Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR er ómögulegt að túlka skýrsluna sem stuðning við þá nálgun við Evrópusambands- aðild sem formaður flokksins hefur verið að keyra. Öllu er hald- ið opnu og hún er að því leyti magalending á þeirri flugferð sem Halldór Ásgrímsson hóf í þessum efnum. Það var kannski ekki við öðru að búast þar sem vitað var að mjög eru skiptar skoðanir um málið í flokknum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. „Ég verð einnig að segja að mér sýnist það hefði verið óþarfi að merkja Framsóknarflokknum þetta plagg, það er svo opið í báða enda að það þekkist óðar á því ætternið.“ Steingrímur segir að hann sé að því leytinu til ánægður með skýrsl- una að hún sé ekki einstefna í átt til aðildar eins og hann hafi jafnvel tal- ið að flokkurinn stefndi að. „Það getur verið að skýrslan sé ekki hugsuð sem nein endastöð hjá flokknum heldur sé liður í að venja framsóknarmenn við þá tilhugsun að aðild sé á dagskrá, með fullum fyrirvara á framhaldinu. Það er eins og þeir hafi valið að semja vopnahlé milli andstæðra fylkinga, því hafi ég nokkurn tíma séð vandræðalegan texta þar sem slegið er úr og í þá er það þessi.“ Steingrímur bendir í þessu samb- andi á lið c) í þriðja hluta niðurstöðu skýrslunnar sem fjallar um hvað gera skuli reynist ekki grundvöllur til að byggja á EES-samningnum. Þarna er orðalagið mjög óskýrt að mati Steingríms og engu slegið föstu. Eina sem er skýrt í skýrslunni segir Stein- grímur er að það yrði gripið til þjóðar- atkvæðagreiðslu kom- ist aðild að Evrópu- sambandinu á dagskrá. „Það er í sjálfu sér ekki nýtt, það hafa allir talað um að það komi ekki ann- að til mála.“ Samningsmarkmið draumórar Að mati Steingríms er lítill fengur í samn- ingsmarkmiðum þeim sem reifuð eru í skýrsl- unni. „Ég áskil mér rétt að kanna þau betur en ég sé ekki betur en að þar séu menn á ýmsum sviðum að setja niður draumórakennd mark- mið og tali um möguleika á sérstöðu Íslands sem ég hefði talið að væri al- gerlega óraunhæf. Það er eins og menn telji að menn geti haldið hér sérstöðu í ýmsum málum. Geti t.d. jafnvel þó að evran verði tekin upp varið sig sveiflum í efnahagslífinu á meginlandinu. Ég held að fæstir skilji hvernig það ætti að eiga sér stað ef við erum seld undir takmark- anir og þau þröngu skilyrði sem upptaka evrunnar setur í sambandi við ríkisfjármál og aðra hluti.“ Steingrímur segir að þegar á allt sé litið sé ekki hægt að segja að skýrslan sé stórtíðindi, það sé ein- faldlega liður í flokksstarfi að ræða mál eins og Evrópumálin í stjórn- málaflokkum. „Þetta hefur verið kynnt sem eitthvað stórmál sem var kannski ekki hyggilegt þegar litið er á niðurstöðuna sem er þó ekki meiri tíðindi en þetta. Miklar vænt- ingar voru gerðar til nefndarinnar en svo kemur ósköp lítið út úr því nema plagg sem er opið í allar átt- ir.“ Steingrímur J. Sigfússon. Ómögulegt að túlka skýrsluna sem stuðning við aðild „ÞETTA er í fljótu bragði almennt yfirlit en ekki stefnumörkun. Þetta er opið í báða enda eins og vant er um þennan flokk,“ segir Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, um skýrslu Evrópunefndar Framsóknarflokksins. Tekur undir tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu Sverrir segist taka undir með tillögum skýrslunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu, yrði sótt um aðild. Enn sem komið er hafi hins vegar ekki annað komið í ljós en aðild að Evrópusambandinu fylgi afsal á rétti Íslendinga yfir auðlindum hafsins. „Við þurfum að láta af hendi þau rétt- indi og hleypa annarra þjóða skipum í landhelgina. Slíkt er óhugsandi að mínu viti. Slíkt er nægilegt til að ég get ekki fallist á að við göngum undir slíkt jarðarmen.“ Sverrir segir einnig athyglisvert að skýrslan velti upp framsali fullveldis og það sé enn langt í land með að allir vafa- þættir hafi verið nægilega ræddir og skýrðir. „Það er enda skýrt tekið fram að það eru ekki öll kurl komin til grafar. En í heild tekið er þetta vafalaust góð sam- antekt á stöðu og horfum en að þetta getur ekki kallast að nein stefnumið hafi verið sett fram af hálfu þessa flokks. Það getur vel verið að hægt verði að byggja á þessu að einhverju leyti, um það get ég ekki dæmt en það á eftir að koma í ljós.“ Yfirlit en ekki stefnumörkun Sverrir Hermannsson „MÉR finnst eftir að hafa lesið plaggið að þetta sé undarleg lend- ing. Þegar farið var af stað hafði forysta Framsóknarflokksins uppi sverar yfirlýsing- ar um að tengjast sterkari böndum við Evrópu og mér fannst byr í segl þeirra sem kalla mætti Evrópu- sinna en þessi skýrsla bendir til þess að þeir hafi a.m.k. ekki orðið ofan á,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingar- innar. „Sú forysta, sem Framsókn- arflokkurinn kvaðst ætla að taka sér í Evrópumálum, hefur gufað upp.“ Össur segist efast um að skýrsl- an verði til þess að blása byr í Evr- ópuumræðuna hér á landi því menn hafi í raun átt von á allt annarri nið- urstöðu. „Forysta flokksins hafði talað það ákveðið með nauðsyn þess að kanna rækilega sterkari tengsl við Evrópusambandið, kanna rækilega hvort sækja bæri um aðild að Evrópusamband- inu. Þannig hafði ég og fleiri skilið forystu Framóknarflokksins. Það sem þarna kemur fram er hins vegar hálfgert japl, jaml og fuður.“ Össur segir það hans mat að afrakstur nefndarinnar sé mjög hefðbundinn fyrir Framsóknarflokkinn. „Það er talað um að verði að skoða út í hörgul þau tækifæri sem bjóðast innan Evrópusam- bandsins, komi í ljós að þau séu ekki næg verði að leita annarra leiða. Þetta er dæmigerð stefna sem er opin í báða enda.“ Þannig hafi nefndin í raun ekki skilað því sem til var stofnað, veikt sé kveðið að orði í niðurstöðukafl- anum og engin afstaða tekin. Fram- tíðarstefna flokksins, eins og hún birtist þar, sé afar óljós. Ekki megi hins vegar gleyma því að þetta sé eingöngu skýrsla, vel geti verið að stefna flokksins fylgi nú í kjölfarið. Pólitísk tvíhyggja Hins vegar segir Össur athygl- isvert að í raun birtist í skýrslunni mikil pólitísk tvíhyggja. Niðurstöð- urnar séu óljósar en greinargerð skýrlunnar sé mun skeleggari og Evrópusinnaðri. „Í greinargerðinni kemur fram sú niðurstaða að sameiginleg sjáv- arútvegsstefna Evrópusambands- ins sé ekki þrándur í götu aðildar, sem mér finnst mjög merkilegt. Þar eru lögð fram ýmisleg skyn- samleg samningsmarkmið sýnist mér. Þessi niðurstaða er í blárri andstöðu við stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þessum efnum. En þetta er vissulega niðurstaða nefndarinn- ar ekki forystunnar. Í öðru lagi er yfirlýsingin um að fyrirtækin í landinu hagnist á aðild mjög mik- ilvæg. Í þriðja lagi fæ ég ekki skilið greinargerðina öðruvísi en að frá sjónarhóli byggðastefnu sé aðild æskileg. Það er helst í landbúnaði að sé staldrað við en þar eru nið- urstöður vægast sagt óljósar.“ Blæs ekki byrlega hjá Evrópusinnum Össur Skarphéðinsson. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar um Evrópuskýrslu Framsóknarflokksins Egilsstöðum - Tillaga að aðalskipu- lagi Fellahrepps hefur undanfarið verið til kynningar og rennur kæru- frestur út í dag, 24. janúar. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að landtaka Lag- arfljótsbrúar færist ríflega 60 metr- um ofar í Fljótið. Burðarþol hennar er orðið ófullnægjandi. Brúin er hluti af þjóðvegi 1 og skv. skipulag- inu kæmi hann gegnum land jarð- arinnar Helgafells, norðan við svo- kallaðan Ullartanga, í gegnum athafnasvæði Trésmiðju Fljótsdals- héraðs og yfir götuna Heimatún. Þaðan í norðvestur að götunni Grundartúni og tengdist þar upp á þjóðveg 1 um hálfum kílómetra ofar. Deilur hafa nú risið meðal Fella- manna um tilfærslu Lagarfljótsbrú- ar og þjóðvegarins gegnum bæinn, en á liðnum árum hafa ekki færri en fimm tillögur verið nefndar að nýrri staðsetningu Lagarfljótsbrúar. Oddviti Fellahrepps, Eyjólfur Val- garðsson, hefur gefið það út opin- berlega að sveitarstjórnin telji heppilegt að færa þjóðveg 1 í jaðar þéttbýlisins í ljósi vaxandi umferð- arþunga og margvíslegir mögu- leikar opnist í lóðaframboði við til- færsluna. Andmælendur skipulagstillög- unnar, sem nú hafa safnað undir- skriftum, telja henni það t.d. til for- áttu að vegurinn muni ekki einasta liggja um miðja íbúðarbyggð heldur þurfi að rífa fjögurra íbúða hús til grunna og vegarmiðja þjóðvegar 1 eigi að liggja í 22 metra fjarlægð frá húsgöflum í götunni Heimatúni. Að auki líst mönnum misjafnlega á að taka þjóðveg 1 út fyrir þjónustu- kjarna bæjarins og hugsa þar til tekjumöguleika af gegnumstreymi umferðarinnar. Kvartað er yfir að sveitarstjórn Fellahrepps skuli ekki hafa séð ástæðu til þess að óska eftir aðkomu íbúa að hugmyndavinnunni sjálfri og Austur-Hérað nú tekið sem dæmi um sveitarfélag sem er um þessar mundir að hefja skipulagsvinnu og hefur boðið íbúum þátttöku í und- irbúningi að tillögu aðalskipulags. Enn rísa deilur um brúarmál og vegstæði á Fljótsdalshéraði Þjóðvegur 1 gegnum íbúðarhús Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir. Brúin yfir Lagarfljót hvílir á undirstöðum frá árinu 1905, en sjálf brúin var endursmíðuð 1956. KONA á fertugsaldri, sem handtekin var með tæplega 200 g af hassi innvortis á Keflavík- urflugvelli þann 11. janúar sl., hefur verið dæmd í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi af Héraðs- dómi Reykjaness. Konan var handtekin við komuna frá Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið búsett undanfarin 8 ár. Hún hefur við- urkennt að eiga fíkniefnin. Þau hafi hins vegar ekki verið ætluð til sölu heldur hafi hún ætlað að nota þau til eigin neyslu og til að bjóða vinum og kunningjum hér á landi. Þá hafi hún ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlega væri litið á slík mál hér á landi. Refsing konunnar fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hún almennt skilorð. Hún var einnig dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, þ.m.t. sinna eigin málsvarnarlauna, 35.000 kr. Finnbogi H. Alexandersson kvað upp dóminn. 30 daga skilorðs- bundið fangelsi Smyglaði tæplega 200 g af hassi til landsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.