Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ungt fólk í Evrópu Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2001 Þeir, sem ætla að vinna verkefni á tímabilinu 1. maí- 30. september með styrk frá UFE, geta nýtt sér um- sóknarfrestinn í febrúar. UFE styrkir fjölbreytt verk- efni, má þar nefna ungmennaskipti hópa, sjálf- boðaþjónustu einstaklinga og frumkvæðisverkefni. Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu Hinu Húsinu, Aðalstræti 2, 101 Rvík. Sími 552 2220 ufe@rvk.is www.ufe.is . ÞAÐ verður ekki af tæknóhausum Íslands skafið að þeir eru algerlega óþreytandi að veita erlendum raf- tónlistarstraumum til landsins. Ýmislegt bitastætt hefur borist með þessum reglubundnu straum- um en í þetta sinnið færi kannski betur á að tala um risahnullung fremur en bita þar sem sjálfur Carl Craig mun heiðra danstónlistar- menningu klakans á Gauki á Stöng í kvöld. Mun hann spila á upp- ákomu sem nefnist Rými#2 en fyrra rýmið var sett upp á al- þjóðlegu tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, sem fram fór í Reykja- vík í október á síðasta ári. Rýmið tekur yfir allar hæðirnar þrjár á Gauknum en Craig til fulltingis verða Herb Legowitz og Alfred More ásamt söngkonunni Lolu B. Nice (í umboði Gus Gus), DJ Frí- manni (í umboði 303/Hugar- ástands) og DJ Bjössa (í umboði Brunahana Inc.). Það er óhætt að segja að Carl Craig þessi hafi verið einn af stærri áhrifavöldum í nútíma raf/ danstónlist. Hann hóf ferilinn við lok níunda áratugarins og gaf út á merkinu Transmat, sem Derrick May, upphafsmaður tæknótónlist- arinnar, á og rekur. Hann vann nokkuð með May fyrstu árin en ár- ið 1991 setti hann eigin útgáfu á fót, Planet E. Communication. Carl Craig hefur snert á flestum raftónlistarstílum sem hægt er að finna og gefið út plötur undir nöfn- um eins og Psyche og BFC (trans og tæknó), 69 (tæknó og hús), Paperclip People (diskó-fönk og hús), Innerzone Orchestra (til- raunadjass, taktbrotslist og hús) og svo undir eigin nafni (sveim, tæknó og raflist (e. electronica)). Einnig hefur hann verið liðtækur í að end- urhljóðblanda aðra listamenn. Heimsókn Craig til landsins er liður í Evrópureisu kappans sem farin er til að kynna nýja plötu, Designer Music. Carl Craig – einn áhrifamesti raf/danstónlistarmaður síðari tíma. Guðfaðir á Gauknum Carl Craig spilar á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.