Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 23
Stólpi fyrir Windows
Kynning á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1,
24. janúar, kl. 16.00 -18.00
Kynnt verður ný útgáfa af Stólpa fyrir Windows og nær bókhaldskerfið nú til flestra
þátta atvinnurekstrar. Einstaklega notendavænn viðskiptahugbúnaður í takt við
tímann. Kerfið hefur alla sömu eiginleika og Word og Excel.
Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar
um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Um 150 fyrirtæki hafa nú þegar
tekið Stólpa fyrir Windows í notkun.
Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar:http://www.kerfisthroun.is
Komdu, sjáðu og láttu sannfærast um hvernig upplýsingakerfi á að líta út.
Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald,
Sölukerfi, Innheimtukerfi banka, Birgðakerfi, Vefverslun, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi,
Stimpilklukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi, Útflutningskerfi og EDI
samskipti.
Námskeið í launakerfinu verður mánudaginn 29. janúar kl. 13 - 17 • Námskeið í bókhaldskerfunum
verður miðvikudaginn 31. janúar kl. 9 - 12 • Staður: Tölvuskóli Reykjavíkur. Bókanir í síma 568 8055.
Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031
Netfang: kerfisthroun@kerfisthroun.is
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ í
Manila bannaði í gær Joseph Estr-
ada, fyrrverandi forseta, og 22 skyld-
mennum og samstarfsmönnum hans
að fara frá Filippseyjum meðan yf-
irvöld rannsaka spillingarmál hans.
Yfirvöld bjuggu sig einnig undir að
loka bankareikningum Estrada.
Hernando Perez dómsmálaráð-
herra setti ferðabannið til að tryggja
að hægt yrði að yfirheyra Estrada,
eiginkonu hans, son hans, mág, þrjá
ráðherra í stjórn hans og sextán aðra
samstarfsmenn hans. Estrada sætir
nú sakamálarannsókn vegna meints
fjárdráttar, glæps sem varðar dauða-
dóm.
Perez varaði Estrada einnig við því
að höfða mál til að reyna að endur-
heimta forsetaembættið. Estrada
hafði skrifað þinginu bréf þar sem
hann kvaðst hafa látið af embætti um
stundarsakir og varaforsetinn, Gloria
Arroyo, yrði við völd til bráðabirgða.
Estrada hefur haldið kyrru fyrir í
stórhýsi sínu í einu úthverfa Manila
frá því að hann fór úr forsetahöllinni á
laugardag. Hæstiréttur landsins úr-
skurðaði þá að enginn gegndi forseta-
embættinu og Arroyo bæri því að
taka við því eftir að herinn, lögreglan
og meirihluti stjórnarinnar sneru
baki við Estrada og studdu hundruð
þúsunda mótmælenda sem kröfðust
afsagnar hans.
Tveir samstarfsmenn flúnir
Saksóknarinn Aniano Desierto hef-
ur hafið rannsókn á ásökunum um að
Estrada og samstarfsmenn hans
hefðu gerst sekir um fjárdrátt, mútu-
þægni og fleiri lögbrot. Desierto sagði
að tveir af samstarfsmönnum Estr-
ada hefðu þegar flúið frá Filippseyj-
um. Ferðabannið nær ekki til tveggja
öldungadeildarþingmanna, Johns
Osmena og Tessie Oreta, þótt þeir
séu taldir viðriðnir málið.
Perez sagði að ferðabannið næði
ekki heldur til héraðsstjórans Luis
Singsons, fv. drykkjufélaga Estrada
sem vitnaði gegn honum í réttarhöld-
um öldungadeildar þingsins. Ráð-
herrann sagði að stjórnin kynni að
veita Singson friðhelgi og hann nyti
nú sérstakrar verndar sem vitni.
Estrada
bannað að
fara frá Fil-
ippseyjum
Manila. AFP, AP.
STJÓRN Ekvadors lýsti í gær yfir
neyðarástandi á eyjaklasanum Gal-
apagos vegna olíumengunar sem
ógnar sérstæðu dýralífi eyjanna.
Íbúar eyjanna segjast hafa misst
helsta lífsviðurværi sitt vegna meng-
unarslyssins.
„Sjórinn er lífsviðurværi okkar.
Vegna mengunarinnar erum við at-
vinnulaus,“ sagði Pedro Mieles, 35
ára íbúi Puerto Baquerizo.
Rúmlega 640.000 lítrar af díselolíu
hafa lekið úr olíuskipinu Jessica sem
strandaði um hálfum km undan eyj-
unni San Cristobal. Lekinn hófst á
föstudag og olíuflekkurinn var orð-
inn um 1.250 ferkm stór í gær.
„Við getum ekki veitt á grunnsæv-
inu vegna þess að það er mengað,
þannig að við fórum á önnur fiski-
mið. Eins og þið sjáið er ég kominn
aftur,“ sagði Mieles og benti á svarta
olíubletti á fótunum.
Íbúar eyjanna voru varaðir við því
að borða fisk eða að synda í sjónum.
Sjómaðurinn Robin Betancourt
kvaðst hafa séð um 50 dauða fiska á
reki sunnan við eyjuna Manglecito.
Þekktar fyrir sérstætt lífríki
Galapagos-eyjar eru tæplega
1.000 km undan vesturströnd Ekva-
dors og kunnar fyrir mjög sérstætt
lífríki, m.a. risavaxnar skjaldbökur
(galápago á spænsku) sem eyjarnar
draga nafn sitt af og voru nær al-
dauða fyrir friðun. Charles Darwin
kom til eyjanna 1835 og athuganir
hans þar lögðu grunn að kenningum
hans um náttúruval og þróun teg-
undanna. 90% skriðdýranna, 46%
skordýranna og um helmingur
fuglanna á eyjunum lifa ekki á öðr-
um stöðum í heiminum.
Á síðustu árum hafa komið upp
deilur milli sjómanna á eyjunum og
umhverfisverndarsamtaka sem
segja að viðkvæmu vistkerfi eyjanna
stafi hætta af mannfjölgun sem þar
hefur orðið á síðustu áratugum. Íbú-
ar Galapagos voru aðeins tæplega
1.000 árið 1950 en þeir eru nú um
16.000. Sjómenn hafa krafist auk-
inna veiðiréttinda til að hægt verði
að sjá íbúunum fyrir atvinnu. Tals-
maður þjóðgarðs Galapagos, Fabian
Oviedo, sagði að ídræg efni væru
notuð til að draga úr áhrifum olíu-
flekksins sem hefði þegar náð til eyj-
unnar Santa Fe, um 60 km vestan
við San Cristobal. Hann bætti við að
sæljón, svölur og 50 pelíkanar hefðu
þegar sést þar með olíubletti og
starfsmenn þjóðgarðsins hefðu
hreinsað þá með sérstökum efnum.
Sæljón og græneðlur í hættu
Hundruð sæljóna og þúsundir
græneðla eru á Santa Fe og talið er
að þeim stafi mikil hætta af meng-
uninni, að sögn Carlos Valle, sem
stjórnar starfsemi umhverfisvernd-
arsamtakanna World Wildlife Fund
í Ekvador. Hann sagði að sjávar-
skjaldbökur gætu einnig verið í
hættu. Olíumengunin er hins vegar
ekki talin ógna ýmsum dýrategund-
um, sem eru í útrýmingarhættu, svo
sem Galapagos-mörgæsum og
ófleygum skörfum, þar sem þær lifa
vestast á eyjaklasanum.
Risaskjaldbökurnar, sem eyjarn-
ar draga nafn sitt af og geta orðið
250 kg að þyngd, eru ekki heldur í
hættu þar sem þær lifa ekki nálægt
sjónum.
Rodolfo Rendon, umhverfisráð-
herra Ekvadors, sagði að um 227.000
lítrum hefði verið dælt úr olíuskipinu
um helgina. Bandarískir sérfræðing-
ar hefðu náð rúmlega 70.000 lítrum
úr tönkum skipsins í gær og fyrra-
dag. Í skipinu voru um 920.000 lítrar.
Talsmaður umhverfisverndar-
samtakanna Nature Foundation
sagði að mengunin myndi valda
„óbætanlegum skaða“ til lengri tíma
litið. Líffræðingar óttast að olían
sökkvi til botns og eyðileggi þörunga
sem eru mikilvægur hlekkur í fæðu-
keðjunni. Það gæti haft alvarleg
áhrif á ýmsar tegundir, svo sem
sjávargræneðlur, hákarla og fugla
sem lifa á fiski.
Mistök skipstjórnenda
Lögreglan á San Cristobal sagði
að skipstjóri olíuskipsins hefði ekki
enn verið ákærður. Gustavo Noboa,
forseti Ekvadors, sagði á sunnudag
að strandið yrði rannsakað sem
sakamál og krafðist ýtarlegrar
skýrslu um orsök þess.
AP
Pelíkani á flugi við olíuskip er strandaði undan eynni San Cristobal. Um 640.000 lítrar af olíu hafa lekið úr því.
Lýst yfir neyðarástandi
vegna mengunarslyssins
Puerto Baquerizo, San Cristobal. AP, AFP.
Olíumengun ógnar sérstæðu lífríki Galapagos-eyja og lífsviðurværi íbúanna
VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti
hefur falið öryggislögreglunni stjórn
mála í Tsjetsjníu, þar sem bardagar
geisa enn milli rússneska hersins og
tsjetsjneskra skæruliða. Er þetta
álitin veruleg breyting á stefnu
Rússa varðandi átökin í héraðinu.
Herinn fór áður með stjórn mála í
Tsjetsjníu, en undir stjórn öryggis-
lögreglunnar verði meiri áhersla
lögð á að leita uppi hópa skæruliða
og uppræta þá. Að sögn embættis-
manna í Moskvu munu sérsveitir hér
eftir fást við skæruliða, en venjulegt
lögreglulið sjá um að halda uppi lög-
um og reglu í héraðinu.
„Þetta þýðir ekki að bundinn hafi
verið endi á aðgerðir gegn hryðju-
verkamönnum [í Tsjetsjníu]. Þeim
verður þvert á móti haldið áfram af
sama krafti, en af öðrum aðilum og
með öðrum áherslum,“ sagði Pútín í
sjónvarpsviðtali. Pútín sagði enn-
fremur að dregið yrði úr herviðbún-
aði í héraðinu en sagði ekki hvenær
af því yrði.
Aslan Maskhadov, leiðtogi að-
skilnaðarsinna í Tsjetsjníu, dró í gær
í efa að Rússar myndu standa við
heit sín um að fækka í herliði sínu.
Tsjetsjnía
Öryggislög-
reglunni
falin stjórn
Moskva, Strasborg, SÞ. AFP, AP.