Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 21
Að eiga fullan pabba í rútunni Fyrir minn tíma var fólk, þar sem ég fæddist, afskaplega sómakært eða kannski svolítið hrætt hvert við annað. Eitt af því sem þótti vera mikill ljóður á ráði manns var það að hafa ver- ið fullur í rútu. Því var strax spurt við heimkom- „Fulli maðurinn var faðir Gunnlaugs. Hann gerði út bát og lést vera útgerðarmaður, þó hann væri stöðugt á hausnum af því útgerðin bar sig ekki. Báturinn fiskaði lítið, enda jafn ómögulegur koppur og útgerðarmaðurinn, sem fékk ekki annað en ómögulega menn á hann.“ Smásaga eftir GUÐBERG BERGSSON una, ef einhver fór til Reykjavíkur: Jæja, hver var nú fullur í rútunni? Mesta niðurlæging var að eiga pabba sem hafði verið fullur í rútu. Reyndar kom sjaldan fyrir að pabbar fylltu sig þar, ekki vegna þess að þeir vildu það ekki, heldur fór fólk sjaldan til Reykjavíkur. Og með því að pöbb- um var kunnugt um sögur sem hlytu . að spretta af fylliríi í rútunni, reyndu þeir að hafa hemil á sér, með því að fara inn á kló- sett á Ferðaskrifstofunni og troða fingri niður í kok og æla áður en þeir stigu upp í rútuna. Engu að síður voru til pabbar sem höfðu enga sómatilfinningu og urðu frægir fyrir að vera fullir í rútunni. Þeim virtist vera sama um kjaftasögur og að bílstjórinn yrði að stansa á miðri leið og segja: Ég hendi þér út ef þú verður ekki rólegur. Að sjálfsögðu voru slíkir pabbar líka óróleg- ir í heimahúsum, en læti þar voru þolanlegri og annað en að verða sér til skammar á al- mannafæri. Þegar ég var bam voru tímamir breyttir, og sumir pabbar orðnir svo ósvífnir að þeim þóttu rútufyllirí jafnvel sjálfsögð. Ef heiðarleg sál sat í bflnum og sagði frá þeim var bara sagt: Það er engin nýlunda — hann fer ekki- í rútuna án þess að verða sér til skammar. Ég stóð vel að vígi hvað það varðar að fá ekki sögur um fullan pabba, faðir minn drakk hvorki í rútunni né annars staðar, ekki einu sinni á lokadaginn. Þess vegna gat ég farið öruggur með honum, þá sjaldan farið var til Reykjavíkur. Einu sinni í Reykjavíkurferð, þegar rútan var ekki lögð af stað, kom í hana maður sem var oft fullur, bæði í rútu og á öðrum stöð- um. Hann var frægur fyrir bleytu. En hann gerði ekkert af sér, því þrátt fyrir bleytuna var hann að uppmna fínn. Hann var ekki einn af þeim sem bmtu allt innan stokks og var sérstaklega uppsiga við útvarpstækið, svo sögumar enduðu á þessu: Hann byijaði að bijóta stólana, svo rauk hann í eldhússkápinn og hætti ekki fyrr en útvarpstækið lá mölbrotið á gólfínu. Þessi maður var sjálfum sér verstur, sögðu konumar sem höfðu í æsku minni afskaplega mikið vit á fullum körlum og af hveiju þeir færa í fylliríisástand. Það stafaði auðvitað frá hjartanu. Nú var maðurinn kominn í rútuna, feitur eins og selur og líka eins og selur í framan. Andlitið var kringlótt og þrútið, augun smá og hvimuðu, þótt hann hreyfði sig lítið í sæti. Stöku sinnum gaf hann frá sér einkennileg stök hljóð, svo maður spurði sjálfan sig: Verður hann rekinn út áður en rútan fer af stað? Bílstjórinn var að kasta inn kössum og pökkum, vegna þess að fólk var alltaf að hlaða á hann sendingum, til að spara sér ferðina sjálft. Kvabbið hafði gert hann fúl- lyndan. Svo það var alltaf spurt líka um skap- ið í honum, þegar rútan kom. Stundum rauk hann upp eins og naðra, einkum við fólk sem kvabbaði aldrei á honum. Hann var svo greið- vikinn í eðli sínu, að hann grenjaði aldrei fram- an í þá sem kvöbbuðu. Hins vegar fengu hlé- drægir að kenna á fúllyndinu. Nú var rútan að leggja af stað. Sá fulli sat í fremsta sæti fyrir aftan bílstjórann, alltaf að púa. Ég sat við hliðina á pabba. Hann sat reffilegur í sætinu, með Reykjavíkurferðar- svip og gráa kollháá Borsalinohattinn á höfði og i brúnleita rykfrakkanum sem gerðu hann hátíðlegan og framandi. Auðvitað var hann líka í svörtum, gljáandi skóhlífum utan yfir spariskónum. Svona klæddur og hátíðlegur, með harða en þó mjúka Borsalinohattinn, var hann annað en sjómaður á opinni 9 tonna trillu. Hann var áþekkur heilögum kletti sem hefur risið upp úr sjónum og stóð sig alltaf í brimlöðrinu. Aðrir í rútunni sátu líka dálítið stjarfir og hátíðlegir, því það var alltaf hátíðarstund að sitja í rútu, jafnvel eins mikil eða meiri en þegar verið var í kirkju. Rútan hefði getað verið kirkja á hjólum. Rétt þegar hún var að leggja af stað, smeygði sér inn í hana maður klæddur þunn- um, ljósum rykfrakka. Hann leit ekki aftur í bílinn til að gá hveijir væm með rútunni, eins og allir gerðu, heldur settist hann fram- andi og hljóður í fremsta sætið hjá dyranum. Það var eins og hann kæmist ekki aftar í bílinn fyrir feimni. Hann var ekkert að glápa út um gluggann, eins og aðrir gerðu, heldur horfði hann beint fram. Þetta var maður sem „er allur inni í sér“ eins og konur sögðu. Þær höfðu líka vit á karlmönnum sem vora inni í sér. Þetta var listmálarinn Gunnlaugur Schev- ing. Hann hafði dvalið oft heima hjá ömmu við að mála, og eitt sinn fékk hann að geyma málverk í syðri ganginum heima. Ilmur af olíumálverkum fyllti húsið og gangurinn varð svo heilagur fyrir bragðið að honum var lok- að og við fengum ekki að fara inn nema að norðanverðu. Svona bar fólk þá mikla virð- ingu fyrir málverkum, þó það hefði ekkert vit á þeim. Þegar Scheving bjó úti í hverfi hjá Kalda- lóns, var hann látinn borga fyrir sig með því að sækja mjólk austur að Hrauni. Þetta var löng leið. Hann gekk alltaf hægt en ákveð- inn, með jöfnum hraða, og leit hvorki til hægri né vinstri. Hann sást silast upp með görðum, þar sem brúni drallupollurinn var á veginum. Hjá honum raskaðist jafnt göngu- lagið, af því hann varð að krækja fyrir hann og fara upp á bakkann. Á vetuma sá ég í pollinum, þegar hann fraus, alla dýrð heims- ins niðri í klakanum þar sem loft hafði orðið innlyksa. í æstri græðgi braut ég niður úr ísnum með skóhælnum, til að hremma dýrð- ina, en þá var hún orðin að tómi undir skæn- inu. Fulli maðurinn var faðir Gunnlaugs. Hann gerði út bát og lést vera útgerðarmaður, þó hann væri stöðugt á hausnum af því útgerðin bar sig ekki. Báturinn fískaði lítið, enda jafn ómögulegur koppur og útgerðarmaðurinn, sem fékk ekki annað en ómögulega menn á hann. Þegar ég var bam var mikið til af alls konar „ómögulegu", einkum „ómögulegum mönnum". Konur höfðu mikið vit á þeim, þær þurftu rétt að sjá einhvem tilsýndar til að vita hvort hann væri „ómögulegur" eða ekki. Ef svo var vöraðu þær sig á honum uns þær féllu fyrir honum á böllum. „Þessi grey þurfa að fá eitthvað, ekki síður en aðrir,“ sögðu þær. Rútan lagði af stað og pabbi Schevings var alltaf að gefa frá sér hljóð, ekki há, heldur lágan ropa neðan úr maga. Hann tók kraftinn úr vindganginum með því að hleypa lofti út í kinnarnar áður en það slapp úr munninum. Þannig hélt bíllinn áfram og ég var stöð- ugt að hugsa um, hvað það hlyti að vera leið- inlegt fyrir Scheving, jafn prúðan og hlédræg- an mann, eins og konurnar sögðu, að eiga fullan pabba í rútunni. Feðgarnir yrtu ekki hvor á annan fremur en þeir þekktust ekki. Ég þóttist skynja spennu í loftinu, kannski vegna samúðar með þeim þeirra sem hafði gert suðurdyrnar heima heilagar. Við fóram oft til að skoða staðinn, eftir að hann hafði sótt málverkin, og sögðum: Hérna voru þau. Svona lágu þau upp að veggnum. Eftir að hann tók þau lagðist hversdagsleg- ur tómleiki aftur yfír ganginn nema í hugan- um. Pabbi Schevings bætti á sig í laumi, án þess að verða útúr. „Lifrin í svona drykkju- svólum hefur flennst út um allan líkamann og engin furða þótt hann þoli vínið enda- laust,“ söðgu konur. Þær höfðu mikið vit á lifrinni í drykkjumönnum. Ég sá í huganum hvað hún var orðin stór í pabba Schevings — hún náði upp í kok og niður í ristil og þrýsti vindi út á báðum stöð- um — og ég vissi að hann þyrfti að drekka einhver ósköp áður en hann yrði sér „ræki- lega til skammar". Mig langaði að rísa úr sætinu, ganga til Schevings og segja: Þú mátt vel eiga pabba sem er blindfullur í rútunni. Þér er óhætt að horfa bæði út um gluggann og í kringum þig þess vegna. Og mig langaði að segja við pabba hans: Vertu bara fullur og með djöfulskap. Það kemur okkur ekkert við. Auðvitað sagði ég ekkert, í þá daga máttu böm ekki ávarpa ókunnugt fólk að fyrra bragði, síst menn sem áttu heima „suður í Reykjavík". Að þessu sinni var ekki talað mikið á leið- ini. Öll athyglin beindist að feðgunum sem vora „fínni“ en við og úr öðram heimi. Það sást á því, að faðir og sonur létu eins og þeir þekktust ekki, og engin leið var að sjá á syninum, hvort hann skammaðist sín fyrir að eiga augafullan pabba. Slíkt hefði ekki getað gerst á meðal okkar. Fólk beið að venju í rokinu til að taka á móti rútunni. Því koma hennar var hátíðar- stund. Og það spurði: Hver var nú fullur í bílnum? Það var ekkert sagt, í raun og vera komu feðgarnir okkur ekkert við. Annað hefði verið sagt ef Láki í Vík hefði verið fullur og kannski með læti, vegna þess að hann var einn af okkur. Hjarta hans sló, hvort sem það var blautt eða þurrt, í bijósti allra. En hvernig gátum við áttað okkur á því hlutlausa afskiptaleysi sem við höfðum orðið vitni að og var svo framandi að það entist ekki einu sinni í almennilega kjaftasögu? Þá vissi ég að samfélag manna á tvenns konar sögu, þótt allir ferðist í sömu rútu á leiðarenda. Rútan lagði af stað og pabbi Schevings var alltaf að gefa frá sér hljóð, ekki há, heldur lágan ropa neðan úr maga. Hann tók kraftinn úr vindganginum með því að hleypa lofti út í kinnarnar áður en það slapp úr manninum.“ Teikning: Ámi Elfar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ?. DESEMBER 1992 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.