Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 17 Ný förðunarlína Kynning í Hagkaup, Kringlunni, í dag og á morgun, laugardag FYRSTA bikarmót Skíðasambands Íslands í alpagreinum á þessum vetri fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina og verður keppt í svigi og stórsvigi í karla- og kvennaflokki. Á morgun, laugardag, keppa karl- ar í stórsvigi kl. 10 og konur í svigi kl. 10.45. Á sunnudag snýst dæmið við, konur keppa í stórsvigi kl. 10 og karlar í svigi kl. 11. Verðlaunaaf- hending fer svo fram við Strýtu að lokinni keppni á sunnudag. Snjóleysi víða um land hefur gert mörgum skíðamönnum erfitt fyrir. Í Hlíðarfjalli hafa hins vegar aðstæður til skíðaiðkunar verið með besta móti undanfarna mánuði og þangað hafa skíðamenn víðs vegar af landinu komið til að stunda sínar æfingar. Morgunblaðið/Kristján Garðar, Jóhann, Finnur Ingi og Elvar úr skíðaliði Reykjavíkur hafa dvalið á Akureyri í rúma viku og æft. Þeir keppa á fyrsta bikarmóti SKÍ. Fyrsta bikarmót SKÍ í vetur Aðstæður í Hlíðar- fjalli mjög góðar Minningarsjóður Þorgerðar S. Eiríksdóttur Tónleikar í Laugaborg TÓNLEIKAR til styrktar minning- arsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur verða haldnir í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit á morgun, laugardag, 10. febrúar, kl. 16. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til Lundúna í fram- haldsnám þegar hún lést af slysför- um í febrúar árið 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur hennar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlist- arfélagi Akureyrar minningarsjóð til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms. Eru tónleikar helsti vettvangur til að styrkja sjóðinn, auk þess sem hann hefur tekjur af sölu minningarkorta. Á tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Aðgangur er ókeyp- is en tekið er á móti frjálsum framlögum í sjóðinn. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskólinn fer í heimsókn í Glerárkirkju á sunnudag, 11. febrúar. Fjölmennum í Glerár- kirkjum þennan dag. Guðsþjón- usta verður í Grenivíkurkirkju næsta sunnudag kl. 14. Kyrrð- arstund verður í Svalbarðs- kirkju kl. 21 á sunnudagskvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.