Morgunblaðið - 09.02.2001, Page 2

Morgunblaðið - 09.02.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR Örn Ás- geirsson, verkstjóri á auglýsingadeild Morgunblaðsins, lést í gærmorgun á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi, 55 ára að aldri. Ragnar Örn fæddist 9. janúar 1946 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ásgeir Þor- steinsson sjómaður sem látinn er fyrir nokkrum árum og Ásta Sigurðardóttir. Ragnar hóf nám í prentiðn hjá Morgun- blaðinu 1. október 1964, þá 18 ára, og vann á blaðinu til dánardags. Hann vann lengst af á auglýsingadeild blaðs- ins við auglýsinga- teiknun og uppsetn- ingu blaðsins en starfaði í nokkur ár sem útlitsteiknari. Eftirlifandi eigin- kona Ragnars Arnar er Jónína Ágústsdótt- ir. Þau giftu sig 27. september 1969 og eiga þrjú börn. Morgunblaðið þakk- ar Ragnari Erni fyrir farsæl störf á langri samleið og sendir eig- inkonu, börnum og að- standendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Andlát RAGNAR ÖRN ÁSGEIRSSON Hamar vann stórsigur í Grindavík / B3 Bjarni Þorsteinsson fer til Molde / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM ÍBÚUM Hríseyjar fækkaði um 30 í fyrra, eða um 14%. Á atvinnuleys- isskrá voru 16 manns um miðjan síð- asta mánuð, í byggðarlagi þar sem búa 188 manns, eða um 9% af íbúum sveitarfélagsins. Þannig má gera ráð fyrir að 20-30% af vinnufæru fólki í eynni séu á atvinnuleysisskrá. Í þessa veru hefur ástandið verið nú í um 12 mánuði. Þetta kom fram í máli Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitarstjóra í Hrísey, á fjölmennum fundi um atvinnu- og byggðamál með þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra í félagsheimilinu Sæ- borg í gærkvöld. Tilefni fundarins var að um þess- ar mundir er liðið eitt ár frá því að Snæfell hætti starfseminni í Hrísey og hefur sveitarfélagið orðið fyrir miklum skakkaföllum við brotthvarf fyrirtækisins. Pétur Bolli sagði að þrátt fyrir brottflutning fólks í fyrra væri mikil umræða um að fólk sé enn að íhuga flutninga. Ef ekkert yrði gert á næstunni myndi það fólk sem er að tala um að flytja láta verða af því. Hann sagði að til að sporna við því væri orðinn lítill tími. Pétur Bolli gerði málefni Ís- lenskrar miðlunar Hrísey ehf. að umtalsefni og sagði að því miður hefði ekki tekist enn að hefja full- mannaðan rekstur þar sem flutning- ur verkefna frá ríkinu hefur látið á sér standa. „Í byrjun árs 2000 unnu sjö manns við fjarvinnslustörf í stöðinni á kvöldin en því miður er slíku ekki til að dreifa í dag. Mjög stopul vinna hefur verið hjá fyrirtækinu og tekjur þess litlar sem þýtt hefur að starfsfólk hefur ekki fengið greidd laun síðustu fjóra mánuði. En tryggðin og trúin á starfsemina og að stuðningur ríkisvaldsins sé í aug- sýn hefur gert það að verkum að fyrirtækið er enn þá til.“ Heimamenn leita nýrra leiða í atvinnumálum Pétur Bolli sagði að yfir stæði endurskipulagning á rekstri félags- ins og öflun nýs hlutafjár og ætti sú endurskipulagning að skýrast á næstu vikum. „Byggðastofnun hefur gefið vilyrði um að leggja fram hlutafé, allt að 10 milljónum króna, í nýtt miðlunarfyrirtæki. Ljóst má vera að það eitt kemur ekki í staðinn fyrir þá starfsemi sem Snæfell var með í Hrísey,“ sagði Pétur Bolli. Einnig kom fram í máli Péturs Bolla að heimamenn hafa unnið að því að því að leita fleiri leiða í at- vinnumálum, eins og að koma á fót skammtímavistun í Hlein og stofnun eignarhaldsfélags um kaup á veiði- heimildum til að stunda vistvænar veiðar, þar sem allur afli yrði unninn í Hrísey. Þetta hefur ekki gengið eftir. Byggðastofnun hefur ekki vilj- að leggja fram hlutafé í eignarhalds- félagið og þá hefur félagsmálaráðu- neytið tilkynnt að ekki sé til fjármagn á fjárlögum til starfsem- innar í Hlein. Eftir framsögur þingmanna voru fyrirspurnir þar sem heimamenn lögðu fram fjölmargar spurningar um þau mál sem heitast brenna á þeim um þessar mundir. Íbúum fækkaði um 14% á síðasta ári Morgunblaðið/Kristján Húsfyllir var á borgarafundi í Hrísey í gærkvöldi þar sem staðan í atvinnu- og byggðamálum var til umræðu. Þingmenn héldu fund með Hríseyingum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gerði einkavæðingaráform ríkis- stjórnarinnar og úthlutun þriðju kyn- slóðar farsímaleyfa að umtalsefni í ræðu á Viðskiptaþingi í gær. „Enn eru eftir fyrirtæki og stofn- anir sem ríkisvaldið getur sleppt hendi af og þar með tryggt í senn meiri hagkvæmni, meiri nýsköpun og betri og ódýrari þjónustu við fólkið í landinu. Fyrir skömmu samþykkti ríkisstjórnin að leita eftir heimild til að selja Landssímann í þremur áföng- um. Um leið var ákveðið að svokall- aðri þriðju kynslóð farsímaleyfa yrði úthlutað til þeirra aðila sem geta boð- ið landsmönnum öllum hvað besta þjónustu.“ Tvö sjónarmið takast á „Þessi tilhögun er umdeild. Þarna takast á tvö sjónarmið. Annars vegar það sjónarmið að nýta eigi þann kost að færa sem mesta fjármuni í ríkis- sjóð. Gallinn við þá aðferð er sá, að fyrirtækin sem í hlut eiga neyðast til að reisa sér hurðarás um öxl í barátt- unni fyrir leyfunum og hljóta síðan að ná inn kostnaðinum af leyfisgreiðsl- unum með mun hærra verði til neyt- enda og til langs tíma með lélegri þjónustu. Þessi virðist hafa orðið raunin víða þar sem útboðsleiðin hef- ur verið farin. Hins vegar er það sjón- armið að betra sé að úthluta leyfunum eftir fyrirframskilgreindum mark- miðum og láta síðan fyrirtækin keppa sín í milli um hylli neytendanna. Þar með færist virðisaukinn til notenda í formi góðrar og ódýrrar þjónustu. Ríkissjóður hefur, þegar fram í sækir, einnig hagsbætur af því. Ódýr og góð fjarskipti í hvaða mynd sem er hljóta að verða grunnur að framförum og nýjungum í hagkerfi framtíðarinnar,“ sagði forsætisráðherra í ræðu sinni. Fyrirtækin keppi um hylli neytenda Davíð Oddsson um úthlutun þriðju kynslóðar farsímaleyfa  Viðskiptaþing/34-35. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra, sem í gær tilkynnti framboð sitt til varaformennsku í Framsókn- arflokknum, segist í samtali við Morgunblaðið vera mótfallinn því að hluti Þjórsárvera fari undir vatn vegna lóns við Norðlingaöldu. Hann segist hafa grun um að Landsvirkjun hafi einmitt þessi áform uppi vegna Vatnsfellsvirkjun- ar. Hann vill ekki sjá að „fermetra af þeim verði fórnað“, eins og hann orðar það. Menn eigi að standa vörð um Þjórsárverin og í raun sé pólitískur vilji fyrir því skýr af hálfu Alþingis. Þegar hann er spurður af hverju hann sé þessarar skoðunar segir Guðni gildi Þjórsárvera sem grið- lands fyrir fugla og annað dýralíf mikið. Þau eigi vart sinn líka hér á landi og þótt víðar væri leitað. „Þjórsárver eru dýrmæt í sögu, menningu og ferðaþjónustu lands- ins. Þessari perlu eigum við ekki að raska eða skapa ófrið um hana,“ seg- ir Guðni. Guðni telur að þessi skoðun njóti stuðnings innan Framsóknarflokks- ins, Halldór Ásgrímsson hafi t.d. einnig lýst þessu yfir í umræðunni um Eyjabakka. Guðni Ágústsson mótfallinn skerðingu Þjórsárvera Ekki verði fórnað einum fermetra MAÐUR, sem var við vinnu í ný- byggingu í Mosfellsbæ í gærkvöld, féll 4–5 m niður af þaki hússins. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík kenndi maðurinn eymsla í baki auk þess sem hann hlaut lítils háttar áverka á höfði. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Nokkru eftir hádegi féll maður 2–3 metra niður af svölum nýbygg- ingar við Einarsnes í Reykjavík. Maðurinn var ekki með öryggis- hjálm og skarst talsvert á höfði. Hann var fluttur á slysadeild. Féll 4–5 m niður af húsþaki HERVAR Gunnarsson var endurkjörinn formaður Verka- lýðsfélags Akraness í gær með 51% atkvæða en mótframbjóð- andi hans, Georg Þorvaldsson, fékk 47,5% atkvæða. Atkvæði greiddu 647 af þeim 1.147 sem voru á kjörskrá eða 56,4%. Georg fékk 307 atkvæði og Hervar 330. Auðir seðlar voru tíu eða 1,5%. Hervar var því kjörinn formaður félagsins til aðalfundar þess árið 2003. Hervar Gunnarsson endurkosinn Verkalýðsfélag Akraness

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.