Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Blaðsíða 4
Ósýnilega félagið áHólum agan héfur tilhneigingu til þess að endurtaka sig. Það eru ekki ný sannindi og gildir einu þótt ýmsir þeir, sem telja sig framsýna menn, láti ósjaldan hátt um það, að til lítils sé að líta um öxl, enda fátt til Þegar þeir Gísli Magnússon, biskup, og Hálfdan Einarsson, skólameistari, tóku við stöðum sínum á Hólum árið 1755, höfðu óskapleg harðindi gengið yfir landið með hafís og hagbönnum. Ástand húsa á staðnum var með þeim hætti, að það þætti nú ekki boðlegt búpeningi og ósk um endurbætur var synjað. Það er samt með ólíkindum, að við þessar aðstæður stofna þeir Gísli og Hálfdan menningarfélag, sem nú hefur verið vakið af dvala. Eftir BOLLA GÚSTAVSSON fortíðar að sækja, a.m.k. til fyrirmyndar. Þetta er hvimleið einsýni drýld- inna tæknialdarmanna, sem skynja ekki eða vilja ekki skynja gildi sögunnar. Margt hefur gerst á hinu foma biskups- setri á Hólum í Hjaltadal frá því Illugi prest- ur Bjarnason stóð upp fyrir Jóni helga Ög- mundssyni „fyrir Guðs sakir og heilagrar kirlq'u“ á öndverðri 12. öld, svo þar yrði biskupum Norðlendinga búinn staður um aldir. Á þeim blessaða stað leiðir sagan í ljós athyglisverðar endurtekningar í aldanna rás allt til þessa dags. Oft verður mér hugsað til þess, þegar ég geng að heiman til Dómkirlqunnar eða upp í Bændaskólann. Á þeirri leið er Bæjarlæk- ur, sem rennur niður með léttum kliði norð- an við hið forna virki Jóns biskups Arason- ar, hverfur undir vegginn og fellur þá hljóð- lega fram eftir sléttu túni þar sem Guð- mundur biskup Arason helgaði forðum litla lind, sem ennþá seytlar hæglát úr djúpri æð, sem ekki hefur lokast. Þegar ég er kominn yfir lækinn og sveigi upp brekkuna sé ég flatan stein inn á milli birkitrjánna á vinstri hönd. Þar stóð gamli latínuskólinn. Á liðnu hausti hefur mér oft verið hugsað til tveggja manna, sem störfuðu hér saman á 18. öld, herra Gísla Magnússonar biskups og Hálfdanar skólameistara Einarssonar. Þeir komu hingað árið 1755 og önduðust hér báðir, Gísli árið 1779, en meistari Hálf- dan 1785. Skóli Hálfdanar er fallinn fyrir löngu, en kirkja Gísla biskups stendur enn, er nú sögufrægasta hús á Islandi og hafa nýlega verið gerðar á henni verðugar endur- bætur af lofsverðri vandvirkni. Ástæðan til þess, að þessir tveir menn eru mér ofarlega í huga, á þó ekki rætur að rekja til áþreifan- legra mannvirkja, heldur til útgáfu- og menningarfélags, sem þeir stofnuðu og var við lýði hér heima á Hólum. Má að líkindum telja það fyrsta vísindafélag á íslandi. Þetta félag var aldrei formlega lagt nið- ur, þótt starfsár þess séu talin hafa verið 6 eða 8, og því hvarflaði það að okkur, nokkr- um heimamönnum á Hólastað, að vekja það aftur til lífs á liðnum.haustdögum. Má líkja Hólar í Hjaltadal, teikning frá 1803-14 eftir Hans von Frisak, höfuðsmann, sem vann að strandmælingum á íslandi Á miðri mynd er dómkirkjan, byggð 1759-63, en tilhægri við hana sést Auðunarstofa, sem Auðunn biskup rauðilét reisa snemma á 14. öld. Þetta elzta hús landsins var rifið árið 1826. Gísli Magnússon, biskup á Hólum. Málverk eftir ókunnan, danskan málara, nú varðveitt á Þjóðminjasafni. þeim atburði við ævintýrið góðkunna um Þyrnirósu prinsessu, sem svaf í eina öld. Ósýnilega félagið („Societas invisibilis") var þó vakið upp af meira en tveggja alda svefni. Að því stóðu þrír kennarar við Bændaskólann, þeir dr. Skúli Skúlason, Eyjólfur ísólfsson og Þórarinn Sólmundar- son, og fyrir kirkjunnar hönd bauðst þeim, sem hér heldur um penna, að vera með í þeirri tilraun. Er það raunar í samræmi við það, sem gerðist á átjándu öldinni, en um það segir, að meistari Hálfdan hafí að sjálf- sögðu rætt málin við Gísla biskup fyrstan manna og biskup tekið vel í það í upphafi, enda gerst forgöngumaður þessarar félags- myndunar út á við. En hins vegar var meist- ari Hálfdan mesta driffjöður félagsstarfsins. Nú við lok tuttugustu aldar hefur ekki verið vikið langt frá hinni fomu fyrirmynd og félginu ekki sett margbrotin stefnuskrá. Er það raunar í fyllsta samræmi við upphaf þess og nafn. n En víkjum þá aftur að frumkvöðlum þessa menningarfélags. Gísli biskup var fæddur árið 1712 að Grenjaðarstað í Aðaldal, sonur séra Magnúsar Markússonar prests þar og konu hans Guðrúnar Oddsdóttur. Lærði hann í heimaskóla hjá séra Þorleifi Skafta- syni prófasti í Múla og varð stúdent frá honum 1731. Gísli fór utan sama ár og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaup- mannahöfn þann 12. desember. Lauk hann embættisprófí í guðfræði 9. júní 1734. Hann var skólameistari í 9 ár í Skálholti, áður en hann vígðist prestur til Staðarstaðar árið 1746. Segir í Kristnisögu íslands, að hann hafí „þorað að hætta á að gerast Hólabiskup" á einhveijum mestu neyðar- árum, sem gengið hafa yfír ísland. Árin 1750-57 var hallæri um land allt og bjargræðisskortur. Greina annálar svo frá, að menn hafí þá fallið þúsundum saman úr kröm og hungri. En allt um það þá féllst séra Gísli á, að taka að sér þetta erfíða hlutverk, af því að hann var sæmilega efn- um búinn fyrir. Að tilmælum kirkjutilsjónar- ráðsins fór hann utan haustið 1754. I Dan- mörku var honum veitt biskupsvígsla 5. sunnudag eftir páska vorið 1755 af Ludvig Harboe, sem þá var aðstoðarbiskup Sjá- landsbiskups. Hálfdan Einarsson hafði aldrei komið norður yfir heiðar, er hann fluttist að Hólum síðla sumars með Gisla biskupi, sem hafði þá ráðið hann til þess að taka að sér skóla- meistaraembættið þar. Þeir bundust traust- um vináttuböndum og ellefu árum síðar (1. okt. 1766) gekk Hálfdan að eiga Kristínu dóttur Gísla biskups. Hálfdan var sonur séra Einars Hálfdanar- sonar prófasts að Kirkjubæjarklaustri og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur. Eftir undirbúningsnám hjá föður sínum og séra Guðlaugi Þorgeirssyni á Stórólfshvoli var hann tekinn í Skálholtsskóla haustið 1745 og varð stúdent þaðan vorið 1749. Skamma hríð var hann djákni að Kirkjubæjarklaustri og fór utan til Hafnar með haustskipi 1750. Var hann skráður í stúdentatölu í háskólan- um þar þann 23. desember það ár. Hann tók próf í heimspeki við árslok 1752 með 1. einkunn og embættisprófi í guðfræði 14. apríl 1755 með 3. einkunn. Það sama haust varð hann rektor á Hólum. Rétt er að geta þess, að Hálfdan hafði aflað sér mikillar almennrar þekkingar við háskólann, en hins vegar ekki lagt mikla áherslu á guðfræðina, eins og ráða má af einkunn hans. Til þess að fá þriðju einkunn var þess krafist, að próftaki aflaði sér sæmi- legrar þekkingar í heilagri ritningu, svo að hann gæti skýrt tiltekna kafla úr báðum testamentunum og gert nokkum 'veginn grein fyrir höfuðkennisetningum trúarinnar og játningarinnar. Segir í Kristnisögu, að af 90 guðfræðingum, sem luku sér af við háskólann á 18. öld, hafí alls 42 orðið að gjöra sér þriðju einkunn að góðu. Þetta staf- ar ekki af því, að þeir hafí vanrækt námið, heldur innrituðu þeir sig til embættisprófs sem þriðju einkunnar menn til þess að stytta námstímann. Auk þess var prófið eingöngu munnlegt. Er ljóst að Hálfdan hafði ekki varið nema tveim síðustu vetrum til guð- fræðinámsins. Hins vegar hafði hann áður stunda ýmsar óskyldar fræðigreinar eins og stærðfræði og eðlisfræði, m.a. sótt einka- tíma í eðlisfræðilegum tilraunum (lectiones privatæ in physicam experimentalem). Má af því ráða að hann hefur viljað afla sér sem víðtækastrar menntunar að hætti fjöl- fræðinga fyrri tíma. Bakkalárs-stig tók Hálfdan innan heimspekideildar í ágúst 1753. Þeir, sem það stig tóku, gerðu það samkvæmt tilmælum forseta heimspeki- deildar. Voru það einungis efnilegir náms- menn og þótti sérstakur heiður að eiga þess kost. Af þessu má ráða, að verðandi skóla- meistari hefur fyrst og fremst haft í hyggju að búa sig undir fjölþætta kennslu, enda varð það hlutskipti hans á Hólum III Svo sem fyrr er að vikið þá brosti Hóla- stifti ekki við þeim Gísla biskupi og meist- ara Hálfdan, þegar þeir komu þangað síðla sumars 1755. Hafþök af ís höfðu þá iegið fast að landi síðari hluta sumars og fram yfír krossmessu, en fímbulkuldar fram á sumar höfðu leitt til grasleysis um allt Norð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.