Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Gísli, Eiríkur, Helgi, ekki er kyn þótt Búkolla bauli, dr. Dýri ætlar að troða
norskum fósturvísum í hana.
Náttúrufræðslusamkomur KFUM&K
Ánamaðkurinn
og kóngulóin
ÍKVÖLD klukkan 20.30hefst fyrsta samkom-an af þremur sem
KFUM&K í Reykjavík
stendur fyrir í húsnæði
þess á Holtavegi, hinar
verða á laugardag á sama
tíma og kl. 17:00 á sunnu-
dag og er sú á laugardag
einkum ætluð ungu fólki. Á
fundunum verða teknir
fyrir ýmsir þættir úr sköp-
unarverkinu. Dr. Bjarni
Guðleifsson náttúrufræð-
ingur flytur erindi á þess-
um fundum og hugleið-
ingu. Hann var spurður
um hvað hann ætlaði að
fjalla í máli sínu.
„Ég ætla að taka fyrir
þrjú fyrirbæri sem mér
finnast áhugaverð og ég
hef sérstaklega kynnt mér
og safnað gögnum um. Í fyrsta
lagi ætla ég að fjalla um farfugla
og ferðir þeirra og tek kríuna sem
dæmi. Það er furðulegt hvernig
farfuglarnir rata fram og til baka
og einnig furðuleg árátta hjá þeim
að leita hingað í svalann, þar sem
þeir geta sannarlega búið við betri
kjör á suðlægari slóðum. Í öðru
lagi ætla ég að fjalla um ánamaðk-
inn sem mörgum finnst viðbjóðs-
legur en þegar maður fer að skoða
lífshætti hans sér maður að þetta
er merkileg lífvera sem vinnur
nauðsynlegt starf í hringrás nátt-
úrunnar. Í þriðja lagi ætla ég að
taka fyrir hið merkilega fyrirbæri
kóngulóna og þá einkum hvernig
hún spinnur vef og veiðir bráð.“
– Þá langar mig í fyrsta lagi að
vita hvaða niðurstöðu þú hefur frá
að segja um kríuna?
„Ég er ekki með nýjar kenning-
ar en það sem mér finnst merki-
legt er fyrir utan ratvísina hið
mikla flugþol sem hún hefur, en
hún flýgur frá norðurpól til suð-
urpóls og er nær stöðugt á flugi.
Mér finnst stórkostlegt að þessi
fugl skuli lifa í stöðugri náttleysu,
hann er hér yfir sumarið þegar
aldrei er nótt og á suðurpólnum
þegar aldrei er nótt þar. Þetta er
ljóssins fugl.“
– Hvað vakti áhuga þinn á ána-
maðkinum öðrum kvikindum
fremur?
„Það er hin þekkta gagnsemi
sem ánamaðkurinn hefur með nið-
urbroti og loftun jarðvegs. Ég hef
safnað töluverðu af ánamöðkum
og þegar ég fór að kynnast lífs-
háttum þeirra sá ég hve merkileg
lífvera þetta er og langt frá því að
vera viðbjóðsleg þegar henni er
brugðið undir stækkunargler.“
– Er kóngulóin eins grimm og
af er látið?
„Já, hún er rándýr og grimm en
engar íslenskar kóngulær eru
hættulegar mönnum og reyndar
eru þær það fæstar. Ég hef ekki
rannsakað hana eins mikið og ána-
maðkinn en ég hef skoðað hana og
safnað gögnum um hana. Einkum
finnst mér merkilegt hvernig hún
spinnur þráð og myndar veiðivef,
það eru ekki margar lífverur sem
gera þetta. Kóngulóin
er ein þeirra lífvera
sem hafa aðlagað sig
best mismunandi að-
stæðum í heiminum og
er þess vegna nær alls
staðar.“
– Hvers vegna er þetta efni tek-
ið fyrir á vegum KFUM&K?
„Í fyrsta lagi finnst mér að
fræðsla um þessar lífverur eigi er-
indi til allra. Þetta eru skemmtileg
viðfangsefni. Í öðru lagi þykir mér
skoðun á þessum lífverum eins og
reyndar öðrum lífverum segja
talsvert um skaparann.“
– Hvað áttu við með því?
„Ég á við það að á bak við svona
stórkostleg fyrirbæri hlýtur að
standa einhver kraftur og einhver
skapari. Í mínum huga er það Guð
almáttugur, skapari himins og
jarðar.“
– Er ekkert erfitt fyrir há-
menntaðan náttúrufræðing að
samræma sköpun og þróun þeim
vísindum sem hann hefur lært?
„Nei, ég hef frá ungaaldri verið
sannfærður um tilveru Guðs og að
hann hafi skapað heiminn, þetta
mikla listaverk. Þróunarkenning-
in er bara eins og hver önnur vís-
indakenning sem vísindamenn
geta notað, hún hrærir ekki við
þeirri bjargföstu trú að á bak við
allt standi skaparinn. Eftir því
sem ég skyggnist meira ofan í
sköpunarverkið, því sannfærðari
verð ég um að Guð hafi skapað
heiminn.“
– Á sex dögum?
„Já, hvers vegna ekki, Guð er
almáttugur og hann gæti alveg
eins gert það. Hins vegar hef ég
aldrei látið sköpunarsöguna eins
og hún stendur í Biblíunni eða
þróunarkenninguna hindra mig í
að trúa á almáttugan skapara.“
– Hvað ræðir þú um í hugleið-
ingu þinni eftir að hinum fræði-
legu efnum hafa verið gerð skil?
„Þessi þrjú efni gefa gott tilefni
til að tala um Guð almáttugan og
trúna á hann. Hugleiðingin er í
raun og veru boðun fagnaðarer-
indisins.“
– Hefur þú lengi tekið þátt í
kristilegu starfi?
„Ég er uppalinn í
KFUM í Reykjavík og
starfaði innan vébanda
þess á yngri árum og
síðar á Akureyri.“
– En við hvað starfar
þú að öllu jöfnu?
„Ég starfa við rannsóknir á
grösum, einkum þoli grasa gegn
ýmiskonar álagi. Hins vegar eru
þessi þrjú efni sem ég fjalla um
ekki innan míns sérfræðisviðs en
hafa vakið sérstakan áhuga minn,
oft eru það áhugamálin sem verða
skemmtilegri en hin daglegu við-
fangsefni.
Bjarni E. Guðleifsson
Bjarni E. Guðleifsson fæddist
1942 í Reykjavík. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1962 og bú-
fræðiprófi frá Öxnavaði í Noregi
1963, árið 1966 lauk hann
búfræðikanditatsprófi frá Ási í
Noregi og doktorsprófi í jurtalíf-
eðlisfræði 1971 frá sama skóla.
Hann hefur starfað sem nátt-
úrufræðingur hjá Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins á
Möðruvöllum í Hörgárdal og
gerir enn. Bjarni er kvæntur Pál-
ínu Jóhannesdóttur sjúkraliða og
eiga þau fjögur börn.
Sannfærður
um að Guð
hafi skapað
heiminn
„ÞETTA er skólabókardæmi um
hvernig á ekki að standa að útboði ef
áhugi er á því hjá stjórnvöldum að
gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að halda verkefninu í landinu,“
segir Ingólfur Sverrisson, deildar-
stjóri hjá Samtökum iðnaðarins,
þegar hann er spurður um viðbrögð
samtakanna við ákvörðun um að
ganga að tilboði pólskrar skipa-
smíðastöðvar vegna viðgerða á varð-
skipunum Tý og Ægi.
Sjö milljóna króna munur var á til-
boði Pólverjanna og tilboði Orms og
Víglundar eftir að kostnaður vegna
eftirlitsmanna og siglingar varðskip-
anna hafði verið reiknaður inn í
pólska tilboðið. Einnig barst tilboð
frá Stáltaki sem var nokkru hærra.
„Það hefði verið hægt að ganga
öðruvísi frá útboðslýsingu og setja
inn ákvæði sem koma íslenskum fyr-
irtækjum vel,“ segir Ingólfur enn-
fremur. „Þar á ég til dæmis við að
það er ekki skylda að hafa útboðs-
gögn á ensku og það hefði verið hægt
að setja inn ákvæði sem hefðu komið
íslenskum skipasmíðastöðvum betur
en erlendum."
Draga á lærdóm af útboðinu
Ingólfur segir að þessi niðurstaða
ætti að verða til þess að standa að út-
boðum sem þessum á annan hátt.
„Þetta á ekki að þurfa að vera svona
og við verðum að nýta þær leiðir sem
unnt er til að breyta þessu ef áhug-
inn er fyrir hendi hjá stjórnvöldum.
Þetta tíðkast í nágrannalöndum okk-
ar í þessum tilvikum en það virðist
sem stjórnvöld hér hafi ekki tileink-
að sér sömu vinnureglu að þessu
leyti. Afleiðingin er sú að við eitt
landa þurfum að sjá á eftir slíkum
verkefnum til útlanda. Ég vil hins
vegar trúa því að menn dragi lær-
dóm af þessu útboði og taki nú hönd-
um saman um að koma þessum mál-
um til betra horfs. Við getum ekki
horft upp á þetta svona áfram.“
Ganga átti
frá útboðs-
lýsingu á
annan hátt
Ingólfur Sverrisson um
viðgerð á varðskipum