mörgu
að sinna, því að verðlaun voru veitt og við
það tækifæri komu fram athyglisverðar
persónur, sem veittu viðtöku viðurkenning-
um úr hendi Alexöndru Bretadrottningar,
t.d. maraþonhlauparinn frá Ítalíu, Dorando
Pietri, sem var 5 sinnum reistur við síðasta
spölinn og nær borinn í mark og dæmdur
úr leik en drottningin veitti honum gullbik-
ar; guðfræðingurinn frá Bandaríkjunum,
Forrest Smithson, sem með Biblíuna í hendi
(il þess að minnka syndsamlegt athæfi að
keppa á sunnudagi) vann 110 m grinda-
hlaup á heimsmeti.
Jóhannes Jósefsson var einn þeirra sem
var veitt heiðursskjal fýrir að dæmast í 4.
sæti í milliþyngd í grísk-rómversku fangi.
Rógstungur báru á Jóhannes að honum
hefði verið vísað frá keppni vegna þess að
hann hefði smurt sig, svo viðfangsmaður
næði síður á honum taki. Ennfremur að
skjal það, sem hann hefði fengið afhent af
Alexöndru, hefði verið þakkarskjal, sem all-
ir flokkstjórar hefðu fengið afhent í garð-
veislu einni konunglegri. Þær töflur, sem
hér eru birtar, frá FILA (Alþjóðafang-
bragðasambartdinu) og ljósrit af skrá fjög-
urra efstu manna í milliþungaflokknum sýna
að engin brögð hafa verið í tafli, Jóhannes
varð fjórði og fékk fýrir það, sem allir aðr-
ir sem náðu í það met, heiðursskjal. Heiðurs-
skjalið hvarf úr eigu Jóhannesar eins og
fleiri verðlaun hans. Hér með greininni er
birt ljósrit af heiðursskjali eins og því sem
Jóhannes hlaut og missti.
Glímumennirnir gerðu glímunni góð skil
í ágætum tveimur sýningum.
Við komuna til Edinborgar frá íslandi
höfðu glímumennirnir lofað að sýna á leið
heim á þjóðlegri skoskri hátið. Dagblaðið
The Scotsman birti 24. ágúst eftirfarandi
um hlutdeild þeirra í þessari hátíð. (Vegna
þess að minnst er á skosk fangbrögð er
rétt að skjóta hér inn að í Skotlandi eru
iðkuð þjóðleg fangbrögð „Back-hold“ (axla-
tök) og „La catch“ (frjálst fang).) „Sýning
íslendinganna á þeirra þjóðlega 'fangi,
glímu, vakti töluverðan áhuga þó ekki eins
mikinn og ef tími hefði gefist til að koma
á keppni við skoska fangbragðamenn.
Kringumstæður gerðu ómögulegt að koma
á slíkri keppni, svo að úr varð sýning þar
sem íslendingamir áttust við innbyrðis. Hin
sérstaka tegund fangs og hin athyglisverða
fími, sem þeir sýndu, gerðu frammistöðu
þeírra eftirtakanlega. Tök þeirra voru á ólar
hvers annars og fall er aðeins, ef einhver
líkamshluti frá hné til axlar snertir völlinn."
Fyrsta keppni íslendings á Ólympiuleik-
um varð eftirminnileg. Undravert má vera
að tókst innan.tveggja ára að staðið væri
við heitstrengingu Þórhalls Bjarnasonar.
Þar átti Jóhannes Jósefssoon stærstan hlut
að sem „hollvinur". Frammistaða Jóhannes-
ar sýndi honum sjálfum, að þann gat verið
meðal færustu fangbragðamanna heimsins.
Sýningar þeirra á glímunni opnuðu augu
Jóhannesar á að hún var íþrótt, sem almenn-
ingur vildi sjá. Framrhistaða glímumann-
anna í fjölleikahúsi eftir leikana, meðan
beðið var heimferðar, leiddi án efa hjá Jó-
hannesi fram sýn til líklegs frama og fjár
við að sjá félögum sínum græðast fé á að
leggja að velli eða standa viðfang þeirra er
freistuðust til að ganga upp á svið til fangs
við þá og lögðu peninga undir. Það leið
rúmlega hálft ár frá heimkomu að hann var
kominn af stað út í heiminn með þijá glímu-
menn til þess að sýna ágæti glímu og færni
sína. Það kom á daginn að rétt var að hann
notfærði sér heitstrengingu vinar síns, Þór-
halls, að reyna sem fyrst getu sína á heims-
vísu og „þjóðargullið“, glímuna.
í Edinborg skildu leiðir glímumanna-
flokksins, því að Hallgrímur Benediktsson,
Jóhannes Jósefsson og Siguijón Pétursson
héldu til Kaupmannahafnar. Hina fjóra flutti
Ceres heim. Þeir tóku fyrst höfn á Seyðis-
fírði og eins gerðu þremenningarnir sem
síðar komu. í báðum tilvikum var þeim fagn-
að með veislum, þar sem ræður voru fluttar
svo og kvæði. Þeir höfðu komið fram sem
íslendingar á stærsta íþróttamóti heimsins,
sem féll auk þess sem liður inn í heimssýn-
ingu. Orðið sér og þjóðinni til sóma.
Höfundur var íþróttafulltrúi ríkisins í áratugi og
glímumaður á yngri árum.
eftir SVEIN
S. SVEINSSON
1
Hveijum á ég að gefa
ást mína?“ æpti Josh
þar sem hann stóð á
hamrabrúninni og
lyfti höndum til him-
ins. „Gefðu mér
hana,“ mælti Guð
þýðum rómi niður til
hans. „Ef ég gef þér
hana, hver verða þá laun mín í þessu lífí?“
spurði Josh áhyggjufullur. „Engin, þú
kemst til himnaríkis eftir dauðann," svar-
aði Guð.
„Það gagnast mér ekkert,“ sagði Josh
upphátt við sjálfan sig.
Brimið hamaðist á klettunum tugum
metra fyrir neðan. Hvítfyssandi löðrið
skvettist hátt í loft upp og skall á kletta-
veggnum þegar alda brotnaði á steini.
„Hveijum á ég að gefa ást mína?“
æpti Josh enn, og lyfti höndum til himins.
Það hvessti. „Gefðu mér hana,“ mælti
rödd, djúpum rómi að ofan. „Ef ég gef
þér hana, hver verður þá umbun mín í
þessu lífi?“ spurði Josh. Ef til vill örlaði
fyrir vonarblæ í spyijandi rödd hans, því
þegar röddin svaraði, mátti ímynda sér
að mælandi hennar brosti glóðlátlega.
„Umbun þín, verður fullvissan um hið fjar-
læga Nirvana sem ég hef vald til að veita
— og mun veita þér að þessari síðustu
jarðvist þinni lokinni." Röddin lagði
áherslu á orðin „mun“, því þótt allir menn,
að meðtöldum himnaskaranum viti, að
guðlegar verur fari aldrei með fleipur, þá
var aldrei hægt að vita til fullnustu hugs-
anir þessarar undarlegu veru sem mann-
skepnan er. „Hvað hef ég að gera með
fullvissu sem er mér ekki áþreifanleg?"
spurði Josh sjálfan sig dapurlega.
II
Þannig liðu dagar og nætur. Josh ávarp-
aði guð, forna og nýja, með spurningu
þeirri er hvíldi svo þungt á huga hans.
Svarið sem hann fékk var ávallt á þá leið,
að hann hlyti vist í himneskum bústað
guðanna, eftir dauðann. „Fyrir hvað er
dauðinn svona merkilegur?" spurði Josh
einn guðinn meðan á samtali þeirra stóð.
„Það er ekki dauðinn sjálfur sem er merki-
legur,“ svaraði guðinn. „Það er táknræn
merking dauðans. Dauðinn leysir ykkur
undan þjáningum jarðlífsins sem veitt
hefur ykkur guðlega visku, eða ... það var
að minnsta kosti ætlunin," bætti guðinn
niðurlútur við.
III
Josh sat hugsi á hamrabrúninni. Hann
hugsaði um orð eins guðsins. Guðinn, sem
var ævaforn, hafði sagt eitthvað á þá leið
að ást mannanna væri sprottin frá jörð-
inni; að ást mannanna væri komin dýpst
úr hjartarótum; að hún væri þeirra eign;
að hún væri guð. Josh velti þessu fyrir
sér óralengi.
Hann var kaldur og svangur. Vindinn
ætlaði aldrei að lægja; og það var komið
rökkur eina ferðina enn. Honum fannst
eitthvert sannleikskorn í því sem guðinn
hafði sagt. Honum fannst, sem hann sjálf-
ur væri guð ... og raunar allar aðrar ver-
ur á jörðinni. — Hann réði hvemig hann
hagaði athöfnum sínum þennan daginn,
hann réði hvenær hann færi að sofa og
hvort hann borðaði, og ef hann borðaði,
á hvað hann borðaði.
raun var hann sinn eiginn herra, —
hann þjónaði engum?, hélt hann. Reyndar
fannst honum margt líkt með^sér og Guði;
báðir voru sínir eigin herrar. Hann vissi
þó, að ef honum hefði auðnast að eignast
barn með fagurri konu, þá hefði hann
þjónað þeim báðum hvern dag lífs síns.
Og hann hefði orðið hamingjusamur. Hann
hefði hitt Guð ... fannst honum einhvern
veginn. — Hvers vegna þjónar Guð ekki
mönnunum? hugsaði hann með sér. — Hin
æðsta hamingja hlýtur að vera sú að þjóna
þeim sem maður elskar, ... ef maður á
annað borð hefur einhvern að elska,“
hugsaði hann dapuriega.
IV
Það var hvasst. Vindurinn ýfði dökkt
hár Joshs þar sem hann stóð á hamrabrún-
inni. „Það var margt líkt með sjónum og
honum,“ hugsaði hann með sér. Hann
elskaði sjóinn vegna þess að sjóinn braut
á klettana fyrir neðan; hann elskaði sjóinn
vegna þess að vindurinn ýfði öldurnar af
styrkleika sínum og mætti.“
-Hann elskaði sjóinn, því sjórinn elskaði
hann.
Höfundur er ungur listamaður og nemi í
Reykjavík.
UNNUR SÓLRÚN
BRAGADÓTTIR
Jólaljóð
jólin að nálgast
og nýjar gardín ur fyrir eldh ús-
gluggann
lömb fyrir utan Ijárhús
vitringar í ölluiri hornum
jósef hlaðinn gjöfum
maría í nýjum kjól
og beint fyrir ofan vaskinn
var stjarnan
en
hvar
var
barnið /
líklega jifklippt
í ákafanum
í ruslinu mamma
við límdum það varfærnislega
á viðeigandi stað
litla jesúbarnið
Höfundur er húsmóðir í Reykjavík
Heiðursskjalið, Diploma of Merit, sem Jóhannes Jósefsson hlaut fyrir 4. sætið
í frjálsu fangi. Vegna meiðsla gat hann ekki"keppt um bronsverðlaunin.