Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 17

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 17 Ný förðunarlína Kynning í Hagkaup, Kringlunni, í dag og á morgun, laugardag FYRSTA bikarmót Skíðasambands Íslands í alpagreinum á þessum vetri fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina og verður keppt í svigi og stórsvigi í karla- og kvennaflokki. Á morgun, laugardag, keppa karl- ar í stórsvigi kl. 10 og konur í svigi kl. 10.45. Á sunnudag snýst dæmið við, konur keppa í stórsvigi kl. 10 og karlar í svigi kl. 11. Verðlaunaaf- hending fer svo fram við Strýtu að lokinni keppni á sunnudag. Snjóleysi víða um land hefur gert mörgum skíðamönnum erfitt fyrir. Í Hlíðarfjalli hafa hins vegar aðstæður til skíðaiðkunar verið með besta móti undanfarna mánuði og þangað hafa skíðamenn víðs vegar af landinu komið til að stunda sínar æfingar. Morgunblaðið/Kristján Garðar, Jóhann, Finnur Ingi og Elvar úr skíðaliði Reykjavíkur hafa dvalið á Akureyri í rúma viku og æft. Þeir keppa á fyrsta bikarmóti SKÍ. Fyrsta bikarmót SKÍ í vetur Aðstæður í Hlíðar- fjalli mjög góðar Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur Tónleikar í Laugaborg TÓNLEIKAR til styrktar minning- arsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur verða haldnir í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit á morgun, laugardag, 10. febrúar, kl. 16. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til Lundúna í fram- haldsnám þegar hún lést af slysför- um í febrúar árið 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur hennar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlist- arfélagi Akureyrar minningarsjóð til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Eru tónleikar helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn, auk þess sem hann hefur tekjur af sölu minningarkorta. Á tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Aðgangur er ókeyp- is en tekið er á móti frjálsum framlögum í sjóðinn. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn fer í heimsókn í Glerárkirkju á sunnudag, 11. febrúar. Fjölmennum í Glerár- kirkjum þennan dag. Guðsþjón- usta verður í Grenivíkurkirkju næsta sunnudag kl. 14. Kyrrð- arstund verður í Svalbarðs- kirkju kl. 21 á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.