Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna Íslandssíma Frá GSM til 3G ÍSLANDSSÍMI stend-ur fyrir ráðstefnu ídag klukkan 11 á Hótel Loftleiðum. Ráð- stefnan er haldin undir yf- irskriftinni: „Frá GSM til 3G“, og lýkur henni klukkan 14. Kjartan Briem er framkvæmda- stjóri tæknisviðs hjá Ís- landssíma GSM. Hann var spurður nánar um hvað frá GSM til 3G þýddi. „Ráðstefnan fjallar um þá tækniþróun sem er framundan í hinum þráð- lausa fjarskiptaheimi. Allt frá stöðunni í dag, þar sem við höfum GSM, og fram til þriðju kynslóðar- innar af farsímum, eða 3G, eins og hún er kölluð? – Hvaða munur er á GSM og 3G? „GSM-kerfi var hannað með það í huga að veita talþjónustu en í dag eru komnar kröfur frá markaðinum um fjölbreytta gagnaþjónustu og 3G mun verða öflugt gagnanet sem hefur tal- þjónustu sem einungis eitt af fjölmörgum þjónustusviðum.“ – Hvaða þjónustu umfram tal- þjónustu veitir 3G? „Það má nefna alla almenna gagnaþjónustu eins og netað- gang, aðgang að tölvupósti og að innri netum fyrirtækja. Eins má búast við fjölmörgum nýjum þjónustuleiðum sem byggjast á staðsetningu viðskiptavinar. Þráðlaus skemmtun er líka mikið í umræðunni og eins öll möguleg bankaþjónusta og greiðsluþjón- usta.“ – Verða fyrirlestrar um rann- sóknir á 3G-kerfinu? „Fyrirlesararnir sem verða á ráðstefnunni fjalla bæði um upp- byggingu kerfanna en einnig þá þjónustu sem mun verða í boði. Sem dæmi má nefna að Piet Grootenboer, aðstoðarforstjóri hjá Ericsson fyrir 3G, mun fjalla um DoCoMo, sem er japanskt farsímafyrirtæki sem þegar hef- ur komið á markað ýmsum af þessum þjónustuleiðum. Einnig verður fjallað um stafrænar þjónustuleiðir og fulltrúi frá So- nera Smart Trust mun halda fyr- irlestur sem kallast „Veskið í símanum!“ Sjálfur ætla ég að fjalla um uppbyggingu á GSM-/ GPRS-farsímaneti Íslandssíma og möguleika þá sem felast í hinni nýju tækni GPRS.“ – Hvaða möguleikar felast í GPRS? „Með GPRS getum við innleitt margar af þeim þjónustuleiðum sem munu verða ríkjandi í 3G – segja má að GPRS sé eins konar millistig á milli GSM og 3G.“ – Eruð þið að koma þessu kerfi á núna? „Já, okkar kerfi fer í loftið um mánaðamótin janúar/febrúar. Undirbúningsvinnan hefur ver- ið geysilega mikil og síðustu mánuði hafa verið miklar fram- kvæmdir í gangi hjá okkur við uppsetningu“ – Eru Íslendingar framarlega í þessum tæknimálum? „Já, þeir eru það. Einn fyrirlesara mun einmitt svara þessari spurningu. Við hjá Ís- landssíma stefnum á að fullnægja nýjustu tækniþörfum.“ – Eru þetta kostnaðarsamar framkvæmdir? „Svona verkefni hleypur á ein- hverjum milljörðum þegar allt er tekið með.“ – Hverjir hafa verið ykkar helstu samstarfsaðilar? „Ericsson er okkar stærsti samstarfsaðili og allur okkar grunnkerfisbúnaður kemur frá þeim. Af öðrum samstarfsaðilum má sérstaklega nefna Keflavík- urverktaka, sem hafa unnið mik- ið starf við uppsetningu sendi- stöðva. Við erum einnig búnir að semja við fjölmarga aðila um þjónustuhluta farsímakerfisins. Þar á ég við ýmsar upplýsinga- veitur og fyrirtæki með hugbún- aðarlausnir.“ – Þú nefndir þráðlausa skemmtun – hvað er það? „Þráðlaus skemmtun getur verið af ýmsum toga. Það má nefna leiki, tónlist, getraunir og jafnvel útvarp og sjónvarp.“ – Hvaða tæki eru notuð til þess að uppfylla allar þessar þarfir? „Fyrsti fyrirlesturinn mun ein- mitt fjalla um tækin sem notuð verða í 3G. Fyrir utan hina hefð- bundnu síma má búast við að tæki eins og lófatölvur og ýmiss konar önnur tæki sem eru hönn- uð með sérstaka þjónustu í huga verði notuð.“ – Horfir maður þá á sjónvarpið í lófatölvu? „Já, maður gæti verið með lít- inn skjá á einhvers konar tæki eins og lófatölvu. Sum tæki munu eflaust ráða við margar tegundir af þjónustuleiðum.“ – Er mikil nauðsyn á að koma þessum búnaði sem fyrst á? „Uppsetning á 3G verður gíf- urlega kostnaðarsamt verkefni. Búast má við að fyrstu 3G-kerfin í Evrópu fari í loftið seinni hluta næsta árs. Enn er þetta allt á tilrauna- stigi. Enginn er enn með kerfi sem kalla má 3G-kerfi. Hins veg- ar eru mörg fyrirtæki að setja á laggirnar GPRS í sínum GSM- kerfum. Ég tel að bæði fyrir- tækjum og einstaklingum muni finnast ráðstefna okkar í dag svara ýmsum spurningum um GSM, GPRS og 3G og hvernig þessi tækni muni nýtast.“ Kjartan Briem  Kjartan Briem fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990 og verkfræðiprófi frá BTU- verkfræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1997. Hann hef- ur starfað hjá Landssímanum frá námslokum og þar til hann hóf störf hjá Íslandssíma haustið 2000. Kona Kjartans er Guðlaug Erla Jóhannsdóttir, mark- aðsfræðingur hjá Vífilfelli. Með GPRS getum við inn- leitt margar af þeim þjón- ustuleiðum sem ríkjandi verða í 3G Er eitthvert Kanarístuð á ykkur? Má ekki lengur ræna þá minnimáttar? HEILDARFJÁRHÆÐ sam- þykktra húsbréfalána dróst saman um 10,7% á síðasta ári samanborið við árið áður. Samdrátturinn er nærfellt tvöfalt meiri ef miðað er við markaðsvirði húsbréfanna eða 20,4%. Samkvæmt skýrslu fjárstýring- arsviðs Íbúðalánasjóðs var heildar- fjárhæð samþykktra húsbréfalána á árinu 2000 tæpir 28,2 milljarðar króna en samsvarandi fjárhæð út- gefinna húsbréfalána á árinu 1999 nam rúmlega 31,5 milljörðum króna. Fram kemur að mikil aukning varð á útgáfu húsbréfa í upphafi síðasta árs samanborið við árið áð- ur en sú þróun snerist við um sum- arið og eftir júnímánuð í fyrra var samdráttur í útgáfu húsbréfa alla mánuði ársins samanborið við sömu mánuði árið áður. Samdrátt- urinn er enn meiri ef miðað er við áætlað markaðsvirði húsbréfanna vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa í fyrra. Markaðsvirði hús- bréfanna var rúmir 32,2 milljarðar króna á árinu 1999 en tæpir 25,7 milljarðar króna í fyrra, sem er samdráttur upp á 20,4%. Markaðs- virðið er minna allt árið í fyrra nema fyrstu tvo mánuðina. Tæplega 11% samdráttur í útgáfu húsbréfa Húsbréf fyrir 28,2 milljarða króna gefin út í fyrra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.