Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 18
Fyrsta þátttaka Islendinga í Olympíuleikunum: Jóhannes Jósefsson á Ólympíuleikunum 1908 vað veldur því að sambandsstjóri UMFÍ, Jó- hannes Jósefsson, dreif í að flýta því að stað- ið væri við heitstrenginu þá sem nánasti vin- ur hans, Þórhallur Bjamason, mælti fram á eins árs afmælisfagnað Umf. Akureyrar 6. Þessi grein er rituð til þess að leiðrétta missagnir, villur og jafnvel niðrandi sögusagnir um fyrstu þátttöku íslendings í keppni á Ólympíu- leikunum. Jóhannes Jósefsson varð að vísu að teljast í danska liðinu, en það var ævinlega Qallað um hann sem Islending og hann stóð sig vel. Brákað bein kom þó í veg fyrir að hann gæti keppt um bronsverðlaunin. Eftir ÞORSTEIN EINARSSON janúar 1907? Þennan fagnað undirbjuggu þeir sambandsstjórinn og Lárus Rizt, sem þá var nýkominn frá íþróttanámi í Dan- mörku. Þeir ákváðu að til skemmtunar skyldu vera heitstrengingar að hætti fomra forfeðra. Sumar vom spaugilegar og hnittn- ar, en aðrar efldu athöfn og framkvæmda- semi. Til að mynda loforð þeirra Jóhannesar (sem glímumaður og halda velli í glímu- keppni á Þingvelii fyrir konung ella lítil- menni heita), Lámsar (að synda yfir Eyja- fjörð klæddur sjófötum, áskildi sér rétt að afklæðast ella minni maður heita) og Þór- halls: „Stíg ég á stokk og strengi heit, bið mér heill hollvina, þá er hver má veita og lið ljá, er lífs mér unna, að koma því til leiðar að vér íslendingar stöndum eigi verr að vígi til sæmdarvænlegrar þátttöku í hin- um Olympisku leikum innan fimm ára hér frá en aðrar þjóðir að tiltölu; tel ég mig ella minni heita mega.“ Þessi orð Þórhalls urðu hvatinn að því að við íslendingar fómm að hugsa um Ólympíuleika sem vettvang íþrótta okkar. Hann, þessi varfæmi og hyggni maður, hafði í huga undirbúning góðan svo að þátt- taka verði til sæmdar og setur henni „hér frá“ (þ.e. 1907) „innan fimm ára“, átímabil- inu 1907-1912. Hann á þá við Ólympíuleik- ana 1908 (í London) eða 1912 (í Stokk- hólmi). I ævisögu Jóhannesar Jósefssonar: Jó- hannes á Borg (Stefán Jónsson ritaði; útg. 1964) lætur Jóhannes hafa eftir sér um heitstrengingu Þórhalls: „Hann strengdi þess sem sé heit, að stjóm ungmennafélags- ins skyldi koma því til leiðar, að íslendingar tækju þátt í Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári sem sérstök þjóð.“ Margt ber á milli upphaflegrar heitstreng- ingar Þórhalls og upprifjunar Jóhannesar 58 árum síðar: Stjóm Umf. Akureyrar skyldi koma íslendingum til keppni á ÓL í London þegar næsta ár og þá sem sérstakri þjóð. Hér í fólust þijú Grettistök. Stuttur tími til undirbúnings (U/2 ár). Hverja skyldi senda og í hvaða íþróttum keppa. Vankantar á þessu voru margir. F'yrst og fremst höfðu engin mót verið haldin, nema í glímu og hún ekki ólympsk íþróttagrein. Þá hið þyngsta, að fá þjóðina viðurkennda sjálf- stæða og fullvalda. Hafí Jóhannes meðtekið heitstrengingu Þórhalls þannig 1907, þá hlýtur að hafa verið ástæða fyrir því að hann gekk fram til átaka við þessi Grettistök án tafar. Hin- um þekktasta íslendingi á Englandi, Einari Benediktssyni skáldi og athafnamanni, var skrifað og falið að ná sambandi við hina bresku framkvæmdanefnda ÓL. Á útmánuð- um 1907 barst bréf frá Einari. Hann kvaðst hafa haft samband við nefndina og verið tjáð bréflega, að íslendingar ættu rétt á að taka þátt í OL 1908 og að nefndin myndi skrifa nánar um væntanlegt samkomulag. Við heimkomu frá ferð til Þingvalla, þar sem Jóhannes tók 2. ágúst þátt í konungsglímu, vann austur þar og í Reykjavík að stofnun UMFÍ, beið hans bréf frá ólympíunefnd Bretlands. Látin var í ljós ánægja á að ís- lendingar tækju þátt í leikunum, sýndu glímu 0g kepptu í einhverri hinna ólympsku keppnisgreina. Bréfaskipti urðu nokkur áður en gengið var frá að sjö glímumenn sýndu glímu, en Jóhannes keppti í 73 kg flokki grísk-rómversks fangs. Æft Af Kappi Veturinn 1907-08 var glíma og grískt- rómverskt fang æft af ötulleika. Efnt til keppni 0g sýninga á Akureyri og í ná- grenni. Með þessu og fleiri ráðum var safn- að ljár til ferðarinnar. Enn hefur eigi verið svarað þeirri spurn- ingu: Hvers vegna þessi flýtir? Jóhannes hafði um skeið þjálfað sig og æft ákveðnar íþróttir og haldið sér lengi í fullri þjálfun. Langað til keppni á ÓL en fundist of langt að bíða til ÓL 1912? Honum hefur fundist orðið þröngt um sig á Akureyri og ótryggt með verslunarstörfín hjá föður sínum eftir bruna verslunar hans. Sumir hafa álitið þetta stafa af reiði eða vonbrigðum af ósigri hans á konungsglímunni. Hann heyrði menn kalla á milli sín eftir að hafa ekki getað staðið undir heitstrengingu sinni og kölluðu hann „minni mann“. Undan þessu sveið, segir Jóhannes í ævisögu sinni. En konungs- glíman fór fram eftir að Jóhannes hóf að undirbúa að íslendingar kæmust á ÓL 1908. Hér mun hafa vegið mest áhugi Jóhannesar. Þó að skjótt sé brugðið við til athugunar á Englandi um leyfi til þátttöku í ÓL 1908, þá dregst fram á vetur 1907-08 að fá hæfa glímumenn til fararinnar. í júní, þegar Aust- fírðingurinn Páll Guttormsson, síðar Þorm- ar, Norðlendingarnir Jón Pálsson, Akureyri, og Pétur Sigfússon, Laxárdal, Suður-Þing- eyjarsýslu, komu til Reykjavíkur, ásamt Jóhannesi, höfðu þrír glímumenn ekki verið valdir. Eftir að Hallgrímur Benediktsson og Siguijón Pétursson annars vegar og Jóhann- es Jósefsson hins vegar höfðu eytt ákveðn- um misskilningi eða grunsemdum um að Reykvíkingarnir vildu ná þátttökunni í sínar hendur og gert út sendimann til meintra funda við bresku ólympíunefndina, þá gengu Ármenningamir í hópinn. Sá sjöundi varð svo Mývetningurinn Guðmundur Hafdal Sig- uijónsson, sem hafði þá að vísu æft og keppt um skeið í nafni Ármanns. Æfíngar voru hafnar af ötulleik fram til brottfarar. Jóhannes, sem hafði álitið sig hafa aflað nægjanlegs fjár, komst nú að því að þar vantaði allmikið á. Hann leitaði til Hannes- ar ráðherra Hafstein, en honum hafði hann neitað að leggja til hliðar Hvítbláinn, fána ungmennafélaga, í Almannagjá meðan kon- ungur dveldi á Þingvöllum í ágúst 1907. Ráðherrann veitti flokknum það fé, sem á vantaði, kr. 4.000,00. Hinn 4. júlí kom flokkurinn með danska farþegaskipinu Vestu til Leith á Skotlandi. Koma þeirra þangað vakti athygli eftir greinum að dæma sem birtust í þremur blöð- um í Edinborg með myndum af Hallgrími og Jóhannesi. Skotunum leist það vel á flokkinn að hann var falaður til að sýna glímu á þjóðlegri skoskri sýningu er hann sneri heim í ágúst frá leikunum. Daginn eftir komuna til London hafði flokkurinn mætt til fundar við framkvæmda- stjóra leikanna, sem bréfaskipti höfðu verið við. Fagnaði hann þeim og ræddi við þá um þau atriði í dagskrá sem þá varðaði. Jóhann- es yrði sem keppandi í grísk-rómversku fangi að vera í flokki Dana á setningarhátíð- inni. Glímumennimir sex, sem sýna ættu glímu, fengju að koma fram sem fulltrúar þjóðar sinnar, sveit íslendinga, á sérstökum tveimur sýningum í tengslum við leikana. JÓHANNES í LITKLÆÐUM í samræmi við þessi orð framkvæmda- stjórans bjuggu glímumennimir sig til sýn- ingarinnar 12. júlí, daginn fyrir setningarat- höfn. Klæddir voru þeir, sem skyldu sýna, hvítum leistabrókum, ermalausum og flegn- um bolum, ljósum mittisskýlum, lágum ljós- um leikfimiskóm. Glímubeltin voru sívöl, mjó, brún að lit. Jóhannes var í litklæðum; bláum buxum, hnepptum undir hné; svörtum sokkum, ljósum hvítbrydduðum sauð- skinnsskóm með þvengjum brugðnum upp um leggi. Kyrtill rauður, hár í hálsinn og ermalangur; skikkja blá að ytra sem innra byrði, náði í hnésbætur, faldar bryddaðir hvítu skinni, felld fram um axlir og tekin saman um háls. Uppslög erma, svo og jaðar skikkju sem hálsmál, skreytt listsaumi. Þennan búnað bar Jóhannes vel og var kempulegur með burðarstöng Hvítbláins í höndum. Er sveitin kom að hliði því sem fara skyldi um inn á leikvanginn var þar fyrir í vegi fylking hvítklæddra Dana og framan við hana formaður ólympíunefndar Dana og einnig íþróttasambands Danmerk- ur, Fritz Hansen, kapteinn. ,Stöðvun hans var gerð af því, að sérstök þjóð væru Islend- ingarnir ekki að hans danska áliti. Einhver hávaði hefur heyrst frá fylkingum frænd- þjóðanna eða foringjum þeirra, því að allt í einu er framkvæmdastjórinn kominn á vettvang með sveit blaðamanna, því að víða f = byltusigur p = unnið á stigum x = byita (tap) 73 kg Nr. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Andersson Mauritz SW 1 f P f P II Bacon Stenley GB 2 X E1R Beck Frederick GB 3 X P E2R Challstorp Harry SW 4 x | E1R Eriksen Johannes DE 5 X f E3R Bacon Edgar GB 6 X / E2R Josefsson Johannes IC 7 X : :»i f f IV Orosz Miklós HU 8 X j. E2R Frank Axel sw 9 X p E3R Demin G. RS 10 X E2R Mártensson Frithiof SW 11 f f f P f I Jakoubek Josef BO 12 X E12 Bradshaw G. GB 13 X E2R Larson Axel DE 14 X f P E3R Duym G. NE 15 X E1R Lelie A. NE 16 X E2R Andersen Anders DE 17 r X f III Lorenz J. NE 18 X E2R Belmer J. NE 19 X f f E3R Grungmann Wilhelm GE 20 X E1R Tyfa Josef BO 21 X E2R 1. umferð 2. umferð 3. umferð 1-2 1-3 11-13 1-5 3-4 5-6 14-16 7-9 11-12 7-8 17-18 11-14 15-15 9-10 19-21 17-19 19-20 Nr. 5, 6, 7, 8, 9,10,13,16,17,18, 21 sátu ■ 4. umferð 1-7 11-17 5. umferð 1-11 7-17 ® ® Jóhannes, nr. 7, • mætti ekki, en hann var meiddur. Keppnistaflan fyrir frjáJst fang á Ólympíuleikunum 1908, þar sem sést svart á hvítu hvernig frammistaða Jóhannesar var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.