Morgunblaðið - 09.02.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sléttari húð, aukinn ljómi og
fullkomin ró. Róandi næturkrem
sem færir húðinni vítamín.
Útsölustaðir:
Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi,
Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ,
Hjá Maríu Amaró, Akureyri, Hygea Kringlunni,
Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ.
l i :
i i, j i,
l j i, í ll ,
j í , i, i l i,
i, ti l i l i .
D-STRESS NÆTURKREM
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra tilkynnti í gær framboð sitt til
varaformennsku í Framsóknar-
flokknum þegar flokksþing fer fram
um miðjan marsmánuð næstkom-
andi. Á fundi með blaðamönnum
lagði hann fram nokkurs konar
stefnuskrá þar sem fram koma nokk-
ur áhersluatriði. Hann sagðist hafa
tekið ígrundaða ákvörðun um fram-
boð eftir hvatningar frá stuðnings-
mönnum og vinum um allt land. Von-
aðist hann eftir drengilegri baráttu
um skipan forystusveitar flokksins.
Guðni lýsti jafnframt yfir stuðningi
sínum við Halldór Ásgrímsson sem
formann flokksins. Hann hefði til-
kynnt honum ákvörðun sína um að
fara í varaformannsframboð. Þá gaf
Guðni út þá afdráttarlausu afstöðu
sína að aðild að Evrópusambandinu
væri ekki á dagskrá flokksins í dag.
EES-samningurinn væri við-
skiptabrú Íslands til Evrópu og þann
samning ætti að styrkja og bæta.
Enda hefði fjölmenn nefnd komist að
þessari niðurstöðu eftir grandskoðun
á Evrópumálunum.
Meðal þess sem Guðni leggur
áherslu á er velferð fjölskyldunnar
og hefur hann þar kjörorð flokksins
að leiðarljósi, fólk í fyrirrúmi. Hann
telur það eitt mikilvægasta verkefni
Framsóknarflokksins að ná þjóðar-
sátt í velferðarmálum, samhjálpin
verði skilgreind þannig að þeir ein-
staklingar sem verst eru settir hljóti
mannsæmandi stuðning. Guðni legg-
ur sérstaka áherslu á baráttu flokks-
ins gegn „sölumönnum dauðans“, eða
þeim er selja fíkniefni til ungs fólks.
Guðni vill fella niður lögbundin af-
notagjöld Ríkisútvarpsins og að hluti
tekna komi af fjárlögum. Hann vill
minnka áhrif stjórnmálaflokka í út-
varpsráði og telur að í framtíðinni
eigi það að vera skipað fulltrúum
verkalýðshreyfingarinnar og at-
vinnulífsins. Í samtali við Morgun-
blaðið um þetta atriði sagði Guðni
það koma til greina að undanskilja
Rás 2 frá ríkiseign. Það þyrfti þó nán-
ari skoðunar við.
Hvort það veiki möguleika hans að
koma af landsbyggðinni eins og for-
maðurinn, Halldór Ásgrímsson, taldi
Guðni svo ekki vera. Í litlu landi eins
og Íslandi þýddi ekki að skipta því
upp. Flokksþing væri fyrir landið
allt. Hann sagðist aldrei hafa staðið í
fjandskap við höfuðborgina og hon-
um þætti vænt um fólkið sem þar
byggi. „Ég lít á mig sem góðan mál-
svara allra flokksmanna, hvar sem
þeir eru á landinu,“ sagði Guðni við
Morgunblaðið.
Ólafur Örn Haraldsson hefur þeg-
ar gefið kost á sér í varaformanns-
kjörið og ekki er talið útilokið að fleiri
eigi eftir að bætast í hópinn. Að-
spurður hvort staða hans myndi
veikjast innan flokksins, nái hann
ekki kjöri, sagðist Guðni ekki óttast
afleiðingarnar. Hefði hann ekki boðið
sig fram hefði hann verið að bregðast
trausti sinna stuðningsmanna. Hann
myndi standa réttur eftir þótt hann
ynni ekki þennan slag.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra býður sig fram
til embættis varaformanns í Framsóknarflokknum
Kveðst vonast eftir
drengilegri baráttu
Morgunblaðið/Ásdís
Guðni Ágústsson kynnir framboð sitt til varaformennsku í Framsókn-
arflokknum á fundi með blaðamönnum í landbúnaðarráðuneytinu í gær.
Greinargerð Guðna/48
ÞAÐ hefur ekki farið hátt í vetur
en Sigurður Valur Sveinsson
handboltakappi, betur þekktur
sem Siggi Sveins, er enn að á 42.
aldursári þrátt fyrir að hann hafi
lýst því yfir nokkrum sinnum í
seinni tíð að hann væri hættur.
Hann skoraði eitt mark fyrir HK
í fyrrakvöld í undanúrslitaleik í
Mosfellsbæ gegn Aftureldingu
og er Kópavogsliðið á leið í bik-
arúrslit í fyrsta sinn í sögu þess.
Þetta eru ekki aðeins tímamót
fyrir félagið heldur einnig fyrir
Sigurð og þjálfara HK, Pál
Ólafsson, sem urðu fyrst bikar-
meistarar í handbolta er þeir
léku með Þrótti gegn Víkingi í
úrslitaleik í Laugardalshöllinni
fyrir nákvæmlega 20 árum. Sem
kunnugt er þjálfaði Sigurður HK
áður en Páll tók við liðinu.
Baðvigtin var komin
í þriggja stafa tölu
Sigurður sagði við Morg-
unblaðið að hann hefði byrjað að
æfa á ný með HK skömmu fyrir
jól og haldið áfram af krafti eftir
hátíðarnar. Hann sagði að nú
yrði tekið á því fram að bikarúr-
slitaleik gegn Haukum 17. febrú-
ar næstkomandi.
„Við Páll ætlum að sjálfsögðu
að landa þessum bikar fyrst við
erum komnir þetta langt,“ sagði
Sigurður.
Aðspurður hvað hefði valdið
því að hann fór að æfa aftur, eft-
ir að hafa leikið nokkra kveðju-
leiki, sagði Sigurður að HK hefði
vantað örvhentan mann í liðið.
Að vísu hefði það einn slíkan frá
Kúbu, 38 ára að aldri. „Það er
kannski rétt að fara að hleypa
þessum ungu að,“ sagði Sig-
urður, léttur að vanda, en hann
fagnar 42 ára afmæli í byrjun
næsta mánaðar. Hann sagði að
það hefði einnig haft áhrif á
ákvörðun sína að byrja aftur að
baðvigtin hefði verið farin að
sýna þriggja stafa tölu. „Ein-
hvern tímann lofaði maður sjálf-
um sér að fara aldrei í þriggja
stafa töluna.“
Má líta svo á að bikarúrslita-
leikurinn verði þinn allra síðasti
leikur eða ætlarðu að verða eilíf-
ur í boltanum?
„Nei, ef við tökum bikarinn þá
held ég að skórnir fari endan-
lega í fötuna. Það held ég að sé
alveg á hreinu.“
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður Valur Sveinsson segir það tímabært að hætta endanlega í
handboltanum, takist HK að verða bikarmeistari.
Sigurður Sveinsson á leið í úrslit bikarkeppni HSÍ
20 árum eftir að hann varð fyrst meistari
Skórnir endanlega í föt-
una ef við tökum bikarinn
RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað
mál á hendur bílstjóra hópferðarbif-
reiðar sem lenti út í Jökulsá á Fjöll-
um 16. ágúst sl. með þrettán farþega
innanborðs. Bílstjórinn er ákærður
fyrir brot gegn umferðarlögum og al-
mennum hegningarlögum með því að
hafa stofnað lífi og heilsu farþeganna
í augljósan háska með atferli sínu.
Í ákæru ríkissaksóknara segir að
bílstjórinn hafi ekið hópferðabifreið-
inni suður þjóðveg F88 framhjá veg-
artálma og merki við gatnamót á
þjóðvegi 1 við Hrossaborgir, en á
merkinu kom fram að ástæða lokun-
arinnar væri vatnsflóð við Herðu-
breiðarlindir. Ákærði ók áfram veg-
inn við neðra Lindahraun þrátt fyrir
að Jökulsá á Fjöllum hefði flætt þar
yfir veginn á stórum kafla. Skömmu
eftir að bifreiðinni var ekið út í jök-
ulvatnið gaf vinstri vegkanturinn sig.
„Við þetta hreif áin bifreiðina og
barst hún um 400 metra í þungum
strauminum þar til hún stöðvaðist
með framhlutann á kafi í vatninu.
Farþegarnir komust við illan leik
upp á hált þak bifreiðarinnar, sem
stóð að hluta til upp úr árflaumnum,
og komust þeir naumlega þar fyrir.
Farþegarnir þurftu að bíða björgun-
ar í um þrjár klukkustundir, í kulda
og rigningu, úti í beljandi jökulvatn-
inu sem bifreiðin sökk stöðugt dýpra
í. Með atferli sínu stofnaði ákærði lífi
og heilsu farþeganna í augljósan
háska,“ segir í ákæru ríkissaksókn-
ara.
Bílstjóri hóp-
ferðabifreiðar
ákærður
JÓNÍNA Bjartmarz, þingmaður
Framsóknarflokksins í Reykjavík,
hefur ekki tekið afstöðu til þess
hvort hún gefur kost á sér í embætti
varaformanns Framsóknarflokks-
ins.
Jónína sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hún væri hins vegar að
hugleiða framboð vegna þess að lagt
hafi verið að henni að gefa kost á
sér af mjög breiðum hópi flokks-
manna víðs vegar að af landinu. „Ég
er að hugleiða málið vegna þeirrar
miklu hvatningar sem ég hef fengið,
en ég hef ekki enn tekið ákvörðun,“
sagði Jónína. Aðspurð hvort eitt-
hvað væri til í því að hún hefði
fundað um varaformannsframboð
uppi á Akranesi með Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og
fleiri frammámönnum í Framsókn-
arflokknum, sagðist Jónína kannast
við það að hafa heimsótt Ingibjörgu
flokkssystur sína, sem væri í veik-
indaleyfi, og sér þætti það ekki
fréttnæmt þó hún vitjaði hennar.
„Ég vænti þess að hún hafi fengið
fleiri heimsóknir jafnt og upphring-
ingar í veikindum sínum,“ sagði
Jónína ennfremur.
Jónína Bjartmarz
hugleiðir framboð
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 9
ára fangelsisdóm yfir 46 ára Hollend-
ingi, Fernando José Andrade, sem
var tekinn með ríflega 14 þúsund e-
töflur í fórum sínum í Leifsstöð 18.
september sl. Þetta er einn þyngsti
dómur sem kveðinn hefur verið upp í
fíkniefnamáli hér á landi.
Andrade millilenti á Keflavíkur-
flugvelli á leið sinni frá Amsterdam til
New York. Við skoðun á vegabréfi
hans varð hann órólegur og sáu
starfsmenn Keflavíkurflugvallar
ástæðu til að kalla til lögreglu. Ekkert
reyndist athugavert við vegabréfið en
þegar hann var spurður að því hvort
hann hefði eitthvað í buxnavösunum
sagðist hann vera með 2.000 e-töflur
innan klæða. Við talningu kom hins
vegar í ljós að hann var með 14.292 e-
töflur og 22,46 g af e-töflumulningi í
fimm pakkningum sem hann hafði
stungið niður í hjólabuxur sem hann
klæddist undir síðbuxum. Hæstirétt-
ur sagði að þótt Andrade hefði ekki
ætlað að dreifa efnunum á Íslandi
heldur í Bandaríkjunum tækju
ákvæði almennra hegningarlaga til
fyrirhugaðrar sölu hans eða afhend-
ingar þar, enda næði íslensk refsilög-
saga jafnframt til brota sem beinast
að erlendum hagsmunum. 9 ára fang-
elsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur
frá 7. nóvember sl. var því staðfestur.
9 ára fangelsi
fyrir e-töflusmygl