Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 13
málmsmelli svo að fítubornir lyftuvírarnir skjálfa alla leið upptil hans. Og það er eins- og þeir flytji honum taugaboð því að hann tekur viðbragð og stekkur í loftköstum nið- ur stigann. Frú Carmen situr bakvið mót- tökuborðið í þröngu anddyrinu og starir feitum undrunarsvip á hann þegar hann þýtur framhjá útá götuna, ber að beltisstað með skyrtu í hendi. Um leið og hann kemur út er Leonor að fara fyrir horn neðarlega í götunni. Hann tekur á rás niður strætið og klæðir sig í skyrtuna á hlaupunum. Þeg- ar hann nær fyrir homið er hún komin lengra en hann býst við, alveg að La Gran Vía, og er að hverfa uppí strætisvagn sem dregst burt með drunum og dísilreyk - burt úr lífi hans, hafði hann hugsað síðar. Undrunin hefur ekki enn þurrkast fram- anúr frú Carmen þegar hann snýr aftur á gistiheimilið eftir að hafa ráfað dágóða stund um öngstræti hverfisins. Hún segir þó ekkert og hann flýtir sér inní lyftuna. Rúmið bíður hans í óreiðu. Hann sparkar af sér skónum, rífur sig úr fötunum, lætur fallast á grúfu ofaní fletið og grefur andlitið í koddann. Mikill djöfulsins amlóði og bjáni gat hann verið að hafa hætt í miðjum klíðum, að hafa drepið hendi við henni, við þessari gjöf hennar. Hvað kom eiginlega yfir hann? Var hann eitthvað hinsegin? Eða var það ef til vill sönn ást sem hafði gripið í taumana? Meinað honum að flekka hana? Nei, and- skotinn! Þetta var í fyrsta skipti sem hann komst í almennilegt færi við kvenmann, og það ekki neina venjulega kvenveipu heldur hana Leonor hans sem hann hafði gengið á eftir með grasið í skónum í allan vetur. Hversu oft hafði hann ekki dáðst að þessum márísku augum, þessu hári, munni, nefí, hálsi, höndum, fótum ... öllu sem blasti við sjónum. Og hversu oft hafði hann ekki skáldað afganginn, bijóstin, naflann, lærin, rassinn, venusbarminn ... Og svo þegar allur þessi skáldskapur er orðinn að áþreif- anlegum og andstuttum raunveruleika í örmum hans segir hann bara nei takk! Hon- um er ekki viðbjargandi! Skyndilega tekur hann eftir því að rúm- fötin anga af henni, af þessum æsandi kven- mannsþef sem hann hafði fyrst fundið á jólaballinu, blöndu ilmvatns og veikrar svita- iyktar. Og hann er horfínn í faðm henni aftur og í þetta sinn gengur hann alla leið . . . Gunnar hætti að stara á slydduna úti en skerpti sjónir gegnum gleraugun á arkirnar í höndum sér og þefaði síðan af þeim. Gat það verið að hún notaði sama ilmvatnið enn? Svo leit hann undrandi niðrum sig. - Og ég sem hélt að þú værir löngu dauð- ur úr öllum æðum, félagi! Honum fannst hann vera að koma heim þegar hann steig út úr flugvélinni á Maj- orkuflugvelli - Son Sant Joan - og sólar- breiskjan tók á móti honum. Þó hafði hann aldrei komið til eyjarinnar fyrr; aldrei nennt í sólarlandaferð. Hann minntist þess hversu hann varð hissa forðum daga þegar hann sté útúr Skymastervélinni á Barajasflug- velli í Madríd og þessi sami hiti hafði umvaf- ið hann. Gunnar gekk léttum skrefum niður landganginn og inní tengivagninn sem flutti farþega stuttan spöl að flugstöðinni. Lumbran sem var orðin dagleg fylgja hans hafði gufað upp og hann var gripinn ein- hveijum óskiljanlegum fögnuði og vellíðan. Og þessi tilfínning jókst enn í leigubflnum á leiðinni á hótelið, við vinsamlegt málskraf bflstjórans er lét móðan mása um allt og ekkert meðan þeir óku austur eyna klukku- stundarferð til strandbæjarins Sa Coma. Ef til vill var þessi fögnuður bara tilhlökkun- in að hitta Lenor sem kæmi kvöldið eftir því að hann byijaði ekki að kvíða fundum þeirra fyrr en næsta dag þegar lumbran vakti hann af síðdegisblundi í stofusófa íbúð- arinnar og hann staulaðist inná bað til þess að snurfusa sig fyrir stefnumótið. Kannski líst henni ekkert á þessa gömlu afskræm- ingu þess Gunnars sem hún þekkti, hugsaði hann undir sturtunni meðan hann neri freyð- andi hárva í gráan kraga kringum skínandi skalla og sápaði á sér kyrrsetuvömb sfem hann bar þó vel sakir hæðarinnar. Og hvað ef honum sjálfum yrði um og ó að sjá hana? Árin hlytu að hafa sett sitt mark á hana líka; kannski hlaðið hana spiki, þakið hana hrukkum, grynnt og gruggað márísku aug- un, þurrkað burt nóttina og leyndardóminn. Nei, andskotinn! Fólk á þeirra aldri færi varla að setja slíkt fyrir sig. Þetta væri heldur ekki ástarfundur heldur endurfundir gamalla vina þar sem innihaldið væri um- búðunum mikilvægara. Og hver veit nema Kún héldi sér vel? Hún væri ekki það gömul enn. Hvað? Hálfsextug? Það hafði verið liðið frammyfir þrettánda þegar Gunnar gyrti sig loksins í brók og klambraði saman klunnalegu og fremur ópersónulegu svarbréfi við fyrstu tilskrifum hennar. Hann varð hissa að fá annað bréf nánast um hæl, hlýlegt bréf, meira að segja fyndið á köflum þegar hún rakti daglegt líf sitt og ekkjustand sem hún virtist jafnvel njóta, einsog óvæntur dauði eignmannsins - heilablóðfall - hefði vakið hana til lífsins á ný. Þau höfðu síðan skrifast á um vetur- inn og loks ákveðið að láta slag standa og sjást. Árakornið, maður lifir ekki nema einu- sinni! Leonor stakk uppá Majorku þegar Gunnar lagði til að þau hittust. Þau hjón hefðu í mörg ár eytt sumarleyfi sínu í Deiá, fallegu fjallaþorpi þar sem breski rithöfund- Mynd: Pétur Halldórsson urinn Robert Graves bjó og bar beinin, skrif- aði hún, og til þess að bregða ekki útaf venjunni væri best að hún færi í frí til Majorku. Þannig héldist friður því að krakk- ariiir hennar höfðu risið upp á afturfæturna þegar þau komust að því að hún væri farin að skrifast á við einhvern fausk á Islandia-, töldu það nánast ellióra. Hann hafði gengið frá hótelpöntun í Sa Coma með aðstoð ferða- skrifstofu í Reykjavík. Gunnar hafði rétt lokið við að klæða sig upp og var í þann veginn að fara niðrf hót- elmóttöku að panta leigubíl útá flugvöll til þess að taka á móti Leonor þegar veggsím- inn í eldhúskróknum glumdi. Hann hrökk í kút við illskulegt urrið og hjarta hans tók enn meiri kipp þegar hann heyrði rödd henn- ar á símalínunni, línu sem virtist liggja nokkra áratugi aftrí tímann, alla leið að rauðum munni og márískum augum. - Gúní? Hún kallaði hann sama nafni og forðum, sama nafni og í bréfunum. Það var hinsveg- ar allt annað að heyra það sagt á ný en sjá það skrifað. - Sí? - Gúní, fluginu héðan frá Madríd hefur verið seinkað um tvo tíma. Vertu ekkert að skælast útá flugvöll eftir mér. Ég tek bara leigubíl. Ég er ekki með það mikinn farangur, eiginlega ekkert nema smágjöf handa þér. Glaðlegur hlátur hennar blandaðist háu pípi og sambandið rofnaði. - Smágjöf handa mér? Gunnar hló kumrandi hlátri en tókst aldr- ei að ljúka við að hlæja því að í sama mund og hann hengdi plasttólið á símann breytt- ist hláturinn í óp sem fraus á vörum hans. Höfundur er fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1992 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.