Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 39
Kirkjustaður-
inn í Görðum
IGörðum hefur verið kirkja frá fomu fari. í kaþólskum
sið var þar Péturskirkja, helguð Pétri postula. Garða-
kirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirkna-
máldaga Páls biskups Jónssónar. (ísl. fombréfasafn
12, 1923-32:9). Á fyrri öldum var Garðakirkja all-
vel efnuð að jarðeignum og lausum aurum.
Garðaprestar höfðu umráð yfir eignum kirkj-
unnar og fengu af þeim allar tekjur. í staðinn
áttu þeir að halda við kirkjunni og byggja
hana upp þegar þurfa þótti.
Nú er verið að byggja
Vídalínskirkju í Garðabæ
og verður hún aðalkirkja
Garðbæinga. Frá upphafi
Garðabæjar hefur kirkjan
í Görðum á Álftanesi
verið í því hlutverki. Þar
er fom kirkjustaður,
a.m.k. síðanum 1200,
og hafa margir mætir
klerkar búið þar og
þjónað, svo sem
Amgrímur lærði, Jón
Vídalín, Ámi Helgason
og Helgi Hálfdanarson.
Eftir GÍSLA
RAGNARSSON
Garðakirkja Og
Garðaflatir
Sagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi
einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru
skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafí ver-
ið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir,
að fólkið í Görðum hafí flúið undan hrauninu
með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt,
að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokkn-
aði, en það var þar, sem nú er kirkjan og
Garðastaður. Gráskinna hin meiri 1,
1983:257.
í Garða- og Bessastaðamáldaga frá 1397
er tilgreint að Garðakirkja eigi heimaland
allt, Hausastaði, Selskarð, Hlið, Bakka,
Dysjar, Hraunsholt, Hjallaland og afrétt í
Múlatúni. (ísl. fombréfasafn 4, 1897:107-8).
Árið 1558 eignaðist Garðakirkja Vífilsstaði
er áður höfðu talist til reita Viðeyjarklaust-
urs, í skiptum fyrir jörðina Hlið sem lögð var
til Bessastaða. (ísl. fombréfasafn 13, 1933-
39:317-18). Jafnframt átti Garðakirkja
rekaítök á fjörum austan Grindavíkur, frá
Rangagjögri og í Leitukvennabás að fjörum
Kálfatjamarmanna (sbr. ísl. fombréfasasfn
2, 1883:361-62 og 4, 1897:8).
Kirkjugripir Garða-
KIRKJU 1397
Sex manna messuklasði ... að auk eru
tveir höklar lausir. Annar með skínandi
klæði... Þijár kantarakápur, tveir altar-
isdúkar brúnir, sex altarisklæði og er eitt
skínandi af þeim. Tveir dúkar sprangaðir
og tveir fordúkar. Skrínklæði lítið. Þrír
sloppar. Smeltan kross og annan steindan
foman. Koparskrín gyllt. Huslker með
silfur. Gylltan kross lítinn. Paxspjald
steint. Brík yfir altari. Kertistikur þrjár
með kopar, jámstikur tvær. Bakstursjám
vond item bakstursjám sæmileg til efs.
ampli. Klukkur fimm. Kaleikar þrír, tveir
lestir og hinn þriðji forgylltur. Maríu-
skrift. Pétursskríft. Merki eitt. Sacraríum
mundlaug. Einn stóll. Tveir pallkoddar,
fontklæði og skrínarsár. Tjöld vond um
kór og dúkalaus og tveir reflar vondir um
framkirkju. Glóðarker... Lesbækur við
tólf mánuði. Þar til pistlar og guðsjöll...
Altarisbók. Saltari. Söngbók... frá pásk-
um til aðventu. Messufatakista ólæst. ísl.
fombréfasafn 4, 1897:108 (stafsetning
færð til nútímahorfs).
Ein hinna verðmætu vatnslitamynda Jóns biskups Helgasonar er áf Garðakirkju
á fyrriparti aldarinnar. Síðan var kirkjan aflögð og stóð svo sem sést á mynd-
inni frá 1914-1938, er hún var rifin að öðru leyti en því, að hinir þykku útvegg-
ir fengu að standa. Vatnslitamynd Jóns biskups er varðveitt í Garðakirkju.
Garðakirkja eins og hún lítur út í dag. Þegar kirkjan var endurbyggð var reist-
ur við hana stöpulturn. Ljósm./Lesbók: Arni Sæbereg.
Árið 1914 var Garðakirkja aflögð og Garða-
sókn sameinuð Hafnaríjarðarsókn. Nokkru
síðar, árið 1928, var prestsetrið flutt til Hafn-
arfjarðar. Síðasta guðsþjónustan í Garða-
kirlq'u var haldin 15. nóvember 1914 og
skömmu síðar fékk hin nýreista Hafnarijarð-
arkirkja kirkjugripi Garðakirkju til varðveislu
og eignar (Ásgeir Guðmundsson 2, 1983:
386-87).
Garðasókn var upptekin að nýju 1960 en
Garðagrestakall fáum ámm síðar — eða árið
1966. í dag eiga Garðbæingar sókn til Garða-
kirkju, en undir Garðaprestakall heyra, auk
Garðakirkju, kirkjumar á Bessastöðum og
Kálfatjöm, en Kálfatjamarsókn var upphaf-
lega lögð til Garða 1907. Séra Bragi Friðriks-
son hefur þjónað Garðaprestakalli frá því að
það var endurreist 1966. Situr hann í
Garðabæ. Séra Bragi er einnig prófastur Kjal-
amesprófastsdæmis. Nú mun haft að ráði að
Garðbæingar fái nýja kirkju er leysi Garða-
kirkju af hólmi. Kemur þar einkum tvennt
til. Staðsetning núverandi kirkju í Garðaholti
þjónar illa safnaðarstarfinu svo fjarri aðal-
byggðinni og hitt að hún er löngu orðin of
lítil fyrir mannmargan söfnuð.
Að stofni til er núverandi kirkja í Görðum
sú sama og sú er reist var að fmmkvæði
séra Þórarins Böðvarssonar 1879. Eftir að
messuhaldi var hætt í Garðakirkju var bygg-
ingin vanrækt og í niðurníðslu. Á sjötta ára-
tugnum vaknaði áhugi á því að hefja Garða-
kirkju til fyrri vegs og virðingar. Að fmm-
kvæði Kvenfélags Garðahrepps, undir forystu
Úlfhildar Kristjánsdóttur á Dysjum og fleiri,
var hafist handa við að bjarga kirkjurústinni
frá frekari eyðileggingu, en þá höfðu stein-
veggir einir staðið uppi um langa hríð. Fé
var safnað í byggingarsjóð og vom endurbæt-
ur á kirkjunni unnar í sjálfboðavinnu af kven-
félagskonum og fjölmörgum öðmm Garð-
hreppingum. Við vesturstafn kirkjunnar var
reistur 15 metra hár kirkjutum og kirkjan
endurbætt hátt og lágt. Sigurlinni Pétursson,
byggingameistari, var yfirsmiður og verk-
stjóri við framkvæmdimar. Kirkjan var síðan
endurvígð þann 20. mars 1966.
Garðakirkja á margt góðra muna. Þar má
m.a. nefna að útskurð á altari, skímarsá og
predikunarstól gerði Ríkarður Jónsson mynd-
höggvari og myndskeri. Altaristafla kirkjunn-
ar, sem sýnir játningu Péturs, er máluð af
Halldóri Péturssyni listmálara. Allt gólf kirkj-
unnar er lagt helluflísum úr Drápuhlíðarfjalli
í Helgafellssveit af Sigurlinna Péturssyni.
(Garðakirkja. Vísitazíugjörð 1971, 1983:36-
40).
Nokkrir Garðaklerkar
Margir mætir kennimenn hafa þjónað
Görðum og þar hafa prófastar Kjalames-
prófastsdæmis löngum setið. Kunnastan
klerka sem setið hafa staðinn ber að telja Jón
Vídalín (1666-1720), síðar Skálholtsbiskup,
er sat Garða frá 1695 til 1697 er hann fékk
veitingu fyrir Skálholtsbiskupsdæmi og vígð-
ist til biskups sama ár. Um Jón hefur verið
sagt að hann hafi verið manna lærðastur,
hágáfaður og ágætt latínuskáld. Hann var
sagður stjórnsamur, örlyndur og orðhvatur
ef því var að skipta og átti í misklíð við suma
samferðarmenn sína, en jafnframt raungóður
og mildur. Hann var talinn nokkuð vínhneigð-
ur (Páll Eggerts Ólason, 1948-1952.111:297-
98).
Jón fæddist í Görðum. Hann var sonur
séra Þorkels Arngrímssonar Jónssonar lærða,
sem þjónaði Görðum frá 1658 til æviloka
1677. í Görðum var einnig fæddur bróðir
Jóns, Amgrímur Vídalín lærði (um 1667-
1704). Amgrímur þótti frábær náms- og
gáfumaður. Hann dvaldist lengst af í Dan-
mörku og eftir hann liggur mikið af handrit-
um, þ. á m. um Grænland, en þangað bjóst
hann til að gera út rannsóknarleiðangur
skömmu fyrir andlát sitt.
Jóns er fyrst og fremst minnst sem klerk-
legs og mikils kennimanns og liggja eftir
hann nokkur rit af trúarlegum toga. Þar af
er kunnast Húspostilla, sem gekk manna á
meðal undir heitinu Vídalínspostilla, fyrst
útgefin 1718 og oft síðan og þykir hún bera
orðsnilld og kennimennsku höfundar gott
vitni. Var Vídalínspostilla í miklum virktum
sem húslestrabók, sem sést berlega á því að
sennilega hefur ekkert hliðstætt rit hér á landi
komið jafnoft út. Líklegt er að bókin hafi
skipað öndvegi meðal húslestrabóka á heimil-
um við sjávarsíðuna, enda ekki ólíklegt að
hásetum og formönnum hafí fundist að þar
talaði maður sem „sjálfur hefði verið við fiski-
drátt og andróður og erfiði" eins og sá mikli
sjósóknari Erlendur Bjömsson á Breiðaból-
stöðum á Álftanesi hefur haft að orði
(1945:78).
Ýmsar munnmælasagnir hafa varðveist af
Jóni. Rauði þráðurinn í þeim flestum er hvat-
vísi hans til orða og æðis, sbr. ummæli þau
sem höfð eru eftir Oddi lögmanni Sigurðssyni
sem tróð illsakir við Jón: „Mikill kjaftur er á
honum Jóni“ (íslenzkar þjóðsögur og ævin-
týri, 1954-61, IV:102). Flestar sagnimar
bera þess jafnframt vott að minning Jóns
hefur verið í hávegum höfð meðal lands-
manna og hans minnst sem mikils kenni-
manns. Þar á meðal er sú saga af Jóni að
þegar einn þeirra hafi þá átt að hafa sagt
„að sér kæmi bókin fyrir sjónir líkt og feg-
ursta kóngsdóttir, er hugsast gæti, en hún
hefði ofurlítinn svartan díla á hægri kinninni;
halda sumir að prestur hafi átt með þessu
við blótsyrðin í postillunni og hafi fundizt þau
of mörg.“ (Grima hin nýja 1, 1964:247).
JÓNVÍDALÍN Og
Munnmælasagan
Jón Vídalín var prestur í Görðum á Álfta-
nesi 1696—1698. Þegar hann var nýkominn
þangað, frétti hann að þar værí bóndi einn
í sókninni sem værí svo byrsæll, að hann
hefði ævinlega byr, hvenær sem hann kæmi
á sjó og vildi eitthvað fara; hugðu menn það
ekki einleikið og þóttust vita, að karl færi
með fomeskju. Prestur vildi komast fyrir,
hvort nokkuð væri hæft í þessum orðrómi
manna. Fer hann því á fund karls, segist
þurfa að ferðast spölkom og ríði á að hraða
ferð sinni sem mest, biður hann því karl að
veita sér fylgd á sjó og segir um leið, að
hann hafí mikið heyrt látið af byrsæld hans
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 39