Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 11
Bókasafnið í Efesus. þeir ef til vill að auðvelt myndi að snúa fólki frá Artemis til Maríu? Eða voru þeir meistarar að koma þjóðsögunni af stað og fá síðan á hana sagnfræðilegan og kirkju- legan stimpil? Eða er öll sagan sönn? í löndunum við Miðjarðarhaf eru fjöl- margar fornar byggingar, sem hafa þjónað fleiri trúarbrögðum en einum. Dæmi um þetta er Sófíukirkjan í Istanbúl, nú helguð íslam, og ýmsar kirkjur í Rómarborg, sem áður voru heiðin hof. Merkust slíkra bygg- inga finnst mér þó moskan mikla í Cordoba á Spáni, í fyrndinni rómverskt hof, kirkja á tímum Vestgota, moska múhameðs- manna, einhver hin mesta í heimi, og loks dómkirkja kaþólskra. Bygging moskunnar hófst árið 785, ríf- lega mannsaldri eftir landnám Mára á Spáni. Moskan var mjög stækkuð árið 833 í valdatíð Abd al-Rahman, sem bætti við lítilli en fagurri kapellu, mihrab, sem sýnir rétttrúuðum mönnum í hvaða átt beri að biðjast fýrir. Skrautlegasta hluta moskunn- ar byggði-kalífinn Al-Hakam II. árið 961, en á þeim tíma var glæsibragur Cordoba mestur. íbúar voru að sögn nærfellt ein milljón. Borgin var því einhver hin stærsta í heimi og togaðist á við Damaskus um forystu í islömskum menningarheimi. Moskan er gríðarmikil umfangs, um 23.400 m2 að grunnfleti, en ekki að sama skapi háreist. Innan múra hennar eins og annarra moska er hellugarður, Patio de los Naranjos. Útveggimir hvíla að nokkru á tiganrlegum skeifulaga bogum, en múrað hefur verið upp í þá flesta. Sums staðar hefur hrunið úr veggjum og inngangurinn er lágreistur og skrautlaus. Líklega em fáar jafnfrægar byggingar svo fátæklegar til að sjá. Því meiri undran vekur hið innra, furðulegur skógur af óteljandi súlum í hálfrökkri, flestar höggnar í Korinþustíl, margar rómverskar að upprana, en hið efra völundarhús skrautlegra boga og boga ofan á bogum sem allir eru fagurlega höggnir og skreyttir. Moskan er svo stór, að í fyrstu sést enginn jaðar.súlnaskógar- ins. Ekkert verður til að búa ferðamanninn undir það, sem bíður hans í miðju þess húss, hvorki meira né minna en kaþólsk dómkirkja af fullri stærð, sem þama var komið fyrir með því að grisja svolítið til í súlnastóðinu miðju. Carlos I. Spánarkon- ungur (Karl V. Þýskalandskeisari) hafði gefið leyfí til byggingar kirkjunnar, en harmaði það síðar: „Þið hafíð byggt hið hversdagslega, en eyðilagt hið einstæða." Þó er kirkjan fögur og stendur ekki að baki mörgum guðshúsum barokktímans á Spáni. Kjörgripur dómkirkjunnar er nauts- stytta, sem liggur með iðrin úti til minning- ar um nautið dyggðuga frá Cordoba sem sprakk af gleði, þegar það vitnaðist að hin íslamska moska yrði helguð Kristi á ný. Moskan mikla er þannig líkt og dulúðug hljómkviða trúarbragða og menningar- strauma. Flestum Vesturlandamönnum þykir tími trúarlegs ofstækis og umburðarleysis liðinn og friðsamlegt sambýli trúarbragða sjálf- sagt og eðlilegt. Múhameðstrúarmönnum hefur lengst af verið ætlað að sýna krist- inni trú og gyðingatrú virðingu, og undir þeirra stjóm var t.d. Jerúsaiem opinn vett- vangur trúarbragðanna. Fyrir kristna menn er það grátlegt, að skelfilegustu hryðjuverk Evrópu skuli nú framin á mú- slimum í nafni þjóðernis og þeirrar trúar, sem byggir tilvera sína á kærleikanum. Höfundur er læknir. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Sjóhattur Kjagar eins og stígvélaður köttur Fótaveill eftir stöður í brúnni Gulur sjóhattur himinn yfir saltbrunnu andliti Á leiðarenda: hattur og stígvél lögð til hliðar þótt enn rigni tári og tári Á morgun? Uppstytta og sól látið úr höfn gulur himinn í hörðum fallstraumi Klukkur Seint að kvöldlagi ruggar hún stólnum taktfast og hlustar tómleiki sker í eyru tif í ótal klukkum Hún hefur lengi amast við pendúlklukkunni skrækri vekjaraklukku gamaldags ömmuklukku fíngerðu armbandsúri og viljað allar klukkur burt En eitt kvöld enn gæti hún þolað tif þeirra ef það nægði til að yfirgnæfa þögnina sem stöðugt bendir á hana eins og vísar kirkjuklukkna á slaginu tólf Er dagar birtist hann henni Auður stóllinn ruggar án afláts eins og ósönn torgklukka Enginn skeytir um hvort eitthvað gerðist — enda allt óvíst um gangverk flestra klukkna eftir lið- inn dag Höfundur er kennari í Reykjavík. KRISTJÁN JÓHANNSSON í Kreppu- tungu Stormafjöll rísa er haf þokunnar hnígur um heiðar norður og sogast þaðan í dali. Þau gnæfa í öllum áttum og horfa ofan á rauða bílpöddu skríða um sandinn — skoplitla veru í innhverfí beljandi ála. Höfundur er kennari í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.