Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÖRNUM á biðlista hjá
Leikskólum Reykjavíkur hef-
ur fjölgað um 43% á síðustu
fimm árum. Á síðasta ári
fjölgaði börnum á biðlista eft-
ir leikskólaplássi hvað mest,
en þá voru samtals 2.853 börn
5 ára og yngri á listanum eða
um 23% fleiri en árið 1999.
Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri Leikskóla
Reykjavíkur, sagði að ástand-
ið væri vissulega ekki eins og
hann hefði óskað sér og að
ýmsir þættir spiluðu þar inn í
eins og t.d. aukinn dvalartími
barna í leikskólum og skortur
á starfsfólki. Í þriggja ára
áætlun um rekstur, fram-
kvæmdir og fjármál Reykja-
víkurborgar segir að framboð
á leikskólaplássum ætti að
verða fullnægjandi árið 2005.
„Eins og málin standa
núna er ég afar óhress yfir
því hvað biðlistinn er ennþá
langur,“ sagði Bergur. „Við
héldum að við yrðum búnir að
fullnægja þörfinni fyrir
tveggja ára börn um þetta
leyti, en það hefur ekki tek-
ist.“
Daglegur dvalartími
barna hefur aukist
Bergur sagði að börnum í
leikskólum hefði lítið fjölgað
síðustu ár og sagði hann að
það skýrðist að hluta af því að
tímafjöldi hvers barns á leik-
skólunum hefði aukist mikið.
Árið 1994 hefði daglegur
dvalartími barna verið að
meðaltali 5,9 stundir, en 7,3
stundir árið 2000.
„Öll uppbyggingin hefur
farið í það að fjölga heilsdags-
plássum á kostnað hálfs-
dagsplássa,“ sagði Bergur.
„Þessi ósk er orðin svo sterk
hjá foreldrum að við ráðum
ekkert við það. Fólk þiggur
ekki hálfsdagspláss. Þetta er
stóra breytingin sem hefur
orðið á undanförnum árum.
Árið 1996 voru um 55% barna
í heilsdagsplássum en núna
er þetta hlutfall komið upp í
rúm 70%.
Síðan varð líka ákveðin
breyting árið 1994, þegar for-
eldrum var leyft að skrá
börnin sín á biðlista þótt þau
væru ekki orðin eins árs og
hafa foreldrar í auknum mæli
gert það, þannig að biðlistinn
er mjög erfiður.“
Níu leikskólar byggðir
á síðustu 5 árum
Bergur sagði að sam-
kvæmt skoðanakönnun, sem
gerð hefði verið fyrir fjórum
árum, hefðu um 25% foreldra
yngri barna viljað heilsdags-
pláss en að nú vildu um 80%
foreldra slíkt pláss.
„Þetta hefur valdið okkur
miklum erfiðleikum. Þetta er
eins og þegar Skeiðará hleyp-
ur – við höfum ekki nein tök á
að sinna þessum óskum.“
Bergur sagði að þótt biðl-
istinn væri langur mætti ekki
líta framhjá því að borgaryf-
irvöld væru að niðurgreiða
vist fyrir um 1.600 börn, sem
væru hjá dagmæðrum og í
einkareknum leikskólum.
Hann sagði að gera mætti ráð
fyrir því að þessi börn væru
nánast öll á biðlistanum og
því væri vandamálið kannski
ekki alveg eins slæmt og það
liti út fyrir að vera í fyrstu.
Vantar 40 starfsmenn
Skortur á starfsfólki hefur
nokkur áhrif á starfsemi leik-
skóla í Reykjavík og framboð
á rýmum. Bergur sagði að
staðan í dag væri sú að um 40
starfsmenn vantaði og að ef
það tækist að manna þær
stöður myndu um 200 pláss
losna.
Bergur benti á það að í töl-
um um biðlista barna væri að
finna börn sem ættu ekki lög-
heimili í Reykjavík og einnig
börn sem væru yngri en eins
árs. Hann sagði að líklega
væri Reykjavík eina sveitar-
félagið sem teldi þessi börn
með, en skráningarreglur
væru afar misjafnar milli
sveitarfélaga.
Auk þess að bæta og
byggja við þá leikskóla sem
eru í borginni hafa 9 nýir leik-
skólar verið byggðir á svæð-
inu á síðustu fimm árum, eða
síðan 1996. Þessi uppbygging
hefur ekki breytt þeirri stað-
reynd að börnum á biðlista
hefur ávallt fjölgað á milli
ára. Þannig voru 1.989 börn á
biðlista árið 1996 en árið 2000
var þessi tala komin upp í
2.853, sem er um 43% aukn-
ing eins og áður kom fram.
Ástandið er einna
verst í Grafarvogi
Af þeim nýju leikskólum
sem reistir voru á tímabilinu
eru fjórir í Grafarvogi en
samt er ástandið einna verst
þar. Hinir leikskólarnir risu í
Bústaðahverfi, Laugarnes-
hverfi, Seláshverfi og tveir í
vesturbæ.
Samkvæmt ársskýrslu
Leikskóla Reykjavíkur árið
1999 var 51% barna 5 ára og
yngri í Víkurhverfi á biðlista
eftir leikskólaplássi og 36%
barna í Húsahverfi. Í Graf-
arvogi er hlutfallið lægst í
Hamrahverfi en þar eru 24%
barnanna á biðlista, sem er í
takt við meðaltal allra barna
sem eru á biðlista í Reykja-
vík. Af öðrum hverfum, þar
sem ástandið er slæmt, má
nefna Hlíðahverfið, en þar
voru 38% barna á biðlista og í
Laugarneshverfinu var þetta
hlutfall 37%. Ástandið er best
í vesturbænum en þar voru
um 11 til 13% barna yngri en
5 ára á biðlista árið 1999.
Bergur sagði að ástandið í
Víkurhverfi hefði batnað
nokkuð því um áramótin hefði
ÁRIÐ 2000 starfrækti
Reykjavíkurborg 74
leikskóla og 20 gæslu-
velli, en alls dvelja um
5.600 börn í leikskólun-
um. Starfsmenn eru um
1.700 talsins í 1.200 stöð-
ugildum. Auk leikskól-
anna 74 voru í gildi þjón-
ustusamningar um
rekstur tveggja leik-
skóla og í fyrra voru um
430 börn í einkareknum
leikskólum og um 1.400
börn hjá dagmæðrum.
74 leik-
skólar
starfræktir
Börnum á biðlista
hefur fjölgað um
43% á fimm árum
Morgunblaðið/Ómar
,+
% +
,1 3
% +
,2 8
%
-
7883 7884 7882 7888 5:::
'(
)
(
*
+
,(
!$$# ---
#
7888
#
7882
#
7884
#
7883
.
*
+
,(
+
,)=7&&5:::
#
!
7 9!
!+&
#
!
!
!+ #
=',
2
"3
2 %
*
#
#
, $
#
!
#
!)
=',
?
!!>
2
#41
3
@
@
@
,
+5:::
%''+AB-
# -
#1 3
2 %''+-
%''.AB-
# -
#1 3
%''&AB-
# -
#1 3
%'''AB-
# -
#1 3
AB-
# -
#1 3
Tæplega 3.000 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík og hefur
ástandið sjaldan verið jafnslæmt. Biðlistinn hefur hægt og bítandi lengst
undanfarin ár en á milli áranna 1999 og 2000 fjölgaði börnum á listanum
um 23%. Trausti Hafliðason skoðaði málið og ræddi við Berg Felixson,
framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur, um stöðuna.
Reykjavík
Borgaryfirvöld stefna að því að koma leikskólamálum í lag árið 2005
nýr leikskóli með 84 nýjum
heilsdagsplássum, risið þar.
Hann sagði þróun leikskóla-
mála næstu ára myndi fyrst
og fremst velta á uppbygg-
ingunni og því hversu vel
tækist að manna leikskólana.
400 milljónum varið til
leikskóla á næstu árum
Samkvæmt þriggja ára
áætlun um rekstur, fram-
kvæmdir og fjármál Reykja-
víkurborgar árin 2002 til
2004, kemur fram að um 400
milljónum króna verði varið
til leikskóla.
Áætlað er að byggja tvo
fjögurra deilda leikskóla í
nýja hverfinu sem er að rísa í
Grafarholti, tvo leikskóla í
Grafarvogshverfi og einn nýj-
an leikskóla á Kjalarnesi.
Ráðgert er að á tímabilinu
muni leikskóladeildum fjölga
um allt að 29 og ef það geng-
ur eftir mun heilsdagspláss-
um fjölga um 580. Þá er á
þessu ári stefnt að því að
bæta við 7 til 8 nýjum leik-
skóladeildum með 140 til 160
heilsdagsrýmum.
Samkvæmt þriggja ára
áætluninni mun breytt fæð-
ingarorlof, sem tekur gildi á
næstu árum, draga úr eftir-
spurn eftir heilsdagsrýmum
fyrir börn 2 ára og yngri.
„Ef þetta gengur eftir má
búast við að á árinu 2004 til
2005 verði framboð á leik-
skólaplássum fullnægjandi,“
segir í áætluninni.