Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 62

Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ungt fólk í Evrópu Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2001 Þeir, sem ætla að vinna verkefni á tímabilinu 1. maí- 30. september með styrk frá UFE, geta nýtt sér um- sóknarfrestinn í febrúar. UFE styrkir fjölbreytt verk- efni, má þar nefna ungmennaskipti hópa, sjálf- boðaþjónustu einstaklinga og frumkvæðisverkefni. Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu Hinu Húsinu, Aðalstræti 2, 101 Rvík. Sími 552 2220 ufe@rvk.is www.ufe.is . ÞAÐ verður ekki af tæknóhausum Íslands skafið að þeir eru algerlega óþreytandi að veita erlendum raf- tónlistarstraumum til landsins. Ýmislegt bitastætt hefur borist með þessum reglubundnu straum- um en í þetta sinnið færi kannski betur á að tala um risahnullung fremur en bita þar sem sjálfur Carl Craig mun heiðra danstónlistar- menningu klakans á Gauki á Stöng í kvöld. Mun hann spila á upp- ákomu sem nefnist Rými#2 en fyrra rýmið var sett upp á al- þjóðlegu tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, sem fram fór í Reykja- vík í október á síðasta ári. Rýmið tekur yfir allar hæðirnar þrjár á Gauknum en Craig til fulltingis verða Herb Legowitz og Alfred More ásamt söngkonunni Lolu B. Nice (í umboði Gus Gus), DJ Frí- manni (í umboði 303/Hugar- ástands) og DJ Bjössa (í umboði Brunahana Inc.). Það er óhætt að segja að Carl Craig þessi hafi verið einn af stærri áhrifavöldum í nútíma raf/ danstónlist. Hann hóf ferilinn við lok níunda áratugarins og gaf út á merkinu Transmat, sem Derrick May, upphafsmaður tæknótónlist- arinnar, á og rekur. Hann vann nokkuð með May fyrstu árin en ár- ið 1991 setti hann eigin útgáfu á fót, Planet E. Communication. Carl Craig hefur snert á flestum raftónlistarstílum sem hægt er að finna og gefið út plötur undir nöfn- um eins og Psyche og BFC (trans og tæknó), 69 (tæknó og hús), Paperclip People (diskó-fönk og hús), Innerzone Orchestra (til- raunadjass, taktbrotslist og hús) og svo undir eigin nafni (sveim, tæknó og raflist (e. electronica)). Einnig hefur hann verið liðtækur í að end- urhljóðblanda aðra listamenn. Heimsókn Craig til landsins er liður í Evrópureisu kappans sem farin er til að kynna nýja plötu, Designer Music. Carl Craig – einn áhrifamesti raf/danstónlistarmaður síðari tíma. Guðfaðir á Gauknum Carl Craig spilar á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.