Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 38
Keltneskar vínkönnur, settar kóröllum og emaleringu. Háþróaður Iistiðnaður
frá 4. öld f.Kr. Könnurnar fundust í Móseldalnum.
Keltar - andlit aftan úr rökkri sögunnar. Þeir voru skáld og hagleiksmenn, en
skipulagning var ekki þeirra styrkur og þjóðríki gátu þeir aldrei stofnað.
Kelta við vissar trúarathafnir og ýmsa
grimmúðlega siði geta Rómveijar um hjá
Keltum í meðhöndlun á fjandmönnum þeirra
eftir sigur í orrustum. Þá var það trúar-
venja meðal Kelta eftir sigur í orrustu að
vissum hluta herfangs og vopna óvinanna
var slökkt í vötn eða mýrlendi og var það
hlutur guðanna í herfanginu.
Vegna trúar Kelta um framhaldslíf eftir
dauðann var það þeim trúaratriði fá hreysti-
legan og sem veglegastan dauðdaga. Þess
vegna vörpuðu þeir sér hiklaust og fífl-
djarft út í orrustu án tillits til aðstæðna.
Þá tengdust trúarbrögð Kelta hinum miklu
skógum sem þöktu lönd þeirra. Lífstréð
gegndi og geymdi framþróun lífsins, manna
og dýra. Þá höfðu þeir sérstaka trú og helgi
á ákveðnum jurtum og var mistilteinninn
þar þýðingarmestur.
LiSTSKÖPUN OG NÁTTÚRU-
SAMVITUND KELTA
Ætla mætti að Keltar vegna nábýlis
þeirra við Grikki og Rómverja hefðu orðið
fýrir lútandi og afgerandi áhrifumí listsköp-
un frá þessum áhrifamiklu skapendum hinn-
ar klassísku listar. Svo var þó ekki. Ef til
vill hafa áhrif frá Etrúskum náð í einhveij-
um mæli að móta handverk þeirra í upphafí.
En frumleika og sjálfstæða listsköpun
Kelta má fyrst og fremst rekja til dulmagn-
aðs og trúarlegs sambands þéirra við um-
hverfíð — hina miklu, víðlendu og dimmu
skóga sem þöktu lönd þeirra. „Skógamir
era borgir þeirra“ eins og einn rómverskur
sagnaritari komst að orði. Grísk og róm-
versk list þróaðist í borgum þar sem öll
áhersla var lögð á hið fagurfræðilega form-
skyn. Nákvæm eftirlíking af hinum fagur-
skapaða líkama mannsins var hápunkturinn.
En þetta voru að mestu innihaldslaus verk
— frábært handbragð, en líflausar eftirlík-
ingar af fyrirmyndunum.
Mest af listsköpun Kelta var unnið í
málm, en minna var hoggið í stein. Hinn
magnaði kraftur og átök, sem fram koma
í verkum þeirra, innihalda ávallt dulúðug
og trúarleg tengsí við umhverfíð. Dýrin sem
ala aldur sinn í dimmum skógunum, ímynd-
aðar kynjaverur, ýmist guðlegar eða mann-
legar, skilin í náttúrunni milli dýra, manna
og guða verða óljós og samofín. Þannig
verða verk þeirra mögnuð átökum og
spennu, milli raunveruleika og óraunveru-
leika — milli fantasíu og samþjöppuðu raun-
sæi í efnismeðferð. Það er sem raunvitund
og dulvitund hinna keltnesku listamanna
hafí í óljósri en meðvitaðri samvitund sam-
einast í verkum þeirra; hið raunverulega og
hið óraunverulega, í tilvist manna, dýra,
jurta og guða.
Það var ekki fyrr en á þessari öld, að
farið var að skilgreina listsköpun Kelta
hinna fomu út frá þeim mörgu munum sem
fundist hafa víðsvegar um Evrópu við upp-
gröft á fomum gröfum þeirra. Sumir virð-
ast fínna vissan skyldleika með list Kelta
frá járaöld og nýlistinni (Art nouvau) í Evr-
ópu. Hinn dýnamíski kraftur sem einkennir
verk Keltanna virðist þannig höfða sterkt
til nútímans í leit hans frá spennu til jafn-
vægis.
Keltar Og Rómverjar
Á íjórðu öld fyrir Krist gera keltneskir
ættflokkar innrás á Ítalíu. Árið 385 f.Kr.
hertaka þeir Róm. Þeir vinna þar hin mestu
hervirki, ræna og brenna. Síðan urðu Róm-
veijar á auðmýkjandi hátt að greiða Keltum
stórfé í gulli og silfri til að yfírgefa borgina.
Atburður þessi brenndi sig inn í sögu og
vitund Rómveija sem mesti ósigur og auð-
mýking sem þeir höfðu orðið að þola í sögu
sinni. Osigur þessi mótaði síðan um langan
aldur sóknarundirbúning þeirra og herbún-
að. Það tók Rómveija meira en tvö hundruð
ár að hrelqa Kelta út úr allri Ítalíu. En að
lokum höfðu þeir, undir herstjóm Júlíusar
Cesars, lagt undir sig nær öll lönd Kelta,
þar með talið England.
í hinu mikla riti sínu, Gallastríðin, gefur
Cesar nákvæmar lýsingar á stríðsrekstri
sínum. En einig er þar að fmna miklar upp-
lýsingar um þjóðfélgsskipan og lifnaðar-
hætti Kelta. Cesar notaði sér óspart sundur-
lyndi hinna keltnesku ættflokka og gerði
bandalag við einn á móti öðrum — notaði
jafnan þá pólitísku aðferð, sem við Róm-
veija er kennd: „Að deila og drottna."
I síðasta þætti striðsins sameinuðust
Keltar um einn leiðtoga, Versingetórek. í
Rómveijasögu þýska sagnfræðingsins
Mommsens er honum lýst sem einu riddara-
legasta glæsimenni í fomöldinni, bæði í
háttemi og hugsun. En sameining Kelta
kom of seint. Rómveijar hófu síðan skipu-
lega að gera hinar keltnesku þjóðir sér háð-
ar og undirgefnar. Þeir gerðu keltnesku
höfðingjastéttina sér háða og studdu þá
gegn almúganum. Þeir veittu þeim róm-
verskan borgararétt og hvöttu þá til að taka
upp rómverska lífshætti og siði. „Rómanís-
ering" Gallíu hefur verið nefnd pólitískt
„módel" þess hvemig sigurvegarinn, á
skipulegan hátt, eyðir þjóðlegum sérkennum
hins sigraða og innleiðir sín eigin.
Cesar og aðrir rómverskir sagnaritarar
lýsa Keltum sem hjátrúarfullum og hvatvís-
um, auðvelt sé að æsa þá upp til átaka,
þeir Ieggi hiklaust til orrastu án tillits til
aðstæðna. Flestum sagnaritumm ber saman
um, að þeir komi fram með nokkm yfírlæti
og gorgeir. Rómverski sagnaritarinn Livy
segir um Kelta, að í snöggri árás séu. þeir
meiri en venjulegir menn, en í ósigri séu
þeir minni en konur.
Cesar segir þá slæma skipuleggjendur
og lélega í stjómsýslu og pólitík. En hann
segir einnig frá því að prestamir, drúídar,
leggi mikla áherslu á ódauðleika sálarinna,
og að þeir fræði og ræði skipulega við nem-
endur um stærð og mikilleik alheimsins —
jörðina og hina margbrotnu náttúm hennar.
Keltar Og Grikkir
Þegar komið var inn í hinn mikla forsal
í Grassi-höllinni í Feneyjum, þar sem sýning-
in var haldin, blasti við á miðju gólfí aðeins
eitt listaverk. Það var hin rómverska eftir-
mynd í marmara úr Capitol-safninu f Róm,
af Galatanum deyjandi. En uppmnalega
styttan var gerð í Pergamon í Litlu-Asíu til
að minnast sigurs Attalus I konungs í Perg-
amon og Grikkja árið 228 f.Kr. yfír hinu
keltneska ríki, Galatíu, sem Keltar höfðu
stofnsett í Litíu Asíu.
Eins og hjá Rómveijum hafði það brennt
sig í þjóðarsál Grikkja sem smán og niður-
læging, þegar Keltar í innrásinni í Grikk-
land lögðu helgidóm þeirra í Delfí í rúst.
Næst á eftir Persum höfðu Kelt^r verið
höfuðóvinir Grikkja. Og þess vegna var sig-
urs Griklq'a yfir Galatamönnum minnst á
mikilfenglegan hátt með röð af listaverkum
sem prýddu Pergamon-borg.
Keltar í Bretlandi Og Ír-
LANDI
Ekki er vitað með vissu hvenær hinir
keltnesku þjóðflokkar settust að á Bretlandi
og írlandi. Sennilegt er talið að það hafí
verið á bronsöld. Mikil viðskipti milli Bret-
lands og meginlandsins þróuðust á þessum
tíma vegna hinna miklu tinnáma á Suður-
Englandi. Tinið var flutt þaðan allt suður
til Miðjarðarhafslanda.
Keltnesk menning þróaðist að mörgu leyti
á sjálfsæðan hátt á Bretlandi og á Irlandi.
Hernám Rómveija varð aldrei jafn afger-
andi á Bretlandi eins og á meginlandinu og
Skotland og írland vora aldrei hersetin af
Rómveijum.
Eftir að meginhluti hinna keltnesku land-
svæða á meginlandinu komust undir róm-
versk og germönsk yfírráð urðu Bretland
og írland að forðabúrum og síðustu vígjum
keltneskrar menningar og siða. Þar varð-
veittist sagnahefð Kelta og siðir og nýjar
sagnir mynduðust. Þekktastar af þeim munu
án efa sagnir af Artúr konungi og hring-
borði hans og riddurum, ásamt leitinni að
hinu heilaga skapakeri. Þá er sagan af Tistr-
an og Isolde vafalítið af keltneskum upp-
runa.
írland varð fyrst landa í Norður-Evrópu
til að taka kristna trú, á fímmtu öld eftir
Krist. Kristinn siður innan írsku kirkjunnar
þróaðist sjálfstætt um langan aldur og laut
írska kirkjan ekki yfírráðum frá Róm fyrr
Smástytta á loki vínkönnu frá miðri 5.
öld f.Kr, fundin í Saarhéraðinu íÞýzka-
landi. Algengt var í list Kelta, að dýr
væru með mannshaus.
en löngu síðar. Keltneskir kristniboðar og
munkar fóm í hópum yfír til meginlands
Evrópu og boðuðu hinn kristna sið, stofn-
settu klaustur og reistu kirkjur. Hinir kelt-
nesku munkar fluttu með sér margskonar
muni og skrautlega unnin handrit af guðs-
spjöllunum og öðmm helgisögnum. Ahrif
frá hinum ljeltnesku kristniboðum áttu stór-
an þátt í að leggja gmnninn að hinum
kristnu miðöldum Evrópu, þar sem glöggt
mátti finna hin keltnesku áhrif í siðum, hind-
urvitnum og furðusögnum sem sumar hafa
varðveist til okkar daga.
Keltar á Leiksviði Sög-
UNNAR
Þegar komið er fram að upphafi tímatals
okkar, sem miðað er við Kristburð, er sem
dramatísk þáttaskil verði á hinu mikla leik-
sviði sögunnar í Evrópu. Keltar sem um
hundrað ára höfðu leikið aðalhlutverkið á
móti Rómveijum hverfa af sviðinu. Þeir
taka hörpur sínar, söngva og drykkjarhom,
kynjasögur og visku drúídanna og hverfa
hljóðlaust til útjaðra Evrópu. Þar varðveittu
þeir siði sína, mál og menningu, sem þeir
fundu nýjan íarveg fýrir í hinum kristna sið.
Þegar tjaldið er dregið upp að nýju standa
á sviðinu hinir rómversku sigurvegarar,
Júlíus Cesar og Octavianus, síðar Ágústus
keisari. Þeir taka við hyllingum lýðsins —
en samtímis storma inn á sviðið hinar germ-
önsku þjóðir sem nú taka við aðalhlutverk-
inu af Keltum gegn Rómveijum. Þeirri
dramatísku og blóðugu viðureign lauk ekki
fyrr en rúmlega fjómm öldum síðar þegar
herstjóri Germana, Odovakar, hélt inn í Róm
og rak frá völdum síðasta rómverska keisar-
ann. Hljóðlega og lítillátir birtust nú Keltar
aftur á sögusviði Evrópu með bjöllur sínar
og bagla — nú í gervi munka og biskupa
sem boðuðu hinn kristna sið — og miðaldir
hófust.
Höfundur býr á (taliu.