Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 35 Útsala - Bútasala 35-50% afsláttur ❖ ❖ ❖ ❈ ❈ ❈ ❄ ❄ ❄ ❄ ❈ ❈ ❂ ❂ ❂ ❂ ❂ ❆ ❆ ❆ ❆ Laugavegi 71, sími 551 0424 því fyrir ekki löngu, að þjóð sín ætti að hafa það markmið í augsýn að verða „ríkasta þjóð veraldar“. Hann talaði áreiðanlega um þessa hugsjón í peningalegum og efna- legum skilningi. Það skiptir ugg- laust minna máli hvort þjóðin verður rík af mannlegum verð- mætum; umhyggju, heilbrigði, menntun, öryggi og nauðþurftum sálarinnar. Í eina tíð var maður einn sagður svo fégráðugur, að hann myndi selja ömmu sína fengi hann ein- hverja aura fyrir hana. Er ekki rétt að draga mörkin einhvers staðar? En án gamans: Það er ekkert ljótt við að eignast peninga í krafti dugnaðar og hyggjuvits þar sem leikreglur eru skýrar og farið er að lögum. Og þá er komið að kjarna máls- ins: Það væri fáránlegt, siðlaust, galið, lyginni líkast og þjóðinni til ævarandi skammar ef hluti af Þingvöllum yrði eign erlends manns eða manna. Hvorki brot né brotabrot af helgu landi Þingvalla á að vera í eigu íslensks eða er- lends einstaklings. Þingvellir eru eign þjóðarinnar allrar; hvers ein- asta Íslendings, ungs sem aldins. Hraunið, vatnið, birkið og sagan er eign okkar allra. Það er fáránleikinn uppmálaður að selja eina flís úr þessu lífstré þjóðarinnar. Nóg er sumarbústaðaskömmin, þótt ís- lensk sé. Er hugsanlegt að allt sé falt fyrir peninga eða pólitíska hagsmuni? Af hverju horfum við á og aðhöfumst ekkert? Erum við tilbúin að selja Heklu eða Gullfoss, Geysi eða Ásbyrgi, Mývatn, Herðubreiðarlindir eða hvert það náttúruundur sem einstaklingar, auðugir af fjármunum, vilja kaupa og við selja til að ná því göfuga markmiði að verða ríkasta þjóð veraldar. Vilja Íslendingar ganga um Þingvelli, rifja upp sögu eins elsta löggjafarþings sem ritaðar heimildir fjalla um, benda á Lög- berg, segja frá lögréttu, Drekking- arhyl og greina frá átökum, dóm- um og friðarheitum. Ganga síðan nokkurn spöl til suðurs og rekast þar á hlið eða girðingu þar sem stendur : „No trespassing. Private Property“ eða „Öll umferð bönnuð. Einkaeign.“ Eru menn að tala í alvöru? Það verður ekki amast við sölu á land- spildum undir hross eða trjárækt, hvorki til útlendinga né Íslend- inga. En er mönnum alvara þegar rætt er um sölu á Valhöll á Þing- völlum. Áður en sú sala verður að veruleika mun ég hvetja þjóðina til að skunda á Þingvöll, mæta betur en á kristnihátíð, og mótmæla svo bergmáli frá Lögbergi. Ekki sæi ég eftir þeim skattpeningi, sem færi til kaupa ríkisins á eigninni, ef koma mætti í veg fyrir óhapp sem kalla mætti þjóðsögulegt slys. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ. KÚARIÐA í búpen- ingi og ekki síður Creutzfeldt-Jakob- sjúkdómurinn virðast hafa náð að stinga sér niður í vaxandi mæli víða í Evrópu á und- anförnum árum og er nú sjúkdómstíðnin orðin slík að í ýmsum löndum hefur ofsa- hræðsla gripið um sig hjá neytendum. Stjórnmálamenn, sem talað hafa digurbarka- lega um að þeir hefðu stjórn á málum og reynt að róa neytend- ur, hafa ekki getað staðið undir loforðunum og orðið að segja af sér. Þessir sjúkdómar eru einstak- lega erfiðir í greiningu. Sjúkling- urinn er er oft búinn að ganga með sjúkdóminn árum saman áður en einkenni koma í ljós og ekki er hægt að greina hann með fullri vissu nema við nákvæma rannsókn á aðalhlutum taugakerfis. Smit- leiðir eru líka lítt þekktar. Öll þessi einkenni þekkjum við Íslend- ingar sem um áratugaskeið höfum barist gegn hliðstæðum sjúkdómi í sauðfé með athyglisverðum ár- angri. Það hefur miklu verið fórn- að og skorið niður fé af heilu land- svæðunum og í sumum tilfellum hefur þurft að endurtaka niður- skurð jafnvel þótt ýtrustu varúðar hafi verið gætt og virðast mörg landsvæði sem áður voru sýkt nú vera orðin riðufrí þótt seint verði nokkuð fullyrt í því efni. Brýn þörf er á að hafa áfram fyllstu aðgát vegna þess hve lævís sjúkdómur- inn er. Ég hefi lengi fylgst af miklum áhuga með baráttunni við sauð- fjárriðu á Íslandi og verið stolt af þeim árangri sem við höfum náð og verið sannfærð um að það myndi gefa íslenskum sauðfjárbú- skap nýjan styrk þegar við gætum sýnt fram á að þær afurðir sem við byðum til sölu á erlendum mörk- uðum væru af riðufríum svæðum. Ímynd íslensks landbúnaðar Það skiptir miklu máli að við Ís- lendingar höfum þá ímynd að hér geti menn neytt nautakjöts sem er öruggt hvað varðar kúariðusmit þar sem slík riða hafi aldrei komið upp á Íslandi. Ég verð því að við- urkenna að mig rak í rogastans þegar ég varð þess áskynja að flutt hafði verið inn nautakjöt frá riðulandinu Írlandi til að Íslend- ingar gætu gætt sér á því í hátíða- matinn. Það verður að segjast eins og er að í Írlandi grasserar riða landsmönnum til mikillar skelfing- ar. Í nóvembermánuði síðastliðn- um fundust þar 20 ný tilfelli af kúariðu og í byrjun desember höfðu á árinu greinst þar 125 ný tilfelli. Egyptar, sem hafa keypt 25% af allri nautakjöts- framleiðslu Íra, hafa nú bannað innflutning þaðan af ótta við kúa- riðusmit. Nú stendur fyrir dyrum stórfelld- ur niðurskurður naut- gripa á Írlandi vegna fársins. Ekki allar smit- leiðir þekktar Hvernig gat það hvarflað að starfs- mönnum landbúnaðarráðuneytis og yfirdýralækni að veita innflutn- ingsleyfi við slíkar aðstæður jafn- vel þótt um væri að ræða hreina vöðva eins og sagt er. Það hefur engan veginn verið sannað að smit berist ekki með slíku kjöti, það er auðvitað taugavefur líka í vöðvum og að auki er engin leið að tryggja að smit berist ekki með við slátrun eða vinnslu. Mér finnst ábyrgð þeirra vera mikil í þessu máli og held að það minnsta sem væri hægt að gera væri að landbún- aðarráðuneytið gæfi neytendum tryggingu fyrir því að slíkt frum- hlaup endurtæki sig ekki. Það er auðvitað skýlaus krafa ís- lenskra neytenda að ekki sé verið að flytja inn nautakjöt frá löndum þar sem kúariða er útbreidd og geta engir alþjóðasamningar kom- ið í veg fyrir að orðið sé við slíkri kröfu. Hvað varðar kröfu neytenda- samtakanna um að framleiðslu beinamjöls verði hætt á Suður- landi tek ég ekki undir hana. Þar er unnið kjöt frá riðufríu svæði og mjölið ekki gefið jórturdýrum. Nær væri að hvetja til framleiðslu íslensks gæludýrafóðurs úr slíku hráefni en þannig fóður er einmitt flutt inn í miklum mæli frá löndum sem hafa vafasaman feril hvað varðar framleiðslu fóðurs úr sýkt- um búpeningi. Írafár Sigríður Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður. Riða Það er skýlaus krafa ís- lenskra neytenda, segir Sigríður Jóhannes- dóttir, að ekki sé verið að flytja inn nautakjöt frá löndum þar sem kúariða er útbreidd. ÉG get nú hreinlega ekki orða bundist vegna þeirrar umræðu sem á sér stað út af innflutningi á nauta- kjöti frá Írlandi. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur hafa í áratugi verið að berjast við riðu í íslensku fé. Við skyldum því stíga hægt til jarðar þegar við heimtum að sett séu einhliða lög og reglugerðir sem banna innflutning frá riðu- sýktum löndum í Evr- ópu. Það gæti orðið okkur óþægilegt búmerang. Ef tek- in er einhliða ákvörðun hér á landi getum við átt von á samhliða banni á okkar vörur. Mögulegar eru aðr- ar leiðir til að hindra að kjöt berist hingað frá verst stöddu löndunum. Einstrengingslegar aðgerðir geta kollvarpað útflutningi okkar hreinu afurða þannig að betra er að vanda sig við laga- og reglugerðarsmíð- ina. Fiskimjölsbannið Það er eins og mig rámi í að uppi hafi orðið fótur og fit hér á Íslandi þegar ákveðnir aðilar innan EB vildu algjörlega banna fiskimjöl sem dýrafóður. „Engin vísindaleg forsenda fyrir banninu“ var aðal- frasinn hjá okkur og var hneykslast yfir skammsýni og taugaveiklun EB-manna. Mig rámar einnig í að títtræddur yfirdýralæknir hafi ver- ið fenginn til liðs við þá sem vildu stöðva þessa stefnu EB sem byggð- ist á engum vísindalegum rökum. Nú er hins vegar skórinn kominn á hinn fótinn og skítt með öll vís- indaleg rök. Við getum vart ætlast til að aðrar þjóðir taki tillit til nið- urstöðu okkar rannsókna og vís- indalegra raka ef við síðan tökum á málum þeirra á tilfinningalegum grunni. Vönduð vinnubrögð Ég hef á undanförnum árum komið reglulega í landbúnaðar- ráðuneytið að sækja leyfi til út- flutnings á kjöti. Þegar ýjað er að því að þar sé unnið af kæruleysi og óvandvirkni verð ég algjörlega hlessa. Ég get borið vitni um að starfsmenn yfirdýralæknisembætt- isins eru nákvæmir og strangir þegar kemur að veitingu leyfa hvort heldur er til innflutnings eða útflutnings. Ég hef oftar en einu sinni andvarpað yfir smámunasemi þeirra sem ég þó skil þörfina fyrir. Nei, þessir starfsmenn hafa unnið eins og fyrir þá er lagt og gert það vandlega, um það er enginn vafi. Ef erlendur embættismaður tæki það upp hjá sjálfum sér að stöðva allar sendingar á kjöti eða fiski frá Íslandi færi allt í háa- loft hér. Allir sem vettlingi gætu valdið myndu leggjast á eitt að stöðva slíka ós- vinnu. Farið væri fram á að lög og reglugerðir væru látnar ganga fyrir persónulegum skoð- unum embættis- manna. Helst er að skilja í núverandi um- ræðu að starfsmenn íslenska yfirdýra- læknisembættisins hefðu átt að taka sjálf- stæðar ákvarðanir um innflutning, burtséð frá öllum samningum og reglum. Þetta gengur ekki upp. Á Íslandi höfum við ekkert að gera með emb- ættismenn sem taka geðþóttaákv- arðanir og ef slíkt viðgengist myndi heyrast hljóð úr hverju horni. Nautakjöt í Evrópu Ef einhvern langar verulega að komast í hressilegt móðursýkisást- and gæti sá hinn sami komist á rúss með eftirfarandi vangaveltum. Sennilegt er að um helmingur þjóð- arinnar hafi ferðast til Evrópu á síðastliðnu tuttugu ára tímabili og hafa vikulegir flugvélafarmar af ís- lenskum ferðalöngum skroppið til Englands og Írlands. Þorri þessara ferðamanna hafa fengið sér safarík- ar nautasteikur eða hamborgara í útlandinu. Við gætum sannfært okkur um að stór hluti Íslendinga hafi smitast af riðu í þessum ferð- um. Auðvitað stendst það ekki al- veg. Hlutfall þeirra sem sýkjast er svo lágt að við þyrftum trúlega að borða nautakjöt með beini í öll mál og naga þess á milli hryggsúlur til að að komast í áhættuhóp. En hafa ber það sem betur hljómar en sann- ara reynist og engin ástæða fyrir þá sem vilja upplifa æsandi hroll að horfa í svoleiðis smáatriði. Hver skoðar hvað? Ráðherra hefur réttilega bent á nauðsyn þess að skoða uppruna og samsetningu á innfluttri matvöru með kjöti sem íhlutarefni. Það er flestum ljóst að ekki er verið að spandera nautalundum í þessa mat- vöru. Sjálfsagt er stærstur hluti þessara erlendu framleiðanda góðir og vandvirkir en hvað með hina? Hver skoðar uppruna og samsetn- ingu á þessu kjöti? Hver ber ábyrgð á því eftirliti og hvernig hefur verið staðið að því síðastliðin ár? Hvað síðan með allt það nauta- kjöt sem smyglað hefur verið til landsins, hver lagði fram uppruna- vottorð með því? Nei ég bara spyr. Sérfræðingar í hysteríu Nú hafa hinir ýmsu sérfræðing- ar, bæði sjálfskipaðir og aðrir, fjallað um málið með mismunandi ábyrgum hætti. Sumir hafa ólmast á meðan aðrir reyna að róa móð- ursýkina. Löngu hættir embættis- menn finna sig knúna að stíga á stokk og andvarpa um liðna tíð þeg- ar landið var gjörsamlega lokað og haftasjónarmið í hávegum höfð. Ég ætla ekki að elta ólar við menn sem tárfella í hvert sinn sem rifið er af dagatalinu heldur beina því til þeirra sem fjalla um þetta mál að þeir átti sig á að auðvelt er að skapa ótta og vanlíðan í umræðu sem þessari, þannig að betra er að vanda val orða sinna. Ég hef heyrt átölur á innflutn- ingsaðilann á þessu fræga írska nautakjöti. Varla er hægt annað en að brosa. Hverjum dettur í hug að verslanir eins og Nóatún eða aðrar verslunarsamsteypur hafi ekki á stefnuskrá sinni að vera með ómengaða og góða vöru. Þessir að- ilar eru í „bisness“ til frambúðar en ekki bara fyrir daginn í dag. Þeir vita sem er að endanlegi yfirmað- urinn erum við neytendur og það væri léleg viðskiptafræði að fækka þeim mjög mikið. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing skal það tekið fram að undirrit- aður er enginn sérstakur áhuga- maður um innflutning á nautakjöti frá Írlandi. Hann hefur hins vegar gert sig sekan um að borða safarík- ar nautasteikur, í töluverðum mæli, á ferðalögum til annarra landa sem sjálfsagt er ástæðan fyrir því að heili hans neitar að trúa að þessi móðursýki geti haldið áfram miklu lengur. Erlendur Á. Garðarsson Nautakjöt Ég get borið vitni um, segir Erlendur Á Garðarsson, að starfs- menn yfirdýralækn- isembættisins eru ná- kvæmir og strangir Undirritaður hefur starfað um árabil að útflutningi matvæla frá Íslandi. Móðursýkt kúariða Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.