Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 22
Þeir una glaðir við sitt á Asoreyjum Líkt og Miðgarðsormur liggur Atlantshryggurinn svo nefndi, sem er brotalöm á jarðskorpunni, allt norðan frá Jan Mayen um ísland og teygir sig og hlykkjast suður um Atlantshaf, þar sem hann skýtur kryppunni upp úr yfirborði sjávar ísland á það sameiginlegt með Asoreyjum, að báðar eyjamar em á Atlantshryggnum og á báðum er eldvirkni. En þótt Asoreyjar séu aðeins brot af stærð íslands, eða 2.350 ferkm, býr engu að síður helmingi fleira fólk þar en á íslandi. „Miðgarðsormur er í hinum djúpa sæ, er liggur um öll iönd. “ „Hann liggur í miðju hafi og bítur í sporð sinn.“ (Gylfaginning.) Eftir STURLU FRIÐRIKSSON á stöku staðl. Á einni þessari kryppu eru Asoreyjar. Eyjar þessar liggja um 1.400 km í vestur frá Portúgal og þaðan eru 3.000 km til Labrador. Má því til sanns vegar færa að þær séu úti í reginhafi. Tekur rúma tvo tíma að fljúga þangað frá Lissabon. Þær liggja frá 36°55 til 39°55 norðlægrar breidd- ar og 25° til 31° 16 vestlægrar lengdar. Eru þær því um 24 gráðum sunnar en Island og örlítið vestar í hafinu. Alls eru eyjamar að- eins um 2.350 km2 að flatarmáh. Eru þær níu talsins auk smærri eyja og skeija. Þær eru dreifðar í þremur klösum og liggja fímm þeirra miðsvæðis. Tvær litlar eyjar eru að- skildar, vestast í hópnum, og ein stærsta eyjan, San Miguel, liggur austast. Eyjarnar eru allar myndaðar við eldvirkni á Atlants- hryggnum. Þar eru eldgos tíð og jarðskjálft- ar eru kunn fyrirbæri. Jarðefni eru þar hraun og gjóska af ýmsum tegundum, gerð úr svörtu basalti. Ein af ástæðunum fyrir áhuga mínum á eyjunum var að fá tækifæri til að skoða eld- ey nokkra, sem varð til við gos 1957 í hafínu vestur af eynni Faial. Hlóðst hún upp úr gjalli líkt og Surtsey, en varð að lokum land- föst og myndaði höfða vestan á eynni. Áður höfðu oft orðið sjávargos við Asoreyjar, svo sem á árunum 1638, 1720, 1811 og 1867. í júní 1811 urðu menn t.d. vitni að sjávar- gosi vestan við San Miguel-eyju. Myndaðist þar eldey, sem var nefnd Sabrina, en sú eyja hvarf í sæ nokkru síðar. Úti fyrir strönd- inni eru á stöku stað varanlegri eldeyjar, svo sem við þorpið Vila Franca, er þar baðstaður inni í eldgígnum. Víða er sæbratt ofan af mörg hundruð metra háum eldkeilum. Á öðrum stöðum er nokkuð undirlendi á grónum hraunbreiðum. Við hjónin ferðuðumst þama um eyjamar í um hálfs mánaðar skeið í nóvember fyrir rúmu ári og kynntum okkur staðhætti. Um sögu eyjanna er margt vitað, en einnig eru til óljósar sagnir og þjóðsög^ur aftan úr grárri fomeskju um að þama hafí verið byggðar eyjar eða jafnvel stærra land. Atlantis var þjóðsagnaeyja, sem átti að vera til úti í Atlantshafí. Getur Plató þeirrar eyjar í ritum sínum og telur að egypskir prestar hafí sagt Sóloni frá þessu landi, sem væri fyrir vestan Gíbraltarsund. Hafði þama verið voldugt konungsríki níu þúsund árum fyrir fæðingu Sólons. Atlantis á að lokum aið hafa sokkið í sjó og aðeins skeijagarður átti að bera vitni um foma staðsetningu eyj- anna. Þama átti að vera velferðarríki og lýstu mörg miðaldaskáld staðnum sem mikill Para- dís. Fundist hafa peningar frá Karþagó á eyjunni Corvo, sem gæti bent til þess að þangað hafi verið siglt á árunum nokkm fyrir Kristbúrð. Eyjar vom einnig merktar á arabískum kortum frá 12. öld þama úti í hafí. Vom þær einkenndar með haukum, en Azor þýðir einmitt haukur á portúgölsku. Eyjar á þessu svæði eru síðar skráðar vand- lega á kortum frá ámnum 1351 sem Geiteyj- ar eða Brazil-eyjar og 1375 sem San Zorse og var talið að sjómenn frá Genúa hefðu þá vitað um eyjarnar. Til þess að staðfesta eyja- fundinn sendu Portúgalar að lokum út leið- angur undir fomstu Gonzalo Velho Cabral. Kom hann þangað 1432 og nefndi austustu eyna Santa María. Árið 1444 settist hann að á San Miguel. Alfons V. konungur Portúgala gaf síðan frænku sinni, hertogafrúnni af Burgundy, eyjuna Faial. Námu þá Flæmingj- ar land á þeirri eyju og var hún um tíma nefnd Flæmingjaeyja. Kólumbus kom til þess- ara eyja og vom þær síðan notaðar sem stikla í sæferðum yfír til Ameríku. Síðar urðu þær áfram viðkomustaður fyrir skip eða áfanga- staður fyrir sæstreng milli heimsálfanna og loks millilendingarstaður fyrir flugvélar. Þarna var reist ein fyrsta veðurathugunar- stöð á Atlantshafi. Á heimstyijaldarámnum vora þarna bækistöðvar bandamanna og byggðu þeir flugvöll þar í seinni heimsstyij- öldinni. Helmingi Fleiri En ÍSLENDINGAR Portúgalar settust þarna að í upphafi, en fólkið varð bæði fyrir áhrifum af Flæmingjum og síðar Bretum og Frökkum, sem heijuðu þar um strendur. Eyjarskeggjar hafa sína sérstæðu siði og tala mállýskur sem einkenna einstaka eyjar. íbúar eyjanna, sem em nú um 300.000 að tölu, em rómversk-katólskir, mestmegnis af portúgölskum ættum. Kirkju- byggingar af gotneskri gerð em helstu og stæðilegustu minnismerkin og mannvirkin á eyjunum. Kirkja heilagrar Maríu á San Migu- el-eyju er dæmigerð fyrir hvemig notað er grágiýti til byggingar. Byggingarlist og öll menning og tunga er portúgölsk, með nokkr- um séreinkennum eyjabúa. Lifa þeir á fisk- veiðum og landbúnaði. Em allgóð fískimið við eyjarnar, þar sem veiða má túnfísk, markríl og þorskfíska, en einnig vom hval- veiðar stundaðar þaðan fram á síðustu ár. Em nú sýndar menjar um þessar veiðar í. hvalstöðvum og söfnum, en hvalveiðum hefur verið hætt. Á Asoreyjum er mikil gróðursæld og þar er víða mikið blómahaf. Hortensíur vaxa þar hvarvetna og einnig má sjá asalíur og kamel- íur, en í uppmnalegu flómnni fundust aðeins um 478 tegundir æðri plantna. Þar af vom um 400 tegundir evrópskar, en örfáar af amerískum uppmna. Þegar eyjamar fundust voru þær þaktar mnnagróðri, einkum af eini- tegundum, beitilyngi og sedrusviði. Runnar em enn algengir meðfram vegum og notaðir í fjölda limgerða um allar eyjar. Síðan hafa menn flutt inn mikið af plöntum, sem þrífast vel í þessu eyjaloftslagi. Hafa verið reyndar tegundir stærri tjáa til viðarframleiðslu og skjóls, en auk tijáa hafa komið plöntur, sem breiðst hafa óðfluga út um landið, svo sem engifeijurt ættuð frá Tíbet. Þar vaxa einnig tijáburknar og fura virðist nema þar land á bem hrauninu. Þarna er nú ræktaður nytja- skógur, einkum af japönsku greni og Crypto- mería, en einnig vaxa þarna_ ýmis lauftré ágætlega vel: Eucalyptus frá Ástralíu, hesli- hnot frá Evrópu, aspir, drekatré og araucar- iur. Garðagróður er þar fjölbreyttur og garð- rækt er stunduð af portúgalskri og enskri hefð. Ávaxtarækt er mikil á eyjunum. Bananar og ýmiskonar sítrasaldin voru ræktuð þar og flutt út, einkum fyrir enskan markað. Einnig vora terannar fluttir inn og var te framieitt þar mikið um tíma. Ananas er nú ræktaður í gróðurhúsum og þykir ágæt vara. Grasrækt er samt algengust og þýðingarmik- il fyrir búskap bændanna. Má segja að eyjarn- ar séu grænar a,f grasi. Ávalar hæðir eldgíga eru allar grasi grónar og ákjósanleg beiti- lönd. Beitt er á tún og engi en einnig slegið um hásumar og hey geymt úti undir svörtu plasti og látið súma til vetrargjafar fyrir búpening, sem er asnar, hross, geitur, kind- ur, kýr og svín. Af villtum dýmm fluttust snemma inn kanínur, mýs og rottur og fjöldi fugla, svo sem ýmsir hænsnfuglar, sem era margir hafðir til veiða en aðrir sem alifugl- ar. Landnemar komu með nautgripi og nú Kúahagar á Asoreyjum eru afgirtir með limgerðum. í baksýn sést fjallið Pico snævi þakið. Kirkjur eru skreyttar með grágrýti, þar á meðal þessi, kirkja Heilagrar Maríu. era hvarvetna ræktaðar kýr af Holsteinkyni. Bændur sjást vera að mjólka úti í haga. Era þeir þar með véldrifín mjaltatæki og aka þaðan mjókurbrúsum eða reiða þá að mjólk- urstöð. Era þar á eyjunum gerðir frægir ostar, sem seidir era úr landi. 17 Stiga Meðalárshiti Auk ávaxta er ræktað grænmeti til fóðurs og fæðu. Sér maður víða akra af fóðurrófum og menn við uppskerastörf á rófnaökram. Einnig er ræktaður maís og er komið þurrk- að á trönum. Þá era þar jarðhnetur á ökram, en einnig var hveiti ræktað á tímum landa- fundanna og selt suður til Afrfku. Þama á eyjunum er ræktaður lágvaxinn vínviður, sem hafður er jarðlægur. Era sérstakar vínteg- undir frá Ásoreyjum bæði af hvítu og rauðu víni en einnig er gert koníak (Verdelho), sem frægt er fyrir það að hafa verið á borðum Rússakeisar. Ýmsar kryddjurtir rækta eyjar- skeggjar og eitt sinn voru þeir frægir fyrir litunargrös, svo sem indigójurtina „Isatis tincturia". Mikið er enn unnið með handverkfæram og er hrossum beitt fyrir plóg og kerrar, en korn er malað í vind- eða vatnsmyllum. Heim- ilisiðnaður er algengur og vandaðir dúkar era gerðir úr ull og hör, en einnig er unnið flos til bólstrunar úr burknategund nokkurri (Dicksonia culcita). Matargerð fer víða fram í opnum ofni inni í neðsta hluta reykháfsins. Eldri hús era úr hlöðnum steini og era ekki endilega þiljuð að innan. Nú er ferðaþjónusta nokkur og er reynt að laða að ferðamenn, en mörg gisihúsanna standa auð yfir vetrar- mánuði og sum stærri hótel virðast jafnvel vera ónotuð allt árið og er rekstur margra þeirra í molum. Veðráttan er umhleypinga- söm. Þrátt fyrir annálað Asoreyjaháþrýsti- svæði rignir þama mikið og vindar blása títt af öllum áttum. Meðalhiti ársins er um 17°C og allt árið er þar fremur hlýtt úthafsloft- slag, enda leikur hlýr Golfstraumurinn um eyjarnar. Asoreyjar era mikil eldfjallasvæði og jarð- vegur geymir þykk vikur- og öskulög. Þessi eldfjallajarðvegur er samt nokkuð fijósamur og virðist allt vaxa þar og dafna sem gróður- sett er í gjallið. í fomum vikurlögum eru sums staðar sjáanlegar holur og för eftir Vínviður er ræktaður á milli gijót- garða, sem hlaðnir eru úr hraungijóti og mynda þeir flókið kerfi sumstaðar, sem rninnir á völundarhús.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.