Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 14

Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 14
FRÉTTIR 14 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, setti fundinn og sagði að fram- undan væri stríður tími málaferla öryrkja og eldri borgara til að ná fram sínum rétti. Hann gaf því næst Garðari Sverrissyni, for- manni Öryrkjabandalagsins, orðið sem þakkaði fundargestum og verkalýðsforingjum og eldri borg- urum þá samstöðu sem þeir sýndu með komu sinni til að leggja félag- inu lið í baráttunni við „harðsvíruð og spillt stjórnvöld, í baráttu við fólk sem fótum treður leikreglur lýðræðisins og hefur vanvirt allar reglur sem eiga að tryggja lýð- ræðislega stjórnskipan og réttar- öryggi þjóðarinnar.“ Garðar sagði „misbeitingu valdsins“ svo alvar- lega að óhjákvæmilegt hefði verið að forystumenn stærstu félaga- samtaka landsins tækju höndum saman til að mótmæla „þeim yf- irgangi og árásum“ sem nú stæðu yfir. Garðar var ómyrkur í máli og sagði að yrði frumvarpið sam- þykkt myndi 23. janúar 2001 verða minnst sem svartasta dags í stjórnmálasögu íslenska lýðveldis- ins. „Þess vegna er afar brýnt að við sýnum þessu fólki í eitt skipti fyrir öll að við munum ekki hlíta því að það sé komið fram við okk- ur eins og réttlausa niðursetn- inga.“ Garðar sagði að til að árétta þennan vilja hefðu þeir sem fundinn ávörpuðu strengt þess heit að láta fundinn marka upphafið að sameiginlegri bar- áttu „fyrir mannsæm- andi almannatrygging- um á Íslandi“. Baráttunni ekki lokið Sjöfn Ingólfsdóttir, varaformaður BSRB, tók næst til máls og lýsti fyrir hönd BSRB yfir stuðningi við bar- áttu öryrkja. „Sameig- inlega eigum við í bar- áttu sem tekur til allra samtaka, verkalýðs- hreyfingarinnar allrar, alls launafólks, allra þeirra sem vilja beita sér fyrir jöfnuði og félagslegum rétting- um,“ sagði Sjöfn og áréttaði að öryrkjar byggju við svo bág kjör að enginn annar þjóð- félagshópur stæði verr og að það væri óskilj- anlegt að „menn gangi eins langt og raun ber vitni til að hafa af því fólki, sem býr við lægstu tekjur í landinu, réttmætar greiðslur sem dómstólar hafa úr- skurðað að því beri.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kennarsambands Íslands, sagðist stundum finnast eins og búið væri að segja allt sem segja þyrfti um dóm Hæstaréttar í sk. öryrkja- máli, „mér finnst líka eins og nær allir skilji málið að frátöldum ráð- herrum og stjórnarþingmönnum sem skilja það hreint ekki.“ Eirík- ur sagði málið allt snúast um mannréttindi og hvort við eigum að hafa ein lög í landinu. „Þetta mál snýst um það hvort lágmarks- bætur til öryrkja skuli skertar vegna tekna maka þegar aðrar bætur eru ekki skertar á sömu forsendum. Er það til of mikils mælst að einstaklingur njóti þeirra grundvallarmannréttinda að teljast einstaklingur þrátt fyrir að hann hefji sambúð eða stofni til hjúskapar. Í þessu máli hefur rík- isstjórnin ákveðið að slíta í sundur friðinn og segja öryrkjum stríð á hendur. Samstaða þjóðarinnar með öryrkjum kemur ríkisstjórn- inni ef til vill á óvart en þjóðinni er misboðið, ríkisstjórnin hefur sært réttlætistilfinningu fólksins í land- inu.“ Eiríkur lauk svo máli sínu með þeim hvatningarorðum til fundarmanna að baráttunni væri hvergi nærri lokið. „Allir njóti mannréttinda en ekki einhverjir útvaldir“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, sagði þjóðina vilja að allir nytu mann- réttinda en ekki einhverjir útvald- ir og sagði: „Þjóðin vill ekki að ör- yrkjar verði öreigar. Málefni öryrkja, mannréttindi, er mál okk- ar allra. Þau grundvallarsjónarmið þarf að hafa að leiðarljósi að líf- eyrisþegar sem ekki geta aflað sér tekna vegna sjúkdóma, fötlunar eða aldurs séu ekki háðir sínum nákomnustu um nauðsynjar. Sam- kvæmt stjórnarskrá landsins eru öryrkjar líka fólk – bæði með rétt- indi og skyldur.Við styðjum vorn rétt til að lifa eins og menn, stönd- um á þeim rétti og þá er sigurinn okkar.“ Halldór Björnsson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, tók í sama streng en sagði gagngera endurskoðun á almannatrygginga- kerfinu og skattkerfinu einnig- nauðsynlega svo hægt verði að bæta kjör einstaka hópa í gegnum skatta og bætur. „Þingmenn þjóð- arinnar eru að taka grundvallar- ákvarðanir um lífskjör og sjálf- stæði fjölda einstaklinga. En þeir eru líka að taka ákvörðun um það hvaða virðingu þeir vilja sýna okkur hinum og þeim félagslegu réttindum sem við telj- um okkur eiga. Við bíð- um eftir svari stjórn- valda eftir ítrekuðum óskum um að taka höndum saman um að byggja upp til framtíð- ar velferðar- og al- mannatryggingakerfi jöfnuðar og réttlætis.“ Benedikt Davíðsson, formaður Landssam- bands eldri borgara, sagði að dómsorð Hæstaréttar væri stutt, einfalt og skýrt. „Í mínum huga er einnig augljóst að það lögbrot sem framið var gagnvart þessum hópi öryrkja var líka framið gagnvart þeim sem eins var statt fyrir tekjulega og í hjúskap- arlegu tilliti í hópi aldr- aðra.“ Benedikt sagði að á þetta yrði látið reyna á næstunni. „Augljós sannindi liggja á borðinu, ein- faldur dómur sem ekki þurfti nein sérstök ný lög til að framkvæma.“ Séra Halldór Gröndal sleit fund- inum og hvatti fundarmenn til að fylkja liði að Alþingi þar sem verið var að afgreiða hið umdeilda frum- varp. Á fimmta hundrað fundar- gestir brugðust vel við, tendruðu kyndla og gengu á Austurvöll þar sem þeir stilltu sér upp og hróp- uðu „Við mótmælum öll!“ Á fimmta hundrað gestir á mótmælafundi Öryrkjabandalags Íslands Ólafur Ólafsson, séra Halldór Gröndal og Garðar Sverrisson stinga saman nefjum fyrir fullu Ráðhúsi. „Svartasti dagur í sögu lýð- veldisins“ Öryrkjar fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur í gær þar sem opinn baráttu- fundur Öryrkjabandalagsins var haldinn. Tilefni fundarins var óánægja Öryrkja- bandalagsins og forystu ýmissa hagsmunasamtaka með viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar Hátt á fimmta hundrað manns stóð og mótmælti fyrir framan Alþingi. Morgunblaðið/Þorkell Táknræn mótmæli vegna tekjutengingar örorkubóta. Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær var samþykkt að leggja fram á Al- þingi, sem stjórnarfrumvarp, frum- varp Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Laga- breytingin felur í sér rýmkun á reglum hegningarlaganna um refsi- lögsögu til samræmis við samning um öryggi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna, sem fyrirhugað er að Ís- land verði aðili að, samkvæmt því sem fram kemur í athugasemdum með frumvarpinu. Lagt er til að við 6 gr. laganna, sem fjallar um refsingar eftir ís- lenskum hegningarlögum fyrir brot utan íslenska ríkisins, bætist nýr töluliður, sem felur í sér að refsa skuli fyrir háttsemi sem greini í samningnum. Þannig verði unnt að refsa eftir íslenskum lögum fyrir brot sem falla undir samninginn. Samkvæmt samningnum skal hvert aðildarríki gera þær ráðstaf- anir sem nauðsynlegar kunna að vera í því skyni að ákvarða lögsögu sína yfir þeim glæpum sem falla und- ir samninginn að því er varðar mál þar sem meintur árásarmaður er staddur á yfirráðasvæði aðildarrík- isins og það framselur hann ekki til annars aðildarríkis. Samningur um öryggi starfsmanna SÞ Kallar á breytingar á hegning- arlögum ♦ ♦ ♦ ÞRJÁR af fjórum starfsstöðvum þrotabús fjarvinnslufyrirtækisins Íslenskrar miðlunar á Vestfjörðum hafa nú verið seldar. Vestmark á Ísa- firði hefur keypt stöðina þar í bæ og Netver á Raufarhöfn keypti starfs- stöðina í Bolungarvík. Fyrr í vetur keypti Fjarvinnslan Suðureyri stöð- ina á þeim bæ. Starfsstöðin á Þing- eyri er óseld en samkvæmt frásögn Bæjarins besta á Ísafirði hafa við- unandi tilboð ekki borist í þá stöð. Þrotabú Íslenskrar miðlunar Þrjár af fjórum starfsstöðvum seldar NÝJAR vegsprungur, sem raktar eru til Suðurlandsskjálftanna í júní sl. hafa myndast á þremur svæðum á Suðurlandsvegi í haust og vetur. Sprungurnar, sem sumar ná þvert yfir veginn, mynduðust á tímabilinu júlí til desember sl. Þær eru allar minna en 1 cm á breidd, að sögn Bjargar Pétursdóttur, mannvirkja- jarðfræðings hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. 8–10 sprungur eru í sigdal á svæði norðan við Dælarétt, þ.e. miðja vegu milli Þjórsárbrúar og Skeiðavega- móta, 10–20 sprungur á svokölluðu Mókeldusvæði, rétt austan við Bitru og 3–4 sprungur rétt austan við Þjórsárbrú. Björg kannaði veginn í desember ásamt Valdimar Sigurjónssyni, eft- irlitsmanni Vegagerðarinnar á Sel- fossi, en hann hafði kortlagt sprung- ur á veginum í júlí og voru umræddar sprungur þá ekki komnar fram. Valdimar telur þó nýju sprungurnar ekki það breiðar að þær kalli á viðgerð á veginum. Nýjar veg- sprungur rakt- ar til Suður- landsskjálfta ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.