Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG HELD að flestir verði til að líta til baka og þakka drottni fyrir hand- leiðslu á liðnum tíma, hafa fengið að eiga góða heilsu, en hún er með því dýrmætasta sem við eigum í lífinu. Mér finnst að við Íslendingar höfum yfir svo mörgu að gleðjast og þá ekki síst að eiga þetta góða land, sem hef- ir fóstrað svo margan góðan og gegn- an mann um dagana. Þakka alla sól- argeislana sem skaparinn hefir sent inn í okkar líf, og gefið því gildi. Að fá að vera sólarmegin í lífinu verður aldrei þakkað sem vert er og finna nálægð almættisins í hverju spori. Ef rétt væri á haldið gætu lífsgæðin orð- ið fleirum hliðholl en þeim sem njóta handleiðslu í lífinu. Til dæmis þeim sem sitja nú við erfiðleika og áhyggj- ur út af mistökum og sjálfskaparvíti sem mest stafa af dekri við allskyns óvana og fíknir. Það er sárt til þess að vita hversu fjöldinn fer illa með gjafir guðs og eyðir og sóar bæði fjármunum og fjöri á altari lægstu hvata. Mér rennur oft til rifja öll sú neysla sem á sér stað í þjóðfélaginu, fólki til skaða í stað þess að byggja upp fagurt mannlíf. Og hversu heimskulegt það er að eyða sínum kröftum og tómstundum í allskonar fíknir, bæði tóbaks- og áfengis- neyslu, allskonar fjárhættuspil að ekki sé talað um eiturefnin sem flæða yfir og skilja eftir blóði drifna slóð. Og hvernig er svo samviska þeirra sem dreifa þessu út á milli ungra og fullorðinna? Það er mikið sem menn fórna þegar peningar eru í augsýn, þótt þeir viti að einhverntímann kemur að skuldadögunum, og eru þeir peningar sem áunnist hafa með dreifingu eiturefna orðnir lítilsvirði og eftirsókn eftir vindi. Því í upphafi skyldi endirinn skoða, segir gamalt spakmæli og vissulega er það satt og rétt. Ég er því oft að hugsa um hvernig samviska þess sé sem hefir hagnast á ógæfu annarra. Ég hefi hitt á lífsleiðinni marga forherta menn í ýmsum efnum og saga þeirra er ekki eftirsóknarverð, svo ekki sé meira sagt. Ég hefi oft velt því fyrir mér ef samtök allra heiðarlegra manna gætu tekið sig til og hjálpast að og spyrnt á móti af einlægum huga, allri þeirri ógæfu sem vímuefnin hafa leitt yfir og eiga eftir að leiða yfir land og þjóð, t.d. með því að neyta sér um hina göróttu drykki og verða þannig æskunni til fyrirmyndar og leiðsögu um lífsins brautir, hve mikils mætti vænta í baráttunni við hið illa í heim- inum sem allsstaðar er að verki? Væri ekki gaman að vakna upp á ný og vera á þeim gullaldardögum, er hver maður segir að þýið sé þý, eins og Þorsteinn Erlingsson orðaði það á sínum tíma? Þetta væri mögulegt, ef hver maður legði sitt af mörkum. Ef við gætum í komandi framtíð velt þessu oki af okkur, samtaka, er ég viss um að lífið myndi batna. Er þetta mögulegt? segir hin ráma rödd úrtölu og efasemda. En því ekki að reyna? Vill nú ekki Alþingi og rík- isstjórn verða í forystu með því að hætta að veita vímuefni í veislum? Það myndi hafa stórkostleg áhrif og verða til þess að fleiri kæmu á eftir. Stór sigur. En það er kannske of mikið að biðja um slíkt? Ég óska þjóð minni velfarnaðar á þessu ári og þess að bindindi og reglusemi mættu fær- ast í aukana. Það væri mikil guðs gjöf. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Í upphafi nýs árs Frá Árna Helgasyni: KÆRU íslensku frændur. Sá dyggi siðferðislegi stuðningur sem þið Ís- lendingar, frændur okkar, hafið veitt okkur Færeyingum í baráttunni við að losna undan nýlenduvaldi Dana og verða aftur fullvalda þjóð, ornar okkur Færeyingum um hjartarætur. Hér á ég m.a. við heimasíðuna www. fullveldi.org þar sem margir Íslend- ingar hafa sýnt samstöðu með okkur. Einnig vil ég þakka fyrir þær grein- ar sem sendar hafa verið til heima- síðunnar www. fullveldi. fr., kærar þakkir fyrir þær. Sérstaklega vil ég þakka Stein- grími J. Sigfússyni, alþingismanni, sem ekki vílaði fyrir sér að spyrja Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra ágengra spurninga um full- veldismálið. Sömuleiðis bið ég Ís- lendinga að fyrirgefa óþjóðlegt framferði Dans R. Petersen, fulltrúa okkar í Norðurlandaráði, hann varð öllum Færeyingum til skammar. Það er skammarlegt að það skuli í okkar eigin landi finnast þannig fólk og stjórnmálaflokkur sem segist vinna fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi en rekur erindi annarrar þjóðar, þvert á hagsmuni sinnar eig- in. Þetta skilja Íslendingar ekki því slíkir skutilsveinar eru ekki og hafa ekki verið til á Íslandi. Hvað kalla Ís- lendingar slíka menn? En eitt harma ég mjög og það er að hvorki íslenska ríkisstjórnin né ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna hafa séð sóma sinn í að gagnrýna framferði dönsku stjórnarinnar við Færeyinga. Ég dreg þá ályktun að þær vilji ekki móðga forsætisráð- herra Danmerkur og hafi því gefið Færeyjar upp á bátinn. Hefði einhver önnur þjóð í heim- inum komið fram við aðra á sama hátt og Danir hafa komið fram við Færeyinga hefðu allar Norðurlanda- þjóðirnar gagnrýnt það harkalega, en nú þegar ein Norðurlandaþjóð- anna berst fyrir frelsi þá lítur út fyr- ir að hinar lygni bara aftur augunum og láti sem þær sjái ekki Færeyinga. Enn og aftur vil ég þakka Íslend- ingum og óska þeim gleðilegs árs. Guð blessi Ísland og íslenska þjóð. Með frændakveðju, KAI VÁGFJALL Gripsvegur 11 kj. FO-100 Þórshöfn í Færeyjum. Kærar þakkir til Íslendinga! Frá Kai Vágfjall:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.