Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 12

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Heildarlaun félagsmanna í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur (VR) hækkuðu um tæpt 21% á 19 mánaða tímabili, frá febrúar árið 1999 til september á seinasta ári, eða úr 183 þúsund kr. í 221 þúsund kr. á mán- uði. Þetta kemur fram í niðurstöð- um launakönnunar sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands vann fyrir VR á launum félagsmanna í september sl. Áður hafði Félagsvís- indastofnun gert slíka könnun í febrúar 1999. Á þessu tímabili hafa dagvinnu- laun VR-félaga hækkað hlutfallslega svipað og heildarlaunin eða um rúm 19%, og farið úr 161 þús. kr. á mán- uði í 192 þús. kr. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands hækkaði launavísitalan á þessu tímabili um 9%. Að mati forsvarsmanna VR má telja ljóst að stór hluti VR-félaga hefur notið meira launaskriðs en al- mennt hefur gerst á vinnumarkaði en að hluta til megi einnig rekja um- framhækkun launa félagsmanna í VR til fjölgunar meðal stjórnenda og sérfræðinga á vinnumarkaðinum og betri svörunar hjá þessum hópi í síðari könnun Félagsvísindastofnun- ar. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagðist í gær vera ánægður með að félagsmenn VR hefðu notið launaskriðs á þessu tímabili og benti sérstaklega á að könnunin leiddi í ljós að hinir lægst launuðu hefðu hækkað heldur meira en sem nemur meðallaunahækkun heildarinnar eða um 22–23%. Ljóst væri að vinnu- staðasamningar hefðu skilað ár- angri fyrir lægstu hópana. Fram kemur að hækkun lægstu launa hef- ur haldið í við hina almennu launaþróun í landinu og gott betur. Vinnutími styttist úr 45 í 44 vinnustundir á viku Niðurstöður launakönnunarinnar voru kynntar á fréttamannafundi í gær. Félagið skýrði einnig frá helstu niðurstöðum könnunarinnar í sérblaði sem fylgdi Morgunblaðinu til lesenda þess á höfuðborgarsvæð- inu í gær. Er þetta fyrsta launa- könnunin sem félagið lætur gera frá því að nýtt markaðslaunakerfi tók gildi fyrir félagsmenn VR sam- kvæmt síðustu kjarasamningum. Í ljós kom í könnuninni að vinnu- tími félagsmanna VR hefur styst um eina klukkustund að jafnaði á viku á milli kannana, eða úr 45 klst. í 44 klst. Vinnutíminn hefur þó styst mismikið eftir því hverjir eiga í hlut og í sumum tilvikum hefur hann lengst. Hjá stjórnendum og sér- fræðingum og sérhæfðu starfsfólki og tæknum styttist vinnuvikan um tvær klst. að jafnaði á viku. Nánari greining á niðurstöðum könnunar- innar leiðir hins vegar í ljós að vinnuvikan lengdist meðal hluta félagsmanna, mest hjá afgreiðslu- fólki á kassa og í almennum sölu- störfum eða um þrjár klst. Gunnar Páll Pálsson, forstöðu- maður fjármála- og hagdeildar VR, bendir á að það hafi fyrst og fremst verið yngsta starfsfólkið sem bætti við sig vinnu á tímabilinu en vinnu- vikan hafi styst hjá öðrum hópum. Gunnar Páll segir einnig að nið- urstöður um almennar launahækk- anir og styttri vinnutíma almennt hjá félagsmönnum VR bendi til þess að framleiðni vinnuaflsins hafi verið að aukast á seinasta ári. Magnús L. Sveinsson sagði að samanburður á launum félagsmanna í VR sem fram koma í könnuninni við launataxta félagsins, sem eru á bilinu 83–133 þús. kr., sýni nauðsyn þess að koma á markaðslaunakerfi, en aðeins um 5% félagsmanna í VR taka eingöngu laun skv. launataxta. 26% munur á heildarlaunum karla og kvenna Könnunin leiðir í ljós að kynbund- inn launamunur hefur ekki minnkað á því tímabili sem liðið er frá könn- uninni sem gerð var 1999. Skv. nið- urstöðum könnunarinnar nú fá karl- ar að jafnaði 18% hærri laun en konur í sömu eða samskonar störf- um og er það sami munur og mæld- ist í könnuninni 1999. Meðal fólks í fullu starfi eru karlar að jafnaði með 26% hærri heildarlaun en konur en meðalheildarlaun karla í fullu starfi eru 255 þúsund kr. skv. könnuninni en heildarlaun kvenna að meðaltali 203 þús. kr. Þegar tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, vinnutíma, starfsald- urs og lífaldurs minnkar kynbund- inn launamunur meðal fólks í fullu starfi í 18%. Þessi launamunur helst óbreyttur þótt tekið sé tillit til menntunar. Þetta segja forsvarmenn VR dap- urlega niðurstöðu sem sýni að herða verði róðurinn í baráttunni gegn launamun kynjanna og þurrka út þennan blett á íslenskum launa- markaði. Magnús L. Sveinsson segir vinnuveitendur bera höfuðábyrgð á því launabili sem er á milli kynjanna. Við greiningu á heildarlaunum kom í ljós að launamunur kynjanna hefur minnkað um þrjú prósentustig á milli kannana. Að mati forsvars- manna VR má rekja þessa þróun til þess að konum í stjórnunarstöðum fjölgaði verulega á tímabilinu eða um 140% og heildarlaun þeirra hækkuðu að jafnaði sem því nemur. Á sama tíma fjölgaði körlum í stjórnunarstöðum um 50%. Benda forystumenn VR á að sú staðreynd að kynbundinn launamunur stendur í stað bendi til þess að konur dragi þennan launamun með sér upp í hærri stöður. Þegar litið er á laun einstakra starfsstétta innan VR kemur í ljós að svonefndir hærri stjórnendur og verk-, tölvunar- og kerfisfræðingar eru með hæstu heildarlaun svar- enda í könnuninni eða frá 323 þús. kr. til 348 þús. kr. á mánuði. Af- greiðslufólk á kassa var með lægstu heildarlaunin, 136 þús. kr. á mánuði. Þar af voru dagvinnulaun 101 þús. að meðaltali. Á hinn bóginn mælist meðal sölu- og afgreiðslufólks mesta hlutfalls- hækkun launa hjá afgreiðslufólki á kassa og í matvöru, en þau hækkuðu um 22–24% samanborið við 15% og 19% hjá þeim hópum sem voru með hæstu launin. Sú starfsstétt sem hækkaði hlutfallslega mest í dag- vinnulaunum á umræddu 19 mánaða tímabili er starfsfólk í umbrots- og grafíkstörfum. Samkvæmt niðurstöðum launa- könnunarinnar á meðallaunum eftir atvinnugreinum greiða fyrirtæki sem sérhæfa sig í tölvuþjónustu og fjarskiptum hæstu meðallaunin eða 270 þús. kr. í heildarlaunum talið. Á hæla þeirra koma fyrirtæki með tölvur og skrifstofubúnað í smásölu með 268 þús. kr. í heildarlaun. Að baki liggur þó heldur lengri vinnu- tími í smásölunni eða 47 klst. á viku að meðaltali, en vinnuvikan hjá tölvu- og fjarskiptafyrirtækjum liggur á bilinu 42 til 45 stundir. Lægstu heildarlaunin eru greidd í stórmörkuðum og matvöruverslun- um eða 173 þús. kr. að meðaltali. Félagsvísindastofnun gerði könn- unina í október sl. með því að senda VR-félögum spurningablað í pósti. Þátttakendur voru allir félagsmenn sem höfðu verið skráðir í VR í a.m.k. þrjá mánuði og greiddu að lágmarki 400 kr. í félagsgjöld. Alls bárust 3.350 svör, sem er 29% svörun. Þeg- ar búið var að taka út svarendur sem voru í minna en 70% starfshlut- falli og þá sem ekki gáfu fullnægj- andi upplýsingar var hægt að greina launatölur frá 2.619 VR-félögum eða 78% þeirra sem svöruðu í könnun- inni. Dagvinnulaun VR-félaga hækkuðu um 19% og vinnutími styttist samkvæmt nýrri launakönnun 21% hækk- un heildar- launa á 19 mánuðum Heildarlaun félagsmanna í VR hækkuðu að meðaltali um tæpt 21% frá febrúar 1999 til september 2000 samkvæmt launakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur.                                     !  "            #    !!   $      $ %   "  &' (    )'  *+ ,     %  -  $ .   $  "        #   (   $ /            0     , /  &&(               "        ,  !  !   !"            /' ( $  %   )  $ '   12 13 14 15 16 15 15  17 16 17 15 16 15 13 16 16 ! 17 17 17  17 17 16 " 14 13 18 13 9: 12 13 # 11 13 14 !$  6:9 515 555 567 529 531 551 !$! 5:7 721 73: 783 762 783 576 786 5:: !## 737 746 736 !% 744 769 714 !"& 555 726 717 794 7:7 76: 753 ! 763 753 714 ! " 612 549 592 591 656 581 515 !# 557 579 742 558 745 574 566 573 554 !&% 744 789 744 !" 783 797 746 ! 592 555 726 785 763 739 735 !"$ 793 731 724                                !"   #  # $  &         !    ;    "      &              &! ,      <$    <$ KARLAR innan Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur sem eru 179 sentimetrar á hæð eða hærri eru með hátt í 40 þúsund kr. hærri laun að meðaltali á mánuði en karlar sem eru 166 til 170 sentimetrar á hæð. Þetta kemur fram í niðurstöðum launakönnunar Félagsvísindastofn- unar fyrir VR en í könnuninni voru auk hefðbundinna spurninga um launakjör lagðar spurningar fyrir þátttakendur um hæð þeirra, hára- lit og hversu oft þeir brosa í vinnunni, og niðurstöðurnar síðan bornar saman við laun þeirra. Í ljós kom að hávaxnir njóta að jafnaði töluvert hærri launa en þeir sem eru lægri í loftinu skv. svör- unum, ljóshærðir eru yfirleitt með lægri laun en dekkra hærðir og að brosmildi skilar starfsmönnum yfirleitt ekki hærri launum. Gunn- ar Páll Pálsson, forstöðumaður hagdeildar VR, sagði í gær að þó að þetta væri frekar gert í gamni en alvöru þá væri það engu að síð- ur ljóst að laun virtust oft ráðast af félagslegum þáttum og t.d. útlits- einkennum án tillits til árangurs starfsmanna í vinnunni. Skv. könnuninni eru hávaxnar konur einnig með töluvert hærri laun en lágvaxnari konur. Þannig eru konur sem eru 179 sentimetrar eða hærri með 213 þús kr. heild- arlaun að jafnaði á mánuði en kon- ur sem eru 165 cm eða lægri eru með 195 þús. kr. Haft er eftir Friðrik H. Jónssyni, forstöðumanni Félagsvísindstofn- unar, í blaði sem VR hefur gefið út um launakönnunina, að sú nið- urstaða að hávaxnir njóti hærri launa en aðrir sé ekki séríslensk niðurstaða og erlendar kannanir gefi svipað til kynna. Ein hugs- anlegra skýringa gæti verið sú að hæð nýtist fólki þegar það sest að samningaborði og semur um sín laun. Skv. svörum þátttakenda við þessum spurningum kemur á dag- inn að rauðhærðar konur eru launahæstar meðal kvenna eftir háralit en dökkhærðir meðal karla. Rauðhærðar konur eru með rúm 210 þús. kr. heildarlaun á mánuði að meðaltali skv. könnuninni, skol- hærðar 204 þús. kr., dökkhærðar 200 þús. kr. og ljóshærðar 199 þús. kr. að meðaltali í mánaðarlaun. Dökkhærðir karlar eru að jafnaði með um 261 þús. kr. á mánuði, næstir koma skolhærðir með 259 þús. kr., því næst rauðhærðir með 254 þús. og ljóshærðir karlar reka lestina með 247 þús. kr. meðallaun á mánuði. Nokkur munur kemur einnig fram á heildarlaunum fólks eftir því hvort það segist brosa mikið eða lítið í vinnunni. Meðal karla í hópnum voru þeir sem sögðust brosa sex sinnum eða sjaldnar með töluvert hærri meðallaun en þeir sem brosa oftar eða tæp 270 þús. kr. á mánuði. Þeir sem sögðust brosa tíu sinnum eða oftar í vinnunni voru hins vegar með 255 þús. kr. meðallaun á mánuði. Kon- um virðist hins vegar leyfast að vera glaðlegri en körlum því meðal svarenda voru konur sem sögðust brosa 7–9 sinnum með hærri laun (215 þús. kr.) en þær sem brosa oft- ar (200 þús. kr.) eða sjaldnar (201 þús. kr.). Hávaxið fólk með hærri laun en lágvaxnara  !  "#$  !  %& %'  %  ( ) * + %+*, $ %++-%., %.%-%.&, %.'/, 01  "   

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.